Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 47 > P > I : J I > > I i I I 0 I 53 8 I I- þungbæru fréttir að Jón hefði látist á föstudagskvöldið. Kynni okkar Jóns má rekja tölu- vert aftur í tímann, en þegar ég var að hefja sjálfstæðan rekstur sem umboðsmaður íslenzkra fiskseljenda í Bremerhaven, reyndist hann mér einstaklega vel. Hann var minn fyrsti viðskiptavinur og varð mér mikið happ. Þegar aðrir sáu að jafn- varkár maður og Jón treysti mér fyrir því að sjá um sölu fyrir togar- ann hans, fylgdu fleiri í kjölfarið. Atvinnurekstur Jóns mun hafa hafist með fiskverkun, en útgerðin kom síðar. Ekki veit ég hvort hafi átt hug hans fremur, en hvoru tveggja sinnti hann af kostgæfni ásamt sonum sínum. Jóni tókst vel að stýra rekstri sínum milli skers og báru í ólgusjó íslensks sjávarút- vegs. Aldrei heyrðist af áföllum hjá honum. Þrátt fyrir miklar sveiflur í sjávarútvegi tókst Jóni með var- færni, en jafnframt mikilli fram- sýni, að halda í horfinu og sætti síðan lagi að vel athuguðu máli og bætti aðeins við. Það var eins og hann hefði þá trú að sígandi lukka væji best. I mörg undanfarin ár fórum við Hafdís ásamt Jóni og Hönnu í stutt frí saman. Þá lá leiðin þangað, sem vel viðraði. Þessar ferðir voru lítt skipulagðar og ekki ákveðið við upphaf dagleiðar hve löng hún yrði. Þetta voru eins konar ævintýra- ferðir, viðburðaríkar á köflum og rifjaðar upp ýmsar kúnstir. Jón ferðaðist mikið síðustu árin og oft var lagt af stað með stuttum fyrirvara. Ég held að það hafi ver- ið einu skyndiákvarðanirnar sem hann tók, að bregða sér í frí, þegar aðstæður leyfðu. Nú er hann farinn í hinsta ferðalagið, án fyrirvara eins og honum var líkt. Við Hafdís söknum góðs vinar og skemmtilegs ferðafélaga, en eigum góðar minn- ingar til að ylja okkur við. Hönnu og börnum þeirra Jóns vottum við samúð okkar. Samúel og Hafdís. Mitt í undirbúningi hátíðar ljóss og hlýju slokknar ljós og kólnar, mitt í þeim undirbúningi sem mest eftirvænting fylgir, eftirvænting gleði og helgi. Fregninni um andlátið fylgir sársauki og harmur. En þessum staðreyndum fær enginn breytt. í dag er til moldar borinn Jón Erl- ingsson forstjóri og útgerðarmað- ur, Hólagötu 18, Sandgerði. Kynni okkar Jóns tókust fyrir 19 árum er ég og fjölskylda mín hófum byggingu sumarhúss í landi Vað- ness í Grímsnesi. Jón og Hanna eins og þau voru ætíð köiluð af vinum sínum voru einir af frum- byggjum sumarbústaða þar. Jón var drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu, hjálpfús og bóngóður er til hans var leitað og átti ég honum margt að þakka. Hann rak fyrirtæki sitt með mynd- arbrag og voru reksturinn og út- gerðin fyrst og fremst hans áhuga- mál. Víst mun ég lengi eiga bágt með að trúa því að ég sjái ekki framar vin minn Jón með bros á vör og dillandi hlátur sem ein- kenndi hann ætíð og ég veit að þar mæli ég fyrir munn nágranna og vina. Jón sat í stjórn Hitaveitu Vaðness frá stofnun hennar og þau eru orðin mörg ferðalögin sem við í stjórninni ásamt eiginkonum okk- ar höfum farið í, ásamt árlegum þorrablótum. Við félagarnir viljum þakka fyrir það fórnfúsa starf sem hann vann þar. Hann átti því láni að fagna að eiga góðan lífsföru- naut sér við hlið og sólargeislana sem þau hjónin unnu svo heitt, börnin og barnabörnin. Elsku Hanna mín, á sorgar- stundu kemur fátt annað okkur að haldi en bænin og því bið ég algóð- an Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í harmi ykkar og söknuði. Ég og Qölskylda mín viljum að leiðarlokum þakka Jóni fyrir allan þann trúnað, velvild og hlýju er hann sýndi okkur og aldrei brást. Blessuð sé minning hans. Magnús Tryggvason. EINAR GÍSLASON -I- Einar Gíslason ■ var fæddur að Kjarnholtum í Bisk- upstungum 1. sept- ember 1904. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 11. des- ember siðastliðinn. Foreldrar Einars voru Gísli Guð- mundsson, bóndi í Kjarnholtum, f. árið 1867, d. árið 1921, og Guðrún Sveinsdóttir, f. árið 1869, d. árið 1958. Einar var einn níu systkina en fjögur þeirra kom- ust á legg. Sem barn og unglingur starfaði Einar heima við en fór þrisvar suður á vetrarvertíð. Hann nam við Bændaskólann á Hólum veturinn 1924-25, hóf búskap í Kjarnholtum árið 1926 með Vilmundi bróður sín- um, en tók alfarið við búinu árið 1934. Árið 1929 giftist Einar Guð- rúnu Ingimarsdóttur frá Efri- Reykjum í Biskupstungum, f. 4. ágúst 1905, d. 17. mars 1981. Þau eignuðust 8 börn. Elstur var sonur, f. andvana, þá Ingi- björg, f. 1931, gift Katli Krist- jánssyni; Gísli, f. 1932, kvæntur Ingibjörgu Jóns- dóttur; Ingimar, f. 1935, kvæntur Onnu Kristinsdótt- ur; Guðrún, f. 1937, gift Þorsteini Hjartarsyni; Elín- borg, f. 1939, var gift Ingólfi Falssyni en þau slitu sam- vistum, í sambúð með Snorra Olafs- syni; Þóra, f. 1945, gift Jóni Gísla Jóns- syni; og Magnús, f. 1949, var í sambúð með Kristínu Þor- steinsdóttur, þau slitu samvist- um, nú í sambúð með Guðnýju Höskuldsdóttur. Afkomendur Einars eru tæplega 50. Einar stundaði búskap til áttræðisaldurs. Gísli hafði þá um árabil búið á hálfri jörð- inni en Magnús tók við hlut föður síns. Einar flutti árið 1984 í íbúð aldraðra í Reyk- holti og var síðan í nokkur ár búsettur í Kópavogi. Síðustu árin dvaldist hann á Blesastöð- um á Skeiðum og Ljósheimum á Selfossi. Útför Einars fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Haukadal. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Það var haustið 1964, að ég hitti Einar Gíslason í fyrsta sinn þar sem hann sat við eldhúsborðið í Kjarnholtum, ásamt fleiri góð- bændum úr sveitinni. Ég verð að viðurkenna, að eftir að hafa heilsað öllum var ég engu nær, hver af þeim er við borðið sátu væri tilvonandi tengdafaðir minn. Ég uppburðarlítil sveita- stelpa. Hann ekki allra viðhlæjandi en eitthvað í fari stelpunnar hefur Einar getað fellt sig við því þá um haustið falaðist hann eftir aðstoð við smalamennsku og fjárrag. Og næstu haust var fastur liður að taka sig upp og fara austur í Kjam- holt, seinna með tvær ungar dætur og gerast liðléttingur við haust- störfin. Var það mér ljúft því gam- an var að smala víðar lendur Kjarn- holta, á góðum hestum, en af þeim átti Einar nóg. Og þá, en aðeins þá, rétti hann mér tauminn á Blesa sínum. Þurfti þá ekki að efast um að honum líkaði aðstoðin. Og setj- ast svo að kvöldi við borð hlaðið góðum rammíslenskum mat í eld- húsinu hjá Rúnu og dætrunum, sem höfðu notið aðstoðar og hlýju ömmu sinnar á meðan. Árin liðu og dæturnar þurftu að fara í skóla. Voru þá þessi ár að baki. Minn- ingabrot líða gegnum hugann. Safnið að koma af fjalli, þúsundir fjár renna suður mela. Veðurbarð- ir smalar, eftir vikudvöl á fjöllum, hreifir að víni, kóngar í anda. Vissu flest og gátu allt. Peli í vasa, glös óþörf. Réttardagurinn. Lagt á hestana snemma morguns. Riðið fram í rétt. Féð dregið í dilka. Dreypt á pelum, sungið mikið. Skipst á skoðunum og hlegið. Seinnipart dags, féð rekið heim, kjötsúpa á borðum stofumar fullar af fólki. Einhver að spila á orgelið. Allir að syngja jafnvel raddað. Ein- ar var bóndi í Kjarnholtum í 46 ár. Byggði upp, ræktaði og prýddi jörðina. Við það naut hann dyggrar að- stoðar Rúnu sinnar og barnanna sjö, sem upp komust, kaupafólks og barna í sumardvöl og seinustu árin barnabarna. Einnig voru á heimilinu tengdaforeldrar Einars á sínum efri árum. Allir höfðu sitt hlutverk. Nógur var starfsvettvangur fyrir alla ald- urshópa enda ekki búið að finna upp kynslóðabilið. Athugasemdir gerði hann ef þörf var á. Og var þá ekki talað með neinni tæpi- tungu, enda hreinskilinn og sagði sína meiningu umbúðalaust. Kannski ekki öllum alltaf að skapi. Ekki fór á milli mála að hrossin skipuðu heiðurssess í huga hans, og lagði hann sig fram um að rækta upp góðan stofn, sem honum tókst með ágætum. Með þeim þótti honum gott að dvelja ef þungt var í skapi. Eftir að hafa brugðið búi og kynslóðaskipti höfðu orðið á jörðinni hélt hann til fjalla og gerð- ist þá girðingavörður á Hveravöll- um í nokkur sumur, með hestana sína í góðum félagsskap. Veturinn 1981 fellur Rúna frá, og tveimur árum seinna flytur hann þá í Bergholt, í íbúð sem hreppurinn hafði byggt yfir aldr- aða. Leið honum þar nokkuð vel en söknuðurinn eftir Kjarnholtum vék þó sjaldan úr huga hans. 1. september 1989, á 85 ára afmæli sínu, bauð hann til veglegrar veislu í félagsheimili sveitarinnar. Var þar fjölmennt og gleði mikil og söng hann þar manna mest langt fram eftir nóttu. Margar skondnar athugasemdir fengum við Ella dóttir hans daginn eftir þegar við vorum að mynda hann með öllum blómunum sem hann fékk í tilefni dagsins. Fór hann ekki leynt með þá skoðun sína að fjármunum væri betur var- ið í annað en blóm sem væru dauð næsta dag. Nú fór brátt að halla undan fæti. Aldur orðinn hár og heilsan farin að gefa sig. Með stuttri við- dvöl í Kópavogi flutti hann á Dval- arheimilið á Blesastöðum á Skeið- um. Síðustu mánuðina dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Þar kvaddi hann 11. desember. Öllu því góða fólki sem annaðist hann sjúkan og þrotinn kröftum, ber að þakka fórnfús störf. Að leiðarlokum kveð ég Einar tengdaföður minn með þökk fyrir samfylgdina í 32 ár og bið honum velfarnaðar á nýjum slóðum. Anna Kristinsdóttir. „Syngjum!" sagði hann ákveðinn þar sem hann sat og horfði út um gluggann og suður yfir Tungurn- ar: „Syngjum meira um fjöllin!" Þetta var fyrir rúmum þremur árum og þarna í stofunni í Kjarn- holtum var sungið hvert ætt- jarðarlagið á fætur öðru fyrir nír- ætt afmælisbarnið. Og afi tók af raust undir í öllum þessum lögum sem hann unni svo mjög, þar sem hann sat sæll í faðmi fjölskyldu og vina, í stofunni sem hafði svo oft í áranna rás verið full af söngglöðu fólki, ekki síst á réttar- daginn þegar tugir komu í kjöt- súpu og tóku lagið við orgelið. Og alltaf vildi hann syngja meira um Ijöllin. Fjöllin — afréttur Tungnamanna — voru sem annað heimili afa; þar var hugur hans löngum. En hann var fæddur að Kjamholtum og bjó þar stærstan hluta ævinnar; hélt þar rausnarlegt bú ásamt Guðrúnu ömmu minni á þessari stóru og gjöfulu jörð. Þegar ég man fyrst eftir mér voru þau tekin að reskj- ast og búskapurinn að miklu leyti kominn í hendur tveggja sona, en það var alltaf ævintýri að fara til afa og ömmu í sveitina. Þau voru þá enn með nokkrar kýr, þó nokk- urt fjársafn og svo átti afi alltaf góða reiðhesta og unni útreiðum mjög. í æsku minni eyddum við nokkrum jólum og áramótum í Kjarnholtum, margar ferðir voru farnar austur á sumrin og alltaf var gleðin jafn mikil og tilhlökkun- in þegar bæjarhúsin birtust til- sýndar með tignarleg fjöllin í bak- sýn; og í svarthvítri ljósmynd minninganna standa afi og amma fagnandi á hlaðinu. Það var svo eitthvert mesta Ián lífs míns, að fá að verða vinnumað- ur hjá afa nokkur vor í sauðburðin- um — síðasti vinnumaðurinn hans. Þau voru mörg handtökin og snún- ingarnir í kringum skepnumar og svo þurfti að stinga út, gera við girðingar; alltaf féll eitthvað til. Eitt sinn þegar illa gekk að eiga við kindurnar sagði afi, að það væri heldur lítill mannskapur í mér. Ég einsetti mér að afsanna það og víst kenndi gamli maðurinn mér að vinna. Við vorum saman frá morgni til kvölds og verðlaunin fyrir verkin voru ríkuleg; hann kunni að hvetja og hrósa og í sög- um hans ferðaðist ég aftur í fortíð- ina, fræddist um fjölskylduna, landið og fyrri tíð, um fjöllin og horfna góðhesta. Afi var ekki nema 12 ára gam- all þegar hann fór í fyrsta sinn á fjall og í óslitin 80 ár náði öflugur andi fjallanna að lokka hann til sín. Síðasta vorið okkar saman fékk ég að fylgja honum til sumar- starfanna sem gæslumaður fyrir Sauðfjárveikivarnir á Hveravöll- um. Það var vorið 1979. Þegar búið var að reka Kjarnholtaféð á fjall og lemba í Fremsta-Veri héld- um við tveir saman, nafnarnir, á Bláfellsháls og stefndum norður með sex til reiðar. Við höfðum sandstorm í fangið en það var ógleymanlegt að ríða á eftir gamla manninum upp á hálsinn, sjá hann nema þar staðar og horfa norður; yfir Hvítárvatn, fjallahringinn og norður Kjöl; að sjá hvernig hann rétti þar úr sér, dró andann djúpt og sló svo í. Við vorum einu gest- irnir í Hvítárnesi þessa nótt, þá tók við dagur þagnar í Kjalhrauni, við tveir einir í heiminum og hófatök sex hesta, og svo feitt hangiket og flatkökur í Þjófadölum. Ég dvaldist í rúma viku á Hvera- völlum hjá afa og vann það sem eftir lifði sumars hjá Magnúsi syni hans í Kjarnholtum. En svo kom haust og afi af fjalli með hrossin sín og verið var að smala afrétt- inn. Margt fé hafði safnast saman við afréttargirðinguna og til stóð að smala Hólahagana svokallaða, dagssmölun til að létta á megin- safninu. Ég átti að fara sem full- trúi Kjamholtamanna, á skjóttum hesti klárgengum sem gamli mað- urinn hafði fengið í hestakaupum undir krakka og trúss. í dögun vakti afi mig og gekk með mér út, sagðist ætla að hjálpa mér að leggja á en bað mig svo að sækja merarnar þrjár. Þessar merar voru helstu eftirlæti hans á efri árum og ekki látnar undir aðra, hver annarri þýðari, allar ættbókar- færðar; skjótt, móálótt og leirljós. Þær voru í góðri þjálfum eftir sum- arið en ekki grunaði mig hvað til stóð, þegar afi lagði hnakkinn á þá skjóttu, rétti mér tauma hinna tveggja og sagði að þetta væru laun fyrir hjálpina um vorið: nú skyldi ég vera best ríðandi maður- inn í smalamennskunni! Stoltinu reyni ég ekki að lýsa, en það var ekki laust við að sveitungar rækju upp stór augu og hváðu þegar renglulegur strákurinn birtist í smalamennskunni á sparihrossum Einars í Kjarnholtum. En svona var afi. Hreinskiptinn og berorður, sanngjarn maður sem kunni að skemmta sér í góðra vina hópi, gat bölvað hressilega en það var líka stutt í hláturinn. Menn sögðu hann harðan en ég hef sjald- an séð nokkurn leiðari en hann eftir að hestur hans hafði stigið í lóuhreiður við smölun í Ásnum. Einar í Kjarnholtum var fulltrúi tíma sem eru horfnir. Breytingarn- ar sem hann upplifði á langri ævi eru ólýsanlegar. Hann var aðeins unglingur þegar hann hóf fjárbú- skap í Tortu í Haukadal og hafði yfir vatnsmikið Tungufljótið að fara til gegninga á hveijum degi, sama hvernig viðraði, og á þrítugs- aldri þegar hann tók við búi í Kjarnholtum. En nú eru Biskups- tungurnar breyttar. Fljótið brúað og 11. desember misstu Tungna- menn einn sinn fræknasta riddara. Hann kom síðast í réttirnar fyrir rúmu ári, fæturnir orðnir lélegir, en sat samt innst í hring söng- manna með pela í vasanum og tók lagið, aftur og aftur, og mikið um íjöllin. I dag verður afi lagður til hvílu á einhveijum fallegasta stað lands- ins, í kirkjugarðinum í Haukadal. Þar hvíla allir hans ættingjar og hann verður við hlið ömmu sem var hans nánasti vinur og félagi í alla þessa áratugi. Þar sér suður til Kjarnholta, þar sem reisulegt húsið þeirra rís á bæjarhólnum og aspir mót himni, og í allar aðrar áttir sér til fjalla: Bjarnafell og Sandfell í vestri og svo Jarlhettur, Langjökull og Bláfell, þessi tignar- legi vörður að Kili. Þetta eru fjöll afa, landið hans. Nú mun hann hvíla í faðmi þessara fjalla, við bijóst landsins sem gat verið erfitt en hann unni svo mjög. Og nú er það vindurinn sem syngur fyrir hann, og áin; hinn eilífa söng fjall- anna. Einar Falur Ingólfsson. Elsku afi. í dag er komið að kveðjustund og í bijósti okkar skiptast á blendnar tilfinningar. Við gleðjumst yfir því að nú ertu fijáls og frískur á ný og Rúna amma hefur tekið á móti þér, eins og henni einni var lagið. Hún hef- ur viljað hafa þig hjá sér um jólin. Guð blessi minningu ykkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífeins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, semgleymisteigi oggæfavarþaðöllum, erfenguaðkynnastþér. (Ingibj. Sig.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, við sendum hlýtt faðmlag í veganesti. Guð geymi þig. Guðrún Björg Ketilsdóttir og fjölskylda, Einar Ketilsson og fjölskylda, Panama City, Flórida.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.