Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ _____________________VIÐSKIPTI Flugleiðir í samstarf við Southwest Airlines Opin kerfi hf. fjárfesta í fyrirtækjum Kaupa meirihluta íMiðheimum og 30% íÞróun FLUGLEIÐIR og bandaríska flug- félagið Southwest Airlines hafa gert með sér samkomulag um markaðs- samstarf til reynslu í ferðum milli Cleveland og áfangastaða Flugleiða í Evrópu um Baltimore-flugvöll. Southwest Airlines er fimmta stærsta flugfélag Bandaríkjanna og nær áætlunarkerfi félagsins til 49 borga innanlands þar í landi. Félag- ið rekur alls um 256 Boeing 737 flugvélar og hefur yfír að ráða 24 þúsund manna starfsliði. Á hveijum degi fljúga vélar félagsins yfir þijú þúsund ferðir. „Þetta er í fyrsta skipti sem Southwest Airlines fer í samstarf við annað flugfélag," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í sam- tali við Morgunblaðið. „Félagið hef- ur nokkra sérstöðu því það hefur einungis eina tegund af flugvélum, tengist ekki sérstöku dreifikerfí og býður mjög samkeppnishæf fargjöld innan Bandaríkjanna. Þetta er fyrsta skref Flugleiða í því að tengj- ast mjög stóru flugfélagi innanlands í Bandaríkjunum. Fyrst um sinn verður þetta þó tilraun og eingöngu bundið við Cleveland því bandaríska félagið er óvant samstarfi við önnur flugfélög, bæði í Bandaríkjunum og á alþjóðamarkaði. Við sjáum mikla framtíðarmöguleika í því að tengj- ast jafn stóru og þekktu félagi inn- an Bandaríkjanna." Góðar tengingar um Baltimore-flugvöll Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs, bætir því við að fjölmörg önnur flugfélög hafí verið á höttunum eftir samstarfi við Southwest Airlines, þ.á m. British Airways og Lufthansa. „Þeir hafa alltaf hafnað slíkum óskum og hafa engu viljað breyta hjá sér,“ segir hann. „Sú tilraun sem er í gangi í samstarfinu kemur í framhaldi af töluvert miklum umræðum. Það mun ekki skila neinum þúsundum farþega strax, en ef samstarfið gengur vel gæti árangurinn orðið góður.“ Þeir Sigurður og Steinn Logi segja að Cleveland hafí orðið fyrir valinu í þessari tilraun vegna þess hægt sé að bjóða mjög góðar teng- ingar við flug Flugleiða frá Balti- more-flugvelli og reyndar eigi það við um fleiri staði. Flugleiðir hafa um árabil átt í fargjaldasamstarfi við bandaríska flugfélagið USAir og verður það með óbreyttu sniði. Fram kemur m.a. í frétt frá Southwest Airlines að félagið hafí valið að ganga til samstarfs við Flugleiðir vegna þess að félögin eigi margt sameiginlegt og leggi bæði áherslu á lág fargjöld og góða þjón- ustu við viðskiptavini sína. OPIN kerfí hafa keypt 64,5% hluta- fjár í alnetsfyrirtækinu Miðheimum hf. og 30% í hugbúnaðarfyrirtækinu Þróun ehf. Gagnaflutningar, dótt- urfyrirtæki Opinna kerfa, verða hugsanlega sameinaðir Miðheimum í kjölfar kaupanna. Kaupverðið hef- ur ekki verið gefið upp. Frosti Bergsson, framkvæmda- stjóri Opinna kerfa hf. segir að til- gangurinn með kaupunum sé ein- faldlega sá að fjárfesta í fyrirtækj- um, sem eigi framtíðina fyrir sér. „Bæði fyrirtækin hafa mikla reynslu og hæft starfsfólk. Þau þjóna sumum af stærstu viðskipta- vinum okkar og því hentar það okkur vel að tengjast þessum fyrir- tækjum og styðja við bakið á þeim.“ Opin kerfí munu tilnefna mann í stjórn Miðheima á næstunni og verður stefnt að því innan skamms að auka hlutafé fyrirtækisins að sögn Frosta. „ Enn fremur verður stefnt að því að sameina Gagna- flutninga ehf., dótturfyrirtæki Op- inna kerfa, Miðheimum. Varðandi Þróun hf. þá munum við ekki koma þar sjálfír inn í stjórn heldur vinna með fyrirtækinu á sömu nótum og við vinnum nú með ýmsum hugbún- aðarhúsum.“ Miðheimar sérhæfa sig í alnets- þjónustu fyrir einstaklinga og fyrir- tæki og er elsta fyrirtækið á þeim markaði. Starfsmenn fyrirtækisins eru sjö og það sinnir einnig fyrir- tækjaþjónustu við staðarnet fyrir- tækja, upplýsingamiðlun á alnetinu og hönnun og uppsetningu á vefsíð- um svo eitthvað sé nefnt. Þar til nú hefur fyrirtækið verið í eigu tíu einstaklinga en sjö þeirra hafa nú selt Opnum kerfum hlut sinn. Framfaraspor fyrir Miðheima Arnþór Jónsson, framkvæmda- stjóri og einn eigenda Miðheima telur kaup Opinna kerfa á meiri- hluta hlutafjár í fyrirtækinu vera mikið framfaraspor fyrir það. „Það er mjög gott fyrir okkur að fá svo sterkan aðila, sem Opin kerfí eru, til liðs við okkur. Við höfum lengi haft í bígerð að auka umsvifin og bæta þjónustuna og mér sýnist það nú ætla að gerast mun fyrr en ég átti von á. Við hlökkum til að fara að vinna með nýjum eigendum að því að styrkja stöðu okkar á mark- aðnum og bæta þjónustuna við við- skiptavini enn frekar." Kaupin styrkja Þróun Þróun ehf., tölvu- og rekstrar- ráðgjöf átti 20 ára afmæli á þessu ári og er því eitt af elstu hugbúnað- arfyrirtækjum landsins. Það sinnir tölvuþjónustu fyrir stofnanir og fyr- irtæki og hefur m.a. umboð fyrir Concorde viðskiptahugbúnaðinn. Það hefur einnig hannað ýmis sér- hæfð kerfi, m.a. afgreiðslukerfi fyr- ir póstafgreiðslustöðvar. Starfs- menn fyrirtækisins eru 23. Halldór Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Þróunar ehf., segist vera ánægður með að Opin kerfi skuli hafa gengið til liðs við hlut- hafahóp fyrirtækisins. Kaupin styrki fyrirtækið og geri það betur í stakk búið en áður til að takast á við ný verkefni og tækifæri. Minni hagnaður SÍF fyrstu níu mánuðina en á sama tíma í fyrra Svissnesk- Góðar horfur í rekstrinum HAGNAÐUR SÍF hf. og dótturfé- laga þess nam alls um 70 milljón- um fyrstu níu mánuði ársins, en var á sama tímabili í fyrra alls um 114 milljónir. Horfur eru hins vegar góðar um afkomu síðustu þriggja mánaða ársins, þannig að búist er við að afkoman á árinu í heild verði svipuð og í fyrra. í nýútkomnu fréttabréfi fyrir- tækisins, Saltaranum, kemur fram að síðastliðin tvö ár hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á húsakynnum og tækjum dóttur- félags SÍF í Frakklandi, Nord- Morue. Þessar miklu framkvæmd- ir hafa haft talsverð áhrif á rekstrarniðurstöðuna fyrstu níu mánuði ársins. Þannig var nið- urstaða Nord-Morue 58 milljónum lakari á tímabilinu en á þessum tíma í fyrra. Til lengri tíma litið er búist við að framkvæmdirnar í Nord-Morue muni hins vegar gera félagið vænlegra til að skila góðri afkomu og munu merki þess sjást í niðurstöðutölum fé- lagsins síðustu þijá mánuði árs- ins. Þrátt fyrir lakari afkomu Nord-Morue fyrstu níu mánuðina er gert ráð fyrir að félagið skili svipaðri afkomu allt árið og á fyrra ári. Eigið fé aukist um 500 milljónir Eigið fé SÍF hinn 30. september sl. var alls um 1.272 milljónir og hafði aukist um 500 milljónir frá sama tíma í fyrra. Fyrir utan hagnað af starfseminni má rekja aukninguna til hlutafjárútboðs fyrr á árinu sem skilaði félaginu 380 milljónum í nýju eigin fé. Heildarútflutningur SÍF á söltuðum og hertum afurðum var um 7% meiri fyrstu níu mánuði þessa árs, en á sama tíma í fyrra. I lok nóvember sl. hafði verið flutt út 10% meira en í fyrra. Er gert ráð fyrir að heildarútflutningurinn verði um 12% meiri en á árinu 1995. í fréttabréfi SÍF er jafnframt birtur nýr hluthafalisti sem sýnir að verulegar breytingar hafa orð- ið í röðum stærstu hluthafanna. Lífeyrissjóður verslunarmanna er nú stærsti hluthafinn með 4,77% hlut, Burðarás á 3,46% og Salt- fiskframleiðendur 3,25%. Fyrir hlutafjárútboð félagsins í sumar var Fjárfestingarfélagið Skandia skráð fyrir 6% hlut, Bjarni Sig- hvatsson 4,85% og Saltfískfram- leiðendur 4,01%. 15 stærstu hluthafar Slafnvirði hlutafjár m.kr. SIEhf. % hlutur Lífeyrissj. VR 31,0 4,77 Burðarás hf. 22,5 3,46 Saltfiskframleiðendur 21,2 3,25 Vinnslustöðin hf. 20,2 3,11 Lífeyrissj. Norðurl. 19,4 2,98 Kaupf. Eyfirðinga 18,9 2,90 Hlutbréfasj. íshaf 18,6 2,86 Auðlind hf. 17,4 2,67 Tryggingamiðstöðin 17,2 2,64 Samvinnulífeyrissj. 15,8 2,43 ísf. Vestmannaeyja 14,6 2,24 Vátryggingaf. íslands 14,3 2,20 Fiskanes hf. 14,2 2,18 Þorbjörn hf. 13,9 2,14 Síldarvinnslan hf. 11,4 1,75 ur lyfjarisi fæðist Basel. Reuter. SVISSNESKU lyfjafyrirtækin Ciba-Geigy og Sandoz hafa fengið langþráð samþykki bandarískra eftirlitsyfírvalda og geta sameinazt í annan stærsta lyfjarisa heims. Að fengnu skilyrtu samþykki alríkisráðs viðskiptamála, FTC, er rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir stofnun hins nýja risafyrir- tækis, Novartis, sem fyrst var boð- uð í marz. Hlutdeild Novartis á lyfjamark- aði heimsins verður 4,4%, en stærsta lyfjafyrirtækið í heiminum er Glaxo-Wellcome í Bretlandi, sem hafði 4,7% markaðshlutdeild 1995. Novartis seldi lyf fyrir 36 millj- arða svissnesla franka eða 27 millj- arða dollara 1995 og varði 3.5 milljörðum til rannsókna og þróun- ar. ampvP^2UOU verö kronur 21.900,- HNAPPABORÐ MEÐ INNBYGGÐUM SIMA ekkert modemt símakort eða annar óþarfa búnaður..... • Hágæða hnappaborð með innbyggðum síma & hðfuðtóii • Windows og Dos símahugbúnaður • allar aðgerðir á síma í hnappaborði s.s. hringingar og stíllingar • auðvelt í notkun og uppsetningu • skráir dagsetningu, tíma og símanúmer sem hringt er í hverju sinni • hægt að tala og nota tölvuna á sama tíma NÝHERJI radiostofan\J \y Skipholti 37 • Sími 569 7600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.