Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 39 _______AÐSENPAR GREINAR___ Boðskapur jólanna hvatning til Iðnskólans BOÐSKAPUR jól- anna er sígildur og höfðar til allra þátta mannlífsins. Hann er sígildur því hann boð- ar fæðingu ljóssins í myrkrinu, hann boðar fæðingu frelsarans, Jesús Krists, vinar okkar og samfylgdar- manns. Boðskapurinn á erindi til okkar allra. Hér ætla ég að fjalla um það erindi sem hann á inn í Iðnskólann í Reykjavík og allar aðr- ar menntastofnanir landsins í senn. Góðan daginn! má ég fá að sjá skilríki þín? Þakka þér fyrir - nú eru þér allir vegir færir, já meira að segja til himnaríkis - gjörðu svo vel. Þetta er hin gullna regla skilst mér hjá Iðnskólanum í Reykjavík í dag. Hér er maður núm- er á skilríkjum. Persónan, þú, ungl- ingurinn, námsmaðurinn ert ekkert annað en númer; það eru skilaboð skólayfirvalda í þeim skóla. Virð- ingin fyrir manninum, einstaklingn- um, að til sé heiðarleiki, að aðrir innan skólans, t.d. kennari þinn, geti borið kennsl á þig óspurður, hefur ekki gildi. Þú ert nefnilega ekkert án kennitölu þinnar. Hvar erum við stödd? Hvaða tímaskeið erum við að tala um? Kæru með- borgarar, við erum að tala um dag- inn í dag. Við erum að tala um það viðmót sem „fullorðnir" sýna unga fólkinu í ofangreindum skóla hér í bæ, þar sem reglur eru settar af réttmætum ástæðum, en þar sem þeim er framfylgt í blindni og al- menn skynsemi eða rökhyggja virð- ast vera óþekkt fyrirbæri; þar sem lögmálshyggjan ríkir á kostnað trausts og náungakærleika. Reglan er að þegar þú mætir í próf áttu að sýna skilríki og er hún góð og gild. Reglan er sett vegna óheiðarleika sem borið hefur á: nemendur hafa farið í próf í ann- arra nafni og er þessi skóli ekkert einsdæmi um það. Erindi mitt hér er að vekja athygli á hvernig þessi skóli velur að beita þessari reglu og sem ég held fram að sé aldeilis forkastanlegt. Áður en lengra er haldið skal gerð grein fyrir því atviki sem er ástæða þessara skrifa minna. Unglingur mætir til prófs í ofan- greindum skóla, en uppgötvar þegar þang- að kemur að hann hef- ur gleymt persónuskil- ríkjum sínum heima. Honum er bent á að tala við prófstjóra, sem hann gerir og meðan hann er á tali við hann kemur kennari hans aðvífandi, heilsar ungl- ingnum með nafni og spyr hvort hann ætli ekki í prófið. Ungling- ur svarar að sam- kvæmt reglum sé það ekki hægt því hann hafi gleymt skilríkjunum. Kennari snýr sér að prófstjóra og segir að þetta sé nem- andi sinn og að hún geti staðfest hver hann sé og spyr hvort hann geti þá ekki fengið að fara í prófið þennan dag. Reglur eru reglur! er svarið frá prófstjóra og þeim á að Allar reglur, segir Ragnheiður Jóns- dóttir, hafa sín takmörk. fylgja, nemandinn fær ekki að taka prófíð heldur verður hann að mæta í sjúkrapróf með skilríki sín og borga 900 kr. gjald, segir hann. Með þessa afstöðu, með þessa lausn skólayfirvalda, með þessa upp- lifun af samvinnu milli kennara og prófstjóra, af þvi hvemig á málum hans er tekið, gengur unglingur heim. Hvað skyldi hafa farið um huga hans? Skyldi þetta viðmót hafa styrkt réttlætistilfínningu unglings- ins, eflt traust hans á skólayfirvöld- unum og aukið virðingu hans gagn- vart þeim? Ætli honum hafí fundist að komið hafi verið fram við sig eins og manneskju, að hann hafí verið viðurkenndur sem einstakling- ur í hóp, innan kerfís, í skólasamfé- lagi þar sem tengsl milli kennara og nemanda ættu að byggjast á gagnkvæmu trausti, þar sem maður mætti ætla að litið væri á einhvem mann sem fullgildan einstakling, mennskan? Ég held ekki. Það er sorgleg staðreynd að óheiðarleiki þrífst meðal sumra nemenda innan veggja skólanna og þeir misbjóða trausti þeirra sem fyrir málum standa. Það er siðferð- islega rangt og engum manni til velferðar á vegi sínum, það er veg- ur myrkursins. Þessu er mætt, skilj- anlega, með því að setja reglur til að sporna á móti siðleysinu. En all- ar reglur hafa sín takmörk, það var bara ekki tilfellið í þessum skóla. Hér eru reglur gerðar að lögum. Það em til gleðileg tíðindi á okkar tíma, fagnaðarboðskapur jólanna, að það er ljós í þessum heimi, að til eru heiðarlegir og fjölhæfir ungl- ingar og námsmenn með heilbrigða skynsemi og að þeir eru í miklum meirihluta. Þeim ber að gefa tæki- færi og mæta með almennri skyn- semi. Ef við einblínum á allt það sem miður fer í kringum okkur, sjáum við ekkert annað og það verð- ur viðmiðun okkar í lokin og lausn- irnar fundnar eftir því. Er það þetta gildismat sem lesa má úr ofan- greindu atviki? Við verðum að geta treyst á okkar eigin dómgreind og beitt heilbrigðri skynsemi í sam- skiptum okkar við annað fólk. Ef við, þau „fullorðnu“, getum ekki sýnt unglingum okkar traust vegna afglapa þeirra fáu sem hafa valið veg villunnar, þá erum við orðin forhert í hjarta okkar og skiljanlegt að ljósið eigi erfítt með að skína þar. í ofangreindu tilviki var kenn- ari nemandans reiðubúinn til að staðfesta nafn hans og það hefði átt að nægja, skyldi maður ætla. Traust hennar byggist á reynslu, hún þekkir nemanda sinn, ekki bara af skilríkjum heldur úr kennslu- stundum, en það hafði ekkert gildi og þau viðbrögð prófstjóra eru sið- ferðislega forkastanleg. Það er því við hæfi að spyrja á hvaða gildum og mannskilningi byggir Iðnskól- inn? Er ekki ástæða til fyrir það ágæta kennaralið og stjórnendur þessa skóla að hugleiða eitt augna- blik gleðiboðskap jólanna og taka beitingu ofangreindrar reglu til endurmats svo að einstaklingurinn fái notið sín og sé sýnd tilskilin virðing. Með bestu óskum um gleði- leg jól. Höfundur er guðfræðinemi. Ragnheiður Jónsdóttir ALVÖRU SPORTVÖRUVERSLUN Ótrúlegt vöruúrval % % * $ 'WA ■ ' Rafmagnsdart Dartpílur 3 stk. verðfrá kr. 490 Dartskífur verðfrá kr. 990 Dart- skápar verðfrá kr. 3.595 | |f |U KIV ll^ telur sjálfvirkt með 12 pílumf 220 volt, plastoddar, 4 leikir með 40 leikafbrigðum Verð aðeins kr. 9.900, stgr 9.405 Verslunin Dreifmg: Háskólaútgáfan. Hugarfar og hagvöxtur Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum eftir Stefán Ólafsson í þessari bók er fjallað um hugarfar nútímamanna. Höfundur rekur þætti úr hugmynda- sögu þjóðfélagsfræðanna frá miðöldum til nútímans og sýnir hvemig veraldleg lífs- skoðun varð smám saman ríkjandi í menningu Evrópumanna. Þá sýnir höfundur hvemig breytt hugarfar tengdist þjóðfélagsbreytingum, einkum tilkomu kapítalisma, lýðræðis- skipulags og iðnvæðingar, sem skapaði vestrænum þjóðum sérstöðu í heiminum. Seinni hluti bókarinnar veitir athyglisverða innsýn í hugarfar íslendinga og forsendur framfara „Þetta er grundvallar- rit sem enginn hugsandi Islendingur getur látið fram hjá sér fara“ (Guðmundur Heiðar Frímannsson, ritdómur í Morgun- 16.10.1996).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.