Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SFOR-sveitir taka við af IFOR-fjölþjóðaliðinu í Bosníu Helmingi fæm hermenn verða við friðargæslu Sarajevo. The Daily Telegraph. ^ NYTT herlið tók í gær við af fjöl- þjóðaliðinu sem hefur framfylgt Dayton-friðarsamkomulaginu í Bosníu sl. eitt ár. Hefur liðið verið kallað SFOR, sem stendur fyrir „stöðugleikasveitir" og tekur við af IFOR-flölþjóðaliði Atlantshafs- bandalagsins (NATO), Rússa og fleiri þjóða. Umboð SFOR-sveit- anna er til hálfs annars árs og sam- anstendur liðsaflinn af hermönnum frá flestum þeim þjóðum sem lögðu til mannafla í IFOR-sveitirnar. Hinsvegar verða liðsmenn stöðug- leikasveitanna helmingi færri, um 31.000 manns, og þeir verða ekki eins vel vopnum búnir og fyrirrenn- arar þeirra þar sem leiðtogar ríkj- anna sem senda liðsafla segja ekki lengur þörf á þungvopnuðu liði. Flestir hermannanna eru úr Bandaríkjaher, 8.500 manns. 5.000 eru breskir og 2.500 franskir. Þá verða um 3.000 þýskir hermenn í sameiginlegri hersveit Frakka og Þjóðveija og er það í fyrsta sinn sem þýskar bardagasveitir eru stað- settar utan heimalandsins frá lok- um heimsstyijaldarinnar síðari. Ástandið sagt stöðugt Starf SFOR verður tekið til end- urskoðunar á sex mánaða fresti en embættismenn hjá NATO segja herliðið nægilega fjölmennt til að viðhalda friði í Bosníu. „IFOR hefur tekist ýmislegt á hendur fyrsta ár- ið. Við höfum komið vopnum fyrir í geymslum og haldið þjóðunum aðskildum. Við höfum byggt brýr og vegi og erum sannfærðir um að við getum haldið ástandinu stöðugu með færri mönnum,“ segir Jan Jo- osten, hollenskur major. Þrátt fyrir harðar deilur um hvort að gera eigi umboð hersveitanna víðtækara, hafa vamarmálaráð- herrar NATO komist að samkomu- lagi um að hafa það óbreytt. Þrátt fyrir að herir stríðandi fylkinga hafi lagt niður vopn og haldi Day- ton-friðarsamkomulagið hefur árangur ekki verið jafn góður hvað almenna borgara áhrærir. Þeir njóta ekki ferðafrelsis í raun, flótta- menn geta í mörgum tilfellum ekki snúið til síns heima, hafi þeir búið á svæðum þar sem þjóð þeirra er ekki lengur í meirihluta. Unnið gegn múslimum? Um 90.000 manns hafa yfirgefið heimili sín, sjálfviljugir eða verið þvingaðir til þess, á því ári sem lið- ið er frá því að IFOR tók við friðar- gæslu. Talið er ólíklegt að draga muni úr spennu á milli þjóða- og þjóðarbrota sem landið byggja. IFOR-sveitirnar hafa verið gagn- rýndar fyrir að nýta ekki mátt sinn til að framfylgja Dayton-friðarsam- komulaginu af meiri hörku en þær gerðu, og er þá ekki síst átt við tugi eftirlýstra stríðsglæpamanna, sem enn ganga lausir. Hafa varnar- málaráðherrar NATO, að tillögu Bandaríkjamanna, lýst yfir áhuga á því að komið verði á fót nýjum lögreglusveitum til að hafa uppi á og handtaka slíka menn. Þá hafa IFOR-sveitirnar ekki tryggt að múslimar geti snúið aftur til heimkynna sinna, séu þau á svæði Bosníu-Serba. Hafa sveitirn- ar raunar alloft komið í veg fyrir slíkt til að ýta ekki frekar undir þá miklu spennu sem er á milli þjóð- anna. Starfsmaður vestrænnar hjálparstofnunar segir vandann þann að IFOR framfylgi sömu stefnu og Serbar, vilji óbreytt ástand, ólíkt múslimum, sem vilji sameina landið að nýju. Framfylgi SFOR-sveitirnar sömu stefnu sé hætt við að þær vinni beinlínis gegn múslimum. Segja njósnanet afhjúpað Bagdað. Reuter. ÍRAKAR kváðust í gær hafa flett ofan af njósnahring á vegum banda- rísku leyniþjónustunnar CIA og kváðust ætla að sýna útsendara Bandaríkjamanna í sjónvarpi. Ætlunin var að sýna yfirheyrslu mannanna á Sjónvarpsstöð æskunn- ar, sem Uday Hussein, eldri sonur Saddams Husseins forseta, rekur. Bandarfska utaniíkisráðuneytið sagði að yfirlýsingar íraka væru „hlægilegur áróður“. Sagði í frétt írösku fréttastofunnar INA að net njósnara og spellvirkja hefði verið afhjúpað og lægju þegar fyrir játningar nokkurra þátttakenda um njósnir. Ekki var greint frá því hvemig hópurinn náðist, né hvort mál þetta tengdist tilræði við Uday fyrir viku. Samþykkt yfirstjórnar menntamála í Oakland Mállýska svartra verður látin njóta meiri virðingar Oakland. Reuter. YFIRSTJÓRN menntamála í Oak- land í Kalifomíu hefur lýst því yfir að mállýska blökkumanna, sem er á ýmsan hátt frábugðin venjulegri ensku hvítra Bandaríkjamanna, verði framvegis skilgreind sem ann- að tungumál á eftir enskunni. Beri kennurum að sýna henni fulla virð- ingu. Um 53% af samanlagt 52.000 nemendum á svæðinu eru blökku- menn og mun þetta vera í fyrsta sinn sem mállýskan hlýtur þennan sess. Er gert ráð fyrir að héraðið muni reyna að fá alríkisstjórnina til að styrkja námskeið þar sem bæði enska og mállýskan, stundum kölluð „Ebonics", verði kennd jöfn- um höndum. „Það sem við notum núna virkar ekki. Þegar ég var í skóla var reynt að kenna okkur að tala eins og hvítir menn,“ segir Toni Cook sem situr í stjóminni. „Þótt einhver segi „I be“ [Ég vera] merkir það ekki endilega að viðkomandi sé greind- arskertur." Ætlunin er að kennarar fái nem- endur til að „þýða“ Ebonics yfir á hefðbundna ensku sem þeir verði að læra til að geta gengið vel í námi og fengið vinnu. Málfræðingar segja að ræturnar að sérstakri mállýsku blökkumanna megi að nokkru rekja til tungumála í Vestur-Afríku auk enskunnar. Um er að ræða sérstakt málfræðikerfi og setningaskipan þar sem sjá má áhrif frá afrísku málunum, m.a. vantar ýmis form sagnarinnar að vera, „to be“. Alríkisstjórnin hefur fram til þessa neitað að veita fé til kennslu af þessu tagi. Yfirmenn skólamála í Kalifomíu viidu ekki tjá sig um málið á fimmtudag en sögðust myndu kynna sér samþykktina í Oakland á næstu dögum. Carl Sagan látinn Gerði fræðin skiljanleg i Seattle. Reuter. STJARNFRÆÐINGURINN og rit- höfundurinn Carl Sagan lést í gær, 62 ára að aldri. Var hann kunnur fyrir alþýðlegar út- skýringar sínar á stjamvísindum, jafnt í bókum sem sjónvarpi, og mikill áhugamaður um leitina að lífí annars staðar í geimnum. Banamein hans var lungnabólga en síð- ustu tvö ár barðist hann við sjaldgæfan blóðsjúkdóm, sem leiddi til hvítblæðis. Sagan, sem var prófessor við Cornell-háskólann um nærri 30 ára skeið, skrifaði meira en 20 bækur og hundruð vísindagreina um marg- víslegt efni, allt frá veðrabreytingum á Venus til hugleiðinga um kjarn- orkustríð. Pulitzer-verðlaunin fékk Sagan árið 1978 fyrir bók sína „Drekarnir í Edensgarði", sem fjallar um mann- lega greind, en líklega er hann þekktastur fyrir sjónvarpsþáttaröð um stjarnfræði, „Cosmos", árið 1980, vinsælustu sjónvarpsþætti í sögu sjónvarpsins, en talið er, að 400 milljónir manna hafi séð þá. í f I I í I Viss um líf á öðrum hnöttum Sagan var alveg viss um, að líf væri víða að finna í geimnum og leitaði þess með öllum ráðum, með | því að beina ratsjársjónaukum að 1 fjarlægum stjörnuþokum og hlusta eftir útvarpsmerkjum frá siðmennt- uðum samfélögum einhvers staðar austan við sól og sunnan við mána. Sagan fæddist í Brooklyn 1934. Var faðir hans innflytjandi frá Úkra- ínu en móðir hans af austurrísk-ung- verskum ættum. Fékk hann snemma , áhuga á stjarnfræði og 26 ára lauk hann námi í stjarneðlisfræði frá Chicago-háskóla. Snemma á áttunda áratugnum fór * Sagan að koma fram í þáttum Jo- hnny Carsons þar sem hann kynnti áhorfendum stjarnfræði og vanga- veltur um uppruna alheimsins en ekki voru allir kollegar hrifnir af alþýðlegum útlistunum hans. Kvóti ESB skertur minna en stefnt var að á næsta ári Emma Bonino örmagnaðist undir lok fundahaldanna Brussel. Reuter. SAMKOMULAG náðist í gær á fundi sjávarútvegsráðherra Evr- ópusambandsins, ESB, um fisk- veiðikvótana á næsta ári. Fyrir fundinum lágu tillögur um veru- legan niðurskurð í flestum tegund- um en ráðherrarnir segjast hafa farið bil beggja milli fís- kverndarsjónar- miða og hags- muna sjómanna. Emma Bon- ino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórn ESB, var ekki á blaðamannafundinum þar sem niðurstaða ráðherranna var kynnt en hún örmagnaðist undir lok fundarins í gærmorgun. Þá hafði hann staðið í tæpan sólar- hring. Sagði talsmaður hennar, Filippo di Robilant, að hún hefði verið orðin örþreytt eftir gífurlegt vinnuálag í tvö ár og enga hvíld, hvorki sumarfrí né annað. 116 tillögur Kvótatillögur framkvæmda- stjórnarinnar voru 116 að tölu en ráðherramir breyttu 30. Sagði di Robilant, að niðurstaðan væri við- unandi en lagði áherslu á, að svig- rúmið til breytinga af þessu tagi minnkaði með ári hveiju vegna þess að fisk- stofnarnir rýrn- uðu. Belgar og Svíar voru and- vígir lokaniður- stöðunni. Vildu þeir fyrmefndu fá meiri sólflúrukvóta í Norðursjó og Svíar töldu, að þeim bæri meiri þorskur samkvæmt samningum, sem gerðir voru við inngöngu þeirra í ESB á síðasta ári. Bretar ánægðir Framkvæmdastjórnin hafði lagt til, að kvótinn í sólflúrunni, sem stendur mjög illa, yrði helmingað- ur frá því, sem hefur verið á þessu ári, og yrði 12.000 tonn en hann var hækkaður í 18.000 tonn. Belg- ar vildu, að hann yrði 23.000 tonn. Tony Baldry, sjávarútvegsráð- herra Bretlands, kvaðst ánægður með sinn hlut og nefndi meðal annars aukningu í breska makrílk- vótanum um 21.000 tonn og Norð- ur-írar fengu ýsukvótann tvöfald- aðan og 2.000 tonn af síld auka- lega. Eystrasaltið erfitt Eitt erfiðasta málið var kvótaút- hlutun í samræmi við samninga við Eystrasaltsríkin eftir að Svíar og Finnar gengu í Evrópusam- bandið en hún tók einnig til Dana og Þjóðveija. Breskir sjómenn virðast sáttir við útkomuna og skoskir sjómenn raunar mjög ánægðir. Snýst ánægja þeirra um það, að tillögur um 25% niður- skurð á þorski, ýsu og lýsingi voru felldar og verður aflinn ekkert skertur. EVRÓPA^. Reuter SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Portúgals, Fernando Gomes da Silva, hvíslar í eyra Emmu Bonino, sjávarútvegsmálastjóra ESB, á fundinum. Bonino hneig niður í fundarlok vegna ofþreytu. Major segir Bretland bezt komið í ESB i London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC í gær að Bretland væri „óendanlega betur komið innan Evrópusam- bandsins" en utan þess. Ráðherrann bætti því hins vegar við að aukin miðstýring innan ESB hentaði Bretum ekki og væri ósam- rýmanleg hagsmunum þeirra. „Við erum ekki hlynntir mið- stýrðu, evrópsku sambandsríki og við verðum að leitast við að skapa sveigjanlegra Evrópusamband,“ sagði Major. Hann viðurkenndi að Evrópumál- in gætu orðið eitt aðalmálið í kom- andi þingkosningum. „Við fáumst nú við eitthvert sprengifímasta til- finningamál, sem komið hefur upp í brezkum stjórnmálum í langan tíma. Fólk hefur sterkar eðlistilfinn- ingar og áhyggjur af því hvað sé ■ að gerast og hvað gæti gerzt,“ sagði * Major. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.