Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Átta félög vísa deilu til sáttasemjara ÁTTA stéttarfélög hafa vísað kjaradeilu sinni við vinnuveitendur til ríkissáttasemjara. Þau eru Sjó- mannasambandið,_ Matvæla- og veitingasamband íslands, Mjólkur- fræðingafélag íslands, Stéttarfé- lag sálfræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Stéttarfélag fé- lagsráðgjafa, Félag íslenskra at- vinnuflugmanna og Meinatækna- félag íslands. Áttundi starfshópur- inn er kjarafélag viðskiptafræð- inga og hagfræðinga, Utgarður og kjaradeild Félags íslenskra fé- lagsvísindamanna, en þessi þrjú 15 hljóta heiðurs- laun FIMMTAN listamenn fá heiðurslaun á næsta ári samkvæmt ákvörðun Al- þingis. Hver þeirra hlýtur 1 milljón króna en upphæðin var 900 þúsund krónur á þessu ári. Menntamálanefnd Alþing- is lagði fram tillögu um heið- urslaunin við 3. umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs. Samkvæmt tillögunni hljóta eftirtaldir listamenn heiðurs- laun Alþingis á næsta ári: Atli Heimir Sveinsson, Árni Kristjánsson, Ásgerður Búa- dóttir, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteinsson, Jón Nordal, Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, Matthías Johannessen, Sigfús Hall- dórsson, Stefán Hörður Grímsson og Thor Vilhjálms- son. Sextán einstaklingar hlutu heiðurslaun á þessu ári. Einn listamaður í heiðursflokki lést á árinu, Helgi Skúlason leik- ari. Ekki samstaða um nýja menn Eftir heimildum Morgun- blaðsins úr menntamálanefnd var ekki samstaða í nefndinni um að veita nýjum listamönn- um heiðurslaun, en slíkt var til umræðu. Samkvæmt sömu heimildum ríkir sú hefð við ákvörðun heiðurslauna að fullkomin eining náist um listamenn. Sigríður Anna Þórðardótt- ir, formaður menntamála- nefndar, sagði að komið hafi til greina að veita fleiri lista- mönnum en nú væru á listan- um heiðurslaun. Samstaða hafí á hinn bóginn orðið um að ekki væri ástæða til þess. Síðast voru nýjum listamönn- um veitt launin fyrir tveimur árum. Sigríður sagði að það væri alfarið undir nefndinni komið hverjir hlytu heiðurslaun hverju sinni og hversu marg- ir. Tók hún fram að fjárveit- ing hefði ekki takmarkað fjölda listamanna. Heiðurslaun voru síðast hækkuð fyrir tveimur árum. Ákvörðun um hækkun er að sögn Sigríðar tekin í sam- ræmi við almennar launa- hækkanir á tímabilinu. Sjómenn höfnuðu beiðni VSÍ um að fresta því að vísa deilunni til sátta- semjara félög halda hópinn í kjaraviðræð- um. Sævar Gunnarsson, fqrmaður Sjó- mannasambandsins, sagði að við- ræðuáætlun Sjómannasambandsins og viðsemjenda þeirra hefði gert ráð fyrir að samningaviðræðum yrði vís- aðtil ríkissáttasemjara 16. desember ef ekki hefðu tekist samningar fyrir þann tíma. Sjómannasambandið hefði viljað fylgja þeirri áætlun og það hefði því hafnað bréfi fram- kvæmdastjóra VSÍ um að fresta ákvörðun um að vísa til sáttasemj- ara fram yfir áramót. Sævar sagði að viðræður fram að þessu hefðu engum árangri skilað. Sjómenn myndu láta reyna á viðræður þegar þær hæfust í byrjun janúar og skoða síðan stöðuna í framhaldi af því. Jólastúdent- ar frá FB ALLS fengu 166 nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti afhent lokaprófsskírteini við útskrift í skólanum sem haldin var í gær í Fella- og Hóla- kirkju. Þar af fengu 75 nem- endur skírteini sem veita starfsréttindi. Þetta er í 41. skipti sem nemendur útskrif- ast frá FB. í ræðu Kristínar Arnalds skólameistara kom fram að nú eru 136 starfsmenn við skólann, þar af 121 kenn- ari. Kristín minntist í ræðu sinni tveggja nemenda sem lét- ust nú í desember, þeirra Rós- mundar Bernódussonar og Jóns Guðmundssonar, og vott- uðu viðstaddir þeim virðingu með því að rísa úr sætum. Morgunblaðið/Ásdís Bæjarstjóri Hafnarfjarðar um Miðbæ Hafnarfjarðar Eignir og útistandancL fé um 379 milljónir kr. INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri í Fjarðargötu 13-15 hafi numið urgreiðsla virðisaukaskatts, mun Hafnarfirði. seeir að á móti beim 248.5 milliónum króna. Af beim koma aftur í bæiarsióð. INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að á móti þeim 423 milljónum króna, sem fram kemur í Morgunblaðinu í gær að bæjarsjóður hafi lagt í byggingu Miðbæjar Hafnarfjarðar komi sala eignarhluta í húsinu, óseldar eignir og útistandandi fé að upphæð um 379 milljónir króna. Eftir standi því 44 milljónir, sem svari um það bil til ógreiddra gatnagerðargjalda vegna byggingarinnar. Ingvar bendir á að heildareignir Hafnarfjarðarbæjar í húsinu við Fjarðargötu 13-15 hafi numið 248,5 milljónum króna. Af þeim hluta hafi húsnæði fyrir 75,5 millj- ónir þegar verið selt til Sölusam- bands íslenzkra fiskframleiðenda. Inni í þessari tölu sé ekki bílakjall- ari hússins, sem Hafnarfjarðarbær hafl keypt. Kjallarinn er metinn á tæpar 84 milljónir króna. Auk þess hefur bærinn greitt um 12 milljónir króna í leigu fyrir hann. Loks segir Ingvar að 35 milljónir króna, sem sé útistandandi hlutdeildarkostnað- ur annarra eigenda hússins og end- urgreiðsla virðisaukaskatts, muni koma aftur í bæjarsjóð. Hugsanlegt að kröfur fáist greiddar „Þá eru eftir útistandandi um 44 milljónir króna, sem svarar nokkurn veginn til ógreiddra gatnagerðar- gjalda vegna byggingarinnar," seg- ir Ingvar. „Ég tel frekar ólíklegt að þau náist, en það er samt mögu- leiki. Ef við getum gert gatnagerð- argjöldin að lögveðskröfum fáum við þær greiddar," segir hann. Deilt um skulda- aukningu í borgarstjórn FJÁRHAGSAÆTLUN Reykjavik- urborgar fyrir árið 1997 var sam- þykkt á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld. Einni tillögu Sjálf- stæðisflokksins af sex var vísað til fræðsluráðs en hinum var vísað frá. Skuldaauknig stððvuð í bókun Reykjavíkurlistans með fjárhagsáætluninni segir meðal annars að áætlunin vitni um miklar breytingar á stjórn borgarinnar. Verulegar breytingar hafí orðið á fjármálastjórn og skuldasöfnun og allt að því sjálfvirk hækkun rekstr- argjalda hafí verið stöðvuð. Lögð hafi verið fram hallalaus áætlun og að það marki tímamót að ekki sé gert ráð fyrir nýjum lán- tökum á næsta ári umfram afborg- anir ársins. Skuldaaukning borgar- innar hafi verið stöðvuð. Skuldaaukning 900 milljónir í bókun Sjálfstæðisflokksins seg- ir meðal annars að fjárhagsáætlun- in feli í sér tæplega 900 millj. skuldaaukningu á árinu 1997. R- listinn kjósi að fela 800 millj. af skuldaaukningunni með því að láta væntanlegt hlutafélag um leigu- íbúðir borgarinnar taka lán að sömu upphæð sem eigi að renna í borgar- sjóð. Þannig sé ætlunin að loka fjár- hagsáætlun borgarinnar. Leigutak- ar í leiguhúsnæði borgarinnar eigi síðan að greiða vexti og afborganir af þessu 800 millj. láni. 3 mánaða varðhald fyrir líkamsárás Osannað að árásin væri vegna starfa fórnarlambs FJÖRUTÍU og tveggja ára gamall maður var á föstudag dæmdur til að sæta þriggja mánaða varðhaldi og greiðslu alls sakarkostnaðar í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir líkams- árás. Málavextir eru þeir að 9. maí síðastliðinn kom sakborn- ingur á bar í miðborginni ásamt tveimur kunningjum sínum. Þar sat fórnarlambið fyrir, en það starfar sem yfir- tollvörður. í kærunni kemur fram að hinn ákærði hafi slegið til mannsins með þeim afleiðing- um að hann féll af barstól og á gólfið. Hlaut hann heilahrist- ing og skurð á hnakka. í fram- haldi af því hafi ákærði spark- að í kvið tollvarðarins svo hlaust af mar og blæðing í kviðvegg. Fórnarlambið taldi að rekja mætti árásina til eftirlits- og gæslustarfa sinna hjá toll- gæslunni. Með vitnisburði sjónarvotta og lækna þótti sannað að ákærði hefði gerst sekur um árásina. Hins vegar þótti ósannað að ákærða hefði verið ljóst að fórnarlambið væri starfsmaður tollgæslunn- ar og var hann því sýknaður af ákæru um brot gegn vald- stjórninni. Vistmaður hvarf VISTMAÐUR á réttargeð- deildinni á Sogni strauk þaðan snemma í fyrradag. Hann fannst tæpum fjórum stundum síðar. Mannsins var saknað kl. rúmlega hálfsjö um morgun- inn. Hans var leitað í nágrenn- inu, en um kl. tíu fannst hann og var þá kominn til Hvera- gerðis. Á Sogni eru innri og ytri útidyr og munu þær innri hafa verið ólæstar fyrir mistök. Maðurinn gat því opnað þær og þar sem ytri dyrnar er hægt að opna innan frá komst maðurinn út. E-töflur og amfetamín LÖGREGLAN í Reykjavík fann E-töflur og amfetamín í húsi í austurborginni í fyrri- nótt. Lðgreglan var kölluð að húsinu vegna ónæðis frá sam- kvæmi, sem haldið var í einni íbúð hússins. Húsráðandi, sem hefur oft komið við sögu lög- reglu, var ekki heima við, en þegar lögreglan leitaði í fbúð hans fann hún m.a. E-töfiur og amfetamín. Ein kona í sam- kvæminu var handtekin og flutt í fangageymslur. 100 diskar og gjafirhurfu HUNDRAÐ geisladiskum og ýmsum jólagjöfum var stolið úr farangursgeymslu bfls í vesturbænum um miðjan dag í gær. Bíllinn var ólæstur en stóð í læstri bílageymslu. Það var þjófinum lítil fyrirstaða og tæmdi hann farangursgeymsl- una.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.