Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 4
.Toirr rra'nnno.' 4 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason Fjármálaráðherra um lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna Engin rök fyrir að öðr- um beri sömu réttindi FJARMALARAÐHERRA segir engin rök vera fyrir því að breyting á lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna veki rétt hjá öðrum aðilum. Fyrir lá í gærkvöldi að ný lög yrðu samþykkt á Alþingi um líf- eyrisréttindi starfsmanna ríkisins. Fram kom hjá Grétari Þorsteins- syni, forseta Alþýðusambands ís- lands, í Morgunblaðinu í gær að hann tryði því ekki fyrr en hann sæi löggjöfina afgreidda að hún ætti ekki að ná til félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríkinu. Einnig kom sú skoðun fram hjá fulltrúum Þing- flokks jafnaðarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að stjórnvöldum beri að sjá til þess að starfsmenn ríkisins innan ASI fái sömu lífeyrisréttindi og aðrir ríkis- starfsmenn. Engin ný réttindi Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að forsenda breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna væri sú að framlag launa- greiðandans væri jafnhátt fyrir og eftir breytinguna. Hann bendir á að eftir breytinguna starfi tveir þriðju hlutar ríkisstarfsmanna við óbreytt skilyrði hvað lífeyrisréttindi varðar; þeir öðlist engin ný réttindi frekar en aðrir. Þeir ríkisstarfsmenn, sem verða eftir sem áður í gamla sjóðn- um, B-deildinni, muni hafa sambæri- leg réttindi. Það eina sem verið sé að gera með breytingunni sé að opin- bera þann mun, sem frá upphafi hafí verið á lífeyrisréttindum ríkis- starfsmanna og annarra sem alltaf hafí verið metið til uppbótar launa- kjara ríkisstarfsmanna. Engin verð- mætabreyting eigi sér stað með breytingunni, segir Friðrik. Onnur umræða um frumvarpið fór fram aðfaranótt föstudags og voru greidd atkvæði um einstakar greinar þess í gærdag. Felldar voru breyt- ingartillögur frá Pétri Blöndal, Sjálf- stæðisflokki, og greiddu aðeins hann og Einar Oddur Kristjánsson flokks- bróðir hans atkvæði með tillögunum. Við lokaafgreiðslu frumvarpsins var Pétur fjarverandi og greiddi Jón Baldvin Hannibalsson einn þing- manna atkvæði gegn frumvarpinu. Greinarskrif í Morgunblaðið Synjaðumopinberarannsókn RÍKISSAKSÓKNARI hefur 'stað- fest þá niðurstöðu Rannsóknarlög- reglu ríkisins að synja um opinbera rannsókn á því hver hafi skrifað grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. ágúst undir nafni Björns V. Ólasonar. Þann 21. ágúst sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögn- inni „Hafnfirðingar krefjast meiri- hluta jafnaðarmanna" og var höf- undur hennar tilgreindur Björn V. Ólason. Viku síðar birtist afsökun- arbeiðni frá Birni, þar sem hann sagði að Sverrir Ólafsson væri hinn raunverulegi höfundur greinarinn- ar, en hann hefði lánað nafn sitt á hana. Sverrir Ólafsson mómælti þessari fullyrðingu og kærði rit- stjóra Morgunblaðsins til siða- nefndar Blaðamannafélags ís- lands. Árvakur hf., útgáfufélag Morg- unblaðsins, óskaði opinberrar rannsóknar á því hver hefði raun- verulega verið höfundur greinarin- ar, á þeim forsendum að það hefði verulega þýðingu fyrir starfsemi Morgunblaðsins að höfundar aðs- endra greina væru rétt tilgreindir í blaðinu. Varðaði þetta bæði al- menna tiltrú blaðsins, auk þess sem þetta réði úrslitum um ábyrgð á efni aðsendra greina skv. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Þá sýndist það geta varðað beint við 1. mgr. 155. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940 að tilgreina rangan höfund að grein. Rannsóknarlögreglan taldi ekki efni til opinberrar rannsóknar og var sú ákvörðun borin undir emb- ætti ríkissaksóknara. í bréfi emb- ættisins þann 17. desember sl. seg- ir, að ekki þyki efni til þess að mæla fyrir um lögreglurannsókn og er ákvörðun rannsóknarlögregl- unnar þar með staðfest. Búsældar- legtum að litast ÞAÐ er búsældarlegt um að litast í reykkofanum að Húsum í FIjóLsdal enda hefur Hákon Aðalsteinsson bóndi þar haft mikið að gera við að reykja fyrir fólk nú fyrir jólin. I reyknum má sjá spikuð lamba- læri sem væntanlega verða að hangikjötssneiðum á borðum margra fjðlskyldna um hátíð- irnar og girnileg heimabjúgu sem sjálfsagt verða borðuð á einhverjum þeirra fáu virku daga sem framundan eru. Það er Hákon sjálfur sem hér'er að huga að afurðunum, en ekki ketkrókur að laumast í bjúgun. Héraðsdómur vísar frá máli vegna meintra meiðyrða um ríkisstarfsmann Opinber málshöfðun stríðir gegn stjórnarskránni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vís- aði í gær frá dómi máli sem ákæru- valdið höfðaði gegn Hrafni Jökuls- syni, ritstjóra Alþýðublaðsins, vegna ummæla um Harald Johannessen, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins. Dómurinn telur að ákvæði í almennum hegningarlögum, sem kveður á um að opinberir starfsmenn geti krafist þess að ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun gegn þeim sæti opinberri ákæru, samrymist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar, því mönnum sé mismunað eftir starfsstétt. Ákæruvaldið kærir úrskurðinn til Hæstaréttar og krefst Sækjandi málsins kærir til Hæsta- réttar og telur ósamræmi milli úr- skurðarins og refsiákvæða vegna brota í opinberu starfi þess að lagður verði efnislegur dóm- ur á málið. Felli Hæstiréttur hinn kærða úrskurð úr gildi verður mál- inu vísað aftur til héraðsdómara til efnislegrar umfjöllunar. í úrskurðinum eru raktar þær breytingar sem gerðar voru á al- mennum hegningarlögum og stjórn- arskránni á síðasta ári. Þá var sú grein hegningariaga, sem kvað á um refsingar fyrir skammaryrði, eða móðganir í orðum eða athöfnum gegn opinberum starfsmanni, felld brott. í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingar á hegningar- lögum sagði m.a., að færa mætti að því rök að greinin samrýmdist ekki hinni almennu jafhræðisreglu stjórnarskrárinnar og almennum viðhorfum til tjáningarfrelsis og jafnræðis í nútíma þjóðfélagi. Hins vegar þætti rétt með tilliti til stöðu opinberra starfsmanna og aukinnar refsiábyrgðar, sem á þá væri lögð í hegningarlögum, að móðganir og aðdróttanir sem störf þeirra vörðuðu sættu opinberri ákæru að kröfu þeirra sjálfra. Dómarinn, Guðjón St. Marteins- son, bendir á að ákvóriði stjórnar- skrárinnar um jafnræði hafí verið breytt eftir að hegningarlög breytt- ust. Nú hljóðar ákvæðið svo, að all- ir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþátt- ar, litarháttar, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti. Dómarinn segir ákvæði hegning- arlaganna um opinbera málshöfðun ganga gegn stjórnarskrá, „vegna þess að allir aðrir en opinberir starfs- menn þurfa að höfða slík mál sjálf- ir, þótt ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun hafi verið beint að við- komandi undir sömu kringumstæð- um og lýst er í þessari lagagrein, þ.e. vegna starfs viðkomandi, að því undanskildu að viðkomandi er ekki opinber starfsmaður." Þá bendir dómarinn á að fjárhags- leg áhætta samfara málarekstri hvíli ekki á opinbera starfsmanninum, heldur á ríkissjóði, en einstaklingar sem tilheyri öðrum starfsstéttum beri fjárhagslega áhættu og kostnað sjálfir. Aðrar starfsstéttir en opin- berir starfsmenn geti ugglaust sýnt fram á nauðsyn þess að þær njóti sömu lagaverndar að þessu leyti. Þá megi benda á að opinber starfsmaður sem hafi komið því til leiðar með kröfu um ákæru að mál væri höfðað, geti síðar sjálfur höfðað mál vegna annarra ærumeiðandi ummæla en þeirra sem ákæran lúti að, sem e.t.v. hafi birst í sömu blaða- grein og eftir atvikum einnig krafist bóta og megi vísa í þessu sambandi til þess að Haraldur Johannessen hyggist ekki að svo stöddu hafa uppi bótakröfu í málinu. Dómurinn telur þessa mismunun eftir starfs- stétt ekki samrýmanlega jafnræðis- reglunni. Úrskurðurinn kærður Jón H. Snorrason, deildarstjóri RLR, flutti málið fyrir hönd ákæru- valdsins og sagði hann að úrskurð- urinn yrði kærður til Hæstaréttar og þess krafist að efhislegur dómur yrði lagður á málið. „Ef talið er rétt að umrætt ákvæði hegningarlaga gangi gegn stjórnarskrá, þá hlýtur hið sama að eiga við um 14. kafla hegningarlaganna. Þar er sérstak- iega kveðið á um refsingar vegna brots í opinberu starfi og tekið fram, að heimilt sé að auka við refsingu allt að helmingi hennar, á þeirri for- sendu að brotið sé alvarlegra en ella vegna þess að hinn brotlegi er opin- ber starfsmaður." Jón sagði ekki hægt að leggja auknar skyldur á opinbera starfs- menn að þessu leyti, en telja jafn- framt að aukin réttindi gangi gegn jafnræðisreglu. „Þá er ekki eðlilegt að opinberir starfsmenn reki mál af þessu tagi sjálfir. Þeir eru bundnir trúnaði í starfi og geta ekki haft sjálfdæmi um hvaða upplýsingar þeir nota til að skylmast með í meið- yrðamálum. Trúnaði yrði þá stefnt í voða." \ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.