Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 4
 r Morgunblaðið/Rúnar Þðr „ÞORBJÖRN Jensson er fastur fyrlr og afar metnaðarfullur en umfram allt _ setur hann sig ekkl skör hærra en lelkmenn llðslns, hann reynir frekar að vlnna með lelkmönnum sínum og mættl þá frekar segja að hann væri fremst- ur meðal JafnlngJa." GEIR Svelnsson og félagar höfðu ástæðu tll að fagna á mótl Dönum ( Ála- borg. „Það var aðdáunarvert að fylgjast með leikmönnum llðslns f lelkjunum vlð Oanl, sérstaklega þé f selnnl lelknum f Danmörku þar sem sjálfstraust og slgurvissa elnkenndl allan lelk liðsins." Sjálfstraust og siguwissa að er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að fjalla um ís- lenska landsliðið í handknattleik, svo rækilega hefur það minnt á sig með stórgóðri frammistöðu undan- farið, sérstaklega í leikjunum tveimur gegn Dönum. Segja má að þeir leikir hafí aftur kveikt hand- boltaáhuga meðal íslensku þjóðar- innar. Landsliðið hefur átt undir högg að sækja eftir slælega frammistöðu á HM á íslandi í fyrra og ekki hef- ur bætt úr skák að fjárhagsstaða ■HSÍ hefur verið afleit og sumir ganga svo langt að segja að sam- bandið sé nánast gjaldþrota. Það gefur augaleið að ekki hefur verið auðvelt að starfa við slíkar aðstæð- ur. Við fyrstu sýn virtust möguleikar íslenska liðsins ekki sérlega góðir fyrir leikina gegn Dönum, sérstak- lega eftir óvænt jafntefli í Grikk- landi. Flestir töldu líklegt að liðin, ísland og Danmörk, myndu vinna sinn leikinn hvort og ekki var óraun- hæft að ætla að líkumar væru jafn- ar fyrir þá leiki. Þjálfari liðsins, Þorbjöm Jensson, og leikmenn hans voru hins vegar greinilega ekki á þeim buxunum að standa í einhveij- íim líkindaútreikningi, og gerðu sér lítið fyrir og skelltu Dönum tvisvar og tryggðu sér farseðlana til Jap- ans. Það var aðdáunarvert að fylgjast með leikmönnum liðsins í leikjunum við Dani, sérstaklega þó í seinni leiknum í Danmörku þar sem sjálfs- traust og sigurvissa einkenndi allan leik liðsins. Einbeitingin skein úr hveiju andliti og engu líkara var en að allir leikmenn nytu þess að leika í þessu rafmagnaða andrúms- lofti. Viljastyrkurinn var alger og éftir því sem á leikinn leið urðu andlit dönsku leikmannanna sífellt fölleitari með hverri mínútu og ang- ist og óöryggi einkenndi allan leik liðsins. Fögnuðurinn í lokin var einlægur og það er ekki undarlegt þar sem nánast sömu leikmenn höfðu þurft að stíga þung spor á fjölum Laugar- dalshallar á heimsmeistarakeppn- inni 1995 þar sem væntingamar voru svo miklar. Því var þungu fargi létt af þessum leikmönnum. Þeir höfðu fengið uppreisn æru. Ekki má gleyma þætti íslensku áhorfend- anna sem fjölmenntu á leikinn í Danmörku og breyttu útivelli i heimavöll. Það var engu líkara en að stuðningur áhorfenda næði að framkalla allt það besta í leik ís- lenska liðsins. Til hamingju, strák- ar! Þorbjöms þðttur Jenssonar Þorbjörn Jensson tók við landslið- inu eftir HM 95 og ekki verður annað sagt en hann hafí skilað starfi sínu afskaplega vel við erfíð- ar aðstæður. Hann nýtur þess að þekkja undirbúning landsliðsins í meira en áratug, fyrst sem leikmað- ur og nú sem þjálfari. Auk þess að hafa þjálfað sigursælt lið Vals í langan tíma. Mér varð það snemma ljóst að Þorbjörn Jensson yrði þjálf- ari í fremstu röð. Hann byijaði að sækja þjálfaranámskeið fyrir 1980 og bjó sig vel undir þjálfaraferil sinn. Ég var spurður að því um daginn hvort Þorbjöm Jensson væri rosa- lega harður þjálfari og fór þá að velta því fyrir mér hvað fólk ætti við þegar það talaði um „harða“ þjálfara - er það sá sem beitir ein- ræðislegum stjórnunarstíl, eins og Landslið íslands í hand- knattleik náði mikil- vægum áfanga á dög- unum þegar það tryggði sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Japan næsta vor. Jóhann Ingi Gunnars- son, fyrrverandi lands- liðsþjálfari, fjallar hér um frammistöðu liðsins og veltir sérstaklega fyrir sér starfí Þorbjöms Jenssonar þjálfara. margir ef ekki flestir þjálfarar sem komu frá gömlu Austur-Evrópu. Ég held að Þorbjörn Jensson sé ekki þannig „harður" þjálfari, hann er fastur fyrir og afar metnaðarfull- ur en umfram allt setur hann sig ekki skör hærra en leikmenn liðs- ins, hann reynir frekar að vinna með leikmönnum sínum og mætti þá frekar segja að hann væri fremstur meðal jafningja. Þorbjörn hefur einnig tileinkað sér að-hata-að-tapa viðhorfíð og það var aðdáunarvert hvernig hann sinnti sálfræðilega þættinum, sér- staklega fyrir seinni leikinn gegn Dönum, þegar hann sagði að íslend- ingar yrðu undir einhvern hluta leiksins en að loknum 60 mínútum yrðu þeir komnir yfír og myndu sigra. Þegar Þorbjörn Jensson var leik- maður með Þór á Akureyri fóru þær sögur af honum að þegar gefið var frí frá æfingum sæist hann taka sínar aukaæfíngar hlaupandi í hörkugaddi, þannig að það var Ijóst að þar var á ferðinni leikmaður sem ætlaði sér að ná í fremstu röð. Það er dugnaðurinn sem einkennir hann öðru fremur. Langur undlrbúnlngur óhentugur? Eftir að hafa fylgst með íslensk- um handbolta í meira en þijá ára- tugi, hef ég velt því fyrir mér und- anfarið, hvers vegna alltaf náist bestur árangur þegar undirbúning- ur er stuttur og markviss. Skilar langur undirbúnngur sér ekki? Góð- ur árangur handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum 1984 í Los Angel- es, B-keppninni í Frakklandi 1989 og Ólympíuleikunum 1992 í Barcel- ona kom í öll skiptin í kjölfarið á tiltölulega stuttum undirbúningi. Liðið komst óvænt inn á ÓL 1984 og hafði stuttan tíma til undirbún- ings og eftir hrakfarirnar í Seoul 1988, á Ólympíuleikunum, var allur undirbúningur skorinn verulega niður fyrir B-heimsmeistarakeppn- ina í Frakklandi fáeinum mánuðum síðar. Ég er þeirrar skoðunar að það sé of mikil einföldun að halda því fram að góður árangur náist aðeins eftir stuttan undirbúning, og því sjónarmiði má einnig halda fram hvort undirbúningur fyrir ÓL í Seoul hafi ekki skilað sér á B- keppninni og hvort langi undirbún- ingurinn fyrir HM 95 sé ekki að skila sér að einhveiju leyti núna. Aðalatriðið er þó að leikmenn séu „hungraðir“ þegar í stórkeppni kemur og ég treysti Þorbimi Jens- syni til að setja upp „réttu“ dag- skrána fyrir HM í Japan í maí á næsta ári. Tll umhugsunar Þegar landsliðsmenn koma úr keppnisferðum verður eðlilega spennufall hjá þeim og það var sér- staklega eftir leikina gegn Dönum. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur gerist alls staðar - þegar leikið er í deildarkeppni á miðviku- degi eftir landsleiki á sunnudegi, leika landsliðsmennimir nær und- antekningarlaust mjög illa. Þetta er bagalegt fyrir félögin og að þessu vandamáli þarf að hyggja. Leik- menn þurfa að aga með sér það viðhorf að reyna að ná sér á skemmri tíma en nú tíðkast, eða að ekki verði leikið í deildinni fyrr en einum eða tveimur dögum síðar en nú tíðkast, að loknum landsleikj- um. Landsliðsþjálfarinn þekkir þetta vandamál mætavel frá því hann var þjálfari Vals. Eftir leikina við Dani vom líklega allir tilbúnir að fyrirgefa frammistöðu landsliðs- mannanna í næstu deildarleikjum - en frammistaða sumra var þá hroðalega slök - en að málinu þarf að huga og fínna lausn því mikil- vægt er að gott samstarf sé á milli forráðamanna landsliðsins og félag- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.