Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ u_ FRETTIR I Alþýöuflokkurinn næst stæreti stiórnmálatloWcurinn og mælist meö 20,2 prósent fylgi Alþýðuflokkurinn með ^......fí%fffiii|g meira fylgl en Framsókn NÝJI formaðurinn f ór létt með að renna fram úr áttræða kusuflokknum á erfðagólfinu . . . Samstarfssamningur um þróun, fræðslu og leiðbeiningar til bænda, vísindamanna og áhugafólks undirritaður Starfsemi stofnananna dreift og hún efld FORSVARSMENN Bændaskólans á Hólum, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og Búnaðar- sambands Skagfírðinga hafa undir- ritað samstarfssamning um þróun, fræðslu og leiðbeiningar til bænda, vísindamanna, annarra hagsmuna- aðila og áhugafólks á sviði land- græðslu, skógræktar og landnotk- unar. Ráðinn verður einn starfsmað- ur, sem hefur aðsetur á Hólum, en Hólaskóli ber ábyrgð á daglegum rekstri samstarfsins. Svipaðir samningar hafa áður verið gerðir við Bændaskólann á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríki- sins, en nýmæli við þennan samning er að Búnaðarsamband Skagfirð- inga kemur einnig að samningnum. Guðmundur Bjarnason, landbúnað- arráðherra, sagði við undirritunina í gær að nauðsynlegt væri að dreifa og efla starfsemi stofnananna, þ.e. landgræðslunnar og skógræktarinn- ar og gera hana mikilvægari sem víðast um landið, ekki aðeins í Gunn- arsholti, á Egilsstöðum og í Reykja- vík. Kortlagning heimalanda þegar hafin í samningnum segir meðal annars að markmið samstarfsins sé að efla þróun, fræðslu og leiðbeiningar um vörslu, meðferð, ræktun og notkun lands í víðasta skilningi, auka þekk- ingu á sögulegum, menningarlegum og náttúrulegum gæðum landsins. Meðal verkefnanna verður gerð landnýtingar- og örnefnakorta, eft- irlit með beitarálagi, ráðgjöf um og umsjón með landgræðslu og skóg- rækt á Norðurlandi vestra, rann- sóknir, kennsla og kynningarstarf. Þegar liggur fyrir áætlun um kortlagningu á heimalöndum 147 jarða í Skagafirði, en vinna við hana hófst árið 1990, sem samstarfsverk- efni Landgræðslu ríkisins og Búnað- arsambands Skagfirðinga. Þeirri vinnu verður haldið áfram og gert er ráð fyrir að henni ljúki á árinu 1998. Gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist 1. janúar næstkomandi og verður samningurinn endurskoðað- ur að ári Iiðnu. Svæðisskipulag miðhálendisins Tillaga væntanlega auglýst í febrúar GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra tilkynnti á Alþingi á miðvikudag að drög að svæðis- skipulagi miðhálendis Islands lægju fyrir og að samvinnunefnd héraðs- nefnda og ríkisins um svæðisskipu- lagið muni taka afstöðu til þeirra í febrúar. Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn Vígdísar Hauksdótt- ur, varaþingmanns Framsóknar- flokksins, að kostnaður við gerð skipulagsins næmi 30 milljónum króna. Ráðherra sagði að skipulags- drögin yrðu auglýst og kynnt í sam- ræmi við ákvæði skipulagslaga frá 1964 um kynningu á svæðisskipu- lagi eftir að samvinnunefndin er búin að samþykkja skipulagsdrögin fyrir sitt leyti. Þá ber samvinnu- nefndinni að senda tillögu ásamt greinargerð til skipulagsstjórnar ríkisins. Fallist hún á tillöguna ber að senda hana til hlutaðeigandi sveitarfélaga til umsagnar. Frekari afgreiðslu tillögunnar ber á hinn bóginn að fresta að sögn ráðherra í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í skipulags- lögum frá 1993 þar til ný skipu- lagslög verða samþykkt. Hann væntir þess að frumvarp til skipu- lags- og byggingalaga nái fram að ganga á yfirstandandi þingi. Endanleg afgreiðsla tillögunnar ræðst því af ákvæðum í nýjum lög- um sem fjalla um svæðisskipulag hálendisins. Ráðherra sagði aðspurður um áform um stjórnsýslu á miðhálend- inu að starfshópi lögfræðinga hefði verið falið að skoða sérstaklega stjórnsýslumörk sveitarfélaga út frá þeirri forsendu að stjórnsýsla yrði á vegum þeirra sveitarfélaga sem þátt taka í nefndarstarfinu og eiga stjórnsýslu á hálendinu. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, kvaðst harma að margar ákvarðanir hafi verið teknar nýlega sem gengju gegn markmiðum svæðisskipulagsins og vísaði m.a. til leyfisveitingar ráðherra á fram- kvæmdum við Hágöngumiðlun. Sendir f rá sér tvær bækur Kirkjan er ekki prestar heldur söfnuðir Dt. EINAR Sigur- björnsson prófessor hefur sent frá sér tvær bækur á þessu hausti. Annars vegar bókina Ljós í heimi og hins vegar Emb- ættisgjörð. —Um hvað fjaiiar Ljós í heimi? „Þetta er fræðslurit um kristna trú og þar eru trú- aratriði túlkuð út frá trú- arjátinginunni. Bókin er skrifuð með hinn almenna lesanda í huga sem vill fræðast um grundvallarat- riði kristinnar trúar. Leit- ast er við að sýna fram á undirstöðu trúaratriðanna í ritningunni og þá reynt að láta ritninguna tala sjálfa. Sömuleiðis er sýnt hvernig trúin á sér tján- ingu í sálmum og lofgjörð- um kirkjunnar." —Hve langan tíma tók að skrifa þessa bók? „Hún hefur verið lengi í smíðum og er að hluta til unnin upp úr fyrirlestrum sem ég hef haldið fyr- ir ýmsa söfnuði og í Leikmanna- skóla þjóðkirkjunnar. Ég hóf að semja bókina fyrir alvöru þegar ég var í rannsóknarleyfi vorið 1994. Konan mín Guðrún Edda Gunnars- dóttir, prestur á Þingeyri, hefur unnið mikið með mér að þessari bók. Ég fékk lið manna til að lesa handritið yfir og var það að mestu leyti tilbúið í byrjun þessa árs. Myndaritstjórnin var í höndum Eddu Möller, framkvæmdastjóra Skálholtsútgáfunnar, og er ég mjög ánægður með hennar framlag. Edda Möller á miklar þakkir skild- ar fyrr þá vinnu sem hún lagði á sig. Mér er óhætt að segja að ég hafi fengið mikla hvatningu til að skrifa þetta verk bæði frá leikum sem lærðum." —Hvernig er uppbyggingu verksins háttað? „Uppbygging bókarinnar ræðst af trúarjátningunni sjálfri og skiptist í fjóra meginhluta. Byrjað er á inngangsorðunum sem eru „Ég trúi". Síðan er þremur grein- um trúarjátningarinnar gerð skil þ.e. sköpuninni, Jesú Kristi og heilögum anda. Hver hluti skiptist í fjölda undirkafla. I hlutanum um sköpunina er fjallað um margvís- leg efni t.d. illskuna og þjáninguna en í kaflanum um Jesú greini ég til að mynda frá helstu heimildum sem er að finna um líf hans. Aft- ast í bókinni er nákvæmt efnisyfir- lit." —Gætirðu greint frá bókinni Embættisgjörð? „Hún er sömuleiðis afrakstur margra ára vinnu, orðin til í tengslum við kennslu mína við Háskóla íslands og - stórf fyrir þjóðkirkjuna. Ég hef setið í helgisiða- nefnd þjóðkirkjunnar í fjölda mörg ár, haldið námskeið og fyrirlestra ~ fyrir presta en einnig veitt marg- víslega ráðgjöf. Bókin var hugsuð sem fræðirit en margir leikmenn hafa sjálfsagt gaman af lestri hennar. Embættisgjörð er heiti á opin- berri guðsþjónustu kirkjunnar og nær þá í víðtækri merkingu til allrar þjónustu hennar. Ég reyni að gera grein fyrir þjónustunni, einkum og sér í lagi prestþjón- ustunni en hún hvílir á sögulegum grunni þannig að mikið er um sögulegar útlistanir. Það er ekki hægt að skíra frá hvernig hlutirn- ir eigi að vera án þess að segja hvernig þeir hafi verið. Dr. Einar Sigurbjörnsson ?Dr. Einar Sigurbjörnsson er fæddur árið 1944. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- aniini í Reykjavíkárið i964, guðfræðinámi frá Háskóla í s- lands 1969 og doktorsprófi frá Lundarháskóla 1974. Einar hef- ur verið prestur á Ólafsf irði, Hálsi í Fnjóskadal og á Reyni- völlum í Kjós. Hann var skipað- ur prófessor við Háskóla íslands árið 1978. Mæður hafa miðlað trúar- arfinum I Embættisgjörð er gerð grein fyrir messunni og kirkjulegum athöfnum, hvernig þær eru upp- byggðar, um hvað þær fjalla, af hverju þær fara fram, hvernig þær eru til komnar og svo fram- vegis. Þessi bók á sér langa sögu en ég hóf skipulega samningu hennar vorið 1995 er ég var í rannsóknar- leyfi. Eiginkona mín Guðrún Edda vann líka með mér að þessu verki. Þarna er fjallað um kirkjuna sjálfa og leitast við að skíra hvað hún er út frá heimildum í heilagri ritningu og játningunum. Komið er inn á skipulag kirkjunnar og prestsþjónustu, gerð grein fyrir starfi djákna, vígslu, skrúða kirkj- unnar og loks messunni. Það er langur kafli um messuna, hvernig hún er upp byggð og hvernig á að framkvæma hana. Síðan eru hinar kirkjulegu athafnir skírn, ferming, hjónavígsla og útför í lokahluta bókarinnar. Þarna er að finna umfjöllun um konur og prestsþjónustu. Prestaskólinn og guðfræðideild Háskóla íslands verða 150 ára á næsta ári þannig að ég leyfði mér að tileinka bókina prestmenntun á íslandi. Þessi tímamót marka upp- haf háskólakennslu hér á landi. Ljós í heimi tileinka ég móður - minni Magneu Þorkels- dóttur með vísan til , þess að íslenskar mæð- ur hafa í gegnum tíðina verið þeir aðilar sem miðlað hafa trúararfin- milli kynslóða. „Enginn mér eins og þú," segir um á kenndi Matthías um móður sína og ég held að hann mæli þar fyrir hönd margra íslendinga fyrr og síðar. I sambandi við Embættisgjörð- ina þá legg ég ríka áherslu á að kirkjan er ekki prestarnir heldur söfnuðurinn. Páll hvetur Timothe- us til þess að varðveita og vitna um trú sína er hann hafði numið af móður sinni. í þeim orðum kem- ur fram að við miðlun trúararfsins reynir ekki aðeins á presta og embættismenn kirkjunnar heldur og fjölskyldurnar og þá ekki síst mæðurnar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.