Morgunblaðið - 21.12.1996, Síða 37

Morgunblaðið - 21.12.1996, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 37 þekkingu sinni og færni til nem- enda. Þessi krafa má þó ekki koma í veg fyrir að skólastjóri geti ráðið hæfan mann til kennslu þegar um er að ræða kennslu í verktækni. Hafi sá hinn sami ekki aflað sér þekkingar í kennslutækni, sam- kvæmt eðlilegum kröfum þar um, er hægur vandi að hafa þann fyrir- vara á ráðningunni að viðkomandi hafi bætt úr því innan tveggja til þriggja ára bæði með þjálfun í skólanum og eins með formlegu námi. Ef það hefur ekki verið gert innan þess tíma verði staðan aug- lýst laus. Með þessu er því takmarki náð, að skólinn geti boðið upp á góða faglega fræðslu í nýjustu tækni og að þekkingin komist vel til skila til nemenda. Hitt, að krefjast þess að menntaðir tæknimenn fari að læra um fósturfræði og þroska- ferli bjóstmylkinga áður en þeim leyfíst að kenna sitt fag er beinlín- is fráleitt. Alltént verður ekki við það unað að settir séu óþarfa þröskuldar í veg fyrir ráðningu manna, sem mikil nauðsyn er að fá til starfa í verkmenntaskóiun- um. Það er því nauðsynlegt fyrir iðnaðinn í þessu landi að núver- andi fyrirkomulag verði endur- skoðað og fært nær þörfum nem- enda og atvinnulífs. Höfundur er deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Það er beinlínis fráleitt, segir Ingólfur Sverris- son, að krefjast þess að menntaðir tæknimenn læri fósturfræði og um þroskaferil brjóstmylkinga. Fjarlægja þarf þröskulda Ætla má að nemendur, sem eru við nám í iðngreinum, hafi þegar fengið það uppeldi í veganesti að ekki verði miidu við bætt enda um að ræða hálffullorðið fólk. Ekki er heldur vitað til þess, að náms- kröfur í iðngreinum geri ráð fyrir leiðbeiningum í uppeldi og því næsta fjarlægt að krefjast þess að kennurum á því sviði sé gert að læra þau fræði, hversu ágæt sem þau eru þar sem þau eiga við. Hins vegar er eðlilegt að gera þær kröfur, að iðnmenntakennarar afli sér þekkingar í kennslutækni og hafi hlotið þjálfun til að miðla EF skilyrðislausar kröfur um að kennar- ar á framhaldsskóla- stigi hafi próf í upp- eldis- og kennslufræð- um verða ekki endur- skoðaðar er ekki ann- að sýnna en til stór- vandræða komi í við- leitni við að efla verk- lega kennslu í tengsl- um við iðnnám. Ljóst er að iðn- greinar í harðri sam- keppni við erlenda keppinauta verða að efla verulega allt sitt grunnnám og treysta auk þess símenntun sinna manna. Þetta á ekki síst við um svonefndar tæknigreinar innan iðnaðarins eins og t.d. málm-, raf-, og véltækni. Þessar greinar eiga það líka sameiginlegt að bjóða upp á mikla möguleika á útflutningi verðmætra afurða sem eru sífellt eftirsóknarverðari á alþjóðamark- aði. En því aðeins nýtast þessir möguleikar, að til sé vel menntað starfsfólk til hugar og handa, sem stenst samanburð við vinnuafl samkeppnisþjóðanna. Auknar faglegar kröfur Undanfarin ár hafa margar iðngreinar, þar á meðal þær sem nefndar eru hér að ofan, hert mjög kröfur til náms og fylgt því eftir í góðu samstarfi við yfirvöld menntamála. Slíkar breytingar á náminu gera auknar kröfur til iðn- og verkmenntaskóla hvað varðar kennslu í bóklegum, fag- bóklegum og verklegum greinum. Auk þess verða skólarnir að búa yfir tækjum og vélum í samræmi við tækniþróun hvers tíma og sjá til þess að kennurum gefist kostur á að afla sér símenntunar til að geta kennt á þessar nýju vélar. Eins og gefur að skilja koma slík- ir verkmenntakennarar alla jafna úr viðkomandi iðngreinum, eru oft meistarar í sínu fagi, gjarnan með framhaldsmenntun, margir þeirra tæknifræðingar. Þessir menn eru hámenntaðir á sínu sviði og vel til þess færir að taka að sér fagbóklega og verklega kennslu. Gallinn er bara sá, að þrátt fyrir alla þessa þekkingu og færni mega þeir ekki kenna á grunn- og framhaldsskólastigi nema með undanþágu þar sem þá vantar próf í uppeldis- og kennslufræði. Þeir mega hins veg- ar kenna þessar sömu greinar óáreittir í tækni- og háskólum en alls ekki þeim sem eru skemmra á veg komnir. Þar að auki kenna þessir menn oft útlærðum fag- mönnum á endurmenntunarnám- skeiðum, en mega ekki á sama tíma kenna iðnnem- um nema hafa annað tveggja, fengið form- lega undanþágu með þeirri niðurlægingu og óöryggi, sem því fylgir, eða sótt nám í uppeldis- og kennslu- fræðum, en margir telja það nám alltof viðamikið og tíma- frekt. Sú kvöð að um- ræddir kennarar verði að hafa próf í uppeld- is- og kennslufræði getur tekið á sig ótrú- legustu myndir og hamlar beinlínis á móti eðlilegri þróun í tæknivædd- um iðnaði. Dæmi úr raunveruleikanum Eitt sinn keypti verkmennta- skóli nýja vél til framhaldskennslu í tiltekinni iðngrein. Auglýst var eftir verkmenntakennara, sem skyldi m.a. kenna á þessa vél og einnig fagbóklegar greinar. Tveir sóttu um, var annar handavinnu- kennari úr grunnskóla með próf í uppeldis- og kennslufræði. Hinn var iðnaðarmaður með framhalds- menntun og kunni góð skil á þeirri tækni, sem nýja vélin bauð upp á. Hann hafði hins vegar ekki próf í uppeldis- og kennslufræði. Nú voru góð ráð dýr. Skólastjórinn varð samkvæmt reglum að ráða handavinnukennarann, sem því miður gat ekki tekið að sér verk- lega kennslu á hið nýja tæki og skólinn því engu nær og allt stóð fast. Þá stakk skólastjórinn upp á því að fá að ráða í tvær stöður til að bjarga málum; handmennta- kennarinn kenndi eitthvað tilfall- andi, sem hann réð við, en hinn fengi undanþágu til að kenna það sem hann kunni og var menntaður til. Þegar hér var komið sögu sá ráðuneytið loks sitt óvænna og samþykkti ráðningu þess umsækj- enda, sem gat sinnt starfínu! Hann var hins vegar ráðinn sem „leið- beinandi" og á lægri launum en hinn hefði fengið. Kennslutækni nauðsynleg Þekking í tilteknu fagi og tækni við að kenna er sitt hvað. Þess vegna er ástæða til að bjóða áfram námsleiðir fýrir starfandi eða verð- andi kennara á sviði verkmennta til að styrkja þá í listinni að koma þekkingu til nemenda, hvort sem um er að ræða bóklegt eða verk- legt nám. Tvennt ber þó að skoða í þessu sambandi. Annars vegar innihald námsins og hins vegar þau ófrávíkjanlegu skilyrði að verkmenntakennari verði að hafa slíkt próf upp á vasann til að fá fastráðningu. Ingólfur Sverrisson Vððlujakk 16.901 Veiðivesti IWi 1.900 Flugustong 15.990 Opiðtíl kl. 22:00 íkvöld. Sunnudag 13:00-18:00. SIÐUMÚLA 11-108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 6500 Iðnþróun í fjötrum Frægustu miðlar (slands settu þjóðfélagið á annan endann. Voru þeir í beinu sambandi við annan heim - eða ómerkilegir loddarar? „Þetta er stórmerkileg bók... Myndirnar eru ótrúlegar.,t (bþs - rúv) Eprri Guðmarsson pg Pdll ÁsgeirÁsgeirsson höfiindar bókarinnar. FYRIRALLA Dásamlegar sannanir og dularfull fyrirbrigði Fiske bouillon Svine kodkraft 0kse kodkraft Bouillon til Pasta Gronsags bouillon Klar bouillon Alltaf uppi á teningnum! -kemur með góða bragðið!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.