Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hæstiréttur úrskurðar vegna álagningar jöfnunargjalds á innfluttar kartöflur Samrýmist ekki kvöðum um grunn skatthehntu HÆSTIRETTUR hefur úrskurðað að þrotabú fyrirtækisins S. Óskars- son & Co. hf. þurfi ekki að hlíta úrskurði ríkistollanefndar vegna endurákvörðunar á aðflutningsgjöld- um á 144 vörusendingum af frönsk- um kartöflum sem tollafgreiddar voru á árabilinu 1988 til 1992. Inn- flutningurinn var háður álagningu sérstaks jöfnunargjalds samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðherra og telur rétturinn að álagning gjaldsins samrýmist ekki kvöðum um mál- efnalegan grundvöll skattheimtu og stjórnsýslu. Málið varðar innflutning á for- steiktum kartöflum frá Hollandi sem tollafgreiddar voru frá 17. febrúar 1988 til 27. febrúar 1992. Innflutn- ingurinn var háður álagningu sérs- taks jöfnunargjalds samkvæmt lög- um um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Innflutningurinn var einnig háður álagningu verðtolls sem var 30% í upphafí en lækkaði í þrepum uns hann féll niður í árbyrj- un 1992. Ríkistollstjóri tók innflutning á frönskum kartöflum til sérstakrar rannsóknar síðla árs 1991 vegna grunns um að uppgefið innfiutnings- verð væri lægra en raunverulegt viðskiptaverð. Leiddi rannsóknin í ljós að veruleg brögð voru að því að influtningsverð væri óeðlilega lágt af hálfu innflytjenda í því skyni að ná fram lægri innflutningsgjöld- um. í kjölfarið var leiðrétt innflutn- ingsverð á 186 vörusendingum af frönskum kartöflum og voru van- greidd aðflutningsgjöld talin nema rúmum 34 milljónum króna. Sá úr- skurður var kærður til ríkistolla- nefndar sem taldi endurákvörðun gjalda af innflutningi fyrir 1. nóvem- ber 1989 fyrnda. Hins vegar var staðfest álagning vegna 144 vöru- sendinga og voru vangreidd gjöld vegna þeirra rúmar 19,3 milljónir króna. Ekki óheft heimild í dómi Hæstaréttar segir að heimild landbúnaðarráðherra til þess að leggja á jöfnunargjaldið teljist skattur í skilningi stjórnar- skrárinnar og sé heimildin bundin við skilgreindan tilgang laganna, það er að jafna aðstöðumun inn- lendra framleiðenda gagnvart nið- urgreiddum innflutningi. Einnig fel- ist mikilvæg takmörkun í þeim skýringum sem fram komi í athuga- semdum við f rumvarpið og í umræð- um sem fiam fóru á Alþingi áður en það varð að lögum. Þannig hafi svigrúm ráðherra til þess að leggja á gjaldið innan lögfestra marka ekki verið óheft. Nokkrar reglugerðir voru settar um álagningu jöfnunargjaldsins. Var það á tímabili 40% á kartöflur og vörur unnar úr þeim. Með reglugerð sem sett var 26. febrúar 1988 var gjaldið hækkað af níu vöruflokkum í 50%, af tveimur vöruflokkum í 100%, og af tollflokki sem tók til hinnar umdeildu vöru hækkaði gjald- ið í 190%, en áður hafði það gerst að fjármálaráðuneytið hafðði til- kynnt að frosnar, franskar kartöflur flokkuðust sem iðnaðarvara og þyrfti því ekki að leita eftir leyfi landbúnaðarráðuneytisins til inn- flutningsins. Jöfnunargjaldið á þess- um vöruflokki lækkaði síðan árið eftir í 120% og hélst þannig út það tímabil sem umdeilt er. Hæstiréttur segir að við það verði að miða að við lögleiðingu heimild- arinnar til að leggja á gjaldið hafí það verið mat löggjafans að raunhæf þörf væri á gjaldinu í þeim tilgangi að jafna aðstöðumun innlendra framleiðenda. Ekki hafí verið gerðar athugasemdir við álagningu gjalds- ins á árunum 1986 og 1987, en öðru máli gegni árið eftir þegar gjöld á vöruna hafi nær fimmfaldast með setningu nýrrar reglugerðar. Rök til þeirrar breytingar hafi ekki verið skýrð, þó augljóst sé að þar með hafi orðið straumhvörf í ferli gjalds- ins. Síðan segir: „Þegar það er virt, sem hér hefur verið rakið, verður stefndi ekki talinn hafa sýnt fram á, að álagning hins sérstaka jöfnun- argjalds, sem hér um ræðir, fái samrýmst þeim takmörkunum, sem heimild ráðherra voru settar, og þeim kvöðum um málefnalegan grundvöll skattheimtu og stjórn- sýslu sem gæta varð. Álagning gjaldsins á þær vörusendingar, sem úrskurðir ríkistollstjóra og ríkis- tollanefndar náðu til, var þannig ólögmæt." Krafa ríkistollanefndar er því óg- ilt og ríkið dæmt til að greiða þrota- búi S. Óskarssonar 350 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Þrír kaupmenn heiðraðir A FUNDI fulltrúaráðs Kaup- mannasamtaka íslands 12. des- ember sl. voru þrír kaupmenn heiðraðir fyrir langt og giftu- drjúgt starf í þágu samtakanna og sæmdir gullmerki þeirra. Þessir kaupmenn, sem starfa allir í Reykjavík, eru f.v.: Gunn- ar Guðmundsson, Rafbúð, Bílds- höfða 16, Reykjavík, Hörður Pétursson, HP Húsgögn, Ár- múla 44, Reykjavík, Ingólfur Arnason, Vald Poulsen ehf., Reykjavík. Rekstur Fiskiðjusamlags Húsavíkur Tapið 186millj- ónir á síðasta ári REKSTRARTAP Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. án fjármundatekna og -gjalda nam 124 milljónum króna á síðastliðnu reikningsári sem er það sama og kvótaárið. Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda og óreglulegra liða er rekstratapið á árinu 186 rnillj- ónir króna. Fiskiðjusamlag Húsavíkur og út- gerðarfélagið Höfði voru sameinuð 1. maí í vor í eitt fyrirtæki undir nafni FH. Rekstraruppgjör vegna síðasta árs er fyrir tólf mánuði í fisk- vinnslunni en fyrir útgerðina frá sameiningu 1. maí eða í fjóra mán- uði. Heildarveltan á þessu tímabili var 1.584 milljónir króna og er velt- an að meirihluta fólgin í vinnslu rækjuafurða. Fram kemur að meg- inhluta skýringarinnar á tapinu megi rekja lækkunar á verði rækjuafurða, en á síðustu tólf mánuðum hefur verð á pillaðri rækju lækkað um 30-40%. Einnig kemur fram að skip félags- ins hafi verið á veiðum á Flæmingja- grunni í sumar og tap hafi verið á þeim veiðum, en félagið hafi skapað sér veiðirétt á móti. Þá hafi bolfisk- vinnsla fyrirtækisins einnig verið rekin með tapi, eins og almennt sé í þeim rekstri. Hlutafé eftir sameiningu fyrir- tækjanna er 519 milljónir króna. Stærstu hluthafaranir eru Bæjar- sjóður Húsavíkur með 42,6% eign- arhlut, Kaupfélag Þingeyingameð 15,5%, Hlutabréfasjóðurinn íshaf 8,3%, Trygging hf 7,7%, og Olíufé- lagið hf. 7,5%. Stjórn FÍS Stjórnvöld látiaf yfírgangi Stjórn FÍS skorar á íslensk stjórn- völd að láta nú þegar af yfirgangi sínum gagnvart innlendri verslun og taka upp samstarf um lausn þeirra deilumála, sem enn eru í gangi, seg- ir í ályktun fundar Félags íslenskra stórkaupmanna sem haldinn var í gær í tilefni af því að að undanförnu hafa verið kveðnir upp nokkrir dóm- ar og úrskurðir þar sem aðgerðir íslenska ríkisins gagnvart innlendum verslunarfyrirtækjum hafa verið dæmdar ólögmætar. Síðan segir: „Má þar nefna úr- skurð Eftirlitsstofnunar Efta um vörugjöld og nú nýlega dóm Hæsta- réttar íslands um innflutningsgjöld á franskar kartöflur. Afleiðing að- gerða ríkisins í kartöflumálinu urðu m.a. þær að innflutningsfyrirtæki lentu í gjaldþroti og forsvarsmenn þeirra hlutu dóma, auk þess að stjórnvöld hafa með þessum ólög- mæta hætti lagt gjöld á innfluttar vörur sem nema hundruðum milljóna ef ekki milljörðum króna og þar með haldið uppi háu verðlagi í landinu. Það má ekki henda að íslenskir kaup- sýslumenn þurfi að eyða orku sinni og fjármunum í að verjast ólöglegum yfirgangi stjórnvalda í stað þess að einbeita sér að því að ná árangri í rekstri fyrirtækja sinna. Stjórn Fé- lags íslenskra stórkaupmanna telur það algjörlega óviðunandi og eins- dæmi að stjórnvöld fari með þessum hætti gagnvart þegnum síns eigin 'lands. Nágrannaþjóðir okkar hafa á sama tíma talið það þjóna hagsmun- um heildarinnar að efla innlenda verslun með öllum tiltækum ráðum." Jafnframt lýsir FÍS sig hér eftir sem hingað til reiðubúið til sam- starfs um skipan viðskiptamála í landinu með hagsmuni allra að leið- arljósi. ----------» ? ?--------- Ishafbýður 50 milljónir til sölu HLUTABRÉFASJÓÐURINN íshaf hf. hefur ákveðið að bjóða út 50 milljónir króna að nafnverði í nýju hlutafé, en sjóðurinn var áður Ut- vegsfélag samvinnurnanna. Sölu- tímabilið er frá 6. desember til 24. maí á næsta ári og í byrjun eru bréf- in boðin á genginu 1,50, en gengið mun breytast á sölutímanum í sam- ræmi við markaðsverðmæti eigna sjóðsins. Jafnhliða útboðinu er að því stefnt að skrá hlutabréf í félaginu á Verð- bréfaþingi Islands, enda að því stefnt að hluthafar í félaginu verði orðnir 200 fyrir árslok. I byrjun fara við- skipti með hlutabréf í félaginu fram á Opna tilboðsmarkaðnum og mun hlutabréfasjóðurinn setja fram kaup- og sölutilboð þar til sjóðurinn hefur hlotið skráningu á Verðbréfaþingi. Hlutabréfin eru til sölu hjá flest- um, helstu verðbréfafyrirtækjum landsins, en Landsbréf hafa haft milligöngu um útboðið og skraningu félagsins á Verðbréfaþingi. Um miðjan nóvember síðastliðinn voru hluthafar í íshafi rúmlega 25 talsins. íslenskar sjávarafurðir áttu mest eða 63,53%, Kaupfélag Árnes- inga 5,98%, Iceland Seefood 4,17%, Fiskiðjan Skagfirðingur 4,01% og Fiskiðjusamlag Húsavíkur 3,64%. Sjóðurinn á í ýmsum sjávarút- vegsfyrirtækjum. Stærstu eignar- hlutirnir eru í Búlandstindi, Meitlin- um, Borgey, Sléttanesi, Fiskiðju- samlagi Húsavíkur og fleiri fyrir- tækjum. Því fé sem aflast í útboðinu verð- ur varið til frekari fjárfestinga í fyr- irtækjum, einkum í sjávarútvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.