Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 16
Tí 16 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sjötíu manns án vinnu á Þingeyri og athvarf hefur verið opnað fyrir atvinnulaust fólk Fólk uggandi umsinnhag Skipaður hefur veríð fímm manna undir- búningshópur sem hefur það aðalmarkmið að fínna félagsleg úrræði til handa atvinnu- lausum á Þingeyri. Guðrún Edda Gunnars- dóttir, sóknarprestur, á sæti í nefndinni og segir hún í samtali við Sigurjón Sig- urðsson, fréttaritara á fsafírði, að fólk sé ________uggandi um sinn hag. *.- ..¦• -*. - - FRÁ Þingeyrarhöfn. ATHVARF fyrir atvinnulausa Þingeyringa var opnað í húsnæði kvenfélagsins á staðnum á mið- vikudag. Athvarfið var sett á lagg- irnar í kjölfar skipunar fimm manna undirbúningshóps, sem hefur það aðalmarkmið að finna félagsleg úrræði fyrir atvinnu- lausa Þingeyringa. Sjötíu manns á staðnum eru nú án atvinnu og hafa margir þeirra verið atvinnulausir frá því frysti- húsi staðarins var lokað í ágúst síðastliðnum. Svarar fjöldi at- vinnulausra á Þingeyri til um þriðj- ungs atvinnubærra manna á staðnum. Sr. Guðrún Edda Gunn- arsdóttir, sóknarprestur á Þing- eyri, er einn fimmmenninganna í undirbúningshópnum. „Félagsmálastjóri ísafjarðar- bæjar, Jón Tynes, hélt hér fund á þriðjudag í síðustu viku, þar sem hann skýrði bæjarbúum frá rétti þeirra í atvinnuleysi. Á fundinum tilkynnti félagsmálastjóri að bæjarfélagið væri tilbúið að koma á fót aðstöðu þar sem atvinnulaus- ir gætu kömið saman og rætt hin ýmsu vandamál sín og sú aðstaða var opnuð á miðvikudag í húsnæði kvenfélagsins. Skipaður var fimm manna undirbúningshópur og er aðalverk- efni hans að aðstoða atvinnulausa á staðnum, sem og að koma á fót hinum ýmsu námskeiðum til handa fólkinu, s.s. námskeiði í tölvu- vinnslu, ákveðni, fiskvinnslu og heimilisbókhaldi svo fá dæmi séu tekin," sagði Guðrún Edda. Erfitt ástand Við opnun athvarfsins voru mættir auk undirbúningsnefndar- ÞESSAR vinnusvuntur hafa hangið óhreyfðar í hraðfrysti- húsinu frá því í haust. innar og nokkurra íbúa á Þing- eyri, Jón Tynes, félagsmálastjóri ísafjarðarbæjar, Elsa Guðmunds- dóttir, atvinnumálafulltrúi Fjórð- ungssambands Vestfirðinga og Halldór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins. Kynntu þau hin ýmsu námskeið sem til stendur að setja á laggirn- ar eftir áramót. „Ég hef ekki talað við alla, en þeim, sem ég heyri í og þá skiptir ekki máli hvort þeir eru atvinnu- lausir eða ekki, finnst ástandið mjög erfitt og þessu fólki líður ekki vel. Ég held að allir voni að eitthvað róttækt verði að gert í atvinnumálum staðarins, en við sjáum ekki í dag með hvaða hætti það mun verða. Við vitum að það Morgunblaðið/Halidór Sveinbjörnsson ATHVARF fyrir atvinnulausa á Þingeyri er í kvenfélagshúsinu á staðnum. er verið að vinna að lausn þessara mála en því er ekki að leyna að fólk er uggandi, bæði um hag sinn hér á staðnum sem og hvernig það eigi að komast í burtu, ef allt færi á versta veg," sagði Guðrún Edda Gunnarsdóttir í samtali við blaðið. Auglýst eftir þingmönnum Áhugamenn um atvinnumál á Þingeyri, sem reyndar er ekki sama fólkið og stendur að undir- búningshópnum, hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem auglýst er eftir öllum þingmönnum kjör- dæmisins og bæjarstjórn ísafjarð- arbæjar, til að mæta til fundar um atvinnumál staðarins, sem áætlað er að halda í félagsheimil- inu á Þingeyri, þann 7. janúar nk. í frétt frá áhugafólkinu segir að síðasti jólasveinninn fari á þrettándanum og að eftir þann tíma vilji Þingeyringar sjá, „að þessir eftirlýstu þingmenn og bæj- arstjórn mæti og láti verkin tala í sambandi við atvinnumál staðar- ins". Höfum engar patentlausnir Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins munu allmargar fjölskyldur á Þingeyri eiga í fjárhagsvandræð- um vegna þessa ástands og er því ljóst að margar fjölskyldur muni eiga í erfiðleikum með að halda upp á hátíð ljóss og friðar, sem gengur í garð innan fárra daga. „Atvinnumálin á Þingeyri hafa verið rædd í bæjarstjórn og bæjar- ráði en það hafa eklri verið gerðar neinar samþykktir um þessi mál. Bæjarfélagið er að vinna í atvinnu- leysismálum á Þingeyri þ.e.a.s. að veiti þjónustu við atvinnulaust fólk en bæjarstjórn hefur engar patent- lausnir til lausnar á atvinnumálum Þingeyrar. Það getur vel verið að menn gangi með þær hugmyndir, en ég held að það sé miklu heilla- vænlegra að hugmyndir að nýjum atvinnutækifærum komi frá fólk- inu sjálfu og mér vitanlega hefur ekkert staðið á bæjarstjórn að taka slíkt til umræðu," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri ísafjarð- arbæjar, í samtaíi við blaðið. Kristján Þór sagðist hafa heyrt af fréttatilkynningu frá áhuga- mannahópi um atvinnumál á Þing- eyri, þar sem auglýst er eftir bæjarstjórn og þingmönnum kjör- dæmisins, til fundar við heima- menn í byrjun nýs árs. „Þetta mál hefur ekki verið tek- ið fyrir í bæjarstjórn. Mér finnst fréttatilkynningin mjög einkenni- leg því ég veit ekki til þess að það hafi verið gerð nein tilraun til að ná í bæjarfulltrúa og þar af leið- andi þurfi ekki að vera að auglýsa eftir þeim sérstaklega. Það er smekksatriði hvernig fólk nálgast sín vandamál og ég tel þessa fréttatilkynningu ekki vera réttu leiðina. Eg get engu svarað til um hvort bæjarstjórn muni funda með heimamönnum eftir áramót, það er hennar að taka ákvörðun þar að lútandi. Þessi staða er vissulega erfið, og ég hef ekki þær lausnir í augsýn sem leysa vanda Þingeyr- inga einn, tveir og þrír," sagði Kristján Þór. Umboðsmenn: ^|-18°C{^ Omín. -•-"-¦-"¦¦•¦¦•¦••••¦•¦¦•¦¦¦(¦¦¦¦¦¦¦¦^ Fljóflegr úr frystínum......og á aSeins *7 mínútum, safarík og mjúk með stökkum botni rfA^ BRÆÐURNIR Örbylgjuofninn Qzu QRMSSQNí ...hreintfrábærnýjung! ^S0^' Lógmúla 8 • Sími 533 2 800 stöíckwnt botnt • miSað viS 300g Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjðnustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesl. Blómsturvellir, Hellissandl. Guðni E. Hallgrimsson, Grundarfirði.Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal. Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvlk.Straumur.lsafirði. Norðurland: Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavlk. Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki.KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvik. KEA Siglufirði. KEA, Ólafsfirði. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Lónið, Þórshðfn. Austuiiand: Sveinn Guðmundsson.Egilsstððum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK Hðfn. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshðfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reyk|anes: Stapafell, Keflavfk. Ljósboginn, Keflavík. Rafborg,Grindavlk. «_«, _____
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.