Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 12
VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 Folk Kennarar tengjast menntanetinu Mannabreyt- ingar hjá Eimskip • BIRGIR Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns gámadeildar Eimskips. Áður gegndi hann starfi deild- arstjóra skipa- og gámavallarþjón- ustu. Birgir lauk B.S. prófí í bygg- ingartæknifræði við Tækniskóla ís- lands 1986 og MBA prófi frá Virginia Polytec- hnic Institute and State University í Blacksburg, Virg- jinia í Bandaríkjunum árið 1990. Birgir hóf störf hjá Eimskip í júlí 1990 sem sölufulltrúi í útflutnings- deild. Árið 1991 tók hann við starfí fulltrúa í gámadeild þar sem hann starfaði þar til 1. janúar sl. þegar hann tók við starfi deildarstjóra skipa- og gámavallarþjónustu. Birgir tók við starfi forstöðumanns 19. ágúst sl. _ • VIGDÍS Sjöfn Ólafsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem innheimtu- stjóri í fjárreiðudeild Eimskips. Vig- dís útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Há- skóla íslands árið 1993. í janúar 1996 lauk hún MBA prófi frá Pace University, Lubin School of Business í New York, Bandaríkj- unum. Vigdís starfaði í Ráðhúsi Reykjavíkur við endurskoðun á sumrin á meðan hún var í námi fyrstu fjögur árin og sem deildarstjóri innra eftirlits seinni tvö árin. Vigdís hóf störf hjá Eimskip í ágúst sl. • HELGIG. Sigurðsson hefur ver- ið ráðinn til starfa sem deildarstjóri í skipa- og gámavallarþjónustu. Helgi er vélstjóri frá Vélskóla ís- lands, með 3. stig. Hann lauk tækni- stúdentsprófi frá Tækniskóla ís- lands árið 1983 og B.S. prófi í rekstr- artæknifræði frá Odense Universitet í Danmörku árið 1986. Á árunum 1992 til 1995 starfaði Helgi sem markaðsstjóri hjá Brún hf. og frá 1995 sem rekstrartækni- fræðingur hjá Gólflögnum hf. Helgi hóf störf hjá Eimskip í september sl. Nýir hópsljórar hjá Tæknivali NÝIR hópstjórar hafa verið ráðnir hjá hugbúnaðardeild Tæknivals hf. Hugbúnaðargerð og sérverkefni vegna hugbúnaðar hafa verið vax- andi þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Nú starfa 36 manns hjá hugbúnaðar- deildinni og þar af hafa 14 nýir starfsmenn verið ráðnir á þessu ári. • HALLA Katrín S. Arnardóttir hefur verið ráðin hópstjóri í Erin- drekahópnum í hugbúnaðardeild Tæknivals hf. Er- indreki er nýtt og endurbætt tölvu- kerfi fyrir bygg- ingarfulltrúa og byggingarnefndir sveitarfélaga og er hannað af hugbún- aðardeild Tækniv- als hf. í samvinnu við fleiri aðila. Halla Katrín fæddist að Sólvangi í Hafnarfirði 1964. Hún er byggingar- verkfræðingur með framhalds- menntun frá DTU (Danmarks Tekn- iske Universitet). Halla stundaði nám við Háskóla íslands í þijú ár en lauk námi við DTU og útskrifaðist þaðan í mars 1996. Halla er störfum Tæknivals ekki ókunn því hún starf- aði við fyrirtækið í þrjú ár áður en hún hélt í nám og að auki þrjú sum- ur með náminu. Hún vann einnig í hlutastarfí hjá úthlutunamefnd hús- næðis á Kagsaakollegiet veturinn 1995-96. Halla Katrín er gift Ósk- ari Bjömssyni, sölustjóra hjá Hug- virki, og eiga þau eina dóttur. • SIGURÐUR Bergsveinsson hef- ur verið ráðinn hópstjóri sjávar- KENNARAHÁSKÓLI íslands hef- ur, f.h. íslenska menntanetsins, samið við Póst og síma um að kennarar og aðrir starfsmenn mennta- og menningarstofnana fái aðgang að menntanetinu í gegn um háhraðanetið. I því skyni er notaður sá bún- aður sem samkeppnissvið Pósts og síma hefur sett upp á öllum gjaldskrársvæðum á Iandinu. Á þann hátt geta notendur tengst menntanetinu á innanbæjargjaldi útvegshóps í hugbúnaðardeild Tæknivals hf. Sigurður útskrifaðist 1974 með far- mannapróf frá Stýrimannaskó- lanum í Reykjavík. Árið 1978 lauk hann prófí í út- gerðartækni frá Tækniskóla ís- lands. Þar að auki hefur Sigurður stundað nám á vegum IBM í kerfisfræði, forritun, verkefnastjórnun, stjórnun o.fl. Sigurður starfaði sem háseti á ámnum 1966-1971 ogstýrimaður frá 1971-1977. Hann vann einnig hjá loðnunefnd 1977-1978 með náminu í TÍ. Árið 1978 réð Sigurður sig til IBM en þar starfaði hann til ársins 1989 sem kerfisfræðingur, deildarstjóri hugbúnaðardeildar og að lokum sem markaðsfulltrúi. Á áranum 1990 til 1995 gegndi Sigurð- ur starfi framkvæmdastjóra hjá Tölvutækni hf. auk þess sem þeir greiða fast gjald segir í frétt. Samningurinn er gerður til tveggja ára og er gert ráð fyrir að a.m.k. 2.300 manns muni nýta sér þessa tengingu við íslenska menntanetið. Myndin var tekin þegar Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskól- ans, og Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri samkeppnis- sviðs Pósts og síma, undirrituðu samninginn. Sigurður er kvæntur Helgu Bárð- ardóttur aðstoðarleikstjóra og eiga þau þijár dætur. Nýirstarfs- menn hjá Fjárvangi EINS og kunnugt er breyttist nafn Fjárfestingarfélagsins Skandia í Fjárvangur hf. við kaup Vátrygg- ingafélags íslands á félaginu. Um- svif Fjárvangs fara ört vaxandi og hafa nú verið ráðnir þrír nýir starfs- menn til félagsins • GUÐLAUGUR Þór Þórðarson hefur verið ráðinn til að annast ráð- gjöf og kynningu á Fijálsa lífeyris- sjóðnum. Guðlaugur hefur nýlega útskrifast se_m stjórmálafræðingur frá Háskóla íslands, þar sem við- skiptafræði var valgrein hans. Guð- laugur var umboðsmaður Branabóta- félags íslands í Borgamesi á áranum 1988 - 1989 og starfaði í nokkur ár hjá Vátryggingafélagi íslands, meðal annars við tryggingarráðgjöf. Hann hefur gengt fjöl- mörgum störfum á vegum Sjálfstæð- isflokksins og má þar nefna að hann erformaður SUS, situr í fram- kvæmdastjóm og miðstjóm flokksins og er fyrsti vara- þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi. • RÓSA E. Helgadóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi á einstaklingssviði Fjárvangs. Rósa mun annast þjón- ustu og ráðgjöf við einstaklinga, m.a. á sviði fjárvörslu. Hún hefur starfað við ráðgjöf hjá Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa frá árinu 1991, en áður var áður hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfé- lags íslands frá árinu 1985. Rósa er gift Gunnari Rósinkranz, bygg- ingarverkfræðingi og eiga þau tvö börn. • VALDIMAR Svavarsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur á fyr- irtækja- og stofn- anasviði Fjár- vangs. Hann starf- aði sem fram- kvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar Fíton og áður Atómstöðvarinnar frá árinu 1993. Valdimar starfaði á árunum 1991- 1992 hjá Flugleiðum, m.a. í tekju- stýringadeild á markaðssviði, auk sérverkefna fyrir söludeild Flugeiða. Áður starfaði Valdimar fyrir Útsýn og Úrval-Útsýn í Þýskalandi og Spáni á áranum 1987-1990. Valdi- mar stundaði nám við Háskóla ís- lands í hagfræði og vélaverkfræði á áranum 1988-1992. Valdimar hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins og var m.a.. varaformaður SUS á árunum 1993 - 1995, formaður Stefnis á áranum 1989-1991. Torgið Frelsið er besta fjárfestingin EF EFNAHAGUR Bangladesh, eins fátækasta ríkis heims, heldur áfram að batna með sama hraða og nú munu lífskjör þar ekki ná núverandi lífskjörum Vestur- ' landabúa fyrr en eftir 102 ár. Ef stjórnvöld í Bangladesh kysu hins | vegar að létta höftum af efnahags- lífinu og næðu t.d. sama hagvexti i og íbúar Singapore væri líklegt að , þeir næðu sömu lífskjörum og I Bandaríkjamenn njóta nú á aðeins m fjörutíu árum. | Þetta er aðeins ein af niðurstöð- | um 520 blaðsíðna skýrslu, sem | bandaríska stofnunin Heritage Foundation og dagblaðið Wall Street Journal hafa sent frá sér. í skýrslúnni er fjallað um efnahag 191 lands og hvert þeirra fær ein- kunn eftir því hversu mikið eða lít- ið frelsi ríkir innan þess. Er tekið mið af tíu þáttum, sem taldir eru hafa mikil áhrif á efnahagslífið. ÍLöndin fá einkunn fyrir hvern þátt og út frá því er síðan reiknuð svo- wkölluð frelsisvísitala. Þeir þættir, sem höfundar skýrslunnar taka mið af, eru viðskiptalöggjöf, skattalöggjöf, ríkisafskipti (hlut- deild hins opinbera í landsfram- leiðslu), gengisstefna stjórnvalda, erlend fjárfesting, bankastarfsemi, afskipti hins opinbera af launum og verðlagi, virðing fyrir eigna- *rétti, umfang reglugerðafargans- j ins og útbreiðsla neðanjarðarhag- kerfisins. Einkunn er gefin frá 1-5. 1 þýðir að frelsi sé mikið en 5 merkir að frelsið sé lítið eða ástandið að öðru leyti bágborið í viðkomandi málaflokki. ísland í 32. sæti Það kemur ekki á óvart að mestu velmegunarþjóðir heims tróna ofarlega á listanum en hinar fátæku, sem búa flestar við afar miðstýrt efnahagskerfi, eru neðar- lega. í efsta sætinu er breska ný- lendan Hong Kong en Singapore er í öðru sæti. Sviss er í fimmta sæti en það er það Evrópuland þar sem mest frelsi ríkir í efna- hagsmálum miðað við forsendur skýrsluhöfunda. Bandaríkin eru í sjötta sæti og Bretland í hinu sjö- unda. Flest ríki Evrópubandalags- ins er að finna í þrjátíu efstu sæt- unum sem og Kanada og Japan. ísland lendir í 32. sæti listans, einu sæti á eftir Frökkum, en í næstu sætum á eftir eru Panama, El Salvador, Trinidad og Tobago. Við erum því í hópi þeirra Evrópu- þjóða, sem reka lestina að þessu leyti. Aðeins fjórar Evrópubanda- lagsþjóðir takmarka frelsi í efna- hagsmálum meir en íslendingar en það eru Suður-Evrópuþjóðirnar Spánverjar, Portúgalir, Italir og Grikkir. íslenskt efnahagslíf fékk eftirfar- andi einkunnagjöf hjá höfundum skýrslunnar: viðskiptalöggjöf 2, skattheimta 4, ríkisafskipti 3, gengisstefna 3, erlend fjárfesting 2, bankastarfsemi 3, launa- og verðlagseftirlit 3, virðing fyrir eignarétti 1, reglugerðafargan 3 og umfang neðanjarðarhagkerfis 1, sem þýðir væntanlega að það sé lítið hérlendis. Athyglisvert er hvernig ýmsar fátækar þjóðir hafa gripið til þess ráðs að stórauka frelsi í efnahags- lífi sínu í því markmiði að örva hagvöxt og bæta lífskjör sem mest á sem stystum tíma. Tékkland er t.d. í tólfta sæti listans og Eistland í hinu 25. Breytingarnar í átt til frelsis hafa vissulega verið sárs- aukafullar og umdeildar en þær hafa þegar skilað árangri. í Tékk- landi hafa þær tvímælalaust skilað betri lífskjörum og umbæturnar eru litnar öfundaraugum af öðrum þjóðum Austur-Evrópu, þar sem stjórnvöld hafa ekki farið jafn hratt í sakirnar. Skýrsluhöfundar benda á að aðeins átta lönd búi við efnahags- líf, sem hægt sé að kalla „frjálst" eða að litlar sem engar hömlur séu lagðar á atvinnurekstur í þessum löndum. Frelsið hefur því látið und- an síga frá því að síðasta skýrsla kom út í fyrra en þá voru „frjálsu" löndin ellefu. 64 lönd fá hins vegar þá einkunn að þar sé efnahagslífið að mestu leyti frjálst og er Island í þeim hópi. Hins vegar fá 78 lönd þá einkunn að þau séu efnahags- lega ófrjáls eða jafnvel kúguð. Samkvæmt skýrslunni eru Norður- Kóreumenn, Laosbúar, Kúbverjar, írakar og Víetnamar þær þjóðir sem búa við mesta efnahagslega fjötra. Sá lærdómur, sem Islendingar geta dregið af þessari einkunna- gjöf, er í stuttu máli sá að hér er skattheimta allt of mikil. Ríkisaf- skipti eru einnig of rífleg og reglu- gerðafrumskógurinn er of þéttur. Úttektin gefur einnig til kynna að örva þurfi erlenda fjárfestingu, efla bankastarfsemi og bæta gengis- stefnuna, ætli íslendingar sér að komast í frernstu röð. Það væri ómaksins vert fyrir marga íslenska stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtoga að gaum- gæfa efni skýrslunnar. Þar kemur í Ijós með skýrum hætti að mikil fylgni er á milli frelsis í efnahags- lífi og góðra lífskjara. Boðskapur þeirra, sem hæst láta í opinberri umræðu, er oft á þá lund að fleiri lög, reglugerðir og aukning opin- berra umsvifa sé raunhæf leið til að bæta lífskjör. Umrædd skýrsla gefur það hins vegar til kynna að sú stefna að lágmarka ríkisafskipti en hámarka efnahagsfrelsi sé besta leiðin til að örva hagvöxt og bæta lífskjör þjóða. KjM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.