Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ALVÖRU SPORTVÖRUVERSLUN Ótrúlegt vöruúrval Lærabani kr. 890 Magaþjálfi kr. 1.690 5% stadgr afsláttur Trambólín kr. 4.900 Þrekpallur kr. 5.900 Handlóð í miklu úrvali verð frá kr. 690 parið r"** 3 Þrekhjól frá kr. 14.500 f Bekkur+ lóðasett kr. 14.700 Verslunin Frábærar jólagjafir Römepottar RÖMEPOTTURINN sívinsæli. íslenskar leiðbeiningar. Holl og góð matreðsla. Jólatilboð kr. 1.790. MEDITERRA. Nýr, glæsilegur leirpottur fyrir kjöt, fugla og grænmetisrétti. Jólatilboð kr. 3.990. ASIA. Nýr, glæsilegur leirpottur fyrir alla sem unna austurlenskum mat. Jólatilboð kr. 2.890. Gefðu varanlega, glæsilega gjöf á frábæru verði ///■ Einar Farestveit & Co. Itf. Borgartúni 28 S 562 2901 og 562 2900 GRÉTAR Páll Stefánsson og Þórir Steingrímsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson Svilarnir elda skötuna í bílskúrnum GRÉTAR Páll Stefánsson og Þórir Steingrímsson eru svilar og þegar líða tekur á desembermánuð fara þeir að stinga saman nefjum um skötuveisluna á Þorláksmessu. „Við höfum lengi haft það fyrir sið að bjóða fjölskyldunni í skötu á Þor- láksmessu og stöndum tveir saman í eldamennskunni“, segir Þórir en það er heima hjá honum sem bíl- skúrinn er hreinsaður hátt og lágt, útilegugræjurnar tíndar fram og nokkuð mörg kíló af vel kæstri skötu þar matreidd eftir kúnstarinnar reglum. „Mamma hans Grétars kenndi okkur hvernig elda á skötu upp á vestfirskan máta. Suðan verður til dæmis að vera alveg mátuleg, fimm mínútur fyrir lítil stykki og sjö til tiu mínútur þurfa þau stærri. Þess- vegna erum við með tvo potta“, útskýrir Þórir og segir að síðan séu ij'órir vaskir sjálfboðaliðar fengnir í vinnu í bílskúrinn við að taka fiskinn af bijóskinu. „Þetta þarf að gera tiltölulega hratt því tuttugu til þrjá- tíu manns bíða með eftirvæntingu inni í stofu og við þeytum fiskinn og hnoðmörinn saman í nokkurs- konar stöppu. Þetta borðum við síð- an með kartöflum og það verður að segjast eins og er að skatan er hreint út sagt frábær, óviðjafnan- leg.“ Þórir segist einstaka sinnum taka forskot á sæluna og á Þorláksmessu verður það í þriðja skipti sem hann borðar skötu á árinu. „Við fengum prufusendingu að vestan í haust og fengum síðan sendingu frá sama manni núna.“ - En hvað með þá sem ekki borða skötu? „Þeir mæta afgangi, geta fengið pylsur eða eitthvað þvíumlíkt. Yfír- leitt koma þeir bara sem eru tilbún- ir að borða skötuna." - Hvað með ilminn? „Þar sem við svilar eru sendir í bílskúrinn verður ekki mikið um skötulykt í íbúðinni. Á hinn bóginn er óbrigðult ráð að sjóða rauðkálið þegar búið er að ganga frá eftir skötuveisluna. Edikið úr rauðkáls- soðningunni eyðir skötulyktinni." - Verður einhver afgangur af skötunni? „Ef svo heppilega vill til höfum við fryst það sem gengur af. Þegar líður á árið er skatan hituð í ör- bylgjuofni og borðuð með kartöflum eins og á Þorláksmessu.“ Verksmiðju- sala á Helly- Hansen vörum „ Morgunblaðið/Golli HAFDIS Baldursdóttir verslunarstjóri. VÍÐA um heim eru verslanir sem selja fatnað og aðra vöru á verk- smiðjuverði allan ársins hring. Fyrsta slíka verslunin opnaði nú fyrir skömmu að Faxafeni 10 í Reykjavík en það er verksmiðjusala á Helly-Hansen útivistarfatnaði. Verslunin sem er í hundrað fermetra húsnæði býður afslátt af venjulegu verði allan ársins hring. Að sögn verslunarstjórans Hafdísar Baldurs- dóttur er afslátturinn að meðaltali 30% en um er að ræða nýjar vörur sem hafa verið framleiddar í miklu magni og ekki selst upp fljótlega. Ekki er um sömu verslun að ræða og seldi Helly-Hansen vörur í Skeif- unni. Sem dæmi um verð má nefna að fleece-peysur með svokölluðu vind- stoppi kosta 8.995 krónur og jakkar úr öndunarefni sem voru á 19.955 krónur kosta nú 12.495 krónur. Verksmiðjusölur frá Helly Hansen eru einnig starfræktar í Þýskalandi, Bretlandi og víða á Norðurlöndum. Helly Hansen fyrirtækið í Noregi á verksmiðjusöluna hér á landi en verslunarstjóri er Hafdís Baldurs- dóttir. Samkaup á tsafirði Vöruverð lækkar á Isafirði FYRIR nokkru var verslunin Sam- kaup opnuð á ísafirði þar sem kaup- félagið var áður til húsa. Þetta er þriðja Samkaupsverslunin en fyrir eru slíkar búðir í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. Þá eru sömu eigendur að Kaskó í Reykjanesbæ og Spar- kaupsbúðunum. Alls eru verslanirnar því átta talsins. „Við bjóðum sama verð í verslun- inni á ísafirði og öðrum Samkaups- verslunum okkar sem hefur haft í för með sér að vöruverð hefur lækk- að þó nokkuð frá því sem það var“, segir Guðjón Stefánsson fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Suður- nesja. Verslunin er í fjögur hundruð fermetra húsnæði og auk matvöru slæðist eitthvað með af öðru eins og fatnaði. Undanfarin ár hafa verslan- ir fyrirtækisins verið endurskipu- lagðar og búðin á Isafirði end- urspeglar þær breytingar. „Viðbrögðin hafa í raun verið miklu betri en við þorðum að vona en þó þarf að taka tillit til að við erum að opna verslunina á miklum annatíma", segir Guðjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.