Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 41 1 AÐSENDAR GREINAR Einkavæðing ÁTVRer hagkvæm FYRIR nokkrum dögum birtist grein eft- ir forstjóra ÁTVR þar sem fjallað var um einkarekstur í smásölu áfengis. Skoðanir for- stjórans verður að meta í ljósi þeirrar staðreynd- ar að hann hefur veru- legra hagsmuna að gæta af því að viðhalda því einokunarformi sem nú er fyrir hendi. Gamalkunnug rökleysa Rauði þráðurinn í málflutningi forstjórans hefur verið endurtekinn af öllum ríkisforstjór- um, í flestum löndum heims, þegar komið hefur að einkavæðingu stofn- ana þeirra. Aftur og aftur er því haldið fram að ríkisvaldið sinni við- komandi þjónustu betur og á hag- kvæmari hátt en einkaaðilar. Á árum áður starfrækti hið opin- bera til dæmis bæði bifreiðaeinkasölu og viðtækjaeinkasölu með þeim rök- um að slíkt væri hagkvæmt fyrir þjóðina. Í dag myndu fáir taka undir þau rök. Hagkvæmni ÁTVR? Forstjórinn fullyrðir að á meðan ÁTVR hafí séð alfarið um innflutning áfengis hafi nægt að leggja 10,5% ofan á „svokallað kostnaðarverð vöru“ til þess að greiða allan rekstr- arkostnað ÁTVR af heildsölu og rekstri 24 verslana í landinu og jafn- framt til að greiða „eðlilegan" arð. Forstjóri ÁTVR gerir sig sekan um talnaleik- fimi, að mati Jónasar Fr. Jónssonar, og gleymir ýmsum kostn- aði sem verðurtilí verzlun. Forstjórinn útfærir hins vegar ekki hvað sé hið „svokallaða kostn- aðarverð vöru“ og „eðlilegur arður“. Forstjórinn nefnir heldur ekki ýmsán kostnað sem verður til í verslun og einkaaðilar þurfa að borga en ríkis- fyrirtæki láta ríkið sjá um. Þó að ríkið sjái um þennan kostnað, þá þýðir það ekki að hann sé ekki til. Talnaleikfimi forstjórans - gögn úr fjármálaráðuneytinu Þegar metin er álagning skiptir auðvitað mestu máli hvort hún er lögð á fyrir eða eftir áfengisskatt, en skattlagningin er stærsti hluti áfengisverðsins. í reikningsdæmum sem undirritaður hefur undir höndum frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að sé álagningin lögð á fyrir skatt sé hún 40-55% af kostnaðarverði en eftir skatt verður hún 5-22%. í sama reikningsdæmi kemur fram að álagn- ing ÁTVR var áður fyrr reiknuð áður en ígildi áfengis- skatts (sem þá var hluti af álagningu ÁTVR) var reiknað inn í áfeng- isverðið, en hins vegar er hún í dag reiknuð eftir að skatturinn hefur verið lagður á. Álagning ÁTVR fyrir frelsi í inn- flutningi og heildsölu var því a.m.k. á bilinu 40-55% fyrir skatt og því langt í frá þeim 10,5% sem forstjórinn nefnir. Rekstur í eðlilegu umhverfí í greininni eru heldur ekki nefndir ýmsir kostnaðarliðir sem menn í rekstri þurfa að búa við, lifi þeir ekki í vemd- uðu umhverfi í skjóli ríkisins. Þannig þarf ÁTVR hvorki að borga tekju- og eignarskatt né sér- stakan skatt á skrifstofu- og verslun- arhúsnæði. Þetta þýðir m.v. áætlað- an hagnað ÁTVR, skv. fjárlögum, og eignum félagsins, að það sé að spara sér um 800 milljónir króna og þann kostnað er ríkissjóður að taka á sig. ÁTVR nýtur einnig ótakmarkaðr- ar ábyrgðar ríkisins sem leiðir til betri aðgangs að lánsfjármagni, þó svo að slíkt sé engin trygging þess að lánsfénu sé betur varið en hjá einkaaðilum. Þessu til viðbótar má geta að einkafyrirtæki þurfa yfirleitt að hafa fyrir því að greiða stofnkostnað. Þau njóta ekki þeirrar blessunar að skatt- borgarar landsins setji upp fyrirtæk- ið fyrir þau. Einkarekstur er hagkvæmari Að síðustu biður forstjórinn um rök fyrir breytingum en þau virðast hafa farið framhjá honum til þessa. Nokkur dæmi skulu nefnd. Fyrir það fyrsta hefur það al- mennt sýnt sig að einkarekstur er hagkvæmari en opinber. Rekstur áfengisverslunar er ekkert frábrugð- inn öðrum verslunarrekstri. í öðru lagi er það ekki hlutverk hins opin- bera að standa í verslunarrekstri, fremur en t.d. rekstri veitingahúsa. Fjármunum hins opinbera er betur varið í annað. í þriðja lagi verður að telja, einkum með hliðsjón af því sem á undan er rakið, að núverandi kerfi feli ekki í sér neina sérstaka hagkvæmni, þrátt fyrir talnaleikfím- ina. í fjórða lagi er full ástæða til þess að bæta þjónustuna, koma sölu á þessum vamingi út úr fyrirkomu- lagi haftaáranna og til samræmis við það sem almennt tíðkast í Vestur- Evrópu. I fímmta lagi mun samkeppni á þessu sviði verða heilbrigðari, en þess má geta að nú þegar hefur ÁTVR í tvígang brotið samkeppn- islög og fyrir liggur a.m.k. ein önnur kæra hjá samkeppnisyfírvöldum vegna viðskiptahátta fyrirtækisins. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands. Jónas Fr. Jónsson áPr recision movements nákvæmni RAYMOND WEIL GENEVE Danskt eðalkonfekt eftirjólamatinn... Á sérstöku tilboði í verslunum: \ ! I j f 'f 1 j. t ( Óður til íslenskra sjómanna... Við eigum samleið er diskur með lögum sem SigfúsHalldórsson hefur samið og tileinkað sérstaklega íslenskum sjómönnum. Ómissandi fyrir unnendur íslenskrar tónlistar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.