Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Iranar ámóti alneti HÁTTSETTUR klerkur í íran, Ahmad Jannati, hvatti í gær til þess að aðgangur að alnetinu yrði takmarkaður vegna þess að hægt væri að ala fólk á „eitri" með aðstoð með netsins. Aðeins vísindamenn ættu að fá óheftan aðgang. Jannati sagði að engin matareitrun gæti verið jafn slæm og hugarfarseitrunin sem mjög langan tíma tæki að uppræta. Klám og vestæn popp- tónlist eru bönnuð í íran. Ráðherrar tilnefndir BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær Federico Pena, sem verið hefur ráðherra sam- göngumála, í embætti orku- málaráðherra. Pena sætti mik- illi gagnrýni vegna afskipta af máli ValuJet-flugfélagsins en hann er úr röðum spænskumæ- landi fólks og mikill meirihluti þess kaus Clinton í forsetakosn- ingunum. Forsetinn valdi enn- fremur Alexis Herman í emb- ætti atvinnumálaráðherra. Uppgerðar- blinda NÁMSMENN i Egyptalandi hafa brugðið á það ráð að gera sér upp blindu til að fá inn- göngu í háskóla þrátt fyrir lé- legar einkunnir og nýta sér þannig forgang sem fatlaðir nemendur hafa. Forseti Ain Shams-háskólans í Kaíró segir að af 90 stúdentum, sem taldir hafi verið blindir, hafi 25 reynst vera alheilbrigðir. Heimí fangelsið NORODOM Sirivudh, útlægur prins frá Kambódíu, segist ætla að hverfa heim frá Frakklandi þótt fangelsisvist biði hans. Hann segist ekki hafa efni á að búa í Frakklandi og í fang- elsinu fái hann að minnsta kosti að borða. Prinsinn, sem er hálf- bróðir Norodoms Sihanouks konungs, var sakaður um að ráðgera morð á öðrum forsætis- ráðherra landsins, Hun Sen. Heim vegna fjármála- deilna SEXTÁN bandarískir lögfræð- ingar, sem starfa við stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóð- anna í Haag, verða að halda heimleiðis vegna deilna Banda- ríkjastjórnar og samtakanna um fjármál. Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á gagnrýni sína á yfirstjórn samtakanna með því að neita að greiða fram- lög sín. Takmarkaðar birgðir Reuter ÓRYGGISVERÐIR í verslun í London gæta stafla af pökkum með vinsælii brúðu, eftirmynd Buzz Lightye sem er vélmenni og aðalhetjan í kvikmynd Disney-félagsins, Toy Story. Brúðan er uppseld víð- ast hvar í Evrópu og vara kaupmenn við því að nýjar birgðir muni ekki berast fyrr en 28. desember. ísraelar fagna yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar Hyggst þrýsta á um samnmga um Hebron Jerúsalem, Kairó. Reuter. STJÓRNVÖLD í ísrael fðgnuðu í gær yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar um að hún hygðist þrýsta á Palest- ínumenn til að greiða fyrir samning- um um Hebron. Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, segist hins vegar ekki hafa neina von um, að það mál leysist á næstunnú Danny Naveh, talsmaður ísraels- stjórnar, sagði hana ánægða með þau ummæli Warrens Christophers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að nú stæði upp á Arafat að ganga frá samningunum um Hebron en sérlegur sendimaður Bandaríkja- stjórnar, Dennis Ross, er væntan- legur til ísraels um helgina. Naveh sagði, að Bandaríkjastjórn vissi vel, að ísraelar stæðu ekki í vegi fyrir samningum um Hebron en Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði í Kairó, að engar horfur væru á samkomulagi á næstunni. Kenndi hann ísraelsstjórn um það. Handtökur vegna morða á fuUtrúum Moskvu. Reuter. YFIRMAÐUR leyniþjónustu stjórn- ar aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju sagði að nokkrir menn hefðu verið handteknir vegna morðanna á sex sendifulltrúum Alþjóðaráðs Rauða krossins í þorpinu Novíje Atagi að- faranótt þriðjudags. Hann vildi hins vegar hvorki gefa upp nöfn eða þjóð- erni hinna handteknu. Jtar-Tass-fréttastofan hafði eftir yfirmanninum, Abu Movsajev, að starfsmenn leyniþjónustunnar teldu sig hafa fulla ástæðu til að ætla að pólitískar ástæður lægju að baki morðunum. „Því miður er fjöldi manns og öflugra samtaka í Tsjetsjníju og utan svæðisins sem vilja að heimurinn líti á lýðveldi okkar sem land villimanna og glæpamanna," sagði Movsajev. Hefur stjórn aðskilnaðarsinna heitið hverjum þeim sem veitt getur upplýsingar um morðin 100.000 dala verðlaunum, um 6,7 milljónum kr-. Á fimmtudag lýsti talsmaður skæruliða, Movladi Udugov, þvl yfir að hann teldi að vinstrisinnaðir fé- lagar í rússnesku leyniþjónustunni hefðu framið morðin en að rússnesk yfirvöld hefðu ekki haft vitneskju um það. ísraelar krefjast þess að geta toyggt öryggi 400 gyðinga, sem búa í Hebron innan um 100.000 araba, en Palestínumenn krefjast yfirlýs- ingar ísraela um að ekki verði látið staðar numið við framkvæmd Ósló- arsamninganna með samningum um Hebron. Hebron er síðasta borgin af sjö, sem ísraelar eiga að láta af hendi við Palestínumenn, en auk þess eiga þeir að skila aftur töluverðu land- svæði. Palestínumenn óttast hins vegar, að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, ætli sér ekki að standa við það. David Bar-Illan, samgönguráð- herra ísraels, sagði í gær, að ísra- elsstjórn stæði á sama hvað Palest- ínumenn kölluðu sitt land, ríki eða eitthvað annað, svo lengi sem þeir fengju ekki fullveldi. í kosningunum í vor lýsti þó Netanyahu yfir, að palestínskt ríki yrði aldrei til. Mótmæli í A-Jerúsalem Hundruð manna, Palestínu- manna og ísraela, komu saman í einu arabahverfanna í Austur-Jerú- salem í gær til að mótmæla fyrir- ætlunum um að byggja þar 132 íbúðir fyrir gyðinga. Sögðu ræðu- menn, að næði þessi áætlun fram að ganga myndi aldrei verða friður með ísraelum og Palestínumönnum. Dönsku fjárlögin Miðdemó- kratar úrstjórn j aupmannahöfn. Reuter. P Kaupmannahöfn. Reuter. MINNIHLUTASTJÓRNIN í Dan- mörku kom fjárlagafrumvarpi sínu í gegnum þingið í fyrrakvöld eftir tveggja mánaða baráttu. Það varð þó til þess að Miðdemókratar ákváðu í gærmorgun að ganga úr stjórn- inni. Treysta þeir sér ekki til þess að sitja í stjórn í skjóli tveggja flokka, sem eru lengst til vinstri, Sósíalíska þjóðarflokksins (SF) og Einingarlistans. Mimi Jakobsen, leiðtogi Miðdemó- krataflokksins og viðskiptaráðherra, sagði að brottför flokksins úr stjórn myndi eiga sér stað „við fyrsta hent- ugleika". Auk hennar hefur Yvonne Herlov Andersen gegnt starfi heil- brigðisráðherra. Jakobsen staðfesti að þingmenn Miðdemókrataflokks- ins, fimm að tölu, myndu áfram styðja stjórnina á þingi. Eftir í stjórninni ásamt Jafnaðar- mannaflokknum situr flokkurinn Radikale Venstre. Poul Nyrup Ras- mussen forsætisráðherra boðaði upp- stokkun í stjórninni í byrjun janúar. Sósíalíski þjóðarflokkurinn hafði lýst andstöðu við fjárlagafrumvarpið og ætlaði að greiða atkvæði gegn því. Þegar stjórnin ákvað að koma til móts við kröfur flokksins um framlög til fullorðinsfræðslu, starfs- náms, félags-, umhverfis- og menn- ingarlegra verkefna og hét því að beita sér fyrir umbótum á vinnustöð- um skipti flokkurinn um skoðun. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í blaðinu BT í gær, fengi Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins 50 þingmenn kjörna færu kosningar fram núna en flokkurinn hefur 62 þingmenn nú. Venstre, flokkur Uffe Ellemann-Jensens, fyrrverandi ut- anríkisráðherra, yrði stærstur, fengi 51 þingsæti í stað 42. ? ? ? Jeltsín til Kremlar á mánudag Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsfn, forseti Rússlands, mun koma til vinnu í Kreml á mánu- dag, tæpum sjö vikum eftir að hann gekkst undir hjartaaðgerð. Læknar vara hann þó við að vinna of mikið. Jeltsín kom fram i sjónvarpi í gær og sagði að hann hygðist snúa til starfa af fullum krafti. „Þjóðin þarfnast iðjusams og öflugs forseta," sagði Jeltsín í sjón- varpsviðtalinu. „Mér finnst að bat- anum sé lokið ... Læknarnir hafa unnið sitt starf og nú er röðin kom- in að forsetanum." Jeltsín sagði að sín biði að marg- þættur vandi: ógreidd laun verka- manna, ástandið í Tsjetsjníju og endurskipulag heraflans og hernað- arlegrar hugmyndafræði. í samtali við þýska sjónvarpsstöð í gær fullyrti Alexander Lebed, fyrr- verandi yfirmaður öryggismála í Rússlandi, að Jeltsín væri á ný far- inn að neyta áfengis, þvert á fyrir- mæli lækna sinna. : s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.