Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fíflholt í MORGUNBLAÐ- INU 16. desember 1996 var birt grein undir yfirskriftinni „Óskipulag ríkisins og Náttúrueyðingarráð". I greininni lýsir Magnús Tómasson, myndlist- armaður og landeig- andi skoðun sinni á úr- skurði embættis skipu- lagsstjóra ríkisins varð- andi mat á umhverfis- áhrifum urðunar sorps í landi Fíflholta í Borg- arbyggð. Til upplýsinga er rétt að rifja upp niðurstöður í úrskurði skipuiagsstjóra 24. októ- ber 1996, en þar segir eftirfarandi: „Með visun til 8. greinar laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993 hefur skipulagsstjóri ríkis- ins farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu framkvæmdar- aðila við tilkynningu, ásamt um- sögnum, athugasemdum og svörum framkvæmdaraðila við þeim. Fallist er á fyrirhugaða urðun sorps í Fífl- holtum eins og henni er lýst í fram- lagðri frummatsskýrslu, með eftir- farandi skiiyrðum: 1. Sigvatn verði hreinsað í samræmi við ákvæði mengunarvarnareglu- gerðar og tryggt að mengunar- áhrifa af því gæti ekki þar sem því verður veitt í Norðlæk. 2. Haft verði samráð við Nátt- úruverndarráð um efnistöku til urðunar." Samkvæmt 14. gr. laga nr. 63/1993 er heimilt að kæra úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráð- herra innan fjögurra vikna frá því hann er birtur. Skipulagi ríkisins hafa nú borist frá umhverfisráðherra til umsagnar 3 kærur á ofangreindan úrskurð og er Magnús Tómasson aðili að einni kærunni. Skipulag rík- isins mun gefa umsögn um kærurn- ar lið fyrir lið. Þar verð- ur m.a. tekin afstaða til þeirra sérfræðiálita sem Magnús hefur lagt fram máli sínu til stuðn- ings og ganga á skjön við álit Hollustuverndar ríkisins. í grein Magnúsar er hins vegar vegið svo harkalega að skipulags- stjóra ríkisins og öðrum starfsmönnum hjá Skipulagi ríkisins að ekki er hægt að láta hjá líða að að svara þeim árásum á sama vett- vangi og þær birtust. Varðandi kynningu á skýrslunni um mat á umhverfisáhrifum þá telur Magnús hana hafa verið í skötulíki. Staðreyndin er sú að hún var sú sama og verið hafði með 45 aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir, þ.e. auglýsingar í Morgunblaðinu, Lög- birtingablaðinu og í einu héraðs- blaði. Auk þess voru sendar út fréttatilkynningar um málið. Frum- matsskýrslan lá frammi til kynning- ar frá 28. ágúst til 3. október 1996 hjá Skipulagi ríkisins í Reykjavík, í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík, á skrifstofum Borgarbyggðar og hjá oddvita Kolbeinsstaðahrepps. í bréfí Skipulags ríkisins til fram- kvæmdaraðila dags. 24. júlí 1996 var lögð á það áhersla að nágrönnum yrði kynnt málið vel og að afstaða þeirra kæmi fram í matsskýrslunni. Magnús heldur því fram að skýrsla sú sem lögð var fram til kynningar og úrskurður byggðist á „væri alls ekki hæft sem gilt stjórn- sýsluplagg". í því sambandi er bent á 8. gr. laga um mat á umhverfis- áhrifum þar sem segir að skipulags- stjóri skuli, innan átta vikna frá því að hann hefur birt tilkynningu fram- kvæmdaraðila, kveða upp rökstudd- an úrskurð um það hvort fallist er Stefán Thors Skriffinnur HUGSUNARHATT- UR skriffinna og stjórnlyndra er lífseig- ur þrátt fyrir sögulegar ófarir alla öldina. Nýj- asta dæmið er tillaga iðnaðarráðherra um að hann fái að útdeila 80 milljónum króna til gæluverkefna úti um hinar dreifðu byggðir landsins. Hann telur sig vita hvar og hvern- ig atvinnufyrirtækjum er best niður komið og vill þvf „skilgreina styrkleika og veikleika einstakra landsvæða með tilliti tii þess hvar eigi að byggja upp og þá hvað“. Þetta kann að hljóma vel í eyrum einhverra (sérstaklega þeirra sem muna ekki hvernig árangurinn af loðdýra- og fiskeldisátaki framsókn- armanna gekk fyrir nokkrum árum). En hvað þýðir þetta í raun? Þetta þýðir svo dæmi sé tekið að þessum 80 milljónum verður ekki varið til að minnka halla ríkissjóðs eða greiða erlendar skuldir ríkisins. En það sem er þó ef til vill alvarleg- ast er að þetta þýðir að þessar 80 milljónir verða ekki notaðar með hagkvæmasta mögulega hætti í at- vinnulífinu. Þegar til stendur að nota fé til hagkvæmra fjárfestinga er ekki ráð- legt að taka það af fóiki með skött- um til að láta stjórnmálamenn end- urúthluta því. Þegar fólk fær að fjár- festa sjálft styður það við bakið á þeim fyrirtækjum sem það telur að muni skila því mestum arði miðað við þá áhættu sem fjárfestingunni fylgir. Það eru því bestu fyrirtækin, það er að segja þau sem skjóta styrk- ustu stoðunum undir atvinnu- og efnahagslíf landsins, sem fólk kýs að fjárfesta í þegar það ræður fé sínu sjálft. Það sem Finnur Ingólfsson ætlar augljóslega að gera er að láta fyrir- tæki, sem einkaaðilar hafa ekki talið vænleg- an fjárfestingarkost, hafa fé þessara sömu einkaaðila. Einkaaðil- arnir fá því ekki tæki- færi til að veija fé sínu sjálfir til fjárfestinga í arðbærum fyrirtækjum. Slæm fyrirtæki, sem þó hafa einhverra hluta vegna hlotið náð fyrir augum ráðherra eða skriffinna hans, fá féð í stað hinna góðu. Hærra hlutfall íjárins fer þess vegna í súginn en ella hefði orðið. Þessar aðgerðir Finnur Ingólfsson vill, segir Haraldur Johannessen, láta fyrirtæki, sem einka- aðilar hafa ekki talið vænlegan fjárfestingar- kost, hafa fé þessara sömu einkaaðila. Finns, sem eru af því taginu sem fólk hefur almennt vonað að til- heyrðu fortíðinni, munu ekki bæta atvinnuástand og efnahag landsins heldur gera verri. Höfunclur er háskólanemi. Haraldur Johannessen á viðkomandi framkvæmd með eða án skilyrða eða hvort ráðist skuli í frekara mat á umhverfisáhrifum. Magnús kvartar yfir því að hafa ekki fengið aðgang að svörum fram- kvæmdaraðila við þeim athugasemd- um sem bárust. Því er til að svara að frá því að frestur til að skila at- hugasemdum rennur út hefur Skipu- lag ríkisins 3 vikur til að afla svara framkvæmdaraðila við þeim til að byggja úrskurð á. Þau svör eru að berast fram á síðasta dag og er ekki framkvæmanlegt að gefa þeim sem gerðu athugasemdir kost á að tjá sig um svör framkvæmdaraðila enda þyrfti þá að gefast tími til að gefa framkvæmdaraðila enn kost á því að svara nýjum athugasemdum. Þegar úrskurður liggur fyrir getur hins vegar hver sem er fengið afrit af öllum gögnum málsins. Með gildistöku upplýsingalaga um næstu áramót verður fólki ekki meinaður aðgangur að gögnum nema í sér- stökum tilvikum. Magnús ræddi í síma við starfs- menn embættis skipulagsstjóra, m.a. tvo eftir að frestur til athugasemda var liðinn. Var hann þá með ýmsar athugasemdir sem hann taldi þurfa að svara og var honum bent á að þrátt fyrir að frestur væri liðinn gæti hann sent ábendingarnar skrif- lega, sem hann og gerði. Þrátt fyrir að frestur væri liðinn leitaði Skipulag ríkisins skriflega álits Hollustuvernd- ar ríkisins á nokkrum þáttum sem Magnús benti á eins og t.d. hættu á mengun vegna þungmáima, PCB, salmonellusýkingar og seyru úr rot- þróm. í svarbréfi Hollustuvemdar ríkisins dags. 24. október 1996 bár- ust eftirfarandi upplýsingar sem voru birtar í úrskurði skipuiagsstjóra. • Mengun sigvatns af völdum þung- málma er ekki talin vandamál. Mældur styrkur þeirra er langt fyrir neðan viðmiðunarmörk þar sem þau hafa verið sett í starfs- leyfi. • PCB hefur hvergi mælst í sigvatni frá sorphaugum. • Salmonellusýking eða mengun af völdum coli-gerla getur stafað af sláturúrgangi, sem ekki er byrgð- ur um leið og hann berst á urðun- arstað, ef fuglar komast í hann. Hins vegar er ekki vitað um að salmonellutilfelli hafi verið rakin til sláturúrgangs. Þannig var um leið tryggt, segir Stefán Thors,aðmengun bærist ekki í Akraós. • Fersk seyra er leðja sem inniheld- ur 90-95% vatn og getur þá verið menguð af ýmsum gerlum, m.a. coli. Mengun sigvatns af völdum seyru er ekki af lífrænum efnum og gerlar eyðast á leið í gegnum jarðveg. Þungmálmainnihald er vandamál í seyru erlendis. Um það skal ekki deilt við Magn- ús hvernig fjarlægð frá fyrirhuguð- um urðunarstað til sjávar er reiknuð eða hvort sú fjarlægð miðast við Akraós eða Haffjörð. Það sem skipt- ir meginmáli er að Skipulag ríkisins miðaði við það í allri sinni umijöllun um málið að Norðlækur yrði ekki þynningarsvæði og að í starfsleyfi yrðu settar reglur um hreinsun sig- vatns þannig að tryggt verði að mengunaráhrifa gæti ekki i Norð- læk. Þannig er um leið tryggt að mengun berist ekki í Akraós. í grein Magnúsar er látið að því liggja að skipulagsstjóri sé ekki sjálf- ráður. Magnús segir m.a.: „Það skyldi þó ekki vera að skipulags- stjóri og hans fólk teldi sér skyldara að gera það sem honum er sagt eða þjóna undir einhver pólitísk öfl sem aðeins hafa skammtímalausnir á vandamálum í huga — Það er skiljanlegt að Magnúsi sem eiganda lands í nágenni fyrirhugaðs urðunarstaðar og áhugamanni um verndun Akraóss skuli vera mikið niðri fyrir. Að gefa í skyn að skipu- lagsstjóri sé viljalaust verkfæri ein- hverra óskilgreindra afla í þjóðfélag- inu er málstað hans hins vegar ekki til framdráttar. Allir úrskurðir skipulagsstjóra ríkisins hafa verið byggðir á faglegu mati og vandlega skoðuðu máli. Starfsmenn gera sitt besta til að meta hver verði áhrif framkvæmda á umhverfið og til hvaða mótvægisaðgera þurfi að grípa ef hætta er á óæskilegum umhverfisáhrifum. Eðli málsins samkvæmt heyrir það til undantekn- inga ef allir sem hafa tjáð sig um fyrirhugaða framkvæmd eru sáttir við niðurstöðuna. Það er hins vegar misjafnt hvort það eru fram- kvæmdaraðilar, áhugafólk um verndun, nágrannar, landeigendur eða aðrir sem eru óánægðastir eins og dæmin sanna. Umfram það sem segir í lögum og reglugerðum er hins vegar enginn sem segir skipu- lagsstjóra eða starfsfólki hans hvað gera skuli. Höfundur er skipulagsstjóri ríkisins ISLENSKT MAL TVEIR dyggir stuðningsmenn þáttarins hafa enn sent mér bréf sem ég birti hér með þökkum, örlítið stytt. Fyrst er það Harald- ur Guðnason í Vestmannaeyjum: „Sæll og blessaður, Gísli. Mér sýnist málfátækt heldur vaxandi, t.d. á Alþingi. Þar er flest „með þessum hætti“ og étur hver eftir öðrum. Svo er þetta eða hitt „óásættanlegt", og bætt um betur: „illásættanlegt". Þá tala menn um að „mála sig út í horn“. Hvernig gerist það? Er það kannski sama og að hrökklast út í horn? I lokin sjálfumglaði Toyota- maðurinn: „Þeir versla bíla hjá okkur til að selja þá aftur. „Eg óska þér árs og friðar. Með bestu kveðju.“ Þá er það Kjartan Ragnars í Reykjavik, slyngur málfærslu- maður: „Heill og sæll. Mér skilst þú og aðrir lærðir menn teljið 1-inu ofaukið í orðinu Sauðkræklingur, sbr. 872. þátt þinn. Bókstafnum 1 er skotið inn í orð af ýmsum toga, eins og hvert skólabarn veit, - t.d. bæklingur, kettlingur, Æverlingur, krækl- ingur, - og þannig án enda. Lærðir menn kynnu að finna ein- hvers konar reglu um þetta atr- iði. Annars tel ég hér á ferð marklítið karp um skeggið keis- arans, enda eigi það ekki heima í þáttum þínum sem njóta virð- ingar og vinsælda um allt land. Mér er sagt „þeir á Króknum“ noti þetta orð yfirleitt ekki, en telji þó „Sauðkrækingur“ ívið ill- skárra. Einhver kynni að telja að þar færi maður sem hefði hug á að krækja (sér) í sauð.... Ekki kemur mér á óvart að títtnefnt orð verði ekki fundið í orðabókum; hefur slíkt „mál- blóm“ væntanlega ekki þótt „tækilegur kostur" þar á bæjum. Að fornum sið fellst ég að Umsjónarmaður Gísli Jónsson 880. þáttur sjálfsögðu á það sem sannara reynist um landnám í Kræklinga- hlíð, - en reyndar var það ekki deiluefni þessa máls. Auk þess voru „þeir gömlu“ ekki alltaf sammála um heimildir. Vinsamlegast. E.s. Þá vil ég geta þess til fróðleiks að nú hefur sá mæti maður Jón A. Jónsson, orðabók- arritstjóri, tjáð mér að Skaftfell- ingar nefni íbúa Landbrots ávallt „Landbrytlinga, aldrei . .. bryt- inga.“ Umsjónannaður þakkar bréf- riturum góðar óskir og hrós og er fús til að láta þá hafa síðasta orðið um efni bréfanna nú um sinn. ★ Þórður hét maður Magnússon á 16. öld. Hann var húnvetnskur að ætt og búsetu, bjó á Strjúgi í Langadal. Hann kvað í Roll- antsrímum: Nökkvann Ijóðs fyrir njóta stáls negli ég saman með orðum. Stuðlar hljóðs og stofninn máls stendur samt í skorðum. Þetta er ferskeytluætt I, fer- skeytla, eins og síðast, en rímið ekki eins dýrt og í fyrri dæmum. Þetta er t.d. ekki stiklað, þvi að feitletruðu innrímsorðin, ljóðs og hljóðs (hendingamar í frumlínun- um) ríma ekki við endarímsorðin. Þetta er frumhent á máli Svein- bjarnar Beinteinssonar, en fleiri nefna slíkt skothent, t.d. dr. Bjöm Karel Þórólfsson í þrekvirki sínu um rímur fyrir 1600. En þó að vísan sé ekki ýkja dýrt kveðin, hefur hún aðra aug- ljósa kosti. Kenningarnar eru réttar og myndmálið hárfínt og ónykrað. Nökkvi (=bátur) ljóðsins er negldur sem aðrir bátar; en þetta er bátur ljóðs, og því er hann negldur með orðum. Stuðl- ar og stofn máls standa og þó i skorðum. Það minnir einnig á nökkvann, skorðaðan í fjörunni. Hjá Þórði á Stijúgi var mál allt í góðum skorðum, enda hlaut hann mikið lof fyrir kveðskap sinn fyrr og síðar. Margar vísur hans eru enn á vörum fólks, lík- lega helst tvær: Karlamagnús keisari dýr kenndi trúna hreina, aldrei hann fyrir aftan kýr orustu háði neina. (Fjósarima.) og Við skulum ekki hafa hátt, hér er svo margt að ugga. I allt kvöld hefi ég andardrátt úti heyrt á glugga. (Mæðgnasenna; dálítið klúr á köflum.) ★ „Elska öfundar eigi. Eigi gerir hún miska. Eigi drambar hún, eigi er hún ágjörn, eigi leitar hún sinna hluta, eigi hæðir hún, eigi hyggur hún illa, eigi fagnar hún illu. En hún samfagnar góðu.“ (Páll postuli; ísl. þýðing í Hómilíubók, varðveittri í Stokkhólmi.) ★ Svo oft er þörf þá angrar tregi striður að allir rétti hönd með brosi hýru sem meira virði er sál en djásn þau dýru sem dagvillt þrá á strætum lífsins býður. Hve gott, hve gott er jólaklukkur kalla og kliður stríðs á deilustrætum þagnar, hve gott að vera bam sem birtu fagnar og brosum gleði lýsir veröld alla. (Þórarinn Guðmundsson, f. 1927). Auk þess er hugsanlegt að peysa gæti verið hlýjasta jóla- gjöfin, en ekki „sú heitasta“. Gleðileg jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.