Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fordómar Sparisjóðsins HIN huggulegasta kona mætti á skrifstofu Friðar 2000 að Ingólfs- stræti 5 í Reykjavík nú í vikunni fyrir jól til að áuglýsa Sparisjóð Reykjavíkur og nágrenn- is. Hlaðin glæsilegum bæklingum og laufsmára lyklakippum lýsti hún því fagurlega fyrir ungu skólafólki sem mætt var á skrifstofu Friðar 2000 að aðstoða við skráningu nýrra félagsmanna sem 'hafa flykkst til samtak- anna undan-famar vikur svo hund-ruðum skiptir, hve frábæra fyrirgreiðslu Sparisjóðurinn veitir starfsmönnum hinna ýmsu fyrirtækja. Vafalaust var þessari ágætis konu falið að heim- sækja hina ýmsu viðskiptavini Spari- sjóðsins í sama tilgangi og þar sem sjálfseignarstofnunin Friður 2000 hefur um nokkurt skeið haft við- skiptareikninga hjá SPRON í Skeif- unni slysaðist sölukonan á staðinn. Það sem sölukonu SPRON var lík- legast ekki kunnugt, er að stjórn Sparisjóðsins hafði daginn áður fært Friði 2000 óvenjulega ,jólagjöf“. Stjómin hafði tekið fyrir sérstaklega umsókn um nýjan ávísanareikning vegna Friðar 2000 og tekið þá merki- legu ákvörðun að forstöðumaður stofnunarinnar, Astþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi, væri óhæfur til að vera prókúruhafi á slík- um reikningi í Sparisjóðnum. Útibú- stjóri SPRON í Skeifunni færði síðan einum starfsmanna Friðar 2000 skilaboðin í síma. Að sjálfsögðu bauð starfsmaðurinn strax fram friðsam- lega lausn í málinu með því að bjóð- ast til að skrifa upp á tékkana fyrir forstöðumann stofnunarinnar, og var því vel tekið af útibústjóranum þótt friðarsinninn skarti hvorki gulli né digrum sjóðum í þessum banka né öðrum né hafi á nokkurn hátt komið nálægt reikningsviðskiptum félags- ins við SPRON. Það var álíka slys og heimsókn sölukonunnar sem varð til þess að Friður 2000 opnaði reikninga hjá SPRON. Sparisjóðurinn hafði löngum óskað viðskipta við einn stofnanda Friðar 2000 sem rekur lítið fyr- irtæki í næsta húsi við Sparisjóðinn í Skeifunni. Sparisjóðsstjórinn virtist himinlifandi að fá svo gott framtak sem Friður 2000 í viðskipti og það varð úr að stofnaðir voru ávísana- og gjaldeyris- reikningar. Fljótiega kom þó í ljós að útibústjórinn hafði hlaupið á sig að Astþór mati stjómar Sparisjóðs- Magnússon jns Fyirir síðustu jól var t.d. leitað til Sparisjóðsins um algenga þjónustu til líknarfélaga vegna færslugjalda á gíróseðlum sem sendir vom á öll í heimili til fláröflunar vegna Sparisjóðurinn, segir Astþór Magnússon, hefur ekkið lagt fram upplýsingar um vanskil. friðarflugs með jólapakka til stríðs- hrjáðra bama í Sarajevó. Þrátt fyrir það að önnur líknarfélög í viðskiptum við SPRON, svo sem Rauði kross ís- lands, hafi margoft fengið samskonar fyrirgreiðslu var þetta þungt og mik- ið mál að fá útkljáð hjá SPRON, sem endaði með því að umsókninni var alfarið synjað. Gíróseðlamálið leystist að lokum með fimm mínútna símtaii til yfirmanns Póstgíróstofunnar sem veitti Friði 2000 þessa sjálfsögðu þjónustu umsvifalaust. Hinsvegar kom það síðar í ljós í persónulegum viðtölum við útibústjórann að þáver- andi sparisjóðsstjóri hafði að loknum stjómarfundi gefíð þá fyrirskipun að Friði 2000 skyldi ekki gefín fyrirgre- iðsla af neinu tagi í Sparisjóðnum. Þrátt fyrir þennan mótbyr frá stjóm SPRON héldu Friður 2000 og Ástþór Magnússon tryggð við Spari- sjóðinn í þeirri von að viðkomandi sæju að_ sér eftir reynslu af viðskipt- unum. Á því rúma ári sem við höfum verið í viðskiptum hjá SPRON hafa umsvif á tveimur ávísanareikningum verið tæpar 55 milljónir króna auk gjaldeyrisviðskipta upp á svipaða upphæð því peningarnir hafa nær allir komið_ með millifærslum frá reikningi Ástþórs Magnússonar í Bretlandi. Komið hefur fyrir að milli- færslur að utan hafa „týnst“ hjá Sparisjóðabankanum, en annars hafa viðskiptin að mestu gengið snurðu- laust fyrir sig, þó án þess að Friður 2000 hafi notið nokkurrar iánafyrir- greiðslu eða sértakrar velvildar hjá stjóm Sparisjóðsins. Sparisjóðsstjórinn heldur því fram að ástæða þess að Ástþór Magnússon sé ekki æskilegur sem prókúmhafí á ávísanareikningi í bankanum, sé að nafn Ástþórs sé á vanskilaskrá bank- anna. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um hefur Sparisjóðurinn ekki getað lagt fram upplýsingar um þessi van- skil eða viðkomandi skrár. Eftir at- hugun í öðmm banka, kom í ljós að nafn Ástþórs er hvergi að fínna á neinum vanskilaskrám bankanna. Aðspurður vildi sparisjóðsstjórinn ekki viðurkenna að um fordóma væri að ræða vegna fímmtán ára gamals gjaldþrotamáls. Em gamlir keppi- nautar, svo sem stjómarformaður Sparisjóðsins sem jafnframt er for- stjóri Hans Petersen og einn aðaleig- andi augiýsingafyrirtækisins Eureka, enn að elda grátt silfur? Eða kemur sá sannleikur sem ég hef haldið á lofti, að vegna þeirrar verðbréfaspila- mennsku sem nú á sér stað í banka- kerfínu mun heimur bankanna hiynja eins og spilaborg á næstu áram, illa við stjómarmenn Sparisjóðsins? Sann- leikurinn er oft sár, og staðreyndin er sú að þrátt fyrir glæsibæklinga gæti SPRON hæglega orðið gjald- þrota við verðbréfahrun því Sparisjóð- urinn hefur flárfest nær tvo milljarða af innstæðum viðskiptavina sinna í markaðsskuldabréfum. Hvað er svar- ið SPRON? Höfundur er stofnandi Friðar2000. Heimilis- læknaskortur í Reykjavík KOMIÐ hefur til tals að Tryggingastofnun ríkisins (TR) veiti starfs- heimildir fyrir tvo heim- ilislækna í Reykjavík og nágrenni á grundvelli samnings stofnunarinn- ar við Læknafélög ís- lands og Reykjavíkur. Af því tilefni var ég sem starfandi héraðslæknir beðinn að segja álit mitt á þörf fyrir heimilis- lækna í héraðinu. Gerði ég það með bréfi í ágúst sl. þar sem ég kvað þörf vera fyrir fleiri heimilis- lækna að því tilskildu að þeir hefðu starfsað- stöðu sambærilega og gerist á heilsugæslustöðvum. Oskað "Var frekari rökstuðnings á efni fyrra bréfsins og var það gert með bréfí í nóvember. Þar var áréttað að ekki væri þörf fyrir fleiri heimilislækna í Reykjavík sem störfuðu við þær knöppu aðstæður sem samningurinn við TR býður upp á. Þriðjudaginn 17. desember kvaddi Ólafur F. Magnússon læknir sér hljóðs í fjölmiðlum. Beindi hann spjótum sínum að mér vegna þess- ara bréfa. Rangfærslur hans þarfn- ast leiðréttinga. 1. Ólafur segir mig hafa sýnt andúð á sjálfstæðum stofurekstri lækna. Þetta er alrangt. Ólafur veit það en hvers vegna hann kýs að halda þessu fram verða aðeins get- sakir í bili. Ég hef um árabil verið talsmaður þess að einstaklingar eða hópar tækju að sér rekstur heilsu- gæslustöðva en það hefur aldrei Lúðvík Olafsson Tóbaksvarnir krabbameinssamtakanna Atján milljónir til fræðslu- starfs á árinu Á SÍÐUSTU tveimur áratugum hafa krabbameinssamtökin varið um sex- tíu ársverkum til tóbaksvamastarfs í grunnskólum landsins. Þetta kom fram á formannafundi Krabbameins- félags íslands sem haldinn var ný- lega. Engin önnur samtök hafa lagt jafn mikið til tóbaksvama meðal æskufólks í landinu. Árangurinn er * óumdeilanlegur þó að nokkur aftur- kippur hafí orðið allra síðustu árin sem hefur verið bmgðist við með ýmsum hætti. Það var Krabbameinsfélag Reykjavíkur sem fyrst tók upp skipu- legt tóbaksvarnastarf í skólum og það mikla átak sem félagið hóf fyrir 20 ámm hefur staðið látlaust síðan. Átakið hefur ekki verið bundið við höfuðborgarsvæðið heldur náð meira eða minna til alls landsins. Er óhætt að segja að það hafí verið burðarás- inn í tóbaksvörnum í grunnskólum þetta tímabil. 1 Á síðasta áratug hafa nokkur önn- ur krabbameinsfélög ráðið sér starfs- menn hvert af öðru, fyrst Krabba- meinsféiag Akureyrar og nágrennis, þá Krabbameinsfélag Austfjarða, Krabbameinsfélag Arnessýslu og loks Krabbameinsfélag Suðurnesja. Hefur aðal viðfangsefni þeirra flestra verið fræðsla í gmnnskólum á félags- r svæðunum með sama eða mjög svip- Ðaglegar reykingar 12-16 ára grunnskólanema í Reykjavík Þorvarður Örnólfsson Jóhannes Tómasson krabbameinsfélögun- um við tóbaksvarnir í skólum og aðra fræðslu- og útgáfu- starfsemi um krabba- mein og krabbameins- varnir. Auk þess hefur hópur læknanema að venju verið ráðinn til að taka þátt í skóla- fræðslunni á höfuð- borgarsvæðinu. Heiid- arkostnaður við fræðslustarf samtak- anna nemur á árinu um 18 miiljónum króna og tengist það að stærstum hluta starfínu í skólunum. MYNDIN sýnir hlutfall 12-16 ára nemenda sem reyktu dag- lega samkvæmt könnunum (allsherjarathugunum) sem héraðslæknirinn í Reykjavík (áður borgarlæknir) hefur beitt sér fyrir í grunnskólum borgarinnar á fjögurra ára fresti frá 1974. Atak Krabba- meinsfélags Reykjavíkur í grunnskólum borgarinnar hófst í byrjun árs 1976. uðu sniði og hjá Krabbameinsféiagi Reykjavíkur. Uppistaðan í þessari starfsemi eru árlegar heimsóknir í bekki, allt frá 6. bekk upp í 10. bekk. Hver deild fær hverju sinni einnar til Það er ungu fólki ávinningur, segjaÞor- ---------n------------- varður Ornólfsson og Jóhannes Tómasson, að hafna tóbakinu. tveggja kennslustunda fræðsiu sem er miðuð við aldur og þroska nem- enda. Rætt er við þá um margvís- lega skaðsemi tóbaks og um ýmis önnur vandamál sem tengjast tób- aksneyslu. Jafnframt er leitast við að auka skilning og áhuga unga fólksins á tóbaksvörnum. Sterklega er bent á ávanahættuna sem fylgir því að fikta við tóbak. Aðrir helstu þættir skólastarfsins eru öflun, gerð og útgáfa ýmiss konar kennslu- og upplýsingaefnis, þar á meðal fræðslumynda. Happdrættið fjármagnar fræðsluna Á þessu ári hafa samtals níu manns, hjúkrunarfræðingar, kenn- arar og fleiri verið í föstu starfi hjá Það starf er að mestu borið uppi með tekjum af happdrætti Krabba- meinsféiagsins og veltur þess vegna mjög á stuðningi landsmanna við happdrættið. Nokkur bæjarfélög hafa einnig styrkt fræðslustarfsem- ina. Samstarf hefur verið milli Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og Tóbak- svarnanefndar um ákveðin verkefni, m.a. um að veita árlega öllum reyk- lausum 8.-10. bekkjum grunnskóla viðurkenningu og að verðiauna nokkra reyklausa bekki og einstakl- inga. Vísindamenn hafa komist að þeirri ógnvænlegu niðurstöðu að helmingur þeirra sem bytja að reykja á ungl- ingsárum og reykja pakka á dag fram eftir ævi deyi ótímabært af völdum reykinganna og það allt frá fertugsaldri. Augijóst er hvílíkur ávinningur það er ungu fólki að forð- ast tóbaksneyslu. Tóbaksvarnastarf krabbameinssamtakanna miðar að því að sem flestir taki þá stefnu og standi við hana. Þorvarður er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Jóhannes situr í stjórn þess. þýtt að ég vildi slaka á kröfum um góð starísaðstöðu. 2. Ólafur lætur eins og ágreiningurinn standi um rekstrar- formið en að öðru leyti sé um sambærilega starfsemi að ræða hjá heimilislæknum innan og utan heilsugæslu- stöðva. Það er einnig alrangt. Eins og fyrr segir er enginn ágreiningur um að mismunandi rekstrar- form skuli þrífast. Hins vegar er ágrein- ingur um það við hvers konar starfsaðstöðu heimilis- læknar skuli búa. Má benda á að í Þannig mætum við þörfum fóksins, segir _ Lúðvík Olafsson, og þörfum ungra heimilis- lækna. flestum nágrannalöndum okkar miðast menntun heimilislækna við svipaða starfsaðstöðu og gerist á heilsugæslustöðvum. 3. Eg er ennþá og hef lengi verið þeirrar skoðunar að þörf sé á veru- legri aukningu heimilislækna á höf- uðborgarsvæðinu öllu. Á því hef ég ekki skipt um skoðun. Hins vegar tel ég, og eru bréf mín þar að lút- andi algerlega samhljóða, að sú fjölgun eigi að vera innan ramma heilsugæslunnar og gildir þá einu hvert rekstrarformið verður. Samn- ingur læknafélaganna og TR trygg- ir heimilislæknum ekki fullnægjandi starfsaðstöðu og því er ekki þörf fleiri heimilislækna á þeim samningi óbreyttum. 4. Heilbrigðisráðuneytið hefur markað stefnu í uppbyggingu heilsugæslunnar. Þeirri stefnu þarf að fylgja og ljúka við uppbygging- una. Heilbrigðisþjónusta á lands- byggðinni stendur og fellur með heilsugæslustöðvunum og mönnun þeirra. Grundvallaratriði er því að kerfi heilsugæslunnar nái um allt land til þess að tryggja viðgang þess. Gloppur í hlutverki heilsugæsl- unnar á höfuðborgarsvæðinu munu fæla unga lækna frá námi í þessari grein og mönnunarvandamál þá skjótt koma í ijós í hinum dreifðu byggðum landsins. í þessu sam- bandi er rétt að nefna að ég hef rætt við fjölda ungra heimilislækna sem hugsanlega myndu sækja um lausar stöður á vegum TR. Engan þeirra fýsir til að starfa á þeim samningi en þeir sjá sig allir knúna til þess ef ekkert annað býðst. 5. Þar sem TR virðist aflögufær og geta boðið stöður heimilislækna tel ég rétt að nýta það tækifæri, en þá í samvinnu við heilbrigðis- ráðuneytið og stjórnir heilsugæslu, þar sem heimilislæknaskortur er. Þá verður unnt að reka sjálfstæðar heilsugæslustöðvar eins og gert er í Heilsugæslunni í Lágmúla þar sem fímm sjálfstætt starfandi heimilis- læknar reka ígildi heilsugæslustöðv- ar með sérstökum samningi við heil- brigðisráðuneytið og stjórn heilsu- gæslunnar í Reykjavík. Þannig mætum við bæði þörfum fólksins um þjónustu og þörfum ungra heim- ilislækna um viðunandi starfsað- stöðu. Höfundur er starfandi héraðslæknir í Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.