Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 * ^atvinnsluvél 400 Wfc* með ávaxta- og m1* «-* grænmetispressu fÍKENWOOD!* ^^Matvinnsluvél 400W.^S* J:* * * . ^KENWOOD'* T.ikMatvinnsluvél 500W.%# Kennslumyndband á íslensku fylgir. ♦ T IfKENWÖODV, 4*^8andþeytari ^ standi^J * * AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGINN 13. desember varð leiðarahöfundi Morgunblaðs- ins merking og samsetning kjöt- vöru að umfjöllunarefni, sem áður var fjallað um á neytendasíðum blaðsins þann 12. desember sl. Leiðarahöfundur lætur að því liggja að töf á birtingu og gildis- töku reglugerðar um kjöt og kjöt- vörur ógni heilsufari almennings. Hér er sem betur fer um misskiln- ing að ræða. Hollustuvernd ríkisins og heil- brigðiseftirlit sveitarfélaga, hafa undanfarin ár einbeitt sér að að- gerðum sem stuðla að auknum gæðum, heilnæmi og hollustu mat- væla, ekki síst kjötvöru. Frá 1994 hafa verið settar um 30 reglugerð- ir á matvælasviði og meðal þeirra er reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Þar er þess m.a. krafist að öll matvælafyrir- tæki komi á innra eftirliti, að mat- vælafyrirtæki sjái til þess að starfsfólk sitt hafi nægjanlega þekkingu í málum er lúta að gæð- um, heilnæmi og hollustu matvæla, auk ítarlegra krafna varðandi að- búnað, þrif og umgengni í mat- vælafyrirtækjum. I tengslum við þetta hafa stofnanir og eftirlitsað- ilar með matvælafyrir- tækjum hrint af stað fræðsluherferð um gæða- og hollustu- háttamál. Þessar að- gerðir auka mjög ör- yggi matvæla sem hér eru á boðstólum. Holl- ustuvernd ríkisins og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa því á undanförnum árum, öðru fremur, einbeitt sér að því að tryggja gæði, heilnæmi og hollustu matvæla. í reglugerð um kjöt og kjötvörur er fyrst og fremst stefnt að því að staðla samsetningu og vöruheiti helstu kjötvara sem eru hér á markaði. Dæmi um staðal er að hamborgarar skuli eingöngu vera úr nautahakki. Slíkur staðall kem- ur ekki í veg fyrir framleiðslu kjöt- borgara úr því hakki sem framleið- andi kýs, með þeim aukefnum sem aukefnareglugerð heimilar, með prótínum úr mjólk eða soja og við- bættu vatni. Þessi hráefni og auk- efni, munu eftir sem áður koma fram í innihaldslýsingu. Heiti þess- arar vöru, sem mörgum mun þykja hinn ágætasti matur, mun hinsvegar verða annað en hamborgari. Hvorug varan er neyt- endum hættuleg. Vörustöðlum er ætlað að vernda neytendur gegn óréttmætum við- skiptaháttum, en þeir hafa takmörkuð áhrif á heilsu neytenda. Reglugerð með slíkum vörustöðlum verður til hagsbóta fyrir fram- leiðendur og neytend- ur. Framleiðendur geta keppt um verð á vöru með vöruheiti sem tryggir að um sambærilega vöru sé að ræða. Neytendur geta auðveldlega gert samanburð á verði og gæðum. Af þessu má ljóst vera að reglur á þessu sviði tengjast á engan hátt heilsufari neytenda og fullyrðing leiðarahöfundar Morgunblaðsins um hið gagnstæða er röng. Rétt er að vinna við reglugerð um kjöt og kjötvörur hófst fýrir nokkrum árum. Hún féll hins veg- ar niður þegar samningurinn um EES tók gildi og réð þar nokkru óvissa um gildissvið slíkra reglna, annars vegar gagnvart innlendri framleiðslu og hins vegar innflutt- um kjötvörum. Framkvæmd samn- ingsins fylgdu einnig miklar annir á Hollustuvernd og vitnar fjöldi nýrra reglugerða um matvæli og matvælaeftirlit þar um. Um tíma leit svo út að reglugerðin sem hér er til umræðu myndi aðeins gilda Af þessu má ljóst vera, segir Asmundur E. Þorkelsson, að vöru- staðlar fyrir kjötvörur tengjast á engan hátt heilsufari neytenda og fullyrðing um hið gagn- stæða er röng. fyrir innlendar vörur, en leyfður yrði innflutningur á vörum sem þyrftu ekki að uppfylla þessar regl- ur. Líkur eru á að svo verði ekki og því hóf Hollustuvernd á ný vinnu við reglugerðina og mun senda hana umhverfisráðuneytinu til meðferðar innan tíðar. Höfundur er matvælafræðingur og starfar hjá Hollustuvernd ríkisins. Merkingar á kjötvörum Ásmundur E. Þorkelsson lærslunin Ein stxrsta sportvmivcrslwi Æi £&> kindsins JT&fwÆM Wœ Ai'iniilii 10 • s ‘>'» i 'íi20-568 8860 - kjarni málvins! Fjölskyldan - jólin - áfengið FOSTUDAGINN 22. nóvember sl. var bind- indisdagur fjölskyld- unnar. Áfengi gleður margan manninn, eins og við sjáum t.d. í sápuóperum og bíó- myndum. En eins og flestir vita þá er áfeng- ið vandmeðfarið og enginn veit hver verður því að bráð. Best er vafalaust að sleppa því alfarið. Unglingar í dag eru ekki öðruvísi en þeir hafa verið í gegnum áratugina, en það er og verður hver bam síns tíma. Mig langar að hvetja okkur, fullorðna fólkið, að verða Tími jóla og áramóta er oft sá tími, segir Gylfi Sigurðsson, sem fólk ákveður að breyta um lífsstíl eða stefna að ein- hverju sérstöku. góðar fyrirmyndir ungmenna okkar og leggja hver sitt af mörkum í baráttunni við áfengið. Það skiptir öllu máli hvernig við fullorðnu erum og hvað við gerum, börn og unglingar endur- spegla hegðun okkar. Tími jóla og áramóta er oft sá tími sem fólk ákveður að breyta um lífsstíl eða að stefna að einhverju sérstöku. Tökum öll þátt, hvert á sinn hátt núna um jól og áramót. Það eru mörg börn sem þjást vegna áfengisneyslu foreldra sinna og for- eldrar sem þjást vegna neyslu barna sinna. Látum ekki áfengi skemma jólaskemmtunina, höldum jól án áfengis og tökum framhaldið með festu og jákvæðni. Til þeirra aðstandenda sem eiga ástvini sem eru að hætta neyslu, styðjið vel við bakið á þeim þegar þau snúa til lífsins aftur og verða þau sjálf. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. í gegnum súrt og sætt eigum við alltaf vin sem aldrei bregst. Með Jesúm í hjarta okkar og trúna á Guð eru okkur allir vegir færir. Með ósk um gleðileg áfengislaus jól. Höfundur er æskulýðsfulltrúi Landakirkju. Gylfi Sigurðsson Gleymdu ekki Den gamle í jólaboðinu! Tytteberjasulta. Kirsjuberjasósa á Frábær með villibráð. Riz á l’allamandl, á ostakökuna eða á ísréttinn skartgrípi ftá SilfurbúÖinni fch SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar freröu gjöfína -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.