Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR Kukoc bjargaði meist umm Bulls fyrir hom Reuter JIM Jackson, lelkmaður Dallas, er hér með boltann og reynlr að fara framhjá Steve Smlth (nr. 8) og Mookle Blaylock (nr.10) (leiknum við Atlanta í Dallas. Atlanta settl nýtt NBA-met í þriggja stlga körfum, skoraðl úr 19 skotum í leiknum. Toni Kukoc var maðurinn á bak við sigur Chicago Bulls á Los Angeles Lakers, 129:123, eftirfram- lengdan leik í fyrrinótt. Kukoc skor- aði 20 stig af 31 í fjórða leikhluta og í framlengingunni. Bulls lék stífa pressuvörn með þeim árangri að Shaquille O’Neal gerði ekki stig síð- ustu 23 mínútur leiksins. „Við hætt- um aldrei - leikum alltaf á fullu til leiksloka," sagði Kukoc. Scottie Pippen gerði 35 stig og Michael Jordan 30 stig. Nick Van Exel var stigahæstur í liði Lakers með 36 stig og O’Neal gerði 27 stig og tók 13 fráköst. „Þeir komu mjög sterkir inn í fjórða leikhlutann og pressuðu okkur stíft. Við náðum ekki að halda boltanum nægilega vel og það varð okkur að falli. Við vorum •með sigurinn í okkar höndum og það var því sárt að tapa,“ sagði Van Exel. Chicago var 19 stigum undir þeg- ar fjórði leikhluti hófst og munurinn var kominn niður í 13 stig þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Kukoc jafnaði leikinn 114:114 með þriggja stiga körfu þegar 47 sekúnd- ur voru eftir. Van Exel kom Lakers aftur yfir, 114:116, þegar 33 sekúnd- ur voru eftir, en Kukoc jafnaði með því að skora úr tveimur vítaskotum er sjö sekúndur voru eftir og tryggði þannig framlengingu. Þriggja stiga karfa frá Kukoc þegar 1,37 mín. voru eftir af framlengingunni kom Bulls í fyrsta sinn yfir í leiknum, 123:121. Eftir það létu meistararnir forystuna ekki af hendi. „Toni Kukoc kom öllum á óvart með leik sínum nema mér,“ sagði Phill Jackson, þjálfari Chicago, eftir leikinn. „Án hans hefðum við ekki sigrað Lakers." Vancouver Grizzlies sigraði Ho- uston Rockets nokkuð óvænt í Vancouver, 93:92. Bryant Reeves gerði sigurkörfuna þegar 5,8 sekúnd- ur voru eftir. Hakeem Olajuwon átti síðasta skotið í leiknum fyrir gestina en hitti ekki og þar með var sigur Grizzlies í höfn. „Svona er körfubolt- inn, svona er NBA,“ sagði Olajuwon sem gerði 23 stig og tók 14 fráköst. Charies Barkley lék ekki með Hous- ton vegna meiðsla. Indiana Pacers vann Miami Heat óvænt í Miami, 103:89. Antonio Davis var stigahæstur í liði Pacers með 21 og tók auk þess 11 fráköst. Alonzo Mourning var með 25 stig og 18 fráköst fyrir Miami sem tap- aði öðrum leik sínum af síðustu 15. New York Knicks er á góðri sigl- ingu um þessar mundir og í fyrri- nótt vann liðið sjöunda sigurinn í röð er það mætti Utah Jazz á heima- velli, 99:94. Chris Childs skoraði 24 stig fyrir Knicks og þar á meðal þriggja stiga körfu þegar 30 sekúnd- ur voru eftir. Patrick Ewing gerði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leik- hluta. Karl Malone var með 29 stig fyrir Jazz. Hersey Hawkins skoraði 30 stig og þar af voru átta þriggja stiga körfur fyrir Seattle sem vann Golden State örugglega, 123:83. Seattle hafði 33 stiga forskot í hálfleik. Gary Payton gerði 22 af 24 stigum sínum í fyrri hálfleik fyrir Seattle sem hefur unnið 17 leiki og tapað 9. Latrell Sprewell var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig. Mookie Blaylock gerði 27 stig fyrir Atlanta Hawks sem setti NBA-met í þriggja stiga körfum í einum leik er liðið mætti Dallas og sigraði 109:73. Leikmenn Atlanta hittu úr 19 af 27 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Mavericks átti eldra metið, 18 þriggja stiga körfur, í leik á síðasta tímabili. Muggsy Bogues jafnaði eigið stigamet með því að gera 24 stig fyrir Charlotte í 93:84 sigri á Philad- elphia á útivelli. Toronto Raptors vann fyrsta útisigur sinn á tímabilinu með því að vinna New Jersey, 97:88. Danir sækja um HM 2001 DANIR ætla að sækja um að halda heimsmeistarakeppni karla í handknattleik árið 2001. „Við munum gera allt til að fá heimsmeistara- keppnina hingað,“ sagði Gunnar Knudsen, formaður danska handknattleikssam- bandsins, eftir EM kvenna sem lauk í Danmörku um sl. helgi. HM verður í Japan 1997 og í Egyptalandi 1999. Gunnar vonar að ný glæsi- leg íþróttahöll verði byggð í Árósum fyrir keppnina. GOLF Boðið upp á vikuferðir til Spánar Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur ákveðið að bjóða uppá golfferðir til Islantilla á Spáni í svartasta skammdeginu og gera kylfingum þannig kleift að halda sveiflunni vel við í vetur. Fyrirkomulag ferðanna verður þannig að farið verður héðan á hverjum fimmtudegi frá 3. janúar til 13. mars og er flogið árla dags til Londan þaðan sem menn taka rútu til Gatwick-flugvallar og er það um klukkustundar ferð. Flogið er með British Airways til Faro i Port- úgal og lent þar um kl. 18. Þaðan er um klukkustundar akstur til Isl- antilla. Eftir viku dvöl er farið frá Faro um klukkan 15 og sömu leið til baka og lent í Keflavík skömmu fyrir miðnætti á fimmtudeginum. Að sögn Peters Salmons hjá Úrvai-Útsýn kostar ferðin innan við 70 þúsund krónur og innifalið er flug, gisting í sjö nætur á Confortel hótelinu, sem er gott fjögurra stjörnu hótel, morg- unverðarhlaðborð, ótakmarkað golf í sex daga og allir skattar. Það sem ekki er innifalið er rútan frá Heat- hrow til Gatwick og leigubíllinn milli Faro til Islantilla, en samanlagður kostnaður vegna þessara ferða fram og til baka er tæplega sex þúsund krónur. Islantilla völlurinn er í raun þrír níu holu vellir, hver öðrum skemmti- legri og tekur aðeins um tvær mínút- ur að keyra frá hótelinu að vellinum og sér hótelið um að koma kylfingum á milli endurgjaldslaust. Næstsíðasta umferð NFL ruðn- ingsdeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Meistaralið Dallas Cowboys vann riðil Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandarikjunum sinn fimmta árið í röð þrátt fyrir að sóknar- leikur liðsins hafi ver- ið afleitur undanfar- ið. Þetta er í fyrsta sinn sem lið vinn- ur hinn sterka austurriðil NFC deild- arinnar fimm keppnistímabil í röð. „Þökk sé guði fyrir vömina. Hún hefur borið liðið uppi undanfarið," sagði Barry Switzer, þjálfari meistar- anna eftir 12:6 sigur á New England Patriots á heimavelli á sunnudag. Það þætti yfirleitt ekki fréttnæmt að meistaraliðið skuli komið í úrslita- keppnina, en eftir slaka byijun, vandamál utan vallar og afleitan sóknarleik undanfarnar vikur, þykir ' það kraftaverki næst að liðinu skyldi takast að vinna riðilinn eftir fyrri hluta keppnistímabilsins eftir sjö sigra í fyrstu átta leikjunum, en allt hefur gengið á afturfótunum hjá „rauðskinnunum“ frá höfuðborginni á seinni hlutanum. Á sunnudag tap- aði liðið sjötta af síðustu sjö leikjum Kúreka vantar vopn Dallas komið í úrslitakeppni NFL deildarinnar þráttfyrir slaka sókn sínum I Arizona, 27:26. Kevin Butler skoraði vallarmark fyrir heimaliðið þegar leiktíminn rann út. Leikur helgarinnar Indianapolis Colts gerði sér lítið fyrir og vann Kansas City Chiefs, 24:19, á Arrowhead Stadium í Kans- as City. Með sigrinum komst Indi- anapolis í úrslit, en Kansas City verður að vinna í Buffalo á sunnu- dag til að komast í úrslit. Arangur Colts er einkum athygl- isverður þegar tekið er tillit til gífur- legra meiðsla hjá liðinu á keppnis- tímabilinu. Átján leikmenn í byijun- arliðinu (alls eru 22 byijunarstöður í sókn og í vörn) hafa verið meiddir meira og minna það sem af er, en um hvetja helgi koma varamenn og fylla upp í eyðurnar. Chiefs skoruðu snertimark þegar rúm mínúta var eftir og síðan stálu leikmenn liðsins knettinum þegar leikur var hafinn að nýju. Liðið kom síðan knettinum tíu metra frá marki Indianapolis með yfir tuttugu sek- úndur á klukkunni, en þrátt fyrir þijár tilraunir tókst Chiefs ekki að skora. Frábær endasprettur, því miður aðeins of stuttur fyrir ákafa stuðningsmenn liðsins. Ný lið í úrslitakeppnina Carolina Panthers og Jacksonville Jaguars komust í úrslitakeppnina á aðeins öðru keppnistímabili liðanna. Venjulega tekur það ný lið í deild- inni mörg ár að komast í úrslita- keppnina, en þak á heildarlaun leik- manna og rýmkaður réttur þeirra að skipta um lið hafa gert nýjum liðum auðveldara að byggja fljótt upp. Jacksonville vann Seattle Sea- hawks, 20:13, á heimavelli, og Caro- lina sigraði Baltimore Ravens, 27:16 í Charlotte. Jacksonville komst í úr- slit þegar Miami vann Buffalo í Florida á mánudagskvöld, 16:14. Carolina getur unnið sinn riðil ef lið- ið sigrar Pittsburgh á heimavelli á sunnudag, en þar er liðið taplaust á keppnistímabilinu. Allt eftir bókinni hjá þelm bestu Þijú af bestu liðunum í deildinni unnu öll góða sigra um helgina. Green Bay Packers vann NFC deild- ina með auðveldum sigri í Detroit, 31:3. San Francisco 49ers unnu mjög góðan sigur í Pittsburgh, 25:15, en Pittsburgh tapar afar sjaldan á Three Rivers Stadium í Pittsburgh. Loks sigraði Denver Broncos erkifjendurna Dakland Ra- iders á heimavelli, 24:19. Denver er með besta árangur allra liða þegar ein umferð er eftir. Denver og Green Bay hafa tryggt sér rétt til að leika alla leiki sína í úrslitakeppninni á heimavelli. Loks má geta að víkingarnir frá Minnesota komust í úrslit eftir sigur á Tampa Bay Buccaneers, 21:10, í Minneapolis. Síðasta umferðin um helgina sker úr um það hvaða lið leika saman í úrslitakeppninni. Merkilegasti leikur helgarinnar verður viðureign Buffalo gegn Kansas City. Sigurvegarinn fer í úrslitakeppnina, en tapliðið er kom- ið í frí (þau fara bæði í úrslit ef þau gera jafntefli! - það hefur þó ekki gerst í deildinni síðan 1989). Leikið er í sex riðlum í tveimur deildum (AFC og NFC) í NFL ruðn- ingsdeildinni og komast sigurvegar- ar riðlanna, auk tveggja annarra liða í hvorri deild í úrslitakeppnina. Tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá í fyrstu umferð. VIKINGALOTTO: 2 12 17 22 29 47 + 8 9 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.