Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Boeing — ríkið í ríkinu Með sameiningunni við McDonnell Douglas hefur fyrirtækið fest yfirburði sína á flug- vélamarkaðnum enn betur í sessi en í banda- ríska stjómkerfínu em þó ekki allir jafn ánægðir með þróunina. PHILIP M. Condit (t.h.), forstjóri Boeings, og Henry Stonecipher, forstjóri McDonnell Douglas, skýra frá sameiningu fyrirtækjanna á blaðamannafundi í Washington. þjöppun er farin að valda mörgum áhyggjum. Pentagon skipti áður við fjölda fyrirtækja og hugmyndaauðgin og nýjungamar, sem frá þeim komu, voru oft í öfugu hlutfalli við stærð fyrirtækjanna. Með því að skipta að mestu við tvö eða þrjú stórfyrirtæki er hætt við, að fjölbreytileikinn tap- ist og hugsanlega með alvarlegum afleiðingum fyrir hernaðargetu Bandaríkjanna. Þótt engin hernaðarleg ógn steðji að Bandaríkjunum nú eða á næstu árum, þá eru margir, sem spá því, að verulega hafi dregið úr tæknilegu forskoti Bandaríkjanna eftir 20 ár. Tækifæri fyrir Airbus Eins og fyrr segir er Airbus-sam- steypan evrópska helsti keppinautur Boeing en að henni standa Bretar, Frakkar, Spánveijar og Þjóðverjar. Til skamms tíma var staðan þannig á heimsmarkaðnum, að Boeing var með 60% hlutdeild, Airbus 30% og McDonnell Douglas 10%, sem voru að vísu komin niður í 5%. Airbus hefur sett sér það mark- mið að hafa komið markaðshlut- deildinni í 50% um aldamót en sér- fræðingar í flugiðnaðarmálum segja, að af því muni ekki verða fyrr en ríkin, sem að fyrirtækinu standa, komi sér saman um framtíðarmynd þess. Sameining Boeings og McDonnell Douglas mun vafalaust ýta undir ákvarðanir um það og því er raunar spáð, að sameiningin vestra muni verða til að styrkja stöðu Airbus, sérstaklega í Asíu. Ýmis Asíuríki hafa skipt við McDonnell Douglas og það, miklu fremur en Boeing, hefur verið með framleiðslu í þessum löndum og þótt örlátt á tæknilega aðstoð. Þessi ríki og raunar Asíuríkin almennt kæra sig ekki um að verða of háð Boeing og Airbus sem aðalkeppi- nauturinn mun hagnast á því. Sjást þess mörg merki nú þegar, til dæm- is I þeim samningum, sem Airbus gerði fyrr í mánuðinum við fyrir- tæki í Kína og Singapore um smíði 100 sæta flugvélar, AE 100. Þá eru einnig hugmyndir um smíði 600 sæta Júmbóþotu þar sem byggt yrði á asísku fjármagni og Airbus- tækni. Þrátt fyrir þetta er líklegt, að Boeing verði lengi enn í forystu á heimsmarkaðinum en það er líka ljóst, að yfirburðir þess, einkum á Bandaríkjamarkaði, og þau miklu áhrif, sem það hefur í Washington, eru ekki bara styrkur, heldur einnig veikleiki. Hætt er við, að sums stað- ar verði farið að líta á Boeing og Bandaríkin sem eitt og hið sama og þá getur gengi fyrirtækisins far- ið að ráðast mjög af því hvernig hinir pólitísku vindar blása hveiju sinni. (Heimildir: Reuter, Financial Ti- mes, LA. Times) Víðtækur ágreiningur um framtíð Airbus TILKYNNINGIN um sam- einingu stóru flugiðnað- arfyrirtækjanna í Banda- ríkjunum, Boeings og McDonnell Douglas, kom líklega fáum í opna skjöldu enda áttu fyrir- tækin í viðræðum um hana fyrr á árinu. Þá slitnaði upp úr þeim en talsmenn Boeings segja, að það, sem hafi greitt fyrir þeim nú, sé vöxtur- inn í þessum iðnaði og þörf Boeings fyrir fleiri starfsmenn og aukna framleiðslugetu. Upp á það hafi McDonnell Douglas getað boðið. Hefur sameiningunni verið vel tekið í Wall Street og á öðrum fjármála- mörkuðum en víða annars staðar og einnig í Bandaríkjunum sjálfum er ánægjan dálítið blendin. Boeing, ekki síst nú eftir sameininguna við McDonnell Douglas, er nefnilega ekkert venjulegt fyrirtæki, heldur eins konar ríki í ríkinu. Starfsmenn Boeings verða um 200.000 og tekjur fyrirtækisins á næsta ári eru áætlaðar 48 milljarðar dollara eða sem svarar til 3.216 milljarða íslenskra króna. Boeing er því með stærstu fyrirtækjum í heimi og það er ekki aðeins stærsta út- flutningsfyrirtækið í Bandaríkj- unum, heldur hefur það veruleg áhrif á utanríksstefnu landsins. Það hefur greiðan aðgang að leiðtogum Kín- veija og óánægja þess með nið- urgreiðslur og aðra pólitíska fyrir- greiðslu við helsta keppinautinn, evrópsku Airbus-samsteypuna, hef- ur kynt undir spennu milli Banda- ríkjanna og Evrópu. Afstaðan til Kína Sameiningin mun ekki draga úr áhrifamætti Boeings enda hefur það hagsmuna að gæta um allan heim. Um leið og embættismennirnir í Washington óskuðu því til hamingju með tíðindin frá því á sunnudag við- urkenndu þeir, að erfiðleikamir, sem Boeing hefði oft valdið Bandaríkja- stjórn og stefnu hennar í utanríkis- málum, myndu aðeins aukast við sameininguna. Eitt af þessum vandamálum er til dæmis hvort látið skuli undan sívax- andi kröfum Kínveija um aukna tækniaðstoð. Markaðurinn fyrir flugvélar vex hvergi hraðar en í Kína o g stjómin í Washington stend- ur því frammi fyrir því að missa af viðskiptum eða hjálpa Kínveijum við að ná tökum á smíði farþegaþotna og, að sumra áliti, á smíði lang- drægra sprengjuflugvéla. Þegar General Motors stóð með sem mestum blóma var stundum sagt, að það, sem væri gott fyrir það, væri líka gott fyrir Bandaríkin. Nú er haft eftir starfsmönnum bandaríska utanríkisráðuneytisins, að spumingin sé sú hvort það, sem er gott fyrir Boeing, sé einnig gott fyrir Bandaríkin. Tilraunir McDonnell Douglas til að hasla sér völl á heimsmarkaðinum fyrir farþega- og vömflutningaþotur hafa gengið illa og markaðshlutdeild þess var komin niður í 5%. Umsvif Boeings aukast því ekkert verulega við sameininguna en vegna þess, að nú er það eitt um hituna munu ríkis- stjómir víða um heim, sem ráða oft- ast mestu um flugvélakaup, líta á fyrirtækið sem eins konar viðskipta- lega framlengingu á ríkisstjórn Bandaríkjanna. Pólitísk áhrif „Þegar Boeingforstjórarnir koma til Washington verða þar ekki neinir förumenn á ferð,“ segir Jeffrey Gart- en, sem var fyrir ári einn af aðstoð- arráðherrunum í viðskiptaráðuneyt- inu og sá um að gæta viðskiptalegra hagsmuna Bandaríkjanna erlendis. „Fyrirtækið veitir fólki atvinnu í öll- um ríkjum Bandaríkjanna og því verður ekki auðvelt að hafna kröfum þeirra, sem oft snúast beint um utan- ríkismál." Boeing hefur lengi rekið áróður fyrir því, að Bandaríkjastjóm sættist við stjórnina í Peking en fyrir fáum ámm keyptu Kínveijar sjöundu hveija flugvél, sem Boeing fram- leiddi. Fyrr á þessu ári hélt Boeing stjórnarfund sinn í Peking en við- horfum ráðamanna fyrirtækisins verður kannski best lýst með þessum orðum Philips M. Condits, aðafram- kvæmdastjóra þess. „Reiti Banda- ríkin Kína til reiði, fáum við að fínna fyrir því.“ Fáir risar í stað fj ölbreytninnar Boeing ber höfuð og herðar yfir alla aðra í smíði farþegaþotna en það á í harðri samkeppni heima fyr- ir við Lockheed Martin um samninga við ríkið og aðallega herinn. Lockhe- ed fær nú um fjórðung allra útgjalda Bandaríkjastjórnar vegna varnar- mála og rannsóknastarfa og Boeing- McDonnell Douglas er ekki langt undan. Fyrir aðeins áratug fékk þó enginn einn verktaki meira en 5% af útgjöldum Pentagons. Raunar er búist við, að þriðji flug- iðnaðarrisinn kunni brátt að líta dagsins ljós í Bandaríkjunum með hugsanlegri sameiningu Northrop Grumman við Hughes Electronics eða Texas Instruments en þessi sam- París. Reuter. EVRÓPSKU verkefnasamtökin Air- bus verða að leysa djúpstæðan ágreining um skipulagsmál í fram- tíðinni til að mæta þeirri ógn sem þeim stafar frá samruna bandarísku risanna Boeing og McDonnell Dou- glas samkvæmt heimildum í flugiðn- aði. Árleg sala Boeing og McDonnell Douglas mun nema 48 milljörðum dollara og Boeing selur nú þegar fleiri farþegaflugvélar en Airbus Industrie, sem Frakkar, Þjóðveijar, Bretar og Spánveijar standa að. Vegna eflingar Boeing verður harðar lagt að Airbus að samþykkja skipulagsbreytingu, sem gæti gert verkefnasamtökin að öflugu fyrir- tæki. Hin fjögur aðildarfyrirtæki Airbus eru ósammála um hvemig breyta skuli núverandi samstarfsformi í heilsteypt fyrirtæki, sem gæti staðið bandaríska risanum á sporði. Lengi vel hefur Boeing framleitt 60% farþegaflugvéla í heiminum, Airbus 30% og McDonnell Douglas 10%. Aðilar að samstarfi Airbus, sem hefur sett sér það markmið að ná 50% markaðshlutdeild fyrir aldamót, em franska ríkisfyrirtækið Ste Nati- onale Industrielle Aerospatiale, Brit- ish Aerospace plc í Bretlandi, Daiml- er-Benz Aerospace, deild Daimler- Benz AG í Þýzkalandi, og Cons- tmcciones Aeronauticas SA (CASA) á Spáni. Samstarfsaðilarnir sögðu í júlí að þeir stefndu að því að ná sam- komulagi fyrir árslok 1996 um áætlun um stofnun nýs Airbus fyrir- tækis, sem hægt yrði að koma á fót 1999. í London er sagt að sam- komulagið muni dragast fram á næsta ár. „Viðræður standa enn yfir“ að sögn talsmanns Airbus í Toulouse í Suðvestur-Frakklandi. Sérfræðingar segja að samruninn vestanhafs muni ugglaust hafa áhrif á þessar viðræð- ur. Hámarks- eða lágmarkssamvinna? Innan Airbus eru uppi ólíkar skoðanir um skipulagið í framtíð- inni. Aerospatiale í Frakklandi vill „hámarkssamvinnu" innan Airbus,, Dasa í Þýzkalandi vill „lágmarkss- amvinnu" og BAe í Bretlandi vill að samstarfsaðilarnir færi kjarna starfsemi sinnar til nýja fyrirtækis- ins. Stjórnarformaður Aerospatiale, Yves Michot, sagði í september að hann vildi að Airbus kæmi fram sem aðalverktaki og fengi aukin völd til að stjórna undirverktökum. Aerospatiale telur ekki að Airbus geti fengizt við meira en núverandi markaðsverkefni. „ Markaðsmál eru sérstakt svið,“ sagði franskur heim- ildarmaður. „Verksmiðjurekstur, framleiðsla og mannahald eru annar handleggur.“ Dasa vill meiri samþættingu er nái til hönnunar og samsetningar auk smíði vængja og flugvélar- skrokka. Stórt Airbus fyrirtæki í þessum skilningi mundi einnig sjá um að útvega það sem til þarf við smíðina og ganga endanlega frá verkinu. BAe vill að Airbus taki við hönn- un, hafi yfir framleiðslubúnað að ráðaog verði fjárhagslega nógu öflugt til að fjármagna sölu flug- véla. Aerospatiale mundi glata því sem fyrirtækið er stoltast af Airbus tæki við hönnunarskrifstofu þess og verksmiðju í Toulouse. vélstjóM myndmlsiméfet -WBSfe Securitas og Sparisjóður vélstjóra gerðu nýlega samning um að myndavélavœða útibú bankans. Securitas býður mjög öruggar lausnir á viðráðanlegu verði. Öryggi í viðskiptum Sparisjóðsins hefur verið aukið til muna með myndavélaeftirliti Veldu öryggi í stað áhættu - veldu Securítas Síðumúla 23'108 Reykjavík Stmi: 533 5000 Hallgrímur Jónsson frá Sparisjóði vélstjóra og Siguröur Erlingsson frá Securitas handsala samninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.