Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 45 MINNINGAR JOHANN TEITSSON + Jóhann Teits- son var fæddur á Ægissíðu á Vatnsnesi 13. maí 1904. Hann lést í Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi 10. desember síðastlið- in. Foreldrar Jó- hanns voru Teitur Teitsson og kona hans, Jóhanna Björnsdóttir. Hann fluttist með for- eldrum sínum og eldri systkinum að Víðidalstungu að- eins þriggja vikna gamall. Faðir hans dó þegar Jóhann var 19 ára, en móðir hans bjó áfram með hjálp sona sinna, og var í Víðidalstungu allt til dauðadags, en hún varð 98 ára. Jóhann átti 10 systkini sem öll eru nú látin, eldri voru Þorbjörn, bóndi í Sporði, húsfreyja á Víðidal, Eins og geta má nærri var bernskuheimili Jóhanns þungt og allir urðu að hjálpast að. Jóhann sagði mér frá fermingar- degi sínum, þá var vonskuhríð og strax og komið var úr kirkju var farið að reyna að smala saman kind- unum. Þannig var fermingarveislan hans. Jóhann fór á vertíð í tvo vetur, annan í Vestmannaeyjum, hinn í Höfnum, en varð að vera heima á sumrin og hjálpa mömmu sinni við heyskap. í Grímstungu var hann beitarhúsamaður í fimm vetur hjá Lárusi Björnssyni og einn vetur hirti hann þar heima. í sláturhúsi hjá Sigurði Pálma- syni á Hvammstanga vann hann í mörg haust, lengst af sem kjötmats- maður. Á beitarhúsaárunum kynnt- ist hann konu sinni, Ingibjörgu Sig- fúsdóttur frá Forsæludal, og hófu þau búskap á Kampshóli í Þorkels- hólshreppi árið 1932. Þau þjuggu þar í þrjú ár en eitt ár voru þau í Víðidalstungu. Árið 1936 keyptu þau góða jörð, Refsteinsstaði í Víði- dal, og bjuggu þar til ársins 1970. Jörðin var með hálf ónýtum húsum þegar þau keyptu en þeim tókst að byggja allt upp smásaman. Jóhann var bráðlaginn og gat mikið gert sjálfur við byggingar og gat oft hjálpað nágrönnum sínum við upp- slátt og fleira. Jóhann og Ingibjörg eignuðust ekki börn sjálf en fengu einn kjör- son, Þóri Heiðmar, aðeins viku gamlan. Jóhann reiddi hann dúðað- an í sæng alla leið frá Litlu-Hlíð út í Víðidalstungu, þar. fékk hann mömmu sína til að gera barninu til góða, fékk svo bílfar út að Enni- skoti en bar barnið þaðan heim. Þetta gerðist daginn fyrir gamlárs- dag 1941. Þessi kjörsonur festi ráð sitt snemma og eignaðist alls 5 börn og barnabörnin eru nú orðin níu. Þegar Jóhann hætti búskap fluttu þau hjón heimili sitt að Flögu í Vatnsdal til systur Ingibjargar og hennar fjölskyldu. Jóhann fór svo að leita sér að atvinnu og fékk byggingarvinnu hjá Ævari Rögn- Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavurðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Anna, Bakka Óskar bóndi í Víði- dalstungu, Eggert, bóndi á Þorkelshóli, næstur í röðinni var Jóhann, þá Guðrún, húsfreyja í Bjarg- húsum í Vestur- hópi, Ragnheiður, dó ung, Aðalsteinn, kennari í Sand- gerði, Þorvaldur, verkamaður í Reykjavík, Ingunn, húsfreyja í Reykja- vík, og Elísabet, húsfreyja í Reykja- vík. Eiginkona Jóhanns var Ingibjörg Sigfúsdóttir frá For- sæludal. Þau áttu einn kjörson, Þóri Heiðmar. Hann á fimm börn. Útför Jóhanns verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. valdssyni og var hann honum ævin- lega þakklátur fyrir. Hann vann við byggingu á sláturhúsi SAH, Bók- hlöðu á Blönduósi, Húnavallaskóla, Hólalaxi og á fleiri stöðum. Hann vann í sláturhúsinu á haustin alveg þangað til hann var orðinn 82 ára. Seinasta byggingarvinnan var við safnaðarheimili Blönduóskirkju. Þau hjón reistu aftur heímili á Húnabraut 30 árið 1981, seinna fluttu þau í íbúð að Flögu en þá var heilsan orðin léleg og næst lá leiðin á dvalardeild Sjúkrahúss Blönduóss í febrúar 1989. Ingibjörg kom svo þangað líka í júní sama ár. Þar var Jóhann til 10. mars 1996 þegar hann datt og lærbrotn- aði og fór þá á sjúkradeild eftir neglingu á Ákureyri. Jóhann var tryggur vinur þeirra sem hann kynntist og þakklátur og kröfulaus sjúklingur, dálítið stífur á meiningunni og við því ekki alltaf sammála, en okkur þótti samt vænt um hvort annað, með þó nokkurri virðingu. Ég gleymi aldrei hlýjunni í orðum hans eitt sinn þegar við Þórir vorum svo til nýtekin saman er hann sagði við mig: Mundu svo góða mín, að hvernig sem fer hjá ykkur Þóri verð- ur þú alltaf tengdadóttir okkar. Þessi hlýju orð hafa hjálpað mér að sigrast á erfiðleikum. Þegar Jóhann hætti loks að vinna ætlaði hann að hafa það gott og lesa bækurnar sínar sem voru nokk- uð margarn en það tókst aðeins í eitt ár, þá var sjónin orðin of slæm til að hann gæti lesið. Jóhann minn, ég vona að þú fáir sjónina og getir ferðast um eins og þú ætlaðir þegar þú værir allur og fáir starf við smíðar eða sjó- mennsku í þeim heimi sem þú ert í núna. Ég þakka þér fyrir alla hjálp til okkar hjónanna og barna okkar og bið Guð að blessa eftirlifandi konu þína og okkur öll. Þín tengdadóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir. t Faðir okkar og fósturfaðir, GUNNAR JÓHANNSSON frá Bíldudal, Stóragerði 22, lést á Landspítalanum þann 20. desember síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra S. Gunnarsdóttir, Jóhann S. Gunnarsson, Guðrún E. Gunnarsdóttir, Salóme Kristjánsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Frakkastfg 5, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 17. desember, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu föstudaginn 27. desember kl. 10.30. Guðlaugur Þorbergsson, Helgi Þorbergsson, Ebba Þóra Hvannberg, Guðmundur Ingi Þorbergsson, Jutta Thorbergsson, Ágústa Þorbergsdóttir, Rúnar Halldórsson og bamabörn. t Þökkum samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns og föður okkar, BOGA NIKULÁSARSONAR, Sunnuvegi 18, Selfossi. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Ragnhildur Sigurðardóttir Ragnhildur Guðrún Bogadóttir, Sigrún Gerður Bogadóttir, Ragnheiður Bogadóttir, Goirþrúður Fanney Bogadóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN SNÆBJÖRNSSON, Kirkjuvegi 66 (Reynivöllum), Vestmannaeyjum, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 18. desember sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 28. des- ember kl. 14.00. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir, Grétar Sveinbjörnsson, Lilleba Sveinbjörnsson, Bjarki Sveinbjörnsson, Hjördís Sveinbjörnsdóttir, Hafdi's Sveinbjöi nsdóttir, Guðni Hjartarson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN ÞORKELSSON frá Litia-Botni, Hvalfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 20. desember. Guðleif Margrét Þorsteinsdóttir og synir. t GUNNAR EINARSSON, fyrrum sjómaður, Óldu i Blesugróf, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 15. desember. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu á Þorláksmessu, 23. desem- Aðstandendur. ber, kl. 13.30. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA JÓNATANSDÓTTIR, lést mánudaginn 16. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug og vináttu við andlát hennar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Hlið og handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Gunnar Þórsson, Ingiríður Steingrímsdóttir, Rósa V. Gunnarsdóttir, Robert V. Friðriksson, Inga Þórlaug Robertsdóttir, Gunnhildur Helga Robertsdóttir. t Elskulegur bróðir minn, JÓN SNORRI BJARNASON frá Ögurnesi, lést á Landspítalanum föstudaginn 20. desember. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd systkina minna og annarra aðstandenda, Ingibjörg Þ. Bjarnadóttir. t Bróðir minn, ÁSGEIR ÞÓRARINSSON stýrimaður og vistmaður á Hrafnistu ¦' Reykjavík, er látinn. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey. Sérstökum þökkum er komið á fram- færi til starfsfólks deildar A-3 á Hrafn- istu, sem annast hefur Ásgeir undanfarin ár. Kristín Þórarinsdóttir. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HANNESAR ÞÁLSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Hafnarfirði, einstaka umönnun og hlýju. fyrir Guðlaug Agústa Hannesdóttir, Sigurður Jónsson, Bragi Hannesson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, John Benedikz og bamabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minningu elskulegs eigin- manns míns, föður okkur, tengdaföður, afa og langafa, HÖSKULDAR AgÚSTSSONAR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, sem léstá Reykjalundi 24. nóvembersl. Aslaug Asgeirsdóttir, Ásgerður Höskuldsdóttir, Ólafur Haraldsson, Anna M. Höskuldsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Helga R. Höskuldsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Áslaug Höskuldsdóttir, Albína Thordarson, bamabörn og barnabamaböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.