Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stj órnarandstaðan telur tekjur ríkissjóðs vantaldar og áhrif vegna aukinna umsvifa vanmetin TEKJUR umfram gjöld verða 127,1 milljón króna í fjárlögum ársins 1997 sem rædd voru við þriðju umræðu í gær. I frumvarpi til fjárlaga var stefnt að eins milljarðs króna tekju- afgangi en við 2. og 3. umræðu hafa verið samþykktar breytingartillögur í fjárlaganefnd sem hækka ríkisút- gjöld um 1.700 milljónir króna. 700 milljóna króna hækkun var samþykkt við 2. umræðu og í gær var mælt fyrir breytingartillögum sem hækk- uðu útgjöld um rúman einn milljarð. Á móti er áætlað að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði um 800 milljónum króna meiri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, þegar það var lagt fram í október. Fulltrúar stjómarandstöðu í fjár- laganefnd gagnrýndu niðurstöður fjárlagagerðar harðlega við 3. um- ræðu í gær og töldu tekjur ríkissjóðs veraiega vantaldar og áhrif umsvifa vegna aukinna framkvæmda á næsta ári vanmetin. Telur minnihlutinn að a.m.k. 1,2 milljarða vanti upp á tekjuhlið framvarpsins, sem einkum megi skýra með vantöldum veltus- köttum. Árangur varinn á næsta ári Jón Kristjánsson, formaður íjár- laganefndar, sagði í framsöguræðu í 3. umræðu fagnaðarefni, að tekist hefði að afgreiða hallalaus fjárlög. Bættur hagur ríkissjóðs efldi hag- vöxt og yki samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja. Verkefni næsta árs yrði að standa vörð um þann árangur sem náðst hefði. í forsendum fjárlaga er ekki gert ráð fyrir hugsanlegum áhrifum byggingar álvers og stækkunar verk- smiðju Islenska jámblendifélagsins á þjóðarbúskapinn. Sagði Jón að tekju- Útgjöld hækkuð um einn milljarð fyrir lokaumræðu fjárlaga auki ríkissjóðs vegna þessa hafi ekki verið reiknaður inn í tekjuspá næsta árs vegna þess að of fljótt hefði ver- ið að slá því föstu að af framkvæmd- um yrði. Á hinn bóginn hafi verið gripið til aðgerða í samgöngumálum til að draga úr þenslu. Sagði hann eðlilegt væri að stærstur hluti tekju- auka vegna aukinnar einkaneyslu og framkvæmda yrði nýttur til að lækka skuldir ríkissjóðs og treysta þannig velferðarkerfið í landinu. Velferðarstefna átalin Þingmenn stjómarandstöðunnar kváðust flestir taka undir þá áherslu ríkisstjórnarinnar að afgreiða halla- laus fjárlög enda væri mjög óhag- kvæmt að safna skuldum. Sögðust þeir á hinn bóginn vera ríkisstjórn algjörlega ósammála um áherslur og forgángsröð og átöldu stefnu ríkis- stjórnarinnar í heilbrigðis-, mennta- og félagsmálum. Við lokaumræðu fjárlaga furðuðu stjórnarandstæðingar sig á að ekki væri tekið mið í forsendum fjárlaga- framvarpsins af líklegum fram- kvæmdum við nýtt álver á næsta ári. Lauslegt mat Þjóðhagsstofnunar Morgunbiaðið/Árni Sæberg ÞINGMENN sökktu sér allir sem einn niður í fjárlaga- frumvarpið í gær við lokaum- ræðu um frumvarpið. á áhrifum álversframkvæmda var kynnt á þingi í gær en niðurstaðan er, að landsframleiðslan myndi auk- ast af þessum sökum um 4,3% í stað 2,5% og fjárfestingar aukast um 25%. Stjórnarandstaðan taldi að miðað við umsvif og væntingar í efnahags- lífinu væri tekjuhlið fjárlagafrum- varpsins vantalin um a.m.k. 1,2 millj- arða króna. Gísli S. Einarsson, Al- þýðuflokki, kvaðst líta svo á, að fjár- lagafrumvarpið væri hálfklárað plagg og benti á að bæði vega- og flugáætlun væru óafgreiddar. Gísli og Kristinn H. Gunnarsson, Alþýðu- bandalagi, sögðu báðir að tekjudreif- ing í skattkerfinu væri óréttlát. Efast um aðgerðir gegn þenslu Efast var um aðgerðir, sem meiri- hluti fjárlaganefndar hefur lagt til að gripið verði við til að sporna við þenslu. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, sagði að þensla skapað- ist fremur vegna stóriðjustefnu stjórnvalda en framkvæmda sveitar- félaga. Gísli S. Einarsson sagði að niðurskurður í vegamálum ýtti frem- ur undir þenslu en vegaframkvæmd- ir. Bað hann menn að íhuga hvaða þensluáhrif milljarðatjón í umferð- inni hefðu. Stjórnarandstaðan gagnrýndi óljósa og óábyrga stefnu í heilbrigðis- málum. I henni felist að sjúkrahúsum í Reykjavík væri gert að spara meira en mögulegt væri og að vandi sjúkra- húsa á landsbyggðinni væri óskil- greindur. Heimildarákvæði misnotað Gísli S. Einarsson gagnrýndi harð- lega beitingu 6. greinar í fjárlögum, sem veitir íjármálaráðherra heimild m.a. til að gefa eftir gjöld, ráðstafa eignum, kaupa fasteignir. Gísli taldi heimildarákvæðið misnotað og tók sem dæmi, að það væri fullkomlega óeðlilegt að veita ríkinu heimild í 6. gr. til að selja fjórðungshlut í Se- mentsverksmiðju ríkisins. Sagði Gísli að jafn mikilvæg mál ættu að fá þinglega meðferð og vandaða um- fjöllun í þingnefndum. Minnti hann á að hvergi væru í lögum reglur eða takmarkanir á notkun heimildará- kvæðisins. Mest veitt til heilbrigðismála Langstærstur hluti íjárveitinga samkvæmt breytingatillögum meiri- hluta fjárlaganefndar rennur til heil- brigðismála, alls um 400 milljónir króna. Við aðra umræðu var lagt til að framlag LÍN hækkaði um 100 milljónir og þá var samþykkt að veita 150 milljónir króna til framkvæmda við Skeiðarárbrú. 75 milljónir króna verða fyrsta framlag á fjórum áram til átaks í landgræðslu og skógrækt. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðu fram margar einstakar breyt- ingartillögur, alls að upphæð 155,2 milljónir króna. Þar á meðal voru fjórar tillögur þingmanna Kvenna- listans til Kennaraháskóla íslands og framhaldsskóla til að efla kennslu og nám í ljósi niðurstöðu TIMMS- könnunarinnar um árangur skóla- barna í raungreinum og stærðfræði og ein tillaga af sama tilefni frá Svavari Gestssyni, Alþýðubandalagi. Hlutfallsleg fólksfjölgun eftir landsvæðum 1. des. 1995 til 1. des. 1996 Fjölgun Fækkun -0,6%—Hlutfall -120----Fjöldi Landsmenn tæplega 270 þúsund Forsvarsmenn átta sveitarfélaga Mótmæla frestun vegaframkvæmda Verslun mjög mikil á Lauga- veginum JON Sigurjónsson, eigandi verslunarinnar Jóns og Óskars á Laugavegi, segir að jólaversl- unin sé komin vel af stað og fullyrðingar í Morgunblaðinu í gær um að lítið sé að gera á Laugaveginum eigi því ekki við rök að styðjast. Kaupmaðurinn segir að verslun hafi víðast hvar farið seint af stað en síðustu daga hafi verslun aukist mikið. „Hér hjá okkur er mjög mikið að gera og höfum aldrei selt meira en fyrir þessi jól,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. . Jón segir að í flestum tilvik- um þurfi verslunareigendur að bæta við starfsfólki og sums staðar þyrfti að tvöfalda mann- skapinn. Ólíku saman að jafna Aðspurður viðurkennir Jón að á vissum sviðum sé meira verslað í Kringlunni en á Laugavegi. Hann segir þó enga ástæðu til að afskrifa verslun á Laugavegi þess vegna. Raun- ar vildu kaupmenn helst ekki bera sig saman við Kringluna. Aðstæður væru allt aðrar, verslanir minni og andrúms- loftið allt annað. „Hvergi annars staðar er andrúmsloftið jólalegra en á Laugaveginum," sagði Jón. „Við leitumst við að skapa per- sónulega jólastemmningu en { því skyni bjóðum við upp á skipulagða skemmtidagskrá síðustu dagana fyrir jól.“ Veg- farendur á Laugaveginum geta m.a. átt von á því að hitta jóla- sveina á Laugaveginum sem ætlað er að gleðja viðskiptavini á þessari verslunargötu. SAMKVÆMT bráðabirgðatölum í þjóðskrá voru landsmenn 269.735 talsins 1. desember síðastliðinn og hefur ibúum fjölgað um 1.929 á einu ári, eða um 0,72%. Konur eru ívið færri en karlar eða 134.551 talsins á móti 135.184 körlum. Fólksfjölgunin á einu ári er talsvert meiri en 1995, en þá varð minnsta fólksfjölgun í landinu síð- an aldamótaárið 1900, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Is- lands. Seinustu tíu ár, eða frá 1. desember 1986, hefur heildar- fjölgunin verið 25.726 manns. Jafnmörg börn og ífyrra Horfur eru á því að börn fædd árið 1996 verði nokkurn veginn jafnmörg og í fyrra eða um 4.300 talsins. Fyrir níu árum, árið 1987, fæddust um 4.200 börn og árin 1988 til 1994 fæddust um 4.500 til 4.800 börn á ári. Mannslátum fækkar hins vegar lítillega frá fyrra ári, en þá fjölgaði þeim óvenjulega mikið. Með óbreyttri aldursskiptingu landsmanna deyja fleiri, þótt dánartíðni á hverju aldursskeiði standi í stað eða lækki. Nákvæmar tölur um breytingar mannfjöldans í ár liggja ekki fyr- ir, en svo virðist sem tala aðfluttra til landsins verði um 500 lægri en tala brottfluttra, en tala fæddra um 2.400 hærri en tala þeirra sem létust. Að líkindum verður endan- leg tala látinna um 1.900. Um 3.800 manns flytjast til landsins en frá landinu um 4.300 manns og eru brottfluttir álíka margir og árið 1995, en þá höfðu þeir ekki áður verið fleiri á einu ári. Aðfluttir eru hins vegar um 900 fleiri en þá og hafa ekki verið fleiri á einu ári nema árin 1988 og 1991. Fleiri útlendingar til landsins Á árunum 1989 og 1990 flutt- ust fleiri frá landinu en til þess, alls um 1.800 manns. Árið 1991 fluttust 1.000 fleiri til landsins en frá því, en árin 1992 til 1995 voru brottfluttir um 2.600 talsins um- fram aðflutta. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun forsvars- manna sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu varðandi þjóðvegafram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Undir hana rita: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykja- vík, Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri I Garðabæ, Ingvar Viktors- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Jó- hann Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Gunnar Valur Gísla- son, sveitarstjóri í Bessastaða- hreppi og Jónas Vigfússon, sveitar- stjóri í Kjalarneshreppi. „Að undanförnu hafa sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu marg- sinnis vakið athygli á því hversu mikilvægar framkvæmdir við sam- göngukerfi svæðisins eru og ekki síður að í þeim verkum sé samfella og sem jafnast framkvæmdastig. Því er harðlega mótmælt þeirri frestun sem nú er á döfinni. A síð- ustu árum hafa fjárveitingar til þjóðvega á þessu svæði verið ónóg- ar þannig að sveitarfélögin hafa séð sig knúin til að lána ríkissjóði vegna nauðsynlegra framkvæmda. Af þessum sökum á að greiða Kópavogskaupstað 122 m.kr. á næsta ári vegna mannvirkja í Fífu- hvammi. Reykjavíkurborg 87 m.kr. vegna Suðurlandsvegar og Bæjar- háls svo og 193 m.kr. vegna fram- kvæmda á síðasta áratug. Þar sem skuldagreiðslur ganga fyrir, þýðir frestun á fjárveitingum, að nánast engar framkvæmdir verða á þessu svæði á næsta ári. Þetta mun hafa þær afleiðingar að framkvæmdir frestast m.a. við Vesturlandsveg í Mosfellsbæ, við Reykjanesbraut og við Vesturlandsveg í Reykjavík. Allt eru þetta mjög nauðsynlegar fram- kvæmdir sem bæði eru arðsamar út frá þjóðhagslegu sjónarhorni, nauðsynlegar af skipulagsástæðum og munu draga úr slysatíðni í um- ferðinni. Ríkisstjórnin hefur sett sér mark- mið í umferðaröryggismálum og því er beint til sveitarstjórna að gera framkvæmdaáætlun til að fækka slysum. Um tveir þriðju slysa og óhappa á höfuðborgarsvæðinu verða á þjóðvegakerfínu. Varasamt er að meta þau áhrif sem slys hafa á líf og hamingju manna einvörðungu í tölum, en ef tekið er mið af kostnað- artölum í nýlegri skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands má áætla að heildarkostnaður vegna slysa og óhappa á höfuðborgarsvæðinu sé árlega á annan tug milljarða. Þær framkvæmdir sem allar sveitar- stjórnir á höfuðborgarsvæðinu hafa nú nýverið lagt til að komi til fram- kvæmda á næstu 4 árum eru taldar spara 2,8 milljarða að núvirði í slysa- og óhappakostnað þegar litið er til næstu 25 ára eða u.þ.b. 250 m.kr. á ári. Á síðustu mánuðum hafa tilboð í gatnagerð og jarðvinnufram- kvæmdir hjá sveitarfélögum eins og undanfarin misseri verið mjög lág og gætir engra þensluáhrifa í þeim. Þau verk sem boðin hafa verið út að undanfömu verða að verulegu leyti framkvæmd á næsta ári. Stærsta framkvæmdin, breikkun Vesturlandsvegar og brú yfír Sæ- braut, er nú tilbúin til útboðs og hefði átt að vinnast fyrstu 9 mán- uði ársins. Á þeim tíma er mjög ólíklegt að framkvæmdir vegna nýrra stórverkefna verði komnar á framkvæmdastig. Forsvarsmenn sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu skora því á rík- isstjórnina að halda áfram fram- kvæmdum við þjóðvegi á höfuðborg- arsvæðinu og hlutast jafnframt til um að samþykkt verði á þessu þingi vegaáætlun til fjögurra ára sem verði í takt við raunverulega þörf og með sem jöfnustu framkvæmdastigi. Við þá áætlun verði síðan staðið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.