Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 49 I I > Jólapakkaskákmót Hellis á sunnudag Yfir 300 þátttakendur á grunnskólaaldri hafa skráð sig á mótið » TAFLFELAGIÐ Hellir stendur fyrir svokölluðu Jólapakkaskákmóti | sunnudaginn 22. desember kl. 14. Mótið verður haldið í Þönglabakka 1, efstu hæð, en fyrirhugað er að Hellir flytji starfsemi sína þangað eftir áramótin. Yfir 300 krakkar hafa þegar skráð sig á mótið, en aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Þetta er því eitt fjöimennasta skákmót | sem haldið hefur verið hér á landi. * Rétt til þátttöku hafa allir 15 ára £ og yngri. Keppt verður í fjórum flokkum: Flokki fæddra 1981-1983, flokki fæddra 1984-5, flokki fæddra 1986-7 og flokki fæddra 1988 og síðar. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir þijú efstu sætin í hverjum flokki. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hveijum aldursflokki fyrir sig. Mótið tekur um 3 klst. Athugið að mótið fer fram í Þönglabakka 1, efstu hæð. Sami inngangur og hjá Bridssambandinu og Keilu í Mjódd. Aukatónleikar Emilíönu og Páls Óskars VÍFILFELL og Háskólabíó hafa ákveðið að bæta við aukajólatón- | leikum kl. 23 laugardaginn 21. desember vegna mikillar aðsóknar að þeim fyrri. Emilíana og Páll Óskar syngja og leika hvort í sínu lagi efni af nýútkomnum plötum sínum. Miðaverð er 550 kr. og rennur ágóðinn af tónleikunum til Mæðra- styrksnefndar. Forsala fer fram í Japis-búðunum og Háskólabíói. FRÉTTIR Nýju sólári fagnað NOKKRIR áhugamenn sem nefna sig Nýsýnarhópinn vilja vekja at- hygli á að nýtt sólár hefst laugardag- inn 21. desember, á vetrarsólstöðum, með sólstöðumínútunni kl. 14.06 og skjóta á loft flugeldi í Grófinni í Reykjavík þar sem sagnir herma að verið hafi lendingarstaður fyrstu landnámsfjölskyldunnar en frá hafn- argerðinni 1913-1917 hefur hann verið kaffærður með gijóti, möl og malbiki, segir í fréttatilkynningu. Á vetrarsólstöðum er sólin að hækka á ferli sínum miðað við jörð. Þá vill hópurinn vekja athygli á að Gunnar Marel, eigandi langskipsins íslendings, hyggst færa það í naust inn í Elliðaárvogi ef hægt verður vegna veðurs og íslaga en hann legg- ur frá landi úr Suðurbugt í Reykja- víkurhöfn kl. 15 á laugardaginn. Gjaldsvæði 3 án gjaldskyldu ÁKVEÐIÐ hefur verið að bílastæði sem tilheyra gjaldsvæði 3 í miðborg Reykjavíkur, það er að segja á Mið- bakka, Ingólfsgarði, Skúlagötu 4-6 og við Landakot, verði án gjaldskyldu laugardaginn 21. desember 1996. Um leið er athygli vakin á því að eftir sem áður þarf að greiða venju- legt tímagjald fyrir afnot annarra gjaldskyldra stöðumæla og á miða- stæðum á umræddum tíma. Þá er bent á að afnot bílastæð- anna í bílahúsunum í miðborginni eru áfram um óákveðinn tíma án endur- gjalds á verslunartíma á laugardög- um, eins og verið hefur frá því í maí 1995. Upplýsingar um það hvaða gjald- svæði miðamælar tilheyra er að finna á þeim sjálfum en við bílastæðin á gjaldsvæði 3 eru jafnframt skilti með áletruninni P. ■ FÉLÖG ungra sjálfstæðis- manna i Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mos- fellsbæ og á Seltjarnarnesi halda sameiginlegt jólaknall. Gleðin verður í húsi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, Valhöll, og hefst kl. 22. Húsið hefur nú verið endurnýjað að innan og öll að- staða til skemmtanahalds orðin mun betri en áður var, til dæmis eru komin ný hljómflutningstæki í kjallarann. í ! J j I .1 I J 4 i ■J 4 i 0 4 i 4 4 Leigubifreiðastjórar Atvinnuleyfishafar með starfsleyfi á Stór-höfuðborgarsvæðinu óskast á Bifreiðastöð Hafnarfjarðar. Sími 555 0 888 Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar sem fyrst til starfa vegna forfalla. Um er að ræða 50% starf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 554 0400. Heilsugæslustöð Kópavogs. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóri óskast á nótaskip. Vélarstærð 810 kw. Upplýsingar í síma 481 1104. Isfélag Vestmannaeyja hf. Garðabær Fræðsiu- og menningarsvið Skóiadeild Hofsstaðaskóli - kennari - Vegna forfalla er óskað eftir kennara í tvo mánuði, janúar og febrúar 1997, við Hofs- staðaskóla í Garðabæ. Starfið er almenn bekkjarkennsla. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 565 7033. Grunnskólafulltrúi. Hótel Eyjaferðir Til sölu er Hótel Eyjaferðir í Stykkishólmi sem í eru 14 gistiherbergi, flest með baði. Hótel- ið er á einum vinsælasta ferðamannastað landsins og er mikið bókað fyrir næsta sumar. Öll viðskiptasambönd fylgja með í sölu, auk þess sem Eyjaferðir bjóða kaupanda sér- samninga í siglingum sínum, en fyrirtækið hefur stóraukið skipakost sinn nýlega. Lóð gistihússins býður upp á mikla stækkun- armöguleika. Nýlega hefur fundist mikið magn af heitu vatni við Stykkishólm, sem á eftir að auka vinsæld- ir staðarins til mikilla muna í framtíðinni. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Eyjaferða. Eyjaferðir, Aðalgötu 2, Stykkishólmi, sími 438 1450. Skipstjórafélag íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn í Borgar- túni 18, 3. hæð, laugardaginn 28. desember nk. kl. 14.00. Stjórnin. Verkamannfélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn halda jólatrésskemmtun í Borgartúni 6, 4. hæð (Rúgbrauðsgerðin), sunnudaginn 29. desember nk. kl. 15.00 Gengið kringum jólatré og sungið, jólasvein- ar koma í heimsókn og boðið verður upp á góðar veitingar fyrir börn og fullorðna. Miðaverði er stillt í hóf, kostar 300 kr. fyrir börn, frítt fyrir fullorðna. Miðasala er á skrifstofum félaganna. Skrifstofa Dagsbrúnar er í Skipholti 50D, 2. hæð, og skrifstofa Framsóknar er í Skip- holti 50C, 1. hæð. Opið er frá kl. 9.00 til 17.00 alla virka daga. Vélstjórafélag íslands Aðalfundur Vélstjórafélag íslands boðar til aðalfundar laugardaginn 28. desember 1996 kl. 14.00. Fundurinn verður haldinn í Brautarholti 30, 3. hæð, Reykjavík. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Léttar veitingar í boði að loknum fundi. Fundur vélstjóra á farskipum verður haldinn í Borgartúni 18, 3. hæð, föstu- daginn 27. desember kl. 14.00. Fundurvélstjóra á fiskiskipum verður haldinn í Borgartúni 18, 3. hæð, föstu- daginn 27. desember kl. 17.00. Mannlíf og saga Ritröðin Mannlíf og saga í Þingeyrar- og Auðkúluhreppum hinum fornu fæst hjá okkur. Mál og menning, Laugavegi 18. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2S33 Frá Ferðafélagi íslands Sunnudagur 22. desember kl. 10.30 ESJA - sólstöðuganga frá Esju- bergi upp á Kerhólakamb (856 m). Fólk á eigin bílum velkomið með. Ath. að klæðast skjólgóð- um flíkum. Verð kr. 1.000. Brottförfrá Umferðamiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. 31. des. - 2. jan. (3 dagar) Þórsmörk - áramótaferð F.l. Brenna, kvöldvökur, gönguferö- ir. Áramót í óbyggðum eru spennandi ævintýri. Ósóttir mið- ar seldir eftir jói. Ferðafélag fslands óskar félags- mönnum og farþegum gleði- legra jóla og þakkar ánægjuleg samskipti. Ferðafélag íslands. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.