Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Deilt um sölu lóðar við Vegamótastíg’ BORGARSTJÓRN hefur samþykkt tillögu borgarráðs um að selja fyrir 8 milljónir eign borgarinnar við Vegamótastíg þar sem hreinsunar- deild borgarinnar hefur aðstöðu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu til í borgarráði að eignin yrði auglýst og seld hæstbjóð- anda en sú tillaga var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Töldu borgarráðsfulltrúar Reykjavík- urlistans eðlilegt að kaupandinn, sem sýnt hefur frumkvæði að nýtingu lóðarinnar, fengi að njóta þess. Kaupendur eru Róbert G. Róbertsson og Frank M. Sands. I kaupsamningi er gert ráð fyrir að kaupverð greiðist með tveggja millj- óna króna útborgun og sex milljóna króna skuldabréfí til sjö ára með 6% vöxtum. Eignin verður afhent 15. mars næstkomandi. í samningnum segir að gert sé ráð fyrir að verið sé að selja lóð og þær byggingar, sem þar eru. Fram kemur að verði síðar leyfð- ar viðbyggingar eða aðrar byggingar á lóðinni, skal greiða auk gatnagerð- argjalds kr. 7.500 fyrir hvem fer- metra sem bætist við núverandi byggingar. Tekið er fram að sala lóðarinnar byggist á rammaskipulagi Reykjavíkur á reit sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti, Skólavörðustíg og Vegamótastíg. Innigarður og veitingasala í tillögu að rammaskipulagi bygg- ingarreitsins segir að á lóð borgar- innar við Vegamótastíg sé gert ráð fyrir að hluti húsanna standi áfram ef þau eru í því ástandi að gera megi þau upp, en byggingarnar sem standa við fangelsisvegg verði fjar- lægðar og í stað þeirra byggð hús sem tengjast þeim sem fyrir eru, en liggja ekki að fangelsisvegg. Lagt er til að suðurhorn lóðarinnar verði tekið frá fyrir borgina til þess að opna megi inn í garð Hegningar- hússins, þegar hlutverk þess breyt- ist. Þá verði innigarður fegraður og látinn tengjast Vegamótastíg og út á Laugaveg en margvísleg starf- semi, verslanir, veitingarekstur, þjónusta og markaður geti fengið þar inni. / Fleiri höfðu áhuga í bókun borgarráðsfulltrúa sjálf- stæðismanna í borgarráði kemur fram að tillagan um að selja hæst- Stórfróðleg bók UM 3 AKUREYRINGA, LÍFSHLAUP ÞEIRRA, ÆVINTÝRI OG SORGIR Hér segir af hinum nafntogaða skipstjóra og útgerðarmanni Vilhelm Þorsteinssyni, togaralífinu, frækilegu björgunarafreki og baráttunni fyrir lífi ÚA. Þjóðsaganapersónan Ingimar Eydal gengur fram á sviðið, Sjallaárin lifha við, kennaraárin tiunduð og vonbrigðum stjómmálamanns er lýst. Gunnar Ragnars er þriðji maðurinn. Hann talar af fullri hreinskilni um líf forstjórans, Slippstöðvarárin, ÚA og Mecklenburger, vinnuþrældóm og veikindi. „...Það þarf mikinn kjark til þess að tala af svo mikilli hreinskilni sent Gunnar Ragnars gerir í þessari bók. Með því stuðlar hann að því á afar virðingarverðan hátt, að sjúkdómar og þjáningar, sem lengi hefur verið farið með sem feimnismál, njóta meiri skilnings en hingað til. Þeir sem hafa tilhneigingu til að leyna sjúkdómi sínum eða aðstandenda sinna af ótta við fordæmingu eða skilningsleysi umhverfis sín, öðlast aukið sjálfstraust við það, að sjá einstakling, sem gegnt hefur mikilvægum trúnaðarstörfúm í atvinnulífi og stjórnmálum, tala með þeim hætti, sem Gunnar Ragnars gerir.“ Vikverji, Morgunblaðinu 19. nóv. 1996. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Lóð sú við Vegamótastíg sem Reykja- víkurborg hefur selt Götumynd, horft frá Vegamótastíg *o Hegningarhúsið Fyrirhugaðar byggingar Laugarvegsapótek 3 O) CD IStriíi'sIliiiig □ □ o □ n □ d □ □ D □ □ □ D „ „ „ ———*—i—uuLQilzi_QTLD2I vegamota s-tígur bjóðanda lóðina sé tilkomin þar sem vitað sé að fleiri aðilar hafi sýnt áhuga á að kaupa eignina. Fyrri frestun á afgreiðslu í borgarráði hafi að þeirra mati merkt að verið væri að kanna málið frekar og jafnframt að ef fleiri aðilar sýndu áhuga bæri að auglýsa lóðina til sölu. Fellur að skipulagi í bókun borgarráðsfulltrúa Reykja- vikurlistans segir að uppbygging í miðborg Reykjavíkur hafí orðið mun hægari en vænst hafí verið til frá árinu 1987. Nú hafí aðilar sýnt áhuga á að kaupa lóð og húsnæði við Vega- mótastíg í eigu borgarinnar sem nýst hafí hreinsunardeildinni. Ætlunin sé að setja þar upp þjón- ustu og starfsemi, sem falli vel að þeim markmiðum að efla miðborgina og sé að auki í samræmi við ramma- skipulag Borgarskipulagsins að reitnum. Þar með verði lokuðum og óaðlaðandi reit breytt í opið svæði með starfsemi sem líkleg sé til að efia og styrkja miðborgina. „Teljum við því eðlilegt að láta þá sem sýnt hafa frumkvæði í málinu njóta þess og ekki ástæða til að auglýsa lóðina og selja hæstbjóðanda án tillits til æskilegrar nýtingar. Vonandi verður fegrun og opnun á þessum reit öðrum til hvatningar, þannig að fleiri reitir í miðborginni verði teknir fyrir á sambæriiegan hátt.“ Guðsþjónustur um jól AKUREYRARKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta á dvalarheimilinu Hlíð, aðfangadag kl. 15.30. Börn úr Kór Barnaskóla Akureyrar syngja. Stjórnandi og organisti Birgir Helgason, Aftansöngur í Akureyrarkirkju kl. 18 á aðfanga- dag. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið frá kl. 17.30. Félag- ar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Michael Jón Clarke syngur ein- söng. Sr. Svavar A. Jónsson. Mið- næturguðsþjónusta kl. 23.30. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng. Sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Arna Ýrr Sigurðardóttir, guðfræðingur, prédikar. Hátíðar- guðsþjónusta á FSA kl. 10 á jóla- dag. Arna Ýrr Sigurðardóttir, guð- fræðingur prédikar. Hátíðarguðs- þjónusta í Akureyrarkirkju kl. 14, Kór Akureyrarkirkju syngur. Hátíð- arguðsþjónusta á Seli kl. 17. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 14 annan dag jóla. Barna- og unglingakór Akur- eyrarkirkju syngur. Hátíðarguðs- þjónusta í Minjasafnskirkjunni kl. 17. sama dag. Félagar úr Kór Akur- eyrarkirkju syngja. GLERÁRKIRKJA: Aftansöngur kl. 18. aðfangadag. Lúðrasveit Akureyrar leikur í anddyri kirkjunn- ar frá kl. 17.30. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14 á jóladag. Stefán Arnar- son leikur einleik á selló. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14 annan dag jóla. Barnakór Glerárkirkju syngur. Strengjasveit nemenda úr Tónlistarskólanum á Akureyri leik- ur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hátíðar- samkoma á jóladag kl. 17. Jóla- fagnaður fyrir eldri borgara í þjón- ustumiðstöðinni Víðilundi 24 föstudaginn 27. desember kl. 14. Jólafagnaður unglingaklúbbsins sunnudaginn 29. desember kl. 20. Jólafagnaður fyrir sunnudagaskól- ann og krakkaklúbbinn kl. 14 mánudaginn 30. desember kl. 14. Jólafagnaður fyrir 11 plús og mínus kl. 17. sama dag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Að- fangadagur, Hátíðarsamkoma kl. 16.30 til 17.30. Kór Hvítasunnu- kirkjunnar syngur. Anna Júlíana Þórólfsdóttir og Erna Varðardóttir syngja einsöng. Vörður L. Trausta- son flytur jólahugvekju. Hátíðar- samkoma kl. 14 á jóladag. Lof- gjörðarhópur Hvítasunnukirkjunn- ar syngur. Ræðumaður Rúnar Guðnason. Unglingasamkoma föstudaginn 27. desember kl. 20.30. Vitnisburðarsamkoma og brauðsbrotning, sunnudaginn 29. desember kl. 14. Deildarstjóri atvinnudeildar Rögnvaldur ráðinn RÖGNVALDUR Símonarson iðju- þjálfi, forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs á Akureyri hefur verið ráð- inn deildarstjóri atvinnudeildar fé- lags- og fræðslusviðs Akureyrar- bæjar. Bæjarstjórn staðfesti ráðn- ingu hans á fundi í vikunni, en fé- lagsmálaráð hafði mælt með Rögn- valdi í starfið. Alls sóttu sex manns um þetta starf. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26: Messa kl. 18. á Þor- láksmessu. Jólamessa kl. 24 að- fangadagskvöld. Jóladagsmessa á jóladag kl. 11. Messa annan dag jóla kl. 11. K.F.U.M. og K.: Samkoma kl. 20.30 á jóladag. Ræðumaður Bjarni R. Sigurvinsson. Allir vel- komnir. MIÐGARÐAKIRKJA, Grímsey; Hátíðarguðsþjónusta föstudaginn 27. desember kl. 14. Sr. Birgir Snæbjörnsson. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Aftan- söngurá aðfangadag kl. 18. Hátíð- armessa í Ólafsfjarðarkirkju kl. 14 á jóladag. Hátíðarmessa á Dvalar- heimilinu Hornbrekku kl. 15.30 sama dag. -----» --------- Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. á morgun, sunnudaginn 22. desember. Beðið fyrir þeim sem kvíða jólum. Kaffi soþi og umræður í safnaðarheimili eftir messu. Umræðuefni: Kvíðvænleg jól. GLERARKIRKJA: Utvarpsguðs- þjónusta kl. 11 á morgun. Börnin far í safnaðarsal undir síðasta sálmi fyrir prédikun og eiga þar sína sam- veru. Jólafundur æskulýðsfélagsins kl. 17 sama dag. Fyrsta barnasam- veran á nýju ári verður sunnudag- inn 19. janúar kl. 11. HVITASUNNUKIRKJAN: Syngj- um jólin inn. Söngsamkoma á morgun, sunnudag þar sem ýmsir söngkraftar úr kirkjunni koma fram. Elín Svava flytur jólahugleiðingu. Jólaleikur áRáð- hústorgi DREGIÐ verður í jólaleik Kaup- mannafélags Akureyrar og blaðsins „Ferð til fjár“ á Ráðhú- storgi kl. 16. á morgun, sunnu- dag. Þeir sem ætla að vera með í leiknum þurfa að koma á Ráð- hústorg fyrir kl. 16 og skila þangað tölublöðum blaðsins. Þeim verður raðað kringum jólatréð og mun Jakob Björns- son bæjarstjóri draga út nöfn þeirra heppnu, en verðlaun eru vöruúttektir í verslunum á Ak- ureyri að upphæð 600 þúsund krónur. Þegar dregið hefur ver- ið verður blöðunum ekið til end- urvinnslu hjá Endurvinnslunni. Jólasveinar koma í heimsókn, syngja og skemmta, gefa börn- unum góðgæti frá sælgætis- gerðinni Skugga, Kexsmiðjunni og Frissa fríska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.