Morgunblaðið - 21.12.1996, Page 64

Morgunblaðið - 21.12.1996, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK * Ibúar á Vestfjörðum hafa ekki verið færri síðan fyrir 1860 Fólksfjölgnn mest í Kópavogi Krakkar á kaffihúsi KRAKKARNIR á leikskólan- um Mýri fóru með leikskóla- kennurunum sínum á Sólon Islandus í gær og fengu sér heitt kakó og piparkökur í kuldanum. Þau yngstu í hópn- um eru aðeins á öðru ári og þessi ferð sú fyrsta á kaffi- hús, svona í lok jólaanna. Ekki skemmdi eftirvænting- una að þau fóru með strætó í bæinn. ÍBÚAR á Vestfjörðum hafa ekki verið færri síðan fyrir 1860, sam- kvæmt niðurstöðum Hagstofu ís- lands. Þar hefur fólki enn fækkað í ár og er íbúatalan þar nú jægri en íbúatölur Garðabæjar og Álfta- ness samanlagðar. íslendingar eru nú tæplega 270 þúsund talsins, eða alls 269.735. Fækkar minnst á NA-landi Ekki liggja fyrir nákvæmar töl- ur um breytingar á mannfjöldanum í ár, en svo virðist vera sem tala aðfluttra til landsins verði um 500 lægri en tala brottfluttra. í ár og allt síðan um 1980 hef- ur einkennt fólksfjölgunina að hún hefur mestöll orðið á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesjum. Mannfjöldi óx um 1,7% á höfuð- borgarsvæðinu árið 1996 og á Suðurnesjum um 0,1% en á öllum öðrum landsvæðum fækkaði fólki. Minnst fækkaði á Norðurlandi eystra, og má í raun segja að mannfjöldi þar hafi staðið í stað. Á Suðurlandi fækkaði hins vegar íbúum um 0,6%, á Austurlandi um 0,7%, á Vesturlandi um 1,2%, á Vestfjörðum um 1,8% og á Norður- landi vestra um 2,2%. Hlutfallslega varð mesta fólks- fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi, eða um 894 íbúa. Hefur bein fólksfjölgun aldrei orðið meiri þar á einu ári og hlutfallsleg fjölg- un ekki meiri síðan árið 1967, en frá stofnun sveitarfélagsins árið 1948 og fram til 1967 ijölgaði að meðaltali um rúmlega 12% áriega. íbúar í Kópavogi eru nú helm- ingi fleiri en árið 1965 og fimm sinnum fleiri en árið 1955. ■ Tæplega 270 þúsund/10 GLUGGAGÆGIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokaumræðu fjárlaga lauk á Alþingi seint í gærkvöldi Bruna- slys al- gengari á drengjum NÆRRI tvöfalt fleiri drengir en stúlkur_ lenda í brunaslysum hér á landi. Árlega brennir að meðaltali 21 barn undir 16 ára aldri sig illa og flest eru brunaslysin í desember. Þetta kemur fram í rannsókn á brunaslysum á íslenzkum börnum á tímabilinu 1982-1995, en að henni vinna sérfræðingar á vegum Barnaspítala Hringsins og Slysa- varnafélags íslands. Sagt er frá könnuninni í nýjasta hefti SVFÍ- frétta. Að meðaltali brennist 21 barn á ári. Drengir eru 62% af hópnum en stúlkur 38%. Tíðni brunaslysa er hæst í hópi fjögurra ára barna og yngri og stærsti áhættuhópurinn eru börn í kringum eins árs aldur. Yngsti hópurinn er u.þ.b. 73% af heildinni, sem er á aldrinum 0-15 ára. Flest slys í desember Desembermánuður sker sig úr hvað varðar tíðni brunaslysa. Þá bætast við nokkrir flokkar bruna- valda, einkum hjá eldri bömunum, svo sem flugeldar og púðursprengj- ur. Mesta hættan á brunaslysum virðist vera í kringum hádegis- og kvöldmat, en þá er notkun heitra vökva mest á heimilum og jafnvel síður gætt að börnunum en á öðmm tímum dagsins. Heitt vatn og aðrir heitir vökvar eru langalgengasta orsök bruna- slysa, nema í aldurshópnum 10-15 ára, þar sem eldur og flugeldar brenna flesta. Langflest brunaslys, eða um þrír fjórðu, verða á heimilum. Gert ráð fyrir 127 millj. afgangi á fjárlögum GERT er ráð fyrir að tekjur umfram gjöld verði 127,1 milljón króna í fjár- lögum ársins 1997, en þriðja umræða um þau fór fram í gær. Atkvæða- greiðsla stóð yfír á miðnætti. í fjárlagafmmvarpinu eins og það var lagt fram í haust var stefnt að eins milljarðs króna tekjuafgangi, en við 2. og 3. umræðu vom samþykkt- ar breytingartillögur sem hækka rík- isútgjöld um 1.700 milljónir. 700 milljóna króna hækkun var samþykkt við aðra umræðu og í gær var mælt fyrir breytingartillögum sem þækkuðu útgjöld um rúman milljarð. Á móti er áætlað að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði um 800 milljónum króna meiri en reiknað var með í upphafi. Fulltrúar stjómarandstöðu í fjár- laganefnd gagnrýndu niðurstöður fjárlagagerðar meirihlutans og töldu tekjur ríkissjóðs vemlega vantaldar Stjórnarandstaðan telur tekjur ríkis- sjóðs vantaldar og áhrif vegna auk- inna umsvifa vanmetin og áhrif væntanlegra aukinna um- svifa á næsta ári vanmetin. Telur minnihlutinn að a.m.k. 1,2 milljarða vanti upp á tekjuhlið frumvarpsins, sem einkum megi skýra með vantöld- um veltusköttum. Breytingartillögur þær, sem komu frá stjómarandstöðunni milli 2. og 3. umræðu, fólu í sér 155 milljóna króna samanlagðan útgjaldaauka. Ekki reiknað með tekjum vegna stóriðjuframkvæmda Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, sagði það vera fagnað- arefni að tekizt hefði að afgreiða hallalaus fjárlög. En í forsendum fjár- laga er ekki gert ráð fyrir hugsanleg- um áhrifum byggingar nýs álvers og stækkunar jámblendiverksmiðjunnar á þjóðarbúskapinn. Sagði Jón að tekjuauki rikissjóðs vegna þessa hefði ekki verið reiknaður inn í tekjuspá næsta árs vegna þess að of fljótt hefði verið að slá því föstu að af fram- kvæmdum yrði. Á hinn bóginn hefði verið gripið til aðgerða í samgöngu- málum til að draga úr þenslu. Stjómarandstæðingar furðuðu sig á að ekki væri í forsendum fjárlaga- fmmvarpsins tekið mið af líklegum stóriðjuframkvæmdum. Lauslegt mat Þjóðhagsstofnunar á áhrifum þeirra var kynnt á þingi í gær en niðurstað- an er að landsframleiðslan myndi aukast af þessum sökum um 4,3% í stað 2,5% og fjárfestingar aukast um 25%. Að sögn Friðriks Sophussonar fl'ármálaráðherra má vænta í kringum eins milljarðs króna tekjuauka fyrir ríkissjóð, ef þetta gengur eftir. Stjómarandstaðan taldi að miðað við umsvif og væntingar í efnahags- lífínu væri tekjuhlið fjárlagafrum- varpsins vantalin um a.m.k. 1,2 millj- arða króna. Hins vegar tóku þing- menn stjórnarandstöðunnar undir áherzlu ríkisstjórnarinnar á að af- greiða hallalaus fjárlög enda væri mjög óhagkvæmt að safna skuldum. Alþingi kemur saman að loknu jólaleyfi hinn 28. janúar. ■ Útgjöld hækkuð/10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.