Morgunblaðið - 21.12.1996, Side 26

Morgunblaðið - 21.12.1996, Side 26
26 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 Jólakvæði og jóla- lög eru ómissandi þáttur í jólahaldinu. Ekki er þó alltaf farið rétt með og stundum brotið gegn íslenskum bragreglum með af- bökun á gömlum og góðum jólakveð- skap. Sveinn Guð- jónsson rifjar hér upp nokkur gömul jólakvæði og ber saman frumgerð og nútímaútgáfu. ÍENN gengur jólahátíðin í garð og henni fylgja ýmsir skemmtilegir siðir, söngur og kveðskap- ur. A jólatrés- skemmtunum gleðj- ast börnin og syngja „þá var kátt í höll- inni“ og hafa ef til vill í huga stemmn- inguna í Laugardals- höll eftir sigurleik- inn gegn Dönum hér á dögunum. Um það skal ekki fullyrt en hitt er víst, að hér er rangt farið með því þetta síðasta stef í barnaþulunni um Þymirós kóngsdótt- ur var upphaflega: „Þá varð kátt í hárri höll,“ og þannig kveðið er það með réttri stuðlasetn- ingu, sem vandlega er fylgt í allri þul- unni. Helgi Hálfdan- arson gerði þetta reyndar að umtals- efni í grein í Morg- unblaðinu í desem- ber 1983 og segir þar meðal annars: „A stríðsárunum síðari settist ég að á Húsavík, og þar varð ég þess var, að þulan um Þymirós var enn kyrjuð á sama hátt og ég lærði hana í bemsku. Þegar ég síðar fluttist til Reykjavíkur, veitti ég því brátt athygli, . Morgunblaðið/Ámi Sæberg að nýr tími var tek- JOLASVEINAR ganga um inn til að ráska með gatt... þessi gömlu stef. Einkum þóttu mér tvær breytingar nokkuð hastarleg- r ptrmM '« "'fiiffSílí; v '■"* 'féiWtf / ar. Síðasta stefið, „Þá varð kátt í hárri höll“, var orðið „Þá var kátt í höllinni", og þótti mér nú gamall og góður kveðskapur heldur en ekki hafa sett ofan. Ekki aðeins að út- skúfað væri stuðlasetningu, sem þá var á öllum stefjunum, heldur var megin-áherzla stefsins látin lenda á áherzlulausri endingu, svo sem löngum hefur þótt einkenna leir- burð (höllinn-i). Jafnvel hefur þessi ómynd verið höfð að einhvers konar orðtaki íþróttamanna, þegar mest hefur gengið á í Laugardalshöll. Hin breytingin er sú, að bætt hefur verið í þuluna nýju stefi: „Á snældu skaltu stinga þig“, og leynir sér nú ekki að þar er fitjað upp á aðra prjóna. Annars mun innskot þetta eiga rætur að rekja til danskrar Þymirósar-þulu, sem vel gat verið fyrirmynd þeirrar íslenzku að meira eða minna leyti, þó að nokkuð beri þar á milli. Því er ekki að vita nema þetta stef hafi lengi fylgt ís- lenzku þulunni einhvers staðar á landinu, þó að það væri óþekkt ann- ars staðar og í þokkabót hið eina sem var óstuðlað (nema þrjú s þættu duga til þeirra nota!). Raunar hef ég alveg nýlega heyrt fjórða stefið sungið svo i útvarp: „Þymirós svaf heila öld“, svo að einnig þar er stuðlunum komið fyrir kattamef. Látum það vera, þó að ýmsum þyki mál til komið að höggva á „stuðlanna þrískiptu grein“, sem ella stæði þrítugustu og þriðju kyn- slóð íslenzkra skálda fyrir sálu- hjálp; hitt er verra, að umturna göml- um íslenzkum al- þýðukveðskap til samræmis við það sjónarmið, þegar ís- lenzkt brageyra er ekki lengur til vam- ar, og hafa ekki annað upp úr krafs- inu en afleita lág- kúru,“ segir Helgi í umræddri grein. Uppá stól, stendur mín hanna Þegar sá sem þessar línur skrifar var á bamsaldri og söng jólalögin af hjartans lyst furð- aði hann sig stund- um á sumum orðum og hendingum sem komu eins og „skrattinn úr sauð- arleggnum" inn í jólakvæðin og í engu samræmi við efni kvæðanna eins og tfl dæmis í jólasveina- vísunni, sem nú heitir „Jólasveinar ganga um gólf“, þar sem allt í einu kem- ur ljóðlínan: „Uppá stól, stendur mín kanna“. Hvað var kannan eiginlega að gera þama uppá stól og hvernig tengist hún fram- vindu textans, þar sem fyrri hluti kvæðisins fjallar um samskipti jólasveinanna og móður þeirra og sá síðari um komu þeirra til manna níu nóttum fyrir jól? Árni Bjömsson þjóðháttafræðingur nefnir í bók sinni Saga daganna þá skýringu að þarna hafi hugsanlega verið sett saman tvö kvæði og seinni hlutinn eigi rætur að rekja til eldri vísu, sem ekki tengist jóla- sveinunum heldur Önnu, sem dans- ar níu nóttum fyrir jól: Uppá stól, stól, stól stendur mín kanna; nfu nóttum fyrirjól kemst eg til manna og þá dansarhún Anna. Árni segir ennfremur að svipaðar vísur séu vel þekktar úr Noregi: Upp i lid og ned i strand stend ei liti kanna. nie netter fyrejol danserjomfru Anna. í þessu samhengi er rétt að geta þess að fyrri hluti þessarar jóla- sveinavísu hefur afbakast í áranna rás og er nú oftast sunginn svona: Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi; móðir þeirra sópargólf ogflengir þá með vendi. í þessari afbökun em þverbrotn- ar reglur íslenskrar bragfræði til dæmis með því að ríma saman gólf- og gólf auk þess sem stuðlasetningu er útskúfað. Bæði Ami Bjömsson og Helgi Hálfdanarson hafa leitt rök að því að hér muni vera um að ræða afbökun á eldri vísu, sem enn þekk- -111!]- m MORGUNBLAÐIÐ 111 ■ Ad- am elsk- að- i all- a þá og all- ir gerðu sem Ad- am. Hann . u D7 G D7 -------------------------------------------------------- ; 8 fHKS Spurði hann og sagði svo: Hvar átt þú heim- a? Ég á heima’ á Klapp-land-i, Klapp-land-in- u góð- a.“ 2. . Hopplandi 3. . Stapplandi 4. . Hnerrlandi 5. . Grátlandi 6. . Hlælandi 7. . íslandi Adam átti syni sjö s & Am m D7 D7 G Ad- am átt- i syn- i sjö, sjö syn- i átt- i i Am m D7 D7 ÉéS Ad- G am. i j M j j j irg m j j w m sáð- i, hann sáð- i. Hann klapp-að-i sam-an lóf-un- um.hann stapp-að-i nið- ur =M w D7 D7 J J'f Lí J fót-un-um, hann rugg-að-i sér í lend-un- um og snér- i sér í hring. ÍGekk ég yfir sjó og land 1 H t-LL-h ■ j n m A7 --Fl J=l Gekkég yf- ir sjó og land, hitt- i þareinn gaml-an mann. „Ég á heima’ á Klapp-land-i, Klapp-land- i, Klapp-land-i. D ---- g D____ A7 d m Þyrnirós $ C7 m Hún Þyrn- i- rós var best- a barn, best- a barn, best- a barn, hún Þyrn- i- rós var best- a barn, best- 2. Þá kom þar galdrakerling inn. 4. Og þyrnigerðið hóf sig hátt. 3. „Og þú skalt sofa’ í heila öld.“ 5. Hún Þyrnirós svaf eina öld. a barn. 7. „Ó, vakna þú mín Þyrnirós.” 8. Og þá varð kátt í hárri höll. Jólasveinar ganga um gátt Dm pjglilí Þjóðvísa Friðrik Bjarnason A7 É Jól- a-svein-ar ganga’um gáttmeð gild- an staf í hend- i. Gm _____________ A7 Dm Gm A7 Dm Móð- ir þeirr- a hrín við hátt og hýð- ir þá með vend- Bb F Gm C7 F G|Þ Hljómsetning: Ólafur Gaukur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.