Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 53
í MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 53 I 4 4 4 4 4 4 < BREFTILBLAÐSINS Áfengisfrelsi Frá Árna Helgasyni: JÓLIN eru í nánd. Mesti hátíðisdagur ársins. Þá reyna allir að stuðla að sem ánægjulegustu lífí hvers manns í þjóð- félaginu, oft á misjafhan hátt, en hvað svo sem er um þetta að segja, vilja menn hátíðleikann, vináttuna og samhjálpina í öndvegi. Enginn má fara í jólaköttinn. En það er erfitt að skilja það þjóðfé- lag sem við búum í nú. Það er mikið rætt um unglingavandamál og vímu- efni sem ungmenni eru flækt í, jafn- vel 10 ára börn eru komin með í spil- ið. Það er talað um vímuvarnir og fræðslu, en ekkert dugar. Vandinn eykst. Og nú eru það talin þjóðráð, jafnvel á opinberum vettvangi, að efla forvarnir með því að gefa sölu vímu- efna frjálsa. Þannig að einkaaðilar fái að annast söluna, jafnvel í matvöru- búðum. Það á að meðhöndla þessa sölu eins og hvern annan varning, en þó þarf að eyða feíkilegum fjármunum til að forða fólki og þá sérstaklega unglingum frá því að nota þessi eitur- efni. Þetta hefí ég átt erfitt með að skilja. Nú um jólin eru raddirnar háar um að allt verði frjálst og er þá ekki kom- ið að því að næsta mál verði að frjáls sala annarra eiturefna, svo sem hass o.fl. verði leyfð. Áfengisbannið var niðurbrotið á þeim forsendum að bruggið væri svo gífurlegt og óuppræt- anlegt og betra væri að frelsi væri á sölu áfengis, en að laumuspil landa- verslunarinnar væri látið viðgangast. Þjóðin valdi og nú er svo komið að fjöldi duglegra manna og kvenna er yfirfallinn af svonefndri áfengis- sýki, sjálfum sér og þjóðinni til stór- tjóns. Meðferðarstofnanir hafa risið upp eins og gorkúlur og fangelsin eru yfirfull og allt er þetta vímuefninu að þakka. Og enn eru að koma jól, fagnað- arhátíð frelsarans. Hvað skyldu þeir einstaklingar vera margir sem eru í dag „úti í kuldanum"? Og enn er tal- að um forvarnir og jafnvel Iagt til að auka enn á vandann með því að fela matvöruverslunum að sjá um sölu áfengis. Og þannig er freistingin færð yfír til þeirra sem eiga allt sitt undir líflegri verslun svo ekki sé meira sagt. Steinn Steinarr sagði á sínum tíma: Þótt borgir standi í báli, og beitt sé eitri og stáli, þá skiftir mestu máli, að maður græði á því. Og er þetta ekki tilgangurinn? Og vandinn eykst og ríkissjóður þarf að greiða meira og meira til hinna svonefndu forvarna. Gróðinn er númer eitt. Það er mergurinn málsins. Fjár- málaráðherra virðist hafa áhuga á að menn fái leyfi til slíkrar sölu. Það þarf bara að breyta lögunum, svona einfalt er þetta. Ég vona bara að þessi ágæti forystumaður í þjóðfélaginu at- hugi betur vanda dagsins áður en lögunum verður breytt. Ég hefi alltaf haldið því fram að með hverri tilslökun á áfengismálum þjóðarinnar hafi vandinn aðeins auk- ist og við þyrftum annað en að auka vandann. Eg hefí einnig bent á að þessi vandi er fremur foreldra og þjóðfélagsvandamál en unglinga. Þjóðfélagið þurfi meir á sönnum for- vörnum að halda, þ.e. gera foreldra og forsjármenn ábyrgari fyrir vand- anum með því að sýna í verki að það af heilum hug vilji vernda börnin sín frá þessum voða og þar með fá betra þjóðfélag. Gefa vímunni frí. Halda vímulaus og gleðileg jól. Væri það ekki besta jólagjöfin landinu okkar og þjóðfélaginu? Og helst alla daga vímulausa. Þá væri nú gaman að lifa. Guð gefí óllum gleðileg jól og far- sælt komandi ár. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. FrönsUu peysurnar jdlaglaðninginn ^- á Þorláksmessu Mj* fflfflt*,«tot«9s^; Háaleitisbraut 58-60. á ÞORLAKSMESSU kl. 12:00-22:00 Svar til Ólaf s landlæknis ..KOLAPORTIÐ Opið um helgina kl. 11-17 jO Sprengiverd á hangikjöti ..Benni hinn góði með Dalahangikjötið á verði fyrir alla , Benni hinn góði sprengir hangikjötsmarkaðinn í loft upp og býður sauða- A hangilæri á kr. 599 kg, hangiböggla (fituhreinsað hangikjöt í minni rúllum) á kr. 500 kg, hangiíramparta með beini á kr. 520 kg, hangilæri með beini á kr. 729 kg, úrbeinaðahangiframparta (fituhreinsaða) á kr. 840 kg og úrbeinuð hangilæri kr. 1189 kg, 10% afsl. við kassa á öllu O Þorláksmessuskatan ..vestfirskur hnodmör, hamsatólg og humar Það eru engin jól án þorláksmessuskötunnar frá Fiskbúðinni okkar. Um l^ helgina verður líka boðið upp á hvalkjöt, hrogn og lifur, glænýjan lax, /\ humar, gulllax, reykta grásfeppu, sólþurrkaðan saTtfisk, fiskiretti, fiskibökur, fiskibollur asamt kriddsíld og saltsíld. Og verðið svíkur engan. | Frá Hallgrími Magnússyni: { ÁGÆTI Ólafur. Á Gott er að fá viðurkenningu þína á því að mjólk sé stoppandi fyrir hægðir fólks. Væri þá ekki nær að ráðleggja fólki að hætta á mjólkur- mat, heldur en auglýsa að það eigi að drekka mjólk. Þá væri þetta vanda- mál úr sögunni, f staðinn ryrir að fólk drekkur mjólk samkvæmt leið- beiningum landlæknis og þarf svo lyf til þess að reyna að halda hægðunum í lagi. Engin furða þó apótekum fjölgi. t Hvað varðar óþol eða ofnæmi fyr- ir mjólk virðumst við ekki lesa grein- I arnar með sömu augum. Hitt er þó allra verst að þú skulir skjóta þér á bak við það að rannsókn- irnar séu gamlar sem vitnað er í, en þá má kannski benda þér að sann- leikurinn er hinn sami í dag og hann var í gær. Þegar yfir 90% af öllum rannsóknum sem eru gerðar sýna að kálfar drepast á innan við 60 dögum frá því þeir byrja að drekka gerilsneydda mjólk, þá er engin þörf á að endurtaka frekari rannsóknir endalaust, enda dettur engum bónda í hug að gefa kálfum sínum geril- sneydda mjólk. Þeir sem aðhyllast náttúrulækn- isfræði segja að 95% af öllum sjúk- dómum eigi upptök sín í ristlinum og undanfari þeirra er alltaf hægða- tregða og til þess að geta læknað þá verður fyrst að lækna ristilinn. Mjög margar rannsóknir staðfesta þetta, þó svo þær hafí ekki birtst í læknisfræðilega viðurkenndum tíma- ritum. Við gætum eytt miklu bleki í deilur um það hvað eru viðurkennd og ekki viðurkennd tímarit. HALLGRÍMURÞ. MAGNÚSSON, læknir. RÚNARS ÞÓKb í KoUpORTÍNU JAHDAGKL. 15:00- 16:00 Rúnar Þór kynnir og áritar nýjan gcisladisk. Diskur með Rúnari Þór er jólagjófin í ár. Okevpis á bílastæðin a miðbaklca * ^ KOtAPORTIÐ ^ * -lík; opíð virka daga kl. 12-18 til jóla STEINAR WAAGE S K Ó V E R S L U N Domus Medica - Krínglunni f wMI IEZ L. BOO" ZJólagjö Teg:CAMEL BOQT'S ^AMEr , BOOTS »1951 V. OÖTS 15003 Camel Boots-skóna er alltaf hægt að þekkja á sterku hágæðaleðri, fullkomnum vinnubrögðum og einstakri hönnun. BOK DAVIÐS 1 OG 2 SVO MÆLTI ZARAÞÚSTRA Pablo Neruda TUTTUGU UOÖ UM AST OG EINN ÖRVÆNTINGARSÖNUUR 20 LJÓÐ UM ÁST %onaverðurtU AFANGI A EVROPUFÖR KONUROG KRISTSMENN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.