Morgunblaðið - 19.12.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.12.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 JHirifgtittMgi&fö ■ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER BLAD SKIÐI Nool mætir Jóni Arnari Evrópumeistaranum Bartovu boðið að keppa við Völu ERKI Nool, fijálsíþróttakappi frá Eistlandi, er tilbú- inn að þiggja boð um að koma til íslands og heyja þriggja greina einvígi við Jón Amar Magnússon í Laugardalshðll á afmælismóti ÍR 25. janúar næst- komandi. Stefnt er að því að þeir mætist í 50 metra grindahlaupi, kúluvarpi og langstðkki. Vala Flosa- dóttir, Norðurlandamethafi og heimsmethafi ungl- inga í stangarstökki verður einnig á mótinu og meðal þeirra sem boðið hefur verið til að etja kappi við hana er tékkneska stúlkan Daniela Bartova, sem er Evrópumeistari í greininni. Eistinn Nool varð Evrópumeistari innanhúss í sjö- þraut í Stokkhólmi fyrr á árinu, en þar varð Jón Arnar í þriðja sæti. Þar stóð Jón reyndar með pál- mann í höndunum, en brást bogalistin í 60 m grinda- hlaupinu - sem venjulega er ein besta grein hans - og því varð hann af gullverðlaunum. Hljóp þá vegalengd á 8,91 sek. en Nool á 8,30. Jón hafði hins vegar betur í hinum greinunum báðum, stökk 7,70 m í langstökki en Nool 7,63 og varpaði kúlu 15,92 en Nool 13,82. Kemur Bartova? ÍR-ingar hafa boðið Danielu Bartovu frá Tékk- landi, fyrrum heimsmethafa og núverandi Evrópu- meistara, til að mæta Völu Flosadóttur og fleiri stúlk- um í stangarstökki á mótinu. Bartova hefur hæst stokkið 4,23 metra, sem hún náði utanhúss á þessu ári. Norðurlandamet Völu er 4,17 metrar utanhúss en 4,16 inni - og hvort tveggja er heimsmet ungl- inga. Svar hefur ekki borist frá Bartovu. Tvær þýsk- ar stúlkur, Nastja Rysich (sem á best 4,15) og Andrea Muller (4,03) verða líklega meðal keppenda og samband hefur verið haft við fleiri. KORFUKNATTLEIKUR Benedikt hættur með KR Norðmenn á spjöld sögunnar NORÐMENN skráðu nafn sitt á spjöld heimsbikarsögunnar með því að ná fjórum efstu sætunum bæði í karla- og kvennaflokki í skíðagöngu heimsbikarsins í gær. Björn Dæhlie sigraði i 30 km göngu karla og var þetta 33. heims- bikarsigur hans. Trude Dyb- endahl sigraði i 10 km göngu kvenna og var þetta sjötti sig- ur hennar í keppninni. Á myndinni hér fyrir ofan fagna norsku göngumennirn- ir, Javne Erling, Björn Dæ- hlie og Sture Sivertsen. ■Fðdæma ... / C2 BENEDIKT Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá KR, sagði starfí sínu lausu í gær. „Það eru persónulegar ástæður fyr- ir því að ég fór fram á að verða leystur frá störfum,“ sagði Bene- dikt í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta eru óviðráðanlegar að- stæður og alls ekki eins og ég hefði kosið. Ég kunni vel við mig og auð- vitað vill maður vera í efstu deild að þjálfa. Það er um mánuður síðan þetta kom upp hjá mér en ég vildi ekki vera með neitt vesen fyrr en það yrði hlé á deildarkeppninni þannig að KR-ingar hefðu einhvern tíma til að finna sér annan þjálf- ara.“ Benedikt, sem er KR-ingur í húð og hár, tók við þjálfun meistara- flokks karla 10. nóvember í fyrra en hann hafði áður þjálfað tvo yngri flokka hjá félaginu. Hann hélt áfram þjálfun yngri flokkanna samfara því að þjálfa meistara- flokkinn en í haust hefur hann þjálf- að bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá KR og hefur það verið hans lifibrauð í vetur. „Ég veit ekki hvað ég fer að gera núna, en upp- sögn mín hefur ekkert með körfu- knattleik að gera og stjórn körfu- knattleiksdeildar KR gat ekkert gert í þessu. Ég tek þessa ákvörðun af persónulegum ástæðum," sagði hinn 24 ára gamli körfuknattleiks- þjálfari. Gísli Georgsson, formaður körfu- knattleiksdeildar KR, sagði að upp- sögn Benedikts hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Það vissi enginn af þessu, hvorki við í stjórninni né leikmenn þannig að þetta kemur mjög á óvart. Benedikt hefur staðið sig mjög vel hjá okkur og við höfum ekki haft undan neinu að kvarta. Nú verðum við að finna eftirmann hans, en þjálfarar í úr- valsdeild eru ekki rifnir upp af göt- unni,“ sagði Gísli. Tómas tekur við af Upshaw Tewrry Upshaw, þjálfari Skalla- gríms í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, hefur verið rekinn frá félaginu og mun Tómas Holton taka við þjálfun liðsins að beiðni stjórnar körfuknattleiksdeildarinn- ar. Um leið og stjórnin sagði Ups- haw upp störfum ákvað hún að láta hinn hávaxna íra, Gordon Wood, fara. Morgunblaðið/Golli BENEDIKT Guðmundsson KÖRFUKNATTLEIKUR / KUKOC HETJA CHICAGO BULLS / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.