Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA VtoqBttnb^fo 1996 SKIÐI FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER BLAÐ C Norðmenn á spjöld sögunnar NORÐMENN skráðu nafn sitt á spjöld heimsbikarsbgunnar með því að ná fjórum efstu sætunum bæði í karla- og kvenuaflokki í skiðagbngu heimsbikarsins í gær. Iijór n Ðæhlie sigraði í 30 km göngu karla og var þetta 33. heims- bikarsigur hans. Trude Dyb- endahl sigraði í 10 km göngu kvenna og var þetta sjötti sig- ur hennar í keppninni. Á myndinni hér fyrir ofan fagna norsku göngumennirn- ir, Javne Erling, Björn Dæ- hlie og Sture Sivertsen. ¦Fádæma ... / C2 KORFUKNATTLEIKUR Nool mætir Jóni Arnari Evrópumeistaranum Bartovu boðið að keppa við Völu ERKI Nool, frjálsíþróttakappi frá Eistíandi, er tilbú- inn að þiggja boð um að korna til íslands og heyja þriggja greina einvígi við Jón ^Arnar Magnússon í Laugardalshöll á afmælismóti ÍE 25. janúar næst- komandi. Stefnt er að því að þeir mætist í 50 metra grindahlaupi, kúluvarpi og langstökki. Vala Flosa- dóttir, Norðuriandamethafí og heimsmethafi ungl- inga í stangarstökki verður einnig á mótinu og meðal þeirra sem boðið hefur verið til að elja kappi við hana er tékkneska stúlkan Daniela Bartova, sem er Evrópumeistari í greininni. Eistinn Nool varð Evrópumeistari innanhúss í sjö- þraut í Stokkhólmi fyrr á árinu, en þar varð Jón Arnar í þriðja sæti. Þar stóð Jón reyndar með pál- mann í höndunum, en brást bogatistin í 60 m grinda- hlaupinu - sem venjulega er ein besta grein hans - og því varð hann af gullverðlaunum. Hljóp þá vegalengd á 8,91 sek. en Nool á 8,30. Jón hafði hins vegar betur í hinum greinunum báðum, stökk 7,70 m í langstökki en Nool 7,63 og varpaði kúlu 15,92 en Nool 13,82. Kemur Bartoua? ÍR-ingar hafa boðið Danielu Bartovu frá Tékk- landi, fyrrum heimsmethafa og núverandi Evrópu- meistara, til að mæta Vöiu Fiosadóttur og fleiri stúlk- um í stangarstökki á mótinu. Bartova hefur hæst stokkið 4,23 metra, sem hún náði utanhúss á þessu ári. Norðuriandamet Völu er 4,17 metrar utanhúss en 4,16 inni - og hvort tveggja er heimsmet ungl- inga. Svar hefur ekki borist frá Bartovu. Tvær þýsk- ar stúlkur, Nastja Rysich (sem á best 4,15) og Andrea MQUer (4,03) verða líklega meðal keppenda og samband hefur verið haft við fleiri. Benedikt hættur með KR BENEDIKT Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá KR, sagði starfí sínu lausu í gær. „Það eru persónulegar ástæður fyr- ir því að ég fór fram á að verða leystur frá störfum," sagði Bene- dikt í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta eru óviðráðanlegar að- stæður og alls ekki eins og ég hefði kosið. Ég kunni vel við mig og auð- vitað vill maður vera í efstu deild að þjálfa. Það er um mánuður síðan þetta kom upp hjá mér en ég vildi ekki vera með neitt vesen fyrr en það yrði hlé á deildarkeppninni þannig að KR-ingar hefðu einhvern tíma til að finna sér annan þjálf- ara." Benedikt, sem er KR-ingur í húð og hár, tók við þjálfun meistara- flokks karla 10. nóvember í fyrra en hann hafði áður þjálfað tvo yngri flokka hjá félaginu. Hann hélt áfram þjálfun yngri flokkanna samfara því að þjálfa meistara- flokkinn en í haust hefur hann þjálf- að bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá KR og hefur það verið hans lifibrauð í vetur. „Ég veit ekki hvað ég fer að gera núna, en upp- sögn mín hefur ekkert með körfu- knattleik að gera og stjórn körfu- knattleiksdeildar KR gat ekkert gert í þessu. Ég tek þessa ákvörðun af persónulegum ástæðum," sagði hinn 24 ára gamli körfuknattleiks- þjálfari. Gísli Georgsson, formaður körfu- knattleiksdeildar KR, sagði að upp- sögn Benedikts hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Það vissi enginn af þessu, hvorki við í stjórninni né leikmenn þannig að þetta kemur mjög á óvart. Benedikt hefur staðið sig mjög vel hjá okkur og við höfum ekki haft undan neinu að kvarta. Nú verðum við að finna eftirmann hans, en þjálfarar í úr- valsdeild eru ekki rifnir upp af göt- unni," sagði Gísli. Tómas tekur við af Upshaw Tewrry Upshaw, þjálfari Skalla- gríms í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, hefur verið rekinn frá félaginu og mun Tómas Holton taka við þjálfun liðsins að beiðni stjórnar körfuknattleiksdeildarinn- ar. Um leið og stjórnin sagði Ups- haw upp störfum ákyað hún að láta hinn hávaxna Ira, Gordon Wood, fara. Morgunblaðið/Golli BENEDIKT Guðmundsson KÖRFUKNATTLEIKUR / KUKOC HETJA CHICAGO BULLS / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.