Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 11 Lauslegt mat á afkomu ríkissjóðs kynnt á Alþingi Halli fjárlaga 1996 helm- ingi minni en áætlað var SAMKVÆMT lauslegu mati fjár- lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis verður halli á ríkissjóði samkvæmt fjárlögum þessa árs helmingi minni en áætlað var þegar lögin voru af- greidd fyrir ári. Stefnir í að hallinn verði 2 milljarðar króna í stað fjög- urra. Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, sem kynnti niðurstöð- urnar á Alþingi við þriðju umræðu um frumvarp um fjáraukalög, sagði að bættan hag mætti einkum skýra með auknum tekjum ríkissjóðs. Fjáraukalögin voru samþykkt sam- hljóða með atkvæðum stjórnarliða. Jón sagði að í frumvarpi til fjáraukalaga 1996‘hefði verið gert ráð fyrir því að hallinn yrði 3 millj- arðar kr. miðað við íjárheimildir frumvarpsins. Á sama tíma hefði verið gert ráð fyrir að raunveruleg útkoma yrði 2,7 milljarðar kr. ef dregnar væru frá 300 milljónir króna fjárheimildir sem búist væri við að féllu niður um áramót. Eftir breytingar við aðra og þriðju um- ræðu fjáraukalaga megi á hinn bóginn ætla að hallinn stefni í að verða 2 milljarðar króna. Jón tók fram að ef tekið væri mið af innlausn ríkisskuldabréfa væri halli ríkissjóðs 12,3 milljarðar króna. Fram hefur komið að inn- lausn skuldabréfanna hefur ekki verið metin með í forsendum við fjárlagagerð. Fullyrti Jón að inn- lausn ríkisskuldabréfanna væri hagstæð fyrir ríkissjóð þegar til lengri tíma væri litið í því skyni að lækka vaxtakostnað ríkisins. Gísli S. Einarsson, Alþýðuflokki, gagnrýndi harkalega vinnubrögð stjórnvalda við fjárlagagerð sem endurspegluðust í verulega van- áætluðum tekjum og gjöldum ríkis- sjóðs. Kvaðst hann virða varfærni en farsælla væri að reka ríkissjóð af raunsæi. Kvaðst hann t.a.m. hafa áhyggjur af vaxtakostnaði sem sífelldur hallarekstur stóru sjúkrastofnananna í Reykjavík veldur. Æskilegra væri að marka sjúkrahúsunum raunsæ framlög á fjárlögum og greiða uppsafnaðar skuldir. 20 millj. til að nýta upp- lýsingatækni BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra hefur lagt fram frumvarp til laga um að ríkissjóður veiti tuttugu milljónir króna á næstu fimm árum til starfsemi almenningsbókasafna. I fréttatilkynningu segir að mark- miðið sé að styrkja þjónustu byggða á nútíma upplýsingatækni. Sam- kvæmt frumvarpinu má veija fénu til kaupa á tölvubúnaði sem stuðlar að tengingu bókasafnanna við staf- rænt upplýsinganet, til námskeiða- halds fyrir bókaverð, til útgáfu fræðsluefnis fyrir almenning um hvernig hægt sé að hagnýta sér nú- tíma upplýsingatækni og annarra verkefna sem stuðla að sama marki. Prests- o g djáknavígsla í Dómkirkjunni BISKUP íslands, herra Ólafur Skúla- son, vígir sunnudaginn 22. desember írisi Kristjánsdóttur, sem ráðin hefur verið aðstoðarprestur í Hjallapresta- kalli í Reykjavíkurprófastdæmi eystra, og Nönnu Guðrúnu Zoéga, sem ráðin hefur verið til djáknaþjón- ustu í Garðaprestakalli í Kjalarnes- prófastsdæmi. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og hefst kl. 10.30. Vígsluvottar verða sr. Bragi Friðriks- son prófastur og lýsir hann vígslu, sr. Kristján Einar Þorvarðarson sóknarprestur og Unnur Halldórs- dóttir djákni. Altarisþjónustu annast sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson ásamt biskupi, organisti er Marteinn H. Friðriksson og Dómkórinn syngur. Skorað á stjómvöld aðtakaa fíkniefna- vandanum FULLTRÚAR foreldra afhentu Davíð Oddssyni forsætisráð- herra undirskriftarlista sl. fimmtudag með áskorun til stjórnvalda um að taka á fíkni- efnavandanum með aukinni fjárveitingu til tollgæslu og lög- gæslu. Frá 28. október til loka nóv- ember söfnuðu foreldrafélög 15 grunnskóla í Reykjavík og Kópavogi undirskriftum for- eldra auk þess sem undirskrift- arlistar lágu frammi á um 50 bensínstöðvum og verslunum í Reykjavík og nágrannasveitar- félögum. Þá var undirskriftum safnað á Höfn í Hornafirði. I áskorun foreldranna kemur meðal annars fram að á sama tíma og höfð eru uppi fögur orð um að berjast þurfi gegn fíkniefnasölu og neyslu fíkni- efna hjá börnum og unglingum á Islandi, eru jafnframt uppi áform þjá stjórnvöldum um að skera niður fjárveitingar til löggæslu og tollgæslu. Foreldr- ar skora á sljórnvöld að tryggja nægilegt fjármagn til tollgæslu og löggæslu til að hægt sé á raunhæfan hátt að veijast þeim vágesti sem fíkniefnin eru. Morgunblaðið/Golli ARNHILDUR Á. Kolbeins, Hannes Kolbeins, Þórarinn K. Ólafs- son og Guðrún B. Kolbeins afhentu forsætisráðherra undirskrift- arlistana. * Islenskt efni í ís- lensku sjónvarpi ÍSLENSKIR tónlistarmenn sem syngja á ensku mega síð- ur eiga von á því að tónlistar- myndbönd þeirra verði sýnd i Sjónvarpinu. Rúnar Gunnars- son, sem gegnir starfi fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins, segir myndböndin ekki auglýs- ingar fyrir einn né neinn, þau séu dagskrárefni sem notað sé til uppfyllingar og að í ís- lensku sjónvarpi eigi efnið að vera á íslensku. Aðspurður hvort þarna sé um að ræða einhverja breyt- ingu á dagskrárstefnu Sjón- varpsins segir Rúnar að þessi stefna hafi alla tíð verið í heiðri höfð þar á bæ. „Hinsvegar eru óvenju margir tónlistarmenn sem gefa út diska og mynd- bönd á ensku fyrir þessi jól og þá er dálítil ásókn hjá þessu fólki að koma þeim i umferð. En við höfum bara ekki áhuga á því - eðlilega. Við þurfum ekkert að fylgja þessari bylgju og munum ekki gera það.“ Hann telur þó of mikið sagt að bannað hafi verið að sýna tónlistarmyndbönd á ensku en það sé frekar orðin undantekn- ing. Rúnar segir það liggja í augum uppi að í íslensku sjón- varpi eigi að syngja og tala á íslensku. „Tónlistarmyndbönd eru aðallega notuð sem upp- fyllingarefni milli dagskrárliða og þá er fyrst og fremst grip- ið til myndbanda þar sem flytj- endur syngja á íslensku.“ Tugmilljóna tekjur ríkis af slökkvibúnaði TEKJUR ríkisins af innflutningi á björgunar- og slökkvibúnaði námu samtals rúmum 57 milljónum króna á árunum 1993-1995. Þá voru tekj- ur af aðflutningsgjöldum á slökkvi- bifreiðar samtals rúmar 15 milljón- ir króna á sama tímabili. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Hjálmars Árnasonar, Fram- sóknarflokki. Þar segir að nær ein- göngu sé um að ræða virðisauka- skatt og hafi tekjur af aðflutnings- gjöldum á björgunar og slökkvibún- aði numið 19,3 milljónum árið 1995, 23,3 milljónum árið 1994 og 14,7 milljónum árið 1993. Þá voru aðflutningsgjöld á slökkvibifreiðar 8,3 milljónir árið 1995, 462 þúsund árið 1994 og 6,5 milljónir árið 1993. Jafnframt hafa verið innheimt bifreiðagjöld af slökkvibifreiðum og eru þau áætluð um 2,7 milljónir króna árlega. Heimilt er að endurgreiða aðflutn- ingsgjöld af björgunarbifreiðum í eigu björgunarsveita og fella niður bifreiðagjöld af þeim. I svari íjár- málaráðherra kemur fram að árið 1995 voru endurgreidd aðflutnings- gjöld alls 39,5 millj. og jafnframt voru endurgreidd bifreiðagjöld á björgunarbifreiðar, samtals tæpar 4 millj. Fjárhæð endurgreiðslunnar nam 33 milij. árið 1993 og 19,7 millj. 1994 en ekki liggur fyrir hve rnikið var þá fellt niður af bifreiða- gjöldum. Á þessu ári nema niður- felld bifreiðagjöld alls um 4,4 millj. Cindy Crawford vcit, hvcmig hún sameinar glæsileika og imynd med stil ffá hcimsins stærstu hönnudum. Hversdags og vid hátídlcg tækifæri vclur hún Omcga. “Trust your judgement, trust Omega” - Cindy Crawford meba KRINGLUNNI S 553-1199 NEW CcrnóhzÁlnhjcrn 18k Gull og/eda stál. Hert saíirgler.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.