Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 51
H MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR21.DESEMBER1996 51 4 í FRETTIR < I < 4 ¦l 4 ! Stjórnvöld hvött til að auka aðgerðir gegn losun kolefnis I SÍÐASTA mánuði gekkst Líffræði- félag íslands fyrir þverfaglegri ráð- stefnu um kolefnisbúskap Islands. Þar voru gróðuhúsaáhrif ti! umræðu, en um allan heim hefur fólk áhyggj- ur af vaxandi gróðurhúsaáhrifum. Þau eiga að miklu leyti rætur að rekja til verulegrar og stöðugrar aukningar á koltvíoxíðí í andrúms- lofti jarðar, þó ýmis önnur efni hafi einnig áhrif. ísland er bundið alþjóð- legum samningum um að takmarka útstreymi koltvíoxíðs sem og ann- arra gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Á ráðstefnunni kynntu vísinda- menn, úr hinum ýmsu greinum raun- vísinda, rannsóknir íslendinga í sjó og á landi. Fjallað var um náttúru- lega hringrás kolefnis, bindingu, upp- töku og losun sem verður fyrir til- stuðlan lífrænna og ólífrænna ferla í umhverfmu. Áhrif mannsins á þetta ferli og alþjóðlegar skuldbindingar íslendinga voru kynntar af embættis- mönnum stjórnsýslunnar. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundurinn hvet- ur stjórnvöld til að auka beinar að- gerðir til takmörkunar á losun kol- efnis, sem og annarra gróðurhúsa- lofttegunda. Síaukið útstreymi og fjölgun á uppsprettum gróðurhúsalofttegunda hefur verið raunin hérlendis þrátt fyrír að ísland hafi skrifað undir alþjóðlega skuldbindingu um að tak- marka losun þeirra. Breytt landnýting, skógrækt, landgræðsla og verndun eru mikil- vægir þættir sem geta minnkað koltvíoxíð í andrúmslofti til lengri eða skemmri tíma. Þetta eru hins- vegar óbeinar og leiðréttandi að- gerðir, lífsmáti samfélagsins verður að breytast. Betur má því ef duga skal. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur vinni markvisst og á raunhæfan hátt að takmörkun á los- un gróðurhúsalofttegunda út í and- rúmsloftið. Stórauka þarf rannsókn- ir á leiðum til að bregðast við vanda- málunum á sem skynsamlegastan hátt." Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Styrkir veittirtillO námsmanna MINNINGARSJÓÐUR Helgu Jóns- dóttur og Sigurliða Kristjánssonar hefur ákveðið að veita í ár alls 3 milljónir króna í námsstyrki til 10 einstaklinga sem stunda nám í verk- fræði og raunvísindum en alls bár- ust sjóðnum 28 umsóknir um styrki. Styrkþegar þessir eru: Anna Ing- varsdóttir, Ph.D.-nám í sjávarlíf- fræði, Bjarni Richter, cand. scient.- nám í jarðfræði, Bryndís Guðrún Róbertsdóttir, M.S.-nám í jarð- fræði, Gísli Hólmar Jóhannesson, Ph.D.-nám í eðlisefnafræði, Jón Tryggvi Njarðarson, Ph.D.-nám í lífrænni efnafræði,, Kristín Frið- geirsdóttir, M.S.-nám í iðnaðar- verkfræði, Krsitján Lilliendahl, Ph.D.-nám í dýrafræði, Ragnhildur Geirsdóttir, M.S.-nám í iðnaðar- verkfræði, Yngvi Björnsson, Ph.D.- nám í tölvunarfræði og Þorsteinn Koma má í veg fyrir mörg slys með aukínni aðgæslu I DESEMBER á ári hverju verða mörg börn fyrir því óláni að brenna sig og fá slæm brunasár. Slysin verða m.a. af völdum eldfæra, log- andi kerta og kertaskreytinga, heitra bakaraofna, hitaveituvatns og flugelda. Þessi slys er hægt að koma í veg fyrir með aukinni að- gæslu. Framkvæmdastjórn átaks- ins Öryggi barna - okkar ábyrgð vill af þessu tilefni koma á fram- færi til foreldra og allra þeirra sem umgangast böm eftirfarandi ábend- ingum: „Gætið ávallt fyllstu varúðar nálægt kertum og kertaskreyting- um. Hafið kertin ekki á lágum borð- um þar sem börnin ná ekki til. Eld- spýtur og kveikjarar bjóða hættunni heim, geymið slíkt þar sem börnin geta ekki náð til. Aldrei ætti að skilja börnin ein eftir í herbergi þar sem kerti logar. Munið að jóla- skrautið er mjög eldfimt og eldurinn breiðist fljótt út. Ef börnin taka þátt í jólabakstr- inum verður að segja þeim frá hættum, m.a. að heitir ofnar og bökunarplötur eru varhugaverð, gætið því vel að börnum við jóla- baksturinn. Sérstakrar aðgæslu er þörf þegar verið er að nota heita feiti til að steikja með. Gætið að því að feitin ofhitni ekki. Ef eldur kviknar í henni, setjið lokið á pott- inn og slökkvið undir pottinum. Ekki reyna að færa pottinn til. Sjóðandi heitt vatn til hreingern- ingar er mjög hættulegt. Lítið barn á skriðaldri getur t.d. náð til skúr- ingafötunnar sem stendur á gólfinu og velt henni um koll án þess að hinn fullorðni, sem er á kafi í hrein- gerningum, taki eftir. Besta vörnin er að hafa vatnið einungis volgt og hafa börnin á öruggum stað meðan verið er að þrífa. Passið smábörnin nærri jólaser- íum. Skrautlegar perurnar freista og hugsanlegt er að þau bíti í þær. Gamlar og úr sér gengnar jólaseríur geta verið hættulegar og því ráð- legt að taka þær úr umferð. Forðast skal að hafa börnin í eldfimum fatnaði sem getur fuðrað upp. Föt úr gerviefni eru eldfim og brenna auðveldlega. Bómullar- og ullarföt brenna ekki eins hratt. Þegar áramótin nálgast þarf að gæta mikillar varúðar í tengslum við flugelda. Kynnið ykkur vel allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldun- um og notið hlífðarbúnað sem mælt er með, s.s. hlífðargleraugu og hanska. Fræðið börnin tíman- lega um hættuna sem fylgir óvar- legri meðferð flugelda og blysa. Hafið eftirlilt með börnunum þegar verið er að skjóta upp flugeldum. Gott er að hafa flösku með vatni við hendina, til kælingar, þar sem verið er að skjóta upp flugeldum. Reykskynjari og handslökkvitæki ættu að vera til á hverju heimili. Skynclihjálj) vegna bruna Komdu í veg fyrir frekari bruna- áverka t.d. með því að fjarlægja strax föt sem glóð er í. Ef eldur kemst í föt, leggið þá viðkomandi á jörðina og veltið honum rólega þar til eldurinn kafnar. Kældu brennda svæðið með vatni, 15-20 gráða heitu í u.þ.b. hálfa klukkustund, eða þar til sviði er horfinn. Búðu um sárið með hreinum umbúðum. Leitaðu læknishjálpar við alvar- legum brunasárum." í framkvæmdastjórn átaksins Öryggi barna - okkar ábyrgð sitja fulltrúar Foreldrasamtakanna, Landlæknisembættisins, Neytenda- samtakanna, Rauða kross íslands og Umferðarráðs. Örn Guðmundsson, M.S.-nám í byggingarverkfræði. Hafa náð m, \'úg góðum árangri I umsögn stjórnar sjóðsins segir m.a.: „Styrkþegarnir eru ýmist mjög góðir námsmenn eða hafa náð mjög góðum árangri í starfi, nema hvort tveggja sé. Þrír doktorsnem- anna hafa náð þeim árangri að vera í fremstu röð meðal nemenda við sína háskóla. Aðrir styrkþegar hafa unnið til verðlauna og viður- kenninga fyrir námsárangur. Sín á milli hafa styrkþegarnir þegar birt 20 fræðigreinar auk fjölda skýrslna um viðfangsefni sín. Þá hafa marg- ir þeirra flutt erindi á fræðilegum ráðstefnum og jafnvel verið beðnir um að stýra umræðum á sínum fræðasviðum. Stjórn Minningarsjóðsins er það mikil ánægja að geta veitt íslensk- um afreksmönnum á sviði verk- fræði og raunvísinda stuðning, ýmist við að komast yfir fjárhags- lega erfiðan hjalla í námi sínu eða við að ljúka síðari hluta langs fram- haldsnámsferils. Jafnframt vonast stjórnin til þess að styrkveitingar sjóðsins megi virka sem hvatning til frekari dáða." ¦ OPNUÐ hefur verið ný verslun og vinnustofa að Skólavörðustíg 17a. Verslunin heitir Kvika og verð- ur þar eingöngu til sölu íslenskt handverk. Að versluninni standa þau Örn Ingólfsson, G. Erla og Erla Þórarinsdóttir. Örn hannar og smíðar ýmsa hluti úr leðri og öðrum efnum. G. Erl'a er með drengjabún- inga úr íslensku hráefni, búningar þessir unnu til verðlauna á vegum Handverks sl. vetur og Erla er með sérhannaða hatta og peysur. Jólakort til styrktar einhverfum EINS og undanfarin ár gefur Um- sjónarfélag einhverfra út jólakort til styrktar starfsemi félagsins. Jólakortin eru hönnuð af einhverfri stúlku, Lindu Rós Lúðvíksdóttur. Kortunum er pakkað 5 eða 10 stk. saman. Tíu kort í pakka kosta 700 kr. en 5 kort kosta 400 kr. einnig er veittur magnafsláttur. Fyrirtækjum er gefinn kostur á að láta prenta merki (lógó) fyrirtækis- ins inn í kortin. Allar nánari upplýsingar gefa Halla Þ.Stephensen og Sævar Magnússon. LEIÐRETT Stefán J. Arngrímsson Þórður Kristleifsson MYNDAVIXL í BRÉFI til blaðsins, rituðu af Þórði Kristleifssyni og Stefáni J. Arngrímssyni, sem birtist sl. fimmtudag, víxluðust myndir af höfundum. Eru þeir og aðrir hlutað- eigendir beðnir velvirðingar á mis- tökunum. Jólaglaðningur á trábæru irerði trá m Ferðatæki með geisíaspilara. Verð f rá kr. 16.055 stgr. Ferðageislaspilari. Verð frá kr. 13.015 stgr. Ferðatæki í fallegum litum. Verðkr. 5.216. Eldhúsútvörp. Verðkr. 2.128 stgr. Útvarpsklukka. Verðkr. 2.081 stgr. Glæsileg náttborðs- klukka og útvarp. Verðkr. 3.316 stgr. Einar Farestvett & Co. hf. Borgartúni 28 „ 562 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.