Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 FÁÐU ÞÉR MIÐA FYRIR KL. 20.20 MIMIMIIMGAR AÐALSTEINN HALLDÓRSSON + Aðalsteinn Jó- hannes Hall- dórsson var fæddur á Hallbjarnarstöð- um á Tjörnesi 12. nóvember 1913. Hann lést á Sjúkra- húsi Þingeyinga hinn 13. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Steinþóra Guð- mundsdóttir frá Flögu í Þistilfirði og Halldór Gamalí- el Siguijónsson frá Hallbj arnar stö ðum á Tjömesi. Hann var þriðji í röð fjögurra bræðra sem voru: 1) Gunnlaugur Jakob, hann lést á fyrsta aldursári. 2) Sigur- mundur Friðrik, f. 6. feb. 1909, d. 29.12. 1975. 3) Aðalsteinn sem hér er kvaddur. 4) Guð- mundur Gunnlaugsson, f. 15. maí 1923. Kona Aðalsteins var Margrét Guðný Tryggvadóttir, f. 14. júní 1913 á Auðbjargarstöðum í fjörunni fyrir neðan Hallbjam- arstaði á Tjömesi finnur maður kristalla. Sem lítil stelpa í fjömferð þar með afa fann ég einn slíkan. Gimsteinn, hugsaði ég þegar ég hélt á honum í lófa mínum í bílnum á leiðinni heim. Svo átti ég líka annan gimstein frá Hallbjarnarstöð- um, risastóran. Fjömferðin var ekki eina ferðin sem ég og systkini mín fómm með afa og ömmu meðan hún lifði, en hún lést í nóvember 1980. Þá flutti afi til okkar þar til hann flutti til Guðmundar bróður sins, en einstaklega kært var á milli þeirra bræðra. Síðustu sjö árin bjó hann í Hvammi, dvalarheimili aldraðra á Húsavík. Fyrri hluta ævinnar stundaði afi sjóinn, fór á vertíðir m.a. í Sandgerði og var verkstjóri í frystihúsinu á Húsavík í mörg ár. Hann starfaði í verslun- inni Oskju og var framkvæmda- stjóri þar um árabil. Síðustu starfs- árin starfaði hann við önnur versl- unarstörf og hjá Guðmundi bróður sínum. í Hliðskjálf, heimili hans og ömmu Möggu, var mikill gesta- gangur enda bæði mjög gestrisin og þar áttum við, ég og systkini mín, ógleymanlegar stundir umvaf- in óendanlegri ástúð, og uppátæki þeirra til að skemmta okkur barna- börnunum voru svo dásamleg að við tárumst enn úr hlátri þegar við rifjum þau upp. Margrét systir mín ólst upp hjá þeim fyrstu níu ár ævinnar og var hún augasteinninn þeirra og hugsaði alltaf mjög vel um þau. Eftir að amma dó hefur hún reynst afa betur en orð fá lýst. Elsku Magga mín, missir þinn er í Kelduhverfi, hún lést 17. nóv. 1980. Þau eignuðust þijú börn. Elst var stúlka, f. 18. des. 1944, hún dó í fæð- ingu. 2) Þórhalldur Valgarð, f. 9. jan. 1947, sambýliskona hans er Björg S veinbj örnsdóttir. Börn hans og Svan- hildar Þorleifsdótt- ur eru: Margrét Guðný, f. 17. jan. 1964, gift Heiðari Sigvaldasyni, henn- ar barn er Rebekka Asgeirs- dóttir, f. 1. apríl 1986; Elín, f. 6. maí 1967, sambýlismaður hennar er Teitur Atlason; Rík- arður, f. 7. jan. 1973. 3) Dreng- ur, f. 15. nóv. 1954, d. 17. nóv. 1954. Sonardóttir þeirra, Mar- grét, ólst upp hjá þeim hjónum til níu ára aldurs. Aðalsteinn verður jarðsung- inn frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eflaust meiri en ég get ímyndað mér og ég get lítið sagt til að hugga þig en við eigum margar, margar fallegar og skemmtilegar minning- ar. Takk fyrir hvað þú hugsaði vel um hann. Elsku pabbi, Rikki, Re- bekka, mamma, Heiðar, Guðmund- ur og öll þið sem honum þótti svo óskaplega vænt um, við skulum biðja guð að vera hjá okkur öllum. M öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. - Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. (Einar Ben.) Blessuð sé minning um góðan mann. Elín Þórhallsdóttir. Bróðurkveðja Velkomin nótt, nú hljóðnar um hauður og haf hugurinn dapur, í sál minni brostinn er strengur. Höndin þín milda, sem líknaði, gladdi og gaf græddi margt sár hver fær hennar notið ei lengur. Vegferð þín öll var góðvild í garð sérhvers manns þú gættir þess alltaf að hlúa að rétti hins smáa. Ef manni var hallmælt þú liðsinni lagðir til hans og leystir þess vanda, sem átti sér vinina fáa. Velkomin nótt, með andvarans yljandi ró, ættjarðar signandi móðurhönd yfir þig breiði. Sá er hvildina langþráðu veitti og vöggu þér bjó, lætur vorliijur blómstra og umvefur blessun þitt leiði. Hjartkæri bróðir, guð gefi þér góðan byr á góðvina fund, handan við feigðarboðann. Ég sé þig í anda, svipmótið bjart sem fyrr, sigla með reisn og hverfa inn í morgunroðann. Guðmundur G. Halldórsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfm Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. 4 í * i I 1 4 4 4 <1 4 < ( i i i i i < < < < < < <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.