Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Barokk- sónatan, fiðlan og gítarinn TÓNLIST Illjömdiskar ÍTÖLSK TÓNLIST Laufey Sigurðardóttir, fíðla. Páll Eyjólfsson, gítar. ítölsk tónlist: Arc- angelo Corelli, Sónata op. 5 rir. 8. Giuseppe Tartini, sónata op. 1 nr. 10. Nicolo Paganini, sex sónötur op. 2. Hh'óðritað í Askirkju í jíuií 1996. Upptaka og hh'óðvinnsla: Halldór Víkingsson. F.I.T. styrkti útgáfu þessa hh'ómdisks. FERMATA. H^jóð- ritun SKREF. íslenskir tónlistar- menn. Dreifing: Japis. HÉRNA fáum við loks sýnishorn af fiðlusónötum frá barokktímanum eftir meistara Corelli (1653-1713), sem átti mestan hlut í að móta barokksónötuna, en hann samdi eiginlega aðeins tvær tegundir tón- verka, concerti grossi og fiðlusónöt- ur; „bókaorminn" Tartini (1692- 1770), sem samdi 187 sónötur fyrir fiðlu og tölusettan bassa, og er sú sem hér er leikin einna frægust ásamt Djöflatrillusónótunni; og súperstjörnuna Paganini (1782- 1840), sem er farinn að nálgast „klassíkina" - ef ekki „popp" síns tíma. Þetta er undirrituðum nokkuð langþráður diskur vegna dálætis hans á barokktónlist, raunar er þessi hljómdiskur mikilsvert fram- lag í íslenskri hljómplötuútgáfu, þar sem kammersveitir (stærri eða smærri) hafa yfirleitt kynnt okkur barokktónlistina (og það vel). Són- ata Corellis er, eins og öll hans verk, falleg, hrein og aristókratísk. Tartini meira á ljóðrænu nótunum og Paganini, næstum léttvægur í samanburði, en með fín stef (í bland) og flotta takta og tækni, sem er djöfullegt að spreyta sig á en skemmtilegt að hlusta á. Hljómdiskurinn í heild þótti mér mjög ánægjulegur, fallega leikið á fiðlu og gítar. Laufey Sigurðardótt- ir hefur að mínu mati þann tón og stíl (góðan sans fyrir línu) sem fer þessari indælu músik einstaklega vel, túlkunin í senn falleg og frísk- leg, hvort sem um er að ræða lát- lausan (ekki léttvægan) trega og hreinar línur eða tækniþrautir, fras- eringar og flúr. Þó að hlutverk Páls Eyjólfssonar sé eðli málsins samkvæmt öllu minna er það ákaf- lega fallega af hendi leyst. Hljóðritun skínandi góð. Ein- dregið mælt með hljómdiskinum. Oddur Björnsson Nilfisk Silver Jubilei Eru vísindin jafnvel trúarbrögð? ER VIT í VISINDUM? heitir ný bók sem þrír sálfræðinemar í Háskóla Islands ritstýra og Há- skólaútgáfan gefur út. Þeir eru Andri Steinþór Björnsson, Torfi Sigurðsson og Vigfús Eiríksson en í febrúar og mars sl. stóðu þeir fyrir fyrirlestrarkeðju undir sömu yfirskrift og fengu Atla Harðarson heimspeking, Einar H. Guðmundsson dósent í stjarn- eðlisfræði, Þorstein Vilhjálmsson prófessor í vísindasögu og eðlis- fræði, Þorvald Sverrisson vís- indaheimspeking, Sigurð J. Grét- arsson dósent í sálfræði og Þor- stein Gylfason prófessor í heim- speki til að velta spurningunni fyrir sér. Bókin geymir svo sex ritgerðir sem byggðar eru á fyr- irlestrum sexmenninganna. í samtali við blaðamann sögðu Vigfús og Torfi að vísindaheim- speki væri sameiginlegt áhuga- mál rit stjóra nna þriggja og þangað megi rekja upphafið að öliti saman. Mikael M. Karlsson heimspekingur hjálpaði þeim síð- an við að móta og setja saman hugmyndirnar. „Grunnforsendurnar sem vís- indin gefa sér," segir Torfi, „eru oft samþykktar gagnrýnislaust. Það er mikil og almenn umfjöllun um vísindi í fjölmiðlum, vitnað til þess sem vísindamenn eru að gera og sagt frá nýjustu upp- götvunum en það er sjaldnar rætt um það hvað búi bakvið vís- indin." „Og hvort það sé eitthvert vit í þeim," segir Vigfús. „Þessu vild- Morgunblaðið/Árni Sæberg VIGFÚS Eiríksson og Torfi Sigurðsson um við fá svör við og koma svör- uiium áleiðis. Með fyrirlestrun- um og bókinni vildum við gera ef nið aðgengilegt og höf ða til almennings en ekki bara til sér- fróðra. Koma umræðunni út fyr- ir veggi háskólans og okkur tókst það með fyrirlestrunum því þar var alltaf kappfullt af fólki." „Höfundarnir koma úr ólíkum fræðum og taka á þessari spurn- ingu hver innan sinnar greinar. Atli Harðarson heimspekingur veltir því t.d. fyrir sér hvort hægt sé að vita nokkurn skapað- an hlut, sem er auðvitað grund- vallarforsenda vísindanna." „Og kemst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki vitað hvort við vitum nokkurn skapaðan hlut en það borgi sig samt að trúaþví að við vitum eitthvað." Torfi heldur áfram: „Og Einar H. Guðmundsson talar t.d. fyrir munn heimsfræðinnar sem er grein innan vísindanna þar sem tilraunir eru ómögulegar og samt gefa menn henni stimpil vísindanna. Hann rökræðir það hvort heimsfræðin sé sannleikur eða skáldskapur og kemst að þeirri niðurstöðu að hún er blanda af hvoru tveggja. Þor- steinn Vilhjálmsson tekur á svip- uðum hlutum út frá sögu vísind- anna; hvenær ákveðnar kenning- ar hafi orðið ofan á og hvað valdi því að ein heimsmynd verður við- teknari en önnur. Hann spyr sig að því hvar við séum stödd í dag. Hvort við séum á enda- punkti eða hvort þekkingarleitin haldi endalaust áfram." „Já, og hann tekur fyrir hjá- fræðin og nýaldarfræðin," segir Vigfús,,, og bendir á hvað þau eru ólík vísindunum afþví þau eru óbreytanleg. En stjörnuspek- in er t.d. sett fram í ákveðinni mynd sem þróast ekkert og not- ast ekki við gagnrýna hugsun sem er mjög virk í öllum vísind- um sem líka eru alltaf að taka breytingum." „Kannski eru nýaldarfræðin jafn vinsæl í dag afþví að vísind- in skilja eftir ákveðið tómarúm," segir Torfi. „Guð er fyrirferðar- minni í heimsmynd okkar daga og sameindalíffræðin sýnir fram á að ekki sé mikill munur á lif- andi hlutum og dauðum. Þannig geta vísindi hugsanlega fyllt fólk tilgangsleysi en sumir vísinda- menn nota líka stundum niður- stöður sínar sem rök fyrir því að það sé eitthvað meira og ann- að á bakvið." „Því lífið á jörðinni sé of dá- samlegt til þess að það geti verið tilviljun. Þess vegna hljóti að vera tilgangur," segir Vigfús. „Einn höfundanna í bókinni vill svo meina að vísindi séu ekk- ert nema trúarbrögð, " segir Torfi að lokum. Igær varst þú numinn brott af geimverum. Þær tóku heilann úr haus- kúpunni og settu hann í krukku en hentu restinni af skrokknum. Æðar sem standa út úr heilanum tengdu þær við dælu sem dælir blóði jafn góðu og heilinn var vanur að fá og taugar sem bera heilan- um boð tengdu þær við vélar sem búa til svipuð áreiti og þú fengir ef þú gengir enn um á jörðu niðri. Að síðustu strokuðu þær út úr heilabúi þínu allar endurminningar um þessa skurðaðgerð og allar upplýsingar sem gætu fengið þig til að gruna hvernig högum þínum er háttað. Hvernig veistu að það er ekki svona komið fyrir þér? Hvernig veistu að þú ert ekki heili í krukku? Úr ritgerð A tla Harðarsonar sem birtist íEr vit i vísindum? BOKMENNTIR Greinasafn NÝ STJÓRNLIST eftir Þorkel Sigurlaugsson. 223 bls. Útg. Framtíðarsýn ehf. Prentun SteinholtReykjavík, 1996. TFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 FORSTJORINN er höfuð síns fyr- irtækis, konungur í ríki sínu. Hann er nútímans barón og greifí. Svim- andi há laun og fjallþung ábyrgðin á herðum reisa vegg milli hans og almúgans. Eða svo hyggja sum- ir. Hvað sem því líður skapar stjórnandinn starfsandann. Sumir þykjast nema hann í rödd síma- stúlkunnar og viðmóti sendisveins- ins, að ekki sé talað um svipmót þeirra sem nær honum standa. I bók þessari er stjórnunarstarf- ið rætt og metið frá ýmsum hlið- um; má því kallast stjórnunar- fræði í víðtækum skilningi. Þor- kell Sigurlaugsson skilgreinir starfið í fjölda stuttra þátta; veltir fyrir sér helstu markmiðum þess, til hvers sé ætlast af stjórnanda, hvað honum beri að gera og hvað hann skuli varast. Kröfur þær, sem gerðar eru til hans nú á dögum um kunnáttu og hæfileika, munu hvergi fara þverrandi nema síður sé. Eins og aðrir verður hann að hafa tölvu á borði sínu. En hann þarf ekki að kunna mörg forrit, segir höfundur, og telur þau síðan upp. Undirritaður vildi ekki þurfa að læra þau öll! Flest er þarna miðað við við- skiptalífið, síður við opinberar stofnanir. Enda ráða þar önnur og að sumu leyti óskyld lögmál. Þingmenn fá sína sneið, ríflega skorna. í viðskiptalífinu gildir það eitt að standa sig. Af því skýrast launin há. Þótt stóllinn standi hátt er hann að sama skapi valtur! En hér er ekki aðeins talað á Hugsjon og hagsýni tungumáli viðskipta- lífsins. Þorkell leggur jafnframt áherslu á hið mannlega. Því kennir hann bók sína við stjórn//sí. Sam- skipti við fólk eru flók- in ekki síður en með- ferð talna eða gerð áætlana. Engin vísindi eru svo fullkomin né nákvæm að þau geti gefíð algild og óbrigð- ul ráð varðandi mann- lega þáttinn. Hann verður þó að vera í góðu lagi. Þá eru það fjölmiðl- arnir. Nauðugur viljugur verður stjórnandinn að hlíta tilvist þeirra. Þar má hann svara fyrir gerðir sínar hvort sem honum þykir ljúft eða leitt. Kaflar tveir bera þarna yfirskriftina Áhríf og ábyrgð fjöl- miðla og Meinsemdir upplýsinga- samfélagsins. Höfundur segir að vegna fenginnar reynslu temji for- svarsmenn fyrirtækja sér alla jafna varfærni í skiptum sínum við fjölmiðla. Umfjöllun fjölmiðl- anna um atvinnulífið, menn og málefni, séu stundum neikvæð. Við beri að stofnendur fyrirtækja varist beinlínis að vekja á sér at- hygli af ótta við afleiðingarnar. Höfundur notar á einum stað orð- ið »upplýsingamengun«. Tilvalið hugtak, lýsir því vel hversu stór- lega er hægt að víkja af vegi sann- Þorkell Sigurlaugsson leikans án þess að fara beinlínis rangt með. »Fjölmiðill sem gerist sekur um trún- aðarbrest,« segir Þor- kell, »missir smátt og smátt góð sambönd og einangrast í þjóð- félaginu.« Betur að satt væri. Trúnaður manna á milli er sem betur fer til. Og ábyrgir fjölm- iðlar eru sem betur fer til. En hinir eru líka til. Hvorir tveggja höfða til síns hóps. Ef fjölmiðill lýsir yfir stuðningi við stefnu og fylgir eftir þeim stuðningi er ekkert við því að segja. Verra er ef fjölmiðill ger- ist hlutdrægur undir yfirskini hlut- leysis. Einatt er á orði haft að til- teknir fjölmiðlar séu alltaf að kalla til sín sömu einstaklingana. Ástæð- an má vera einföld. Fjölmiðillinn er þá þegar búinn að kynnast þess- um útvöldu einstaklingum og ganga úr skugga um að skoðanir þeirra séu »réttar!« Menningará- stand þjóðar lýsir sér í mörgu, meðal annars í fjölmiðlunum. Hvar- vetna á Vesturlöndum eru til bæði góðir og vondir fjölmiðlar. Þokell gerir sér óraunhæfar hugmyndir um manneðlið ef hann hyggur að hinir síðartöldu muni smám saman einangrast, eins og hann orðar það, og þar með líða undir lok. En menntakerfið? Höfundur segist hafa verið spurður að því hverjir séu viðskiptavinir þess. »SkóIar, ekki síður en þeir sem framleiða vöru eða veita þjónustu, þurfa að huga að því hver er hinn endanlegi neytandi og hverjar eru hans þarfir og viðhorf,« segir Þor- kell. Þá er hann raunar að tala um háskólanám fyrst og fremst. Ef horft er frá forstjórasætinu er afstaðan skiljanleg. Nám, sem er ekki hagnýtt, kemur engum að gagni í lífsbaráttunni. En eiga ekki fleiri sjónarmið rétt á sér? Einhverju sinni var sagt að menn- ingin hæfist þar sem hinu hagnýta sleppti. Iðulega hefur verið bent á að óhagnýtar frumrannsóknir hafi síðar öðlast hagnýtt gildi. For- stjórinn, sem einatt er að sækja ráðstefnur og skála við fyrirfólk um víða veröld - þarf hann ekki einnig að vera viðræðuhæfur þeg- ar talið berst að listum og menn- ingu, þó svo að hvorugt komi við starfi hans? Farsælast mun auðvit- að að góð almenn menntun fari saman við hagnýta fagþekkingu. Enda þótt bók þessi sé að meiri- hluta skrifuð á mildari nótunum getur Þorkell líka verið skorinorð- ur predikari. Heimur viðskiptanna er harður. En þar gilda jafnframt strangar reglur, skráðar og óskráðar. Eins og fleiri sér Þor- kell eftir hinum fornu dyggðum: »Foreldrar, skólakerfið og stjórn- endur fyrirtækja hafa brugðist þeirri skyldu að leggja áherslu á gamlar góðar dyggðir eins og heið- arleika, skilvísi og að innræta sið- ferðiskennd meðal barna, nem- enda og starfsmanna,« segir hann. Vel er þetta mælt. Ekkert sam- félag stenst nema menn geti treyst hver öðrum. Við skulum því enda gamla árið og byrja hið nýja með því að festa í minni þessa hug- vekju Þorkels Sigurlaugssonar. Erlendur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.