Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Kostnaðar- stjómun - ABC/ABM Sjónarhorn Kostnaðarútreikningur samkvæmt ABC- aðferðinni er ekki lokalausn vandamála, seg- ir Páll Rúnar Pálsson, heldur eykur aðferð- in nákvæmni við verðlagningu Rætur velgengninnar liggja í því hvernig menn stjórna og þeim fjárfestingum sem lagt er í Stjórnun: Skipulag, aðferðir og upplýsingar. Fjárfesting: Framleiðsutækni, mannauður, markaður og áhætta. Aðföng ý Kostnaðarvaldur Verkefni Árangursmæling AB —*—i Viðfangsefni C - aðfer ð/n BARÁTTA fyrirtækja við það að ná forskoti fram yfir keppinauta sína á tímum aukinnar sam- keppni er erfið, því viðvarandi tekj- uskortur er miðað við framleiðslu- getu og líftími vöru og þjónustu styttist. Ásjóna sjálfvirkninnar birt- ist sífellt í nýrri mynd svo sem í „kerlingabananum" í rækjuvinnslu, sem er pillunarvél sem leysir fólk af hólmi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Kaupendur vænta vöruúrvals, aukins notagildis og lægra vöruverðs, á sama tíma og samkeppni vex. Með öðrum orðum rekstrarumhverfið verður flóknara og erfiðara viðfangs. Þessi atriði hafa meðal annars valdið því, að kostnaðarsamsetning hefur gjörbreyst á tiltölulega fáum árum í þá veru, að beinn fram- leiðslukostnaður minnkar á sama tíma og byrði óbeins kostnaðar vex. Vandamál tengd duldu tapi Aukin byrði óbeins kostnaðar lýsir sér á þann hátt, að eldri verð- lagningaraðferðir hafa haft til- hneigingu til þess að ofmeta kostn- aðarverð vara sem eru einfaldar í framleiðslu og eru framleiddar í miklu magni. Þessar vörutegundir taka til sín lítinn óbeinan kostnað, þ.e.a.s. annan kostnað en bein laun og beint efni við framleiðslu. Þær eru með einfalda aðfanganotkun og þurfa yfir höfuð lítinn stuðning yfirstjórnar fyrirtækisins, t.d. vegna markaðssetningar. I hinu tilfellinu, sem getur verið skaðlegt, er um að ræða vanmat á kostnaðarverði. Einkenni slíkra vara eru flóknar framleiðsluaðferðir og fjölbreytt aðfanganotkun. Söluverð- ið er tiltölulega hátt og varan þarf mikinn stuðning yfirstjómar. Obeinn kostnaður er hlutfallslega hár. Menn hafa nefnilega lent í vand- ræðum við framleiðsluákvarðanir vegna þessa. Þeir hafa veðjað á rangan hest vegna ónógra upplýs- inga. Tökum dæmi: Fyrirtæki nokk- uð framleiðir fjórar afurðir. Það fer út í framleiðslu á þeirri fimmtu og kemst að því að kostnaðarverð vör- unnar er 1.000 kr. og ákveður að selja vöruna á 1.500 kr. Fyrirtækið telur sig því vera að græða 500 kr. á hverri seldri einingu. Eftirspurnin vex mikið og stjórnendur ákveða að beina meira af framleiðslukröft- unum í nýju vöruna á sama tíma og þeir draga úr framleiðslu á hin- um fjórum. Að nokkrum misserum liðnum fer að gæta lausafjárerfið- leika og við næsta uppgjör er ljóst að fyrirtækið er rekið með umtals- verðu tapi. Með ABC greiningu komast menn hins vegar að því, að kostnaðarverðið er 2.000 kr., en ekki 1.000 kr. og því er ljóst að söluverðið nær ekki kostnaðarverði. Þessi atburðarás er ekki ný bóla. Það er af þessum sökum sem nýjar verðlagningaraðferðir hafa litið dagsins Ijós vegna aukinnar óvissu um rétta niðurstöðu eldri aðferða. ABC aðferðafræðin (Acti- vity Based Costing) gefur betri mynd af kostnaðarverði vöru og þjónustu. Hún tekur til alls kostnað- ar, en ekki bara hluta hans. í þessu liggur munurinn. Upplýsingar og forskot Aukið samkeppnisstig veldur auk- inni kostnaðarvitund fýrirtækja þeg- ar til lengri tíma er litið. Með kostn- aðarstjómun (Activity Based Mana- gement) er unnt að stytta með- göngutímann til muna. Bæta fram- leiðni fyrr en ella og stuðla þannig að aukinni arðsemi, hvort heldur sem er fyrirtækja eða stofnana. Upplýsingar eru dýrmætar og geta gert gæfumuninn í lífsbarátt- unni. Kostnaðarstjórnun er bein- skeytt samkeppnisvopn. Með upp- lýsingum sem slík greiningaraðferð færir okkur er unnt að einbeita sér að arðbærustu vörunni eða þjón- ustunni og láta keppinautunum eft- ir þær lítt arðbæru eða þess vegna að láta þeim eftir óarðbæra við- skiptavini á markaðinum. Upplýsingar og ákvarðanir skilja á milli feigs og ófeigs. Það er sjald- gæft að fyrirtæki missi forskot á önnur vegna fyrirhafnar stjórnenda og starfsmanna. Hitt er þó algeng- ara að orsök vandans liggi í því að menn taka stöðugt verri ákvarðanir en samkeppnisaðilarnir vegna ónógra upplýsinga. Réttar upplýs- ingar eru forsenda þess að unnt sé að taka réttar ákvarðanir. Þannig má geta sér til um það að enginn mæti til vinnu í þeim tilgangi að gera mistök. Það er af og frá. Sé upplýsingaöflun slök eða gæði upp- lýsinga léleg ræðst afkoman af heppni en ekki af dómgreind og það er afar ólíklegt að menn séu alltaf heppnir um alla tíð. Fyrr eða síðar kemur skellurinn. Hlutfallslegir yfirburðir og velgengni í fýrrahaust birtist grein í tímarit- inu The Economist um niðurstöður rannsókna á sambandi auðlindanýt- ingar og þjóðartekna. Meginnið- urstaða rannsóknarinnar er sú, að vöxtur og velgengni þjóða ræðst einkum af því hvernig þjóðir spila úr þeim auðlindum sem þær hafa, en ekki af þvi hversu mikið þær eiga af þeim. Þannig komust höfundamir að því að neikvætt samband væri á milli vaxtar þjóðartekna og útflutn- ings á óunnum auðlindum. Þetta skýrir hvers vegna sumum þjóðum vegnar betur en öðram eða hvers vegna sumar þjóðir hafa hlutfalls- lega yfirburði fram yfir aðrar. Þetta á fullt erindi til okkar. Með sambærilegum hætti er unnt að lýsa vexti og velgengni fyrir- tækja. Hvernig stendur á því að sumum fyrirtækjum vegnar betur en öðram? Svarið liggur í tvennu að mínu mati. Annars vegar í því hvemig menn stjóma og hins vegar i því hvemig staðið hefur verið að fjárfestingum. Lítum á myndina. Fari þau tilfelli saman að fjárfesting- ar séu rangar og stjómun slök er líklegt að arður minnki svo mikið að gjaldþrot hljótist af. Til þess að arður fari vaxandi þarf tvennt til: góða stjórnun og réttar íjárfesting- ar. Stjómun fýrirtækja ræðst af skipulági þess, stjórnunaraðferðum og upplýsingum sem menn nýta sér. Fjárfestingar ráðast af framleiðslu- tækni á hveijum tíma, gæðum mannaflans, markaðsaðstæðum í framtíðinni og þar með áhættu. Samsvöranin við rannsóknina sem greint var frá er augljós. Til þess að arður vaxi þurfum við að nýta betur en áður það sem við höfum í höndunum og það geram við með betri stjórnun. Á því veltur vel- gengni okkar í framtíðinni. Til þess að menn nái árangri þarf réttar upplýsingar og kostnaðarstjómun með ABC/ABM aðferðum er öflugt tæki til þess að ná því markmiði. ABC-aðferðin Upphaf ABC-aðferðarinnar er að finna í reikningshaldi, en síðari ár hefur aðferðin fyrst og fremst verið notuð við kostnaðarstjómun og teygir anga sína inn á ný svið svo sem í markaðsmálum (marketing) og framleiðslustjórnun (operations management). Kostnaðarstjómunin er því heppi- legur grandvöllur til þess að nýta þekkingu á fleira en einu sviði og gagnast því til stefnumótunar. Kostnaðarútreikningur sam- kvæmt ABC-aðferðinni er ekki loka- lausn vandamála, heldur eykur að- ferðin nákvæmni við verðlagningu. Það sem aðgreinir ABC-aðferðina frá hefðbundnum verðlagningarað- ferðum er áherslan á verkefni (at- hafnir) sem eiga sér stað innan fyrir- tækja og kostnaðarvalda verkefn- anna. Viðfangsefnið getur verið allt annað en framleiddar einingar, t.d. framleiðslulínur, viðskiptavinir, markaðir, skurðaðgerðir, sjúklingar, lánsumsóknir og þar fram eftir göt- unum. Menn geta einnig notast við deiidir eða afurðir ef þeir kjósa svo. Aðalatriði er að aðferðin dregur fram allan kostnað. Kostnaðurinn við verkefnin hlýst af aðfanganotk- un og upphæð kostnaðarins ræðst af kostnaðarvaldi. Kostnaðarvaldur getur t.d. verið fjöldi pantana, fjöldi lánsumsókna, fjöldi útsendra reikn- inga, lengd símtala, fjöldi færslna í bókhaldi, o.s.frv. Munurinn á hefð- bundnum aðferðum og ABC er fólg- inn í því að einstakar deildir era ekki kostnaðarstaðir og magnstærð- ir era ekki skiptigrandvöllur óbeins kostnaðar heldur verkefnin sem unn- in era. Höfundur er starfsmaður Skýrr hf. Endur- skoðunar- skrifstofan Bókun 20 ára ENDURSKOÐUNARSKRIF- STOFAN Bókun sf. Hamraborg 1 í Kópavogi, fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað árið 1976 og hefur frá upphafi starfað á i sama stað í miðbæ Kópavogs og var reyndar meðal fyrstu fyrirtækja til að hefja þar starfsemi á sínum tíma. Verkefni skrifstofunnar hafa frá upphafi verið fjöl- breytt á sviði endurskoðunar, bókhalds auk margskonar reikningslegrar aðstoðar og s ráðgjafar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Meðal viðskipta- vina skrifstofunnar má telja GUÐMUNDUR JÓELSSON, Snorri G. Tómasson, Jón H. Skúlason og Guðmundur Jens Þorvarðarson. verslunarfyrirtæki, útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, sveit- arfélög, einstaklingsfyrirtæki o.m.fl. og er þá að finna um landið allt, segir í frétt. Eigendur skrifstofunnar eru þeir Guðmundur Jóelsson lög- giltur endurskoðandi, Guð- mundur Jens Þorvarðarson löggiltur endurskoðandi og Jón H. Skúlason löggiltur endur- skoðandi. Auk þess er Snorri G. Tómasson aðili að skrifstof- unni með starfsemi á sviði bók- halds og ráðgjafar. Starfsmenn skrifstofunnar eru alls 12 og er skrifstofan sú stærsta sinnar tegundar í Kópavogsbæ. PowerComputing - umboð á Islandi NÝTT fyrirtæki, Add- Tækni ehf., hefur tek- ið við umboði fyrir MacOS samhæfðar tölvur frá PowerCom- puting og stefnir að því að bjóða MacOS tölvur á hagstæðara verði en Apple miðað við afköst. PowerComputing var fyrsta fyrirtækið sem fékk leyfi hjá Apple til framleiðslu á MacOS tölvum. Hefur fyrirtækið náð því að vera fyrst á markað- inn með nýjungar og framleiðir nú hraðvirkustu einkatölvuna, PowerTower Pro 225. Auk þess framleiðir PowerComputing tölvur af öllum stærðum á hagstæðu verði miðað við afköst, að því er segir í frétt. Fram kemur að hjá AddTækni geti kaupendur sérsnið- ið eigin tölvu með þeim búnaði og fylgihlutum sem þeir óska eftir og greiði aðeins fyrir þann búnað. Eigendur Add- Tækni ehf. eru Páll Ólafsson og tvö fyrir- tæki, en annað þeirra er í eigu Sörens Olsson og Ole Skarin sem komu við sögu á upp- gangstímum Apple í Evrópu. AddTækni selur beint til notenda, en til greina kemur að semja við dreifingar- aðila. Fyrirtækið mun kynna vörur á alnetinu fyrst og fremst og svo og með verðlistum, auglýsingum og dreifibréfum. í tilefni af opnun umboðsins eru hraðvirkustu tölvurnar seldar á sérstöku tilboðsverði og einnig er fyrirtækið með jólatilboð á minni tölvunum. Nánari upplýsingar um tölvurnar og fyrirtækið er að fínna á alnetinu: http://www.skima.is/addtaekni/ PÁLL Ólafsson, eigandi AddTækni ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.