Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Grétar Erl- ingsson var fæddur í Sandgerði 10. júní 1933. Hann lést á heimili sínu þar í bæ 13. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Erlingur Jóns- son, vélstjóri, f. 3.4. 1908, d. 24.8. 1957, og Helga Eyþórs- . dóttir, húsmóðir, f. 28.1. 1912, d. 3.12. 1993. Jón var þriðja barn foreldra sinna. Hin eru í aldursröð: 1) Jóna Margrét, f. 19.2. 1930. 2) Ólafía Þórey, f. 15.3. 1932. 3) Einar Haukur, f. 15.7. 1934, d. 19.7. 1935. 4) Stefanía Lára, f. 27.10. 1935. 5) Ingibjörg, f. 19.1. 1938. 6) Sjöfn, f. 15.9. 1949. Hinn 25. desember 1954 kvænt- ist Jón Jóhönnu Ingigerði Sig- uijónsdóttur, f. 6.11. 1932. For- eldrar hennar voru Siguijón Níelsson, sjómaður á Fáskrúðs- firði, f. 2.4. 1892, d. 7.1. 1971, og Björg F. Bergsdóttir, f. 21.4. 1899. Börn þeirra eru: 1) Jóna Guðrún Bjamadóttir, f. 24.1. 1950, maki Egill Ólafsson. Böm þeirra Jóhanna Þómnn og Ólaf- ur Högni. 2) Erlingur, f. 29.7. Þegar menn í blóma lífsins eru skyndilega kvaddir brott úr þessu lífi, þá setur mann hljóðan. Enn einu sinni erum við minnt á, að enginn á sér morgundaginn vísan. Líf mannsins er á valdi þess sem öllu ræður. Um það ráðum við mennimir engu. Föstudaginn 13. þ.m. gekk hann endanlega frá sölu litla bátsins síns, Erlings. Hvem skyldi hafa grunað, að þetta yrði síðasta verk athafna- mannsins, síst hann sjálfan, hvað þá aðra, þar sem ekki var vitað að neitt amaði að. Að kvöldi þessa dags hné hann niður, bráðkvaddur á heimili sínu. Jón Erlingsson var Sandgerðing- ur og ól þar allan aldur sinn. Fór að sækja sjó 15 ára, fyrst með föð- ur sínum, eins og algengt var þá með stráka úr sjávarplássum, og stundaði sjó framyfir tvítugt, bæði í plássi hjá öðrum og á trillu sem þeir keyptu saman, hann og Grétar sviii hans. Þeim var bjargað úr bráðuin sjávarháska og þá hættu þeir sameiginlegri útgerð og verk- un en Jón hélt einn áfram og flutti fiskverkunina í bflskúr við íbúðar- hús sitt á Suðurgötu 20. Jón aflaði sér réttinda til pípu- lagna og vélstjóraréttinda hjá Fiski- félagi íslands, en sneri sér fljótlega að fiskverkuninni eingöngu, sem varð hans ævistarf ásamt útgerð. Það var byijað smátt. Vinnu- krafturinn við saltfiskverkunina var, auk hans sjálfs, eiginkona og böm- in. Hugurinn stefndi hærra. Hann eygði möguleika og var haldinn at- hafnaþrá og bjartsýni, þótt efnin væru nánast engin. Fiskverkunarhús skyldi hann byggja og ekki skyldi tjaldað til einnar nætur. Vandað skyldi það vera með möguleikum til stækkun- ar síðar. Allt var skipulagt í þaula áður en ákvörðun var tekin. Ekki mátti kollkeyra sig í upphafi. Vel skal til vanda það sem lengi skal standa, segir máltækið og húsið 450 fermetrar reis á undan áætlun. Þar var saltað, síðan byggt við eft- ir þörfum, þegar rækjuvinnsla, frysting og skreiðarverkun komu til sögunnar. Þá reisti hann annað hús á lóðinni fyrir beitingu, veiðar- færageymslu og skrifstofuaðstöðu. Húsakosturinn er nú rúmlega 2700 fermetrar. Lengi rak hann alla starfsemi í eigin nafni, en stofnaði hlutafélagið Jón Erlingsson utanum reksturinn árið 1972. Hann var sífellt að auka 1954, kvæntur Guð- mundu Benedikts- dóttur. Þau skildu. Böm þeirra em Sig- ríður, Bylgja Dís, Jón Grétar og Bryn- dís. 3) Siguijón, f. 7.2. 1957. Kona hans er Margrét J. Magnúsdóttir. Böm þeirra: Heiðar, Þór- steina, Jóhanna Ingigerður, Jóna Kristin, Ari Viktor, Asta Laufey og Magnús Jens. 4) Eyþór, f. 23.12. 1958. Kona hans er Hólmfríður Skarphéðinsdóttir og eiga þau óskírða dóttur. Með fyrri konu sinni, JÚIÍu Ómarsdóttur, á hann dætumar Helgu Þóreyju og Söm Maríu. Hólmfríður átti fyrir dótturina Rakel. 5) Eygló, f. 31.12. 1966, maki Torsbjöm Andersen. Bam þeirra Inge- borg. Fyrir á Eygló dótturina Erlu Björgu og Torbjöm soninn Sigurð Edgar. 6) Víðir, f. 25.6. 1968. Kona hans er Bryndís Guðmundsdóttir. Böra þeirra Anna Birna, Erla Kristín og Hildur Freyja. Útför Jóns fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og bæta reksturinn. Árið 1975 ræðst fyrirtækið í útgerð með hlutaeign í togaranum Erlingi GK6, sem keyptur var nýr frá Noregi í samvinnu við aðra og bar nafn föð- ur hans. Þátttaka í þeirri útgerð stóð til ársins 1984 er togarinn var seldur. Aukin útgerðarumsvif kölluðu á stofnun annars fyrirtækis til að sjá um þá hlið rekstursins. Það var stofnað 1980 og nefnt Valbjöm og keypti fyrirtækið togarann Fram- tíðina árið 1981. Eftir kaupin var togarinn skírður Haukur og hefir það nafn fylgt togara útgerðarinn- ar síðan, en nýr Haukur var keypt- ur frá Færeyjum árið 1991, en sá eldri var seldur úr landi. Árið 1992 er keyptur 30 tonna bátur og nefndur Erlingur og á þessu ári bættust tveir bátar í flotann, Jón Erlings, 50 tonna bátur, og enn einn Erlingurinn, 100 tonn, keyptur í nóvember. Af þessum umsvifum má sjá, að athafnamaðurinn Jón Erlingsson var hvergi nærri hættur uppbyggingu. Fyrirtækin Jón Erlingsson hf. og Valbjöm hf. em dæmigerð fjöl- skyldufyrirtæki. Ungur maður byrjar atvinnurekstur með tvær hendur tómar. Eiginkonan og böm- in taka þátt í uppbyggingunni með honum og svo hefir verið allt til þessa dags, að þau hafa öll meira og minna unnið í fyrirtækjunum. Samheldni og einhugur hefir ávallt ríkt um allan rekstur og foringinn Jón stóð í brúnni, styrkur og stjórn- aði af framsýni og djörfung. Nú þegar hann er allur er samhugurinn og samheldnin sá innri styrkur sem áfram mun halda uppi merki hans í umsvifamiklum rekstri fyrirtækj- anna. Jón var gæfumaður í einkalífinu. Eiginkonan, Jóhanna Siguijóns- dóttir, stóð sem klettur við hlið hans. Hún var beinn þátttakandi í allri uppbyggingunni, auk þess sem hún hefir sem húsmóðir á stóru heimili sinnt gestum og gangandi, þar sem gestakomur voru tíðar. Þeim hjónum varð fímm bama auðið og fyrir átti Jóhanna dóttur- ina Jónu Guðrúnu Bjarnadóttur. Jón var maður þéttur á velli og þéttur í lund. Harður við sjálfan sig og hlífði sér hvergi, hreinlyndur og drenglyndur. Hann gerði sömu kröfur til sjálfs sín og annarra og var virtur og vel metinn af öllum sem til hans þekktu eða áttu við hann viðskipti. Við skyndilegt fráfall er hans sárt saknað. Mestur er söknuður fjölskyldu hans, eiginkonu, barna og bamabarna. Þeim eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Við Margrét biðjum Drottin að hugga þau í þeirra miklu sorg. Við sem þekktum Jón geymum minningar um drenglyndan heið- ursmann. Hannes Þ. Sigurðsson. Okkur langar til að segja nokkur orð um pabba. Þegar svo stórfeng- legur maður hverfur á braut, kem- ur margt upp í hugann. Það má segja að pabbi hafi verið forystu- maður af lífí og sál, hann var dug- legur að eðlisfari og það má segja að hann hafí oft á tíðum haldið þessari stóru fjölskyldu saman því að hann og mamma Jóhanna eða Hanna eins og hún er kölluð voru dugleg að fara á bæina eins og sagt er. Það var alltaf svo gaman þegar við vomm með stelpumar í heimsókn á Hólagötunni hjá ömmu og afa. Afi þeirra átti alltaf eitt- hvað gott í pokahominu til að gleðja litlu afatelpurnar og svo var það oft að yngsta daman vildi fá að fara á Hólagötuna því að amma og afi eiga heitan pott og ófá skipt- in fékk hún afa til að fara með sér í pottinn. Hún lét afa hafa fyrir sér, en alltaf var afí tilbúinn að vera með henni. Pabbi hafði dálæti á bömum og stelpunum okkar þótti alltaf gott að vera hjá afa og vænt- umþykjan á honum leyndi sér aldr- ei hjá þeim. Pabbi var alveg einstakur mað- ur. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur ef eitthvað bjátaði á. Hann vildi allt fyrir okkur gera sem hann gat. Það er sárt að þurfa að halda jólin án hans því að það var vaninn að fara á Hólagötuna á aðfangadagskvöld og eiga góða stund með fíölskyldunni. Það sem okkur þótti svo sérstakt og einnig gleðilegt var þegar pabbi þurfti að fara t.d. til Reykjavíkur eða hvert sem var, þá fór hann iðulega með mömmu með sér. Þau fóru ófáa rúntana á bryggjuna að skoða mannlífið og bátana sem vom við bryggjuna. Það er hægt að telja á annarri hendi þau skipti sem þau komu sitt í hvom lagi í heimsókn. Við stöndum í eilífri þakkarskuld við pabba fyrir allt sem hann hefur gert og gefíð af sér til okkar því að það er meira en orð fá lýst. Við viljum biðja góðan Guð að styrkja mömmu, Jónu, Erling, Sig- uijón, Eyþór, Eygló og íjölskyldur ykkar. Blessuð sé minning pabba. Vors Herra Jesú vemdin blíð veri með oss á hverri tíð. Guð huggi þá, sem hryggðin slær, hvort þeir eru fjær eða nær, kristnina efli og auki við, yfirvöldunum sendi lið, hann gefi oss öllum himnafrið. (Ó. Jónsson.) Þinn sonur og tengdadóttir, Víðir og Bryndís. Elsku besti afi minn. Það er vissulega mjög skrítið að setjast niður og skrifa til þín og í þetta skipti veit maður að það er ekki von á svari. Undarlegt þetta líf og alveg óútreiknanlegt eins og vegir Guðs. Með miklu þakklæti og sökn- uði í huga ákvað ég að setjast nið- ur og rita nokkrar línur á blað. Margs er að minnast og get ég horfið aftur að bamsaldri því við vomm svo mikið saman. Ég er fyrsta barnabam ykkar ömmu og naut þvi ákveðinna forréttinda. Þið amma dekmðuð svo mikil ósköp við mig. Þú varst svo oft að passa mig og tókst margar „slides“- myndir af því sem okkur fannst svo gaman að líta á eftir að ég varð eldri. Það var allt gert fyrir mig. Ef þú fórst utan fylgdi ávallt eitt- hvað með handa Hönnu litlu og er mér minnisstæðastur norski þjóð- búningurinn sem þú gafst mér. Einnig Reykjavíkurferðirnar, í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sem mér fannst alveg rosalegt sport. Sumarbústaðaferðirnar upp í Vaðnes sem vom ógleymanlegar og sú síðasta sem var nú um síð- ustu verslunarmannahelgi sem var yndisleg og þið tókuð ávallt svo vel á móti manni. Þá má ekki gleyma skíðaferðunum upp í Skálafell. Við voram nú bara ansi sleip á skíðun- um og skemmtum okkur konung- lega. Páskaferðirnar tvær til Dyflinnar vom svo skemmtilegar. Ég get endalaust talið upp, svona lánsöm ung stúlka eins og ég var að eiga ykkur ömmu að. Þú hefur alltaf verið svo hjálpsamur og met ég það mikils. Þú varst svo ánægð- ur með framtakssemi mína er ég ákvað að gerast skiptinemi og fór af stað til Ástralíu árið 1990. Þá lagði ég af stað með gott vega- nesti frá ykkur ömmu í farteskinu. í sumar þegar ég fór til Benidorm að vinna sem fararstjóri fylgdist þú vel mað og alltaf svo glaður og stutt í hressileikann þegar við heyrðumst. Suðurgata 20 var mitt annað heimili á yngri árum, ykkar heim- ili sem var opið öllum. Ég man að oft og tíðum þegar mömmu varð á rétt að líta af mér var ég rokin heim til ykkar og lét auðvitað eng- an vita. Afí minn, ég hef eins og þú veist yfírleitt ekki átt í erfiðleikum með að tala, allra síst skrifa, en maður er bara eitthvað svo dofinn og svo innantómur. Svona hraustur maður eins og þú, að fara svona fyrirvara- laust. Þú kvartaðir aldrei yfir las- leika og svo kemur svona reiðarslag og maður stendur orðlaus. Ég vil bara þakka þér fyrir alveg yndisleg 23 ár með þér og mun varðveita minninguna um þig í hjarta mínu. Við kvöddumst hlýlega í hádeg- inu í gær á pósthúsinu enda þótt engan hafi gmnað að þetta væri síðasta kveðjan okkar. Þú vannst fyrirtækinu vel og einnig fjölskyld- unni og skipuðu bamabömin stóran sess og nú hafa bæst í hópinn tvö bamaböm og fýrir rúmum fjórum mánuðum eignaðist þú bama- bamabam. Afí, takk fyrir allt og allt. Þú munt ætíð lifa í minningunni. Þín, Hanna Þómnn. Elsku afí er nú hjá Guði á himn- um. Við söknum hans svo sárt. Við munum aldrei gleyma þeim stund- um er við áttum saman. Ó, Jesús bróðir bezti og bamavinur mesti, æ, breið þú biessun þína á bamæskuna mína. Mér gott bam gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lifsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Góði Guð passaðu hann afa okk- ar. Þínar afastelpur, Anna Biraa, Erla Krístín og Hildur Freyja. Jón Erlingsson er einn af þessum mönnum í sögu íslensks sjávarút- vegs sem byijaði með tvær hendur tómar. Á eigin dugnaði og útsjónar- semi byggði hann upp traust fyrir- tæki sem veitir fjölda manns at- vinnu og skiptir miklu máli í at- vinnumálum Sandgerðisbæjar. Ein af elstu minningum mínum tengist saltfíski og Jóni Erlings- syni. Jón og pabbi byijuðu sama sumarið fyrir rúmum 30 ámm að grafa fyrir fiskhúsum í botnlausum sandinum í Sandgerði. Einungis nokkrir metrar skildu húsin að og samgangur mikill. Minningamar snúast um myndir þegar verið var að skoða aðstöðuna hvor hjá öðr- um, kíkja á stæðumar eða bilaðar JÓN GRÉTAR ERLINGSSON vatnsdælur. Aðgerð fram á nótt, umstöflun daginn eftir. Einhver hringdi frá SÍF, matsmaður feng- inn og öllum vettlingafæmm mönn- um smalað í pökkun og útskipun. Það fór ekkert á milli mála þeg- ar Jón kom í heimsókn til okkar á Suðurgötuna í Sandgerði. Glettnis- legur hlátur og hressilegt yfírbragð varð til þess að mér þótti fátt skemmtilegra en að sitja og hlusta á þá nafnana spjalla um menn og málefni. Oftar en ekki snemst þess- ar umræður um hversu mikið ætti að gefa upp af birgðum, veðsetn- ingar eða eitthvað álíka óskiljan- legt, en engu að síður var skemmti- legt að sitja og hlusta. Mikið hlegið. Mín fyrsta launaða atvinna utan ijölskyldunnar var hjá Jóni sumarið fyrir fermingu. Fiskhúsið hét ekki lengur fiskhús heldur frystihús, búið að byggja við, kominn togari. Þar kynntist ég hörkutólinu Jóni, sem var vakinn og sofínn yfír rekstrinum. Hann var harður í hom að taka og bám menn óttablandna virðingu fyrir honum. Mér líður seint úr minni dagurinn sem ég mætti of seint og var tekinn í karp- húsið á þann hátt sem honum var einum lagið. Hann hefði ekkert með svona menn að gera. Ef menn mættu ekki á réttum tíma gætu þeir bara verið heima hjá sér. Það var ekki hlegið þann daginn, en hins vegar var mikið hlegið heima í eldhúsi þegar hann sagði frá þessu atviki síðar. Fyrirtæki Jóns þróaðist í takt við almenna þróun í sjávarútvegin- um og var Jón alla tíð vakandi fyrir tækifæmnum sem buðust á hveijum tíma, allt fram á síðasta dag. Einkenni fyrirtækisins hefur alltaf verið hversu sterkt fjölskyld- an tengdist rekstrinum. Þannig byijaði fjölskyldan að verka í bfl- skúmum upp úr 1960. Þegar ráðist var í byggingu frystihússins upp úr 1970 vom elstu synir Jóns komnir á fullt í vinnsluna. Ég man eftir elsta syninum, Ella, við bygg- ingu frystihússins og akandi vöm- bflum fyrir fyrirtækið en allir hafa strákamir starfað við hlið föður síns á einhveijum tímabilum. Með komu togarans Erlings árið 1976 hefst nýr kafli í rekstrinum og hefur togaraútgerð staðið óslitið síðan, sem Eyþór Jónsson hefur lengst af séð um. í vinnslunni hef- ur víða verið komið við, þannig var Jón einn af fmmheijum í rækju- vinnslu og loðnufrystingu. Á síð- ustu ámm hefur sonur Jóns, Sigur- jón, beitt sér fyrir fjárfestingum og aukinni sérvinnslu á flatfiski og ferskum fiski með flugi. Yngsti Sonur Jóns, Viðar, hefur verið eldri bróður sínum stoð og stytta í vinnslunni. Jón seldi alla tíð afurðir sínar í gegnum Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og hafa leiðir okkar legið saman síðustu árin í tengslum við afurðasöluna erlendis. Það hefur ætíð verið notalegt að hitta fjöl- skylduvininn Jón á fundum eða fögnuðum í tengslum við SH síð- ustu árin. Jón hefur alltaf blandað saman hæfilegu magni af skömm- um og hóli út í starf okkar SH- manna enda viljað halda athygli okkar á aðalatriðum starfsins sem er að fá sem hæst verð fyrir afurð- ir sínar. Það hefur enda verið ljúf skylda þar sem afurðir frá Jóni Erlingssyni hf. hafa staðist ströng- ustu kröfur erlendra kaupenda þau átta ár sem ég hef selt hluta af afurðum fyrirtækisins. Ég votta Hönnu, Jónu, Eygló og strákunum samúð mína. Lúðvík Börkur Jónsson, Frakklandi. Seinnipart föstudags fyrir rúmri viku töluðum við Jón Erlingsson saman. Var þá verið, eins og svo oft á undanförnum ámm, að rýna í horfur á karfamarkaðnum í Brem- erhaven. Togarinn hans, Haukur GK, átti sölu á komandi mánu- degi. Það lá vel á Jóni. Því var það mikið reiðarslag, þegar Eyþór son- ur hans hringdi á laugardags- morguninn með þær óvæntu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.