Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samskip sækja á erlendis Samskip hf. opnuðu skrifstofur í Englandi og Hollandi í fyrra og í upphafi ársins í Bandaríkjunum. Félagið hyggur á aukin umsvif á erlendum flutningamarkaði. Guðni Einarsson heimsótti Samskip Ltd. í Hull og ræddi við Ásu Einarsdóttur, fram- kvæmdastjóra, Kristján Pálsson sölu- og * markaðsstjóra og Olaf Steinarsson deildar- stjóra innflutnings hjá Samskipum hf. KRISTJÁN Pálsson sölustjóri og Ása Einarsdóttir framkvæmda- stjóri í skrifstofu Samskip Ltd. Fyrirtækið er til húsa í gamalli bruggverksmiðju sem breytt var í skrifstofuhús. MorgunDladiO/Uuöni ÓLAFUR Steinarsson deildarstjóri og Krislján Pálsson sölu- stjóri Samskip Ltd. við höfnina í Hull. SAMSKIP hf. opnuðu skrif- stofu í Huli í Englandi 1. ágúst 1995. Hlutverk skrif- stofunnar er að sjá um starfsemi Samskipa í Bretlandi, það er Englandi, Skotlandi og Wales. Ása Einarsdóttir er framkvæmda- stjóri Samskip Ltd. í Hull og Krist- ján Pálsson sölu- og markaðsstjóri. Auk þeirra vinna fimm enskir starfsmenn á skrifstofunni. Skrif- stofa Samskipa Ltd. í Hull var fyrst til húsa í skúrbyggingu við höfnina en er nú nýlega flutt inn í borgina, í gamla bruggverk- smiðju sem breytt hef- ur verið í skrifstofuhús. Nútímalegur rekstur „Eftir fyrsta starfs- árið hér erum við mjög sátt við árangurinn," sagði Ása. „Við tókum við af breskum um- boðsmanni og okkar fyrsta verkefni var að færa skrifstofuhaldið til nútímans. Tölvu- væðing er ekki jafn al- menn hér og heima og margt í vinnubrögðum sem við vildum breyta. Sumir starfsmenn okk- ar kveiktu í fyrsta sinn á tölvu þann 1. ágúst 1995 og fóru beint inn í Windows95! Við höfum engu að síður lært margt af Bretun- um og þeirra vinnubrögðum og sú þekking nýtist okkur vel í samskipt- um við innlenda og erlenda við- skiptavini. Einnig höfum við lagt áherslu á að byggja upp viðskiptasambönd hér á svæðinu og utan þess, ekki síst við undirverktaka og gamla og nýja viðskiptavini." Samskip hafa tekið í notkun nýj- an Concord-hugbúnað sem heldur utan um flutningakerfið. Þessi hug- búnaður var fyrst settur upp á skrif- stofunum Samskipa erlendis og verður fljótlega notaður innan alls fyrirtækisins. „Hugbúnaðurinn heldur utan um alla þætti flutning- anna. Allar farmskrár eru á tölvu- tæku uformi og þessi hagnýting upplýsingatækni sparar verulegan tíma. I framtíðinni verður varan strikamerkt við móttöku og það auðveldar að fylgjast með því hvar hún er stödd hveiju sinni. Það skipt- ir miklu í flutningastarfsemi í dag að hafa áreiðanlegar upglýsingar á reiðum höndum,“ segir Ása. Vikulegar ferðir Tvö skip, Arnarfell og Dísarfell, annast vikulegar sigl- ingar milli íslands og Englands. Skip Sam- skipa koma á hverjum mánudegi til Hull. Venjulega er viðdvölin 5-6 klukkustundir. í Humber ánni er allt að 6 metra munur á flóði og fjöru og skip geta þurft að sæta lagi með að komast inn í flotkví- arnar í höfninni. „Skip- in fara á fimmtudags- kvöldi frá íslandi, eru í Færeyjum á hádegi laugardags og hér á mánudegi. Þetta kemur sér mjög vel fyrir fisk- útflytjendur frá íslandi og Færeyjum því Hull er mikilvæg uppskipunarhöfn fyrir ísfisk og mikilvægt að fiskurinn komist á markað sem fyrst í vik- unni,“ sagði Ása. Frá Hull er skipið svo um vikutíma aftur til Islands með viðkomu í Rotterdam í Hol- landi, Bremerhaven í Þýskalandi, Árósum í Danmörku, Varberg í Svíþjóð, Moss í Noregi og svo aftur um Færeyjar til íslands. „Markaðurinn krefst vikulegra afskipana. Við bjóðum grundvallar- þjónustu sem hentar vel þeim sem eru með reglulegt vöruflæði frá Evrópu," sagði Olafur. „Samskip notar tvö skip til áætlunarsiglinga til Evrópu og því verður að mæta kröfum útflytjenda og innflytjenda um sem stystan flutningstíma á vörum. Útflutningur eru að stærst- um hluta að fara til Bretlands og meginlands Evrópu en innflutningur kemur að jöfnum hluta frá meg- inlandinu og Norðurlöndum." Samskip hafa undanfarin ár byggt upp samvinnu við færeyska skipafélagið Faroe Line. Færeying- arnir sigla vikulega til Austfjarða- hafna og þaðan um Færeyjar til Bremerhaven. Samskip taka vörur í Færeyjum, aðallega fisk, og fara með til Englands og Rotterdam. Eins taka þau vörur í þessum höfn- um og á Norðurlöndum sem síðan eru fluttar til Færeyja. Þau hjá Samskipum segja að í tonnum talið flytji félagið þrefalt mejra til Bretlands en frá Bretlandi til íslands. Útflytjendur til Bretlands eru fáir og stórir og selja fisk, skinn, ull og brotajárn. Flutningurinn til Islands er fyrir stóra og smáa aðila og þar er um að ræða fjölbreyttar vörur svo sem salt, stál, rör, hjól- barða og almenna stykkjavöru svo sem matvöru. Samskipamenn hafa trú á að flutningar frá Bretlandi til Islands muni aukast enda fram- leiðslukostnaður í Bretlandi almennt lágur og mörg ný fyrirtæki eru að hasla sér völl, einkum í Wales og á írlandi. Aukin áhersla á útlönd Auk skrifstofunnar í Hull opnuðu Samskip hf. skrifstofu í Rotterdam 1. júlí í fyrra og í byijun þessa árs var opnuð skrifstofa í Norfolk í Bandaríkjunum. Að sögn Ólafs Steinarssonar er hlutverk erlendu skrifstofanna að veita inn- og út- flytjendum besta mögulega þjón- ustu auk þess að afla þekkingar og reynslu _af flutningastarfsemi er- lendis. Á hverri skrifstofu starfa tveir til þrír íslendingar auk er- lendra starfsmanna. Ása telur það mjög jákvætt að vera bæði með ís- lenska og erlenda starfsmenn. ís- lendingar sem leiti fyrirgreiðslu kunni vel við að geta rætt við landa sína og heimamenn þekki betur til aðstæðna í landinu sem starfað er í. Olafur segir að tilgangurinn með skrifstofurekstri erlendis sé marg- þættur. Fyrst og fremst sé það til að þjóna betur aðalmarkmiði félags- ins, það er að sinna flutningastarf- semi til og frá íslandi. í öðru lagi að afla þekkingar og reynslu af flutningastarfsemi erlendis. I þriðja lagi stefni fyrirtækið að aukinni i flutningastarfsemi milli landa er- lendis. „Það eru takmarkaðir vaxtar- möguleikar á íslandi, markaðurinn er lítill og samkeppni í flutningum hörð,“ segir Ása. „Hver hundraðs- hluti sem næst í aukinni markaðs- hlutdeild er dýru verði keyptur og kostar mikla vinnu. Til lengri tíma litið eru vaxtarmöguleikarnir er- Iendis. Við erum rétt að byija á erlendum markaði. Öll íslensk fyrir- ) tæki eru lítil í alþjóðasamkeppni. En sem lítið fyrirtæki þurfum við ekki stóran skerf af kökunni.“ Erlend starfsemi Ása segir að Samskip hafi í aukn- um mæli fikrað sig inn í svonefnd þriðja lands viðskipti, _en það eru flutningar eru óháðir íslandi. „Við erum að byggja hér upp alhliða flutningsmiðlun og flutningastarf- semi og viðskiptavinir okkar eru : bæði íslensk og bresk fyrirtæki. Við erum ekki bara í sjóflutningum held- ur bjóðum heildarlausnir í flutning- um og erum í samstarfi við marga stóra flutningsaðila. Þannig höfum við byggt upp sterk tengsl og náð góðum samningum um flutninga innan Evrópu og til fjarlægra landa.“ Kristján segir að Samskip hafí tekið að sér ýmsa flutninga milli landa erlendis til og frá meginlandi Evrópu og milli Bandaríkjanna og Bretlands. Flutningsmiðlunin felst í því að koma vörunni frá uppruna- stað til áfangastaðar, hvort sem varan er flutt með skipi, flugi, bíl eða járnbrautarlest. Eins að annast alla skjalagerð sem þarf að inna af hendi til að varan komist á áfanga- stað. Hann segir að góðir samningar hafi náðst við ýmsa undirverktaka Samskipa í flutningum, bæði þá sem reka flutningabíla og frystigeymsl- ur, sem komi viðskiptavinunum til góða. „Þetta er það sem skilar við- skiptavinum okkar, sérstaklega á íslandi, lægra flutningsverði þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Krist- ján. „Með auknu flutningsmagni náum við hagstæðari samningum og styrkjum samkeppnisstöðu okkar í Bretlandi." Eftir fyrsta árið í rekstri voru 22% af tekjum skrifstofunnar í Hull vegna for- og_ framhaldsflutninga utan ís- lands. Ása segir það örugga vísbend- ingu um að þau séu á réttri leið. „Við munum leggja höfuðáherslu á þessa starfsemi á næstu mánuðum. Uppbygging erlendu starfseminnar er framtíðarverkefni sem Samskip leggja mikla áherslu á.“ Alhliða flutningsþjónusta Það er ekki bara í útlöndum sem \ Samskip hf. eru að feta inn á nýjar brautir. Dótturfyrirtæki Samskipa á íslandi, BM-flutningar, á fyrirtækið Air Express á Islandi sem er um- boðsaðili Air Express. Þetta félag annast vöruflutninga með flugvél íslandsflugs sem flýgur milli íslands og Bretlands. „Við höfum haslað okkur völl í vöruflugi sem er fimm sinnum í viku til Evrópu," sagði Ólafur. „Þetta eru flutningar frá dyrum til dyra. Við getum skilað I vörunni til viðtakanda á Islandi á sama sólarhring og tekið er við henni hér í Bretlandi. Þessi stutti flutningstími er dýrari lausn en skipaflutningurinn, en góður val- kostur þegar svo ber undir. Þetta er að mínum mati besti flutnings- kosturinn í vöruflugi milli Islands og Bretlands.“ Ása Einarsdóttir H-Laun Grensásvcgi 8 • 108 lteykjavík • Sími: S68-8882 « "'im I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.