Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 B 7 VIÐSKIPTI stöðu til EMU. Eftir kosningamar á næsta vori kunna að verða breyt- ingar á efnahagsstjórn og þær gætu leitt til hærri vaxta sem aft- ur gætu valdið óróa á hlutabréfa- markaði. Á þessu stigi er erfitt er að gera sér grein fyrir afstöðu nýrrar ríkisstjórnar til EMU. Hagvaxtarslaki er enginn í Bandaríkjunum en nokkur í Evrópu Almennt er hættan á megin- landi Evrópu sú að ekki takist að glæða hagvöxt og fjárfestingu einkaaðila nægjanlega til að nýta afkastagetu. Samkvæmt tölum OECD er „hagvaxtarslakinn", þ.e. vannýtt framleiðslugeta (e. output gap) 1,6% í Þýskalandi, 2,1% í Frakklandi og 1,5% á Ítalíu og 2% á Spáni svo að nokkur dæmi séu nefnd (til samanburðar má nefna að vannýtt framleiðslugeta í Bandaríkjunum er 0,1% eða næst- um engin en 3,7% í Japan). At- vinnuleysi í Evrópu er víða 10-11% og hærra í Suður-Evrópu. Ríkin á meginlandi Evrópu eru flest aðeins á fyrsta eða öðru ári eftir lægð og ekki er mikil hætta á þenslu í bráð. Horfur á hlutabréfamarkaði eru almennt góðar. Vextir (nafnvextir og raunvext- ir) virðast hafa lækkað nokkurn veginn eins og kostur er á árinu 1996 og eru nú afar lágir. Ávöxt- un á skuldabréfamarkaði er að jafnaði best þegar vextir eru að lækka vegna þess að þá myndast gengishagnaður af markaðs- skuldabréfum með föstum vöxt- um. Skammtímavextir og vextir af tíu ára ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum eru 5,5% og 6,1%, í Þýskalandi 3,2% og 5,8%, í Japan 0,4% og 2,7%, í Sviss 1,9% og 3,8% og þannig mætti lengi telja. Hafa verður í huga að verðbólga er lítil (Bandaríkin 2,9%, Japan -0,7%, Sviss 1,2%, Þýskaland 1,5%) og naumast von um frekari lækkun. í ríkjum þar sem allt gengur vel (t.d. í Bandaríkjunum og Bret- landi, þar sem vextir voru raunar hækkaðir í september sl.) er hætta á að raunvextir hækki á árinu 1997. Ef lágir vextir nægja ekki til að glæða framleiðslu og eftirspurn nægilega hratt og hagvöxtur nær sér ekki á strik á árinu 1997 (a.m.k. yfir 2%) er ekki víst að horfur á hlutabréfamarkaði á meginlandi Evrópu séu eins góðar og vonir standa til. Á árinu 1997 eru nokkrar líkur á því að raun- vextir fari hækkandi á alþjóðleg- um markaði, hvort sem það verður fyrir hækkandi nafnvexti eða minnkandi verðbólgu og hækkandi raunvextir hafa slæm áhrif á ávöxtun á skuldabréfamarkaði (vegna gengistaps) og að jafnaði einnig vond áhrif í hlutabréfavið- skiptum. Árið 1997 fjórða árið í uppsveiflu á Islandi Af þessu leiðir að eigendur hlutabréfa geta ekki verið áhyggjulausir. Eftir mjög mikla verðhækkun á hlutabréfum síð- asta misserið, ekki síst í Banda- ríkjunum og í Bretlandi, er mark- aðurinn næmari en ella fyrir hækkun raunvaxta. Þar er komið í hagsveiflunni í þessum löndum (sjá myndir) að því er ekki að treysta að hagnaður fyrirtækja geti haldið áfram að aukast og hann gæti farið að dragast saman. Það er því vissara að fara gætilega í hlutabréfaviðskiptum á árinu 1997, í Bandaríkjunum vegna þess hve liðið er á hagsveifiuna og í Evrópu vegna þess að útlitið er enn ekki alveg nægilega öruggt vegna aðhalds í ríkisfjármálum. Horfurnar í Japan eru í reynd góðar. Sveiflurnar í hlutabréfa- verði þar eru þó naumast fyrir þá sem búa hérna megin á hnettinum. Þjóðarbúskapur á íslandi er afar háður viðskiptum við útlönd og góðæri í efnahagsmálum í við- skiptalöndunum. Árið 1997 verður fjórða árið í uppsveiflu hér (sjá mynd í vinstri dálki) en hún hófst sumarið eða haustið 1993. Þá hafði stöðnun ríkt allt frá árinu 1987 og tekjur flestra farið minnk- andi og atvinnuleysi vaxandi. Framleiðslugeta var mjög vannýtt og það jafnvel þótt fjárfesting sem hlutfall af VLF hafi verið komin niður í 15-16% á árunum 1993 og 1994 sem ekki nægir einu sinni til að viðhalda tækjum og búnaði. Hagvöxtur á árinu 1997 gæti orðið yfir meðallagi, t.d. 3-4%, en í nýjustu spá Þjóðhags- stofnunar (og Þjóð- hagsáætlun) er reiknað með 2,5%. Hve miklu meiri en 3% aukningin verður á næsta ári veltur á ýmsum þáttum sem ekki eru komnir í ljós enn, t.d. hver framvindan verður í sölu á raforku til stóriðju og fram- kvæmdúm þar að lútandi og samnngum um álver. Almennt eru horfur í atvinnugreinum lands- manna góðar, eftirspurn eftir ís- lenskum vörum og þjónústu í við- skiptalöndum okkar vaxandi. Helst er hætta á því að innlend eftirspurn vaxi of hratt. Heimilin þola ekki áföll vegna mjög hárra og enn hækkandi skulda Nokkur óvissa ríkir í verðlags- málum í upphafi ársins 1997 og um afkomu fyrirtækja á árinu vegna þess að samningar á vinnu- markaði eru lausir um áramótin. Á þessu stigi virðist líklegt að samtök launafólks telji stöðugleika meira virði en óraunhæfar kaup- hækkanir sem ekki skila betri kaupmætti til frambúðar. Afar háar skuldir heimilanna, a.m.k. 25-30% umfram ráðstöfunartekjur eins árs, gera að verkum að mörg heimili þola ekki áföll í fjármálum sínum. Ekkert tryggir afkomuna betur en eins lítil verðbólga og auðið er. Með lítilli verð- bólgu er átt við 1,5% eða minna, þar sem meðal- verðbólga í ríkjum OECD er um 2,5%, ef til vill lækkandi, og verðbólga í Evrópuríkj- um þar sem hún er minnst, er aðeins 0,5-1% og ekki vaxandi. Raunvextir á íslandi m.v. skuldabréf til margra ára eru lægri nú í lok ársins 1996 en þeir voru í ársbyijun (sjá efstu myndina). í við- skiptalöndunum virðist hækkun vera í aðsigi á árinu 1997, með hækkandi nafnvöxtum eða minnk- andi verðbólgu eða jafnvel hvoru tveggja. Á íslandi eru raunvextir greinilega hærri en víða um lönd og auk þess njóta fjárfestar fullrar verðtryggingar (skuldarar sitja uppi með verðbólguáhættu). Horf- ur eru á því að jafnvægi ríki á innlendum fjármálamarkaði á ár- inu 1997 og breytingar í vöxtum verði ekki miklar. Þannig munu takast á áhrif til lækkunar vegna vaxtamismunar gagnvart við- skiptalöndunum og áhrif til hækk- unar með aukinni fjárfestingu og hækkandi raunvöxtum í útlöndum. Eins og efsta myndin sýnir einnig hafa raunvextir farið lækkandi hægt og hægt frá árinu 1988. Nokkrar horfur eru á því að áfram- hald verði á þeirri þróun á næsta ári. Ónýtt afkastageta á Islandi er allnokkur ennþá Verðþróun á hlutabréfamark- aði er háð fáeinum þáttum sem enn eru óljósir: afkomu fyrirtækja sem er háð niðurstöðu kjarasamn- inga eftir áramótin og þróun lánsfjárkostnaðar sem ræðst að nokkru af vaxtaþróun í útlöndum. Líklegast er að hlutabréfaverð haldi áfram að hækka að meðal- tali, að hluta vegna þess að ný fyrirtæki bætast til skráningar með hækkandi verði, að hluta til vegna þess að verð á hlutabréfum margra af núverandi fyrirtækjum á markaði er engan veginn mjög hátt. Líklegt er að velta á hluta- bréfamarkaði haldi áfram að auk- ast og allmikils fjár verði aflað með nýjum útboðum ekki síður en á árinu 1996. Mörgum kann að sýnast þessar horfur fyrir árið 1997 á fjármála- markaði á íslandi vera fullar bjart- sýni. En þjóðarbúskapur á íslandi stendur traustari fótum nú en nokkru sinni fyrr. Ónýtt fram- leiðslugeta er töluverð (sjá neðstu myndirnar í vinstri dálki) og fjár- festing til að auka afköst á eftir að aukast verulega á næstu tveim- ur til þremur árum. íslendingar eiga eftir að vinna upp töluvert framleiðslu- og tekjutap frá stöðn- unarárunum 1988 til 1993 og ekki ástæða til að ætla annað en það takist á næstu árum. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. Líklegt er að velta á hluta- bréfamarkaði haldi áfram að aukast og all- mikils fjár verði aflað með nýjum út- boðum ekki síður en á ár- inu 1996. Mest seldi sendibíll á Islandi '96 El HEKLA Verð frá 1.361.446 kr. án vsk. Volkswagen Öruggur á alla vegu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.