Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR21.DESEMBER1996 23 : ERLENT Breska stjórnarandstaðan Reynt að fella ríkisstjórnina London. Reuter. ERFIÐLEIKAR John Majors, for- sætisráðherra Bretlands, á þingi hafa aukist til muna eftir að stjórnarandstaðan sagði upp sam- starfssamningi, sem lengi hefur gilt milli hennar og meirihluta Ihaldsflokksins. Segir hún, að stjórnin hafi svikið gerða samn- inga í atkvæðagreiðslu sl. mánu- dagskvöld. Talsmenn stjórnarandstöðunnar sögðu í gær, að einskis yrði látið ófreistað til að fella stjórnina en hún hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að Verkamanna- flokkurinnn vann sigur í auka- kosningum í einu kjördæmi. Sýndi það sig raunar strax í fyrrakvöld þegar stjórnin tapaði í atkvæða- greiðslu um breytingar á frum- varpi um glæpsamlega áreitni. Sakar Major um svik og pretti „Það er undirferlið, sem er að- all þessarar stjórnar. Svik og prettir eru daglegt brauð hjá henni," sagði John Prescott, vara- leiðtogi Verkamannaflokksins. Pyrrnefnt samkomulag er um það, að séu einhverjir þingmenn annarrar fylkingarinnar fjarstadd- ir atkvæðagreiðslu, þá jáfnar hin metin með því að láta jafn marga sinna þingmanna sitja hjá. Við atkvæðagreiðsluna á mánudag um fískveiðistefnu Evrópusambands- ins, sem var mjög mikilvæg stjórn- inni, vantað Verkamannaflokkinn þrjá þingmenn og frjálslynda þrjá. Sex íhaldsþingmenn hefðu því átt að sitja hjá en stjórnin nefndi hins vegar þrjá sömu mennina við báða flokka. Talsmenn íhaldsflokksins neit- uðu því, að haft hefði verið rangt við en Archie Hamilton, fyrrver- andi framkvæmdastjóri þing- flokksins, sagði í gær, að þarna hefði ríkisstjórnin gripið til bragða, sem hún ætti eftir að iðr- ast. Þetta mál þykir sýna vel fjand- skapinn, sem er á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, og einnig örvæntinguna, sem ríkir í stjórn- arliðinu. Kaupin á Stadshypoteket Búist við fleiri bankasamrunum Kaupmannahofn. Morgunblaðið. ÁTÖKUNUM um Stadshypoteket lauk með einum sigurvegara og öðrum sem tapaði, en áframhaldið verður jafn erfitt fyrir báða aðila. Skandia missti af lánastofnuninni og þarf nú að huga að því hvar fínna má fjármagn fyrir nýja markaðssókn. Og Handelsbanken, sem hreppti Stadshypoteket fyrir framan nefið á Skandia, þarf nú að samhæfa starfsemi beggja stofnananna. Fastlega er búist við að fleiri bankasamrunar fylgi í kjölfarið. Skandia mun einbeita sér að tryggingum og búist er við að SkandiaBanken, lítill banki í eigu fyrirtækisins, muni sækja af alefli á markaði hins komandi sam- steypubanka Handelsbanken og Stadshypoteket. Skandia er hins vegar fjárþurfi og átti Stadshypo- teket að bæta þar um. Nýi bank- inn þarf hins vegar að glíma við að samræma starfsemi sína og athafna sig á einkalánamarkaðn- um, þar sem samkeppnin er mjög hörð. Bankinn hefur lítið svigrúm, því eftir sænsku bankakreppuna í lok síðasta áratugar er rekstur sænskra banka orðinn sá hag- kvæmasti í Evrópu. Áhugi Handelsbanken á Stads- hypoteket, sem er húsnæðislána- stofnun, er talinn stafa af því að bankinn hafi viljað stökkva til á undan öðrum stórum bönkum, sem væntanlega eru einnig í samruna- hugleiðingum til að treysta stöðu sína. Ýmsar samrunaleiðir eru ræddar, meðal annars samruni S-E-banken og Nordbanken. Sænskir bankar hafa einnig róið á norræn mið og meðal annars hefur Handelsbanken nýlega opn- að útibú í Danmörku. f Unnendur fagurbókmennta! Jðf^ísí^rÆ^ AUSTURLJOÐ eftir Steingrím Gaut Kristjánsson er tilvalin til gjafa. í henni gefst einstæð innsýn í töfraveröld Austurlanda í ljóðum, lausamáli og myndum. Þessi fallega bók fæst hjá bóksölum. Afdrep ehf., sími 562 1313. Spennandi spil sem ey kur máiþroska og ály ktunarhœf ní _________________________________________________Dreifing: Eskifell - Sími 588 0930 http://www.raymond-weil.ch Gilbert úrsmiður &arsifal L RAYMONDWEIL Laugavegi 62 sími: 551 4100 Víkurbraut 60, Grindavík sími 426 8110 GENEVE HÖRKU SKÍDABÚnHDUR tojjw ...renndu við! SVIGSKÍÐI GÖNGUSKÍÐI TÖSKUfí HÚFUFI ¦ HANSKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.