Morgunblaðið - 21.12.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 21.12.1996, Síða 1
112 SIÐUR B/C/D 0 trjtutiltliifr STOFNAÐ 1913 293. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fáni gæsluliðs að húni HERMAÐUR úr SFOR, ný- skipulögðu liði Atlantshafs- bandalagsins í Bosníu er tekur við af IFOR, býr sig undir að draga fána nýja gæsluliðsins að hún í Sarajevo í gær. Rúm- lega 30.000 menn verða í liðinu sem mun sjá um að ákvæðum Dayton-friðarsamkomulagsins verði framfylgt næstu 18 mán- uðina. ■ Helmingi færri/20 Nasista- gullí Svíþjóð? Stokkhólmi. Reuter. SVÍAR kváðust í gær ætla að hefja formlega rannsókn á full- yrðingum Heimsráðs gyðinga um að nasistagull úr heims- stytjöldinni síðari væri geymt í sænskum bankahólfum. í yfírlýsingu sænska seðla- bankans sagði: „Niðurstaða okkar er að rétt sé að yfirfara skjöl bankans til að komast að því hvort varpa megi ljósi á hvernig Ríkisbankinn hefði afl- að svokallaðs stolins gulls." Að sögn seðlabankans hefur Heimsráð gyðinga krafist þess að upplýsingar um það hve mikið slíkt gull væri í hlutlaus- um ríkjum á borð við Sviss og Svíþjóð yrðu gerðar opinberar. Skipaðir verða þrír menn, sem engin tengsl hafa við bank- ann, til að stjórna rannsókn- inni. Seðlabankinn hefur þegar skilað rúmum 13 tonnum af gulli til Belga og Hollendinga. Reuter Skæruliðar taka gísla í Tadsíkístan Dushanbe. Reuter. SKÆRULIÐAHÓPUR í Tadsíkíst- an tók 23 gísla í gær, þar á meðal sjö erlenda eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hóta skæru- liðarnir að skjóta þá verði ekki orð- ið við kröfum þeirra. í hópnum, sem ráðist var á, voru tadsískir embættismenn, eftirlits- mennirnir frá SÞ og fulltrúar íslamskra uppreisnarmanna í land- inu. Skæruliðahópurinn krefst þess, að þeir síðastnefndu leysi úr haldi einn sinna manna. Kváðust þeir mundu drepa gíslana og sprengja 30 sprengjur, sem komið hefði ver- ið fyrir í höfuðborginni, Dushanbe, ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra fyrir klukkan tvö á sunnudag. SÞ-mennirnir eru frá Búlgaríu, Danmörku, Jórdaníu, Úkraínu, Uruguay og líklega frá Austurríki. Skæruliðar sleppa 38 gíslum úr japanska sendiherrabústaðnum í Lima Heita að láta fleirí lausa með skilyrðum Lima. Reuter. SKÆRULIÐAR, sem tóku tæplega 400 manns í gíslingu í japanska sendiherrabústaðnum í Lima í Perú á þriðjudagskvöld, slepptu í nótt 38 manns. Þeir hétu því að sleppa mun fleiri gíslum ef þeir fengju að tala við fangelsaða leiðtoga sína í síma. Stjórn Perú neitaði fyrr í gær að verða við kröfum skæruliðanna en kvaðst vona að hægt yrði að leysa málið með friðsamlegum hætti. Örvænting virtist vera að grípa um sig í sendiherrabústaðnum þar sem gíslarnir eru í haldi. Þeir báru spjöld með áletrunum á ensku, jap- önsku, spænsku og þýsku upp að glugga á annarri hæð og báðu um vatn og mat, að rafmagn yrði sett á og sími tengdur. Þröng, hiti og veikindi „Ástandið inni í húsinu er mjög slæmt,“ sagði Sergio Natarajan, Mastroianni syrgður STÚLKA í Róm leggur blómsveig að spjaldi með mynd af leikaranum Marcello Mastro- ianni, sem lést í fyrradag, 72 ára að aldri. Fjær sést Trevi-gosbrunnurinn sem kemur n\jög við sögu í einni þekktustu mynd Federic- os Fellinis, Hið ljúfa líf, frá árinu 1960 er sænska leikkonan Anita Ekberg og Mastro- ianni vaða út í hann að næturlagi. Páfagarður fordæmdi myndina, sagði hana verk myrkra- höfðingjans. ftalskir fjölmiðlar hylltu ákaft minningu Ieikarans. „Vertu sæll, Marcello, þú gerðir líf okkar Ijúfara," sagði La Corríere della Sera í fyrirsögn. Mastroianni lést í íbúð sinni í París. Hans var minnst í gamalli kirkju í París í gær og komust færri að en vildu. Þótti áberandi hvað margar konur komu til að kveðja hann. Við athöfnina var leikarinn Catherine Deneuve, dóttir hennar og Mastro- iannis , Chiara, og Anna-Maria Tato, sem var sambýliskona hans í 22 ár. Lík hans verður flutt til Rómar í dag og mun Iiggja á viðhafnar- börum í ráðhúsinu þar til hann verður jarðsett- ur á morgun. Reuter starfsmaður Rauða krossins, eftir að hann hafði farið þar inn. „Það er of margt fólk og mikill hiti. Ýmsir eru veikir, með sykursýki, magasár, veikir fyrir hjarta og með niðurgang.“ Fyrir utan þurftu verðir að hefta för áhyggjufullra ættingja, sem vildu færa gíslunum mat, lyf og fatnað. Aðfaranótt gærdagsins lágu ættingjar á bæn og héldu á kertum. Hótanir í útvarpi Maður nokkur hringdi í gær í útvarpsstöð í Lima og sagðist vera félagi skæruliðasamtakanna Tupac Amaru, sem hafa gíslana í haldi. Hann varaði við því að reyna að frelsa gíslana með valdi og sagði að Alberto Fujimori, forseti Perús, væri „gunga“. „Við viljum hvorki árás, né áhlaup,“ sagði maðurinn í símanum. „Við vitum að við erum hvort sem er dauðans matur og það eina, sem bíður okkar allra er að deyja sam- an.“ Perúskar sérsveitir hafa verið að undirbúa áhlaup, en haft var eftir yfirmanni úr hernum að þær yrðu aðeins notaðar ef í nauðirnar ræki. Ef til þess kæmi mundi áhlaupið ekki standa lengur en fimm mínút- ur. Haft var eftir heimildarmanni innan lögreglunnar að embættis- menn óttuðust að skæruliðarnir, sem talið er að séu að minnsta kosti 15, en gætu verið fleiri, væru það vel vopnum búnir að þeir gætu hrundið áhlaupi. Ekki orð frá Fujimori Fujimori hefur ekkert látið í sér heyra opinberlega frá því að skæru- liðarnir réðust inn í sendiherrabú- staðinn á þriðjudagskvöld. Hann hefur látið fyrir berast með herfor- ingjum sínum í herbúðum og svarað kröfum gíslatakanna engu. „Alberto Pandolfi, forsætisráð- herra Perú, sagði hins vegar í gær að alþjóðleg fordæming á athæfi skæruliðanna og stuðningur við stjórn Perú gæfi sér „frið og hugar- styrk til að treysta því að friðsæl lausn myndi finnast.“ Stjórnin neitaði hins vegar hreint út að verða við þeirri kröfu skæru- liðanna að láta félaga þeirra, þar á meðal Victor Polay, leiðtoga sam- takanna, lausa úr fangelsi. Leyniþjónustumenn gengu meira að segja á fund Polays og annarra leiðtoga Tupac Amaru, sem sitja í fangelsi, og reyndu að telja þá á að fordæma gíslatökuna opinber- lega, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Japanar óánægðir Japanar létu í gær að því liggja að þeir væru ekki ánægðir með harðlínustefnu Fujimoris í málinu. Tugir Japana eru meðal gíslanna og hefur japanska stjórnin áhyggjur af velferð þeirra. Sagði hún að „mikið bæri á milli hugmynda“ Jap- ana og stjórnar Perú um það hvern- ig ætti að leysa vandann. Yukihiko Ikeda, utanríkisráð- herra Japans, er kominn til Lima og virtist hann hlynntur því að far- ið yrði varlega í sakirnar þegar átt væri við skæruliðana. Hann ræddi við Fujimori, sendi- herra Bandaríkjanna og Kanada og fulltrúa Rauða krossins. Lagði hann megináherslu á að komið yrði í veg fyrir blóðsúthellingar og þess í stað reynt að komast að samkomulagi við skæruliða Tupac Amaru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.