Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 3
2 B LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 B 3 ÍÞRÓTTIR BÖRIM OG UNGLINGAR BÖRN OG UNGLINGAR ÚRSLIT FRJALSIÞROTTIR Norðurlandamót unglinga í körfuknattleik fer fram milli jóla og nýárs Johnson íþróttamaður ársins í þriðja sinn MICHAEL Johnson varð fyrstur til að sigra í 200 metra og 400 metra hlaupi á sömu Ólympíulelkum en það gerðl hann í Atlanta í sumar. Englendingar eru bjartsýnir á að fá HM Olympíunefnd Bandaríkjanna kaus spretthlauparann Michael Johnson íþróttamann ársins 1996 og er þetta í þriðja sinn sem hann er útnefndur en hann var einnig kjörinn 1993 og 1995. Aðeins skautahlaupar- inn Eric Heiden (1977, 1979 og 1980) hefur áður verið útnefndur þrisvar sinnum en kjörið fór fyrst fram 1974. Johnson varð fyrstur til að sigra í 200 metra og 400 metra hlaupi á sömu Ólympíuleikum en það gerði' hann í Atlanta í sumar, hljóp lengri vegalengdina á 43,49 sek. sem er ólympíumet og þá styttri á 19,32 sem er heimsmet. Hann fékk 80 atkvæði af 104 í 1. sæti, sundmaðurinn Jeff Rouse, sem sigraði í tveimur greinum í Atlanta, varð í öðru sæti og blak- maðurinn Karch Kiraly í því þriðja. Sundkonan Amy Van Dyken, sem sigraði í fjórum greinum í Atlanta, var kjörin íþróttakona ársins 1996. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Toronto - Milwaukee............96:93 Charlotte - Chicago............72:93 Miami-Utah.....................87:94 ■ Eftir framlengingu. Houston - San Antonio........101:115 Vancouver- Dallas.............98:105 LA Clippers - Washington......93:102 Sacramento - Minnesota.......112:105 Íshokkí NHL-deildin Boston - Tampa Bay...............3:0 Ottawa - Florida.................5:2 Philadelphia - NY Islanders......5:0 St. Louis - Pittsburgh...........0:4 Skíði Heimsbikarinn Val Gardena, ítallu: Brun karla: 1. Luc Alphand (Frakkl.)..........1:53.10 2. Atle Skaardal (Noregi).........1:53.25 3. Kristian Ghedina (Ítalíu)......1:53.30 4. Pietro Vitalini (Ítalíu).......1:53.34 5. Adrien Duvillard (Frakkl.).....1:53.48 6. Franco Cavegn (Sviss)..........1:53.76 7. WernerFranz (Austurr.).........1:53.88 8. Fritz Strobl (Austurr.)........1:53.93 9. Hans Knaus (Austuir.)..........1:53.99 10.Werner Perathoner (Italíu)......1:54.00 Knattspyrna Frakkland 1. deild: Bastia - Bordeaux............3:1 (Anton Drobnjak 19., Sebastian Perez 25., Patrick Moreau 45.) - (Didier Tholot 40.). 8.000. Staða efstu liða: Mónakó.............22 13 6 3 37:16 45 P.S.G..............22 12 7 3 34:15 43 Bastia.............23 12 6 5 33:24 42 Bordeaux...........23 10 7 6 33:26 37 Auxerre............22 9 8 5 28:16 35 Metz...............22 9 8 5 23:17 35 GRAHAM Kelly, framkvæmda- stjóri Knattspyrnusambands Englands, sagði í gær að hann væri sannfærður um að Eng- land fengi heimsmeistara- keppnina 2006. Hann sagði að samkeppnin væri mikil, einkum frá Þýskalandi, en ákvörðun um að sækja um að halda keppnina hefði verið tekin að Michael Jordan var með 22 stig í fyrri hálfleik og alls 35 stig þegar Chicago vann 93:72 í Charlotte í NBA-deildinni í körfu- knattleik í fyrrinótt. Jordan hefur oft verið frískari en „mér leið ekki vel“, sagði hann. „Mér var óglatt þegar ég stóð upp um morguninn en mér leið betur eftir að ég náði vel athuguðu máli í lyölfar frá- bærrar Evrópukeppni og hlut- irnir ættu eftir að verða enn betri eftir áratug. Sambandið hefði viðtækan stuðning innan lands sem utan, m.a. frá ríkis- stjórninni og stærstu ensku fé- lögunum, og nýr og endurbætt- ur þjóðarleikvangur á Wembley yrði til staðar. að svitna. Flensan hefur þessi áhrif.“ Scottie Pippen skoraði 19 stig í þessum fimmta sigurleik meistar- anna í röð, Steve Kerr 10 stig og Dennis Rodman tók 14 fráköst, en Chicago hefur sigrað í 22 leikjum og aðeins tapað þremur. Glen Rice setti 23 stig niður fyrir heimamenn. San Antonio Spurs gerði góða ferð til Houston og vann 115:101. Dominique Wilkins var með 24 stig fyrir gestina og David Robinson 20 stig auk þess sem hann tók níu fráköst og hélt Hakeem Olajuwon í níu stigum. Robinson, sem hefur misst mikið úr vegna bakmeiðsla, var hins vegar óöruggur á vítalín- unni, hitti aðeins úr fjórum af 11 skotum. Clyde Drexler og Matt Maloney gerðu sín 19 stigin hvor fyrir heimamenn. Utah gerði vel í framlengingunni og vann 94:87 í Miami eftir að hafa verið sjö stigum undir þegar innan við tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Jeff Hornacek skoraði fimm af 12 stig- um sínum í framlengingunni en Karl Malone var í sviðsljósinu þegar hann gerði 35 stig og tók 16 frá- köst. Hann hefur gert 23.939 stig á ferlinum og tekið 9.990 fráköst en aðeins 10 leikmenn hafa brotið 20 þúsund stiga múrinn og tekið 10.000 fráköst. Malone var einnig frábær í vörninni og Hélt P.J. Brown í fjórum stigum á 37 mínút- um. ALV0RU SP0RTV0RUVERSLUN Ótrúlegt vöruúrval Ödýr byrjendasett 'M! Golfsett Golffatnaður Golfkerrur Golfpokar Golf gjafavara 5 % staðgreiðslu- afsláttur Unglingasett með poka kr. 14.900 1Bt m I Fullorðinssett 1/2 m/pútterkr. 11.900 ”""y z KORFUKNATTLEIKUR Michael Jordan „aðeins“ með 35 stig Flensan truflar Unglingalið kvenna Rannveig Randversdóttir.. UMFN UMFN Marin Karlsdóttir Stefanía Ásmundsdóttir.... Sólveig Gunnlaúgsdóttir... Rósa Ragnarsdóttir..... Stella Kristjánsdóttir ....Keflavik UMFG UMFG UMFG Breiðabliki ÍR Jófríður Halldórsdóttir ÍR Efemína Sigurbjömsdóttir UMFT Guðrún Sigurðardóttir ....Snæfelli Kristín Rut Eyjólfsdóttir... Hetti Þjálfari: Sigurður Hjörleifsson Unglingalið karla Davíð Jens Guðlaugsson ..Þór Ak. Guðmundur Þór Magnússon KR KR Jón Nordal Hafsteinsson .Keflavík ... KR ...UMFN Morten Þór Szmiedowicz .Keflavík Óli Ásgeir Hermannsson .Keflavík Svavar Atli Birgisson ....UMKT Sæmundur Jón Oddsson .Keflavík Sævar Sigurmundsson KR Þjálfari: Hörður Gauti Gunnarsson Aðstoðarþjáifari: Jón Guðbrandsson Fyrsti landsliðs- maður Hattar KRISTÍN Rut Eyjólfsdóttir körfuknattleiksstúlka úr Hetti á Egilsstöðum var á dögunum valin í unglingalandsliðið i körfuknattleik sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Dan- mörku miili jóla og nýárs. Að sögn Sigurðar Hjörleifssonar, landsliðsþjálfara er þetta í fyrata sinn sem austfirskt íþróttafélag á landsliðsmanu í körfuknattleik og það sem meira er hún hefur aldrei leik- ið leik á íslandsmóti í íþrótt- inni. „Það var bandarískur leik- maður sem lék með Hetti í fyrra sem lét mig vita af þess- ari efnUegu stúlku á Egilsstöð- um og sagði hana vera betri en flesta stráka á líkum aldri,“ sagði Sigurður. „Ég athugaði málið og þá kom í ljós að orð hans áttu við rðk að styðjast og ég valdi hana í hópinn fyrir Norðurlandamótið." Sigurður sagði Kristínu helst vanta lei- kæfingu. „En hún kemur smátt og smátt.“ Morgunblaðið/ívar SIGURÐUR Hjörlelfsson ræðir hér viö hluta af unglingalandsliðshóp kvenna á æfingu í vlkunnl en IIAIð keppir á Norðurlandamótinu í Holbaek í Danmörku ó mllli hátiðanna. Stúlkurnar söfnuðu fyrir ferðlnni. Vonandi finna skytt umar fjölina sína Ivar Benediktsson skrifar Islenska unglingalandslið kvenna, 15 til 16 ára, í körfuknattleik tekur þátt í Norðurlandamótinu, í þriðja sinn, á milli jóla og nýárs en að þessu sinni fer mótið fram í Holbæk í Dan- mörku. Auk íslands taka landslið Danmerk- ur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og írlands þátt í mótinu. „Síðast þegar mótið fór fram vann íslenska liðið tvo leiki sem var mikil framför frá fyrsta mótinu en þá tapaði liðið öllum viður- eignum sínurn," sagði Sigurður Hjör- leifsson, landsliðsþjálfari. „Við setjum stefnuna á að standa okkur ekki síður á þessu móti.“ Sigurður sagðist renna nokkuð blint í sjóinn þó hann væri bjartsýnn. „Nú erum við með nokkru lágvaxnara lið en síðast og sem dæmi er aðeins ein stúlka 1,80 m en aðrar eru lægri. Þá vantar alveg miðheija, en ekkert fram- boð er af frambærilegum stúlkum í þá stöðu í þessum aldursflokki. Þess í stað verðum við að gera betur með því sem til er og' nýta vel þá sex bakverði sem eru í liðinu." Hann sagði ennfremur að aðaláherslan yrði lögð á hraðann og ákveðinn sóknarleik og reyna þann- ig að vega upp þá galla sem eru í vörn- inni með þvl að skora sem mest. „Þeg- ar ég hef lent í vanda í gegnum tíðina, annað hvort vegna þess að fyrirséð hefur verið að sóknar- eða varnarleikur- inn er slakur þá hef ég reynt að leggja höfuðáherslu á styrkleika liðsins og vonandi tekst það nú og eins að þriggja stiga skytturnar finni fjölina _sína.“ Sigurður taldi möguleika íslands á sigri felast í leikjunum gegn írum og Noregi. „En ef Danir, Svíar og Finnar eru á svipuðu róli og undanfarin ár þá eru möguleikar á sigri á þeim harla litlir. En hópurinn er einn sá allra besti sem ég hef verið með og liðsandinn er til fyrirmyndar. Allar eru þær tilbúnar að leggja sig að fullu og öllu leyti í leikina svo ég er vongóður um að við getum náð hagstæðum úrslitum.“ Undirbúningur liðsins hefur ekki verið eins góður og Sigurður hefði kos- ið. Kemur þar margt til s.s. próf og veikindi auk þess leikmenn koma frá átta félögum víðsvegar af á landinu. „Um mánaðamótin síðustu voru við með fjölmennan hóp á æfingum eina helgi og í framhaldinu valdi ég þennan hóp sem fer utan. Æfingar hafa staðið yfir alla vikuna og lýkur nú um helg- ina. Þetta er of stutt en verður að duga.“ Auk þess tók hluti hópsins þátt í æfingaferð til Skotlands í haust, en sú ferð nýttist ekki sem skildi. „Við lékum þrjá leiki við Skota en lið þeirra var svo slakt að við fengum ekki það út úr ferðinni sem við vonuðumst til.“ Þess má geta að stúlkumar urðu að safna sjálfar fyrir fargjaldinu og hluta uppihalds á meðan á mótinu stendur og þarf hver þeirra að leggja fram 35.000 krónur. Sagði Sigurður að stúlkurnar hefðu staðið sig vel við söfn- unina og væru nú komnar á græna grein. Með mun sterkara lið en á síðasta INiM etta mót er það síðasta sem liðið leikur í áður en kemur að aðal- prófrauninni, Evrópumeistaramótið í ___________ Portúgal í apríl, en und- irbúningur hefur staðið lvar yíir í sextán mánuði,“ Benediktsson sagði Hörður Gauti Gunnarsson, landsliðs- þjáifari unglingalandsliðs karla í körfuknattleik sem skipað er leik- mönnum 16 ára og yngri. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamóti unglinga í körfuknattleik í Helsinki 26. til 30. desember. Auk íslendinga taka Svíar, Norðmenn, Finnar, Danir og Eistlend- ingar þátt, þeir síðastnefndu eru nú- verandi Norðurlandameistarar, en mótið er opið öllum Eystrasaltsríkjun- um. . Hörður Gauti segir að vandað hafi verið til undirbúningsins og 50 og 60 drengir víðsvegar að á landinu hafi verið kallaðir til æfinga á tímabilinu auk þess sem liðið hefur leikið sem gestalið í unglingaflokki á íslandsmót- inu. „Síðast þegar við kepptum á Norð- urlandamótinu vorum við með tvo stráka sem voru 2,05 metrar en nú erum við aðeins með einn svo háan. Þegar litið er á meðalhæð liðsins þá kemur í ljós að hún er þrátt fyrir þetta hærri en síðast. Þá erum við einnig með fleiri skotmenn nú en þá og það er vel.“ Hörður segir aðalvanda liðsins hafa legið í slökum varnarleik sem hafi hins vegar verið bættur upp að nokkru leyti sem góðum sóknarleik. „Að undanförnu höfum við lagt aukna áherslu á vörnina og þar hafa orðið framfarir svo ég er að verða bjart- sýnni á þann þátt. Styrkur liðsins ligg- ur eigi að síður í sterkum sóknarleik.“ Síðast hafnaði íslenska liðið í fimmta sæti og stefna liðsins er að gera betur og reyna að krækja í brons- verðlaun. „Það var einnig markmiðið síðast en tókst ekki en nú erum við með sterkari og samæfðari hóp og ég held því að möguleikamir séu meiri en áður.“ Hörður Gauti sagðist reikna með að Eistlendingar yrðu með sterkasta liðið líkt og síðast, þá væru Svíar og Finnar ævinlega öflugir í körfuknatt- leik. Hann taldi hins vegar ekki vafa leika á að íslenska liðið ætti að verða sterkara en það danska og norska. Fyrsti leikur íslenska liðsins er 26. desember gegn Svíum og daginn eftir verða andstæðingarnir Eistlendingar. Þann 28. mætast íslendingar og Norð- menn og því næst verða andstæðing- arnir Finnar, síðasti leikurinn er við Dani 30. desember. Þess má að lokum geta að meðalhæð íslenska liðsins er 192 sm, meðalþyngd 81,5 kg og meðalaldur 15,8 ár. ÚRSLIT Shotokan Karate Unglingameistaramótið Kata 9 ára og yngri: Jón Ingi Bergsteinsson..........Þórshamri Hrafn Þráinsson.................Þórshamri Egill Axfjörð Friðgeirsson.........Haukum Kata 10 - 12 ára: Hákon Fannar Hákonarson............Haukum Lára Kristjánsdóttir............Þórshamri Auður Skúladóttir...............Þórshamri Kata, 13 - 15 ára: EiríkurG. Kristjánsson.............Haukum Ari Tómasson....................Þórshamri Ari Sverrisson.....................Haukum Kata, 16 - 18 ára: Hrafn Ásgeirsson.................Akranesi Sólveig Krista Einarsdóttir.....Þórshamri Ragna Kjartansdóttir............Þórshamri Hópkata, 12 ára og yngri: A-lið Þórshamars Haukar B-lið Þórshamars Ilópkata, 13 ára og eldri: I-lið Þórshamars Haukar H-lið Þórshamars Kumite, 10-12 ára: Kristinn Sigurðsson...............Haukum Kristján Kristjánsson..........Þórshamri Ólafur H. Traustason..............Haukum Kumite, 13 - 15 ára: Ari Tómasson...................Þórshamri Eiríkur G. Kristjánsson...........Haukum Davið Róbertsson...............Þórshamri Kumite, 16-18 ára: Sólveig Krista Einarsdóttir....Þórshamri Hrafn Ásgeirsson................Akranesi Helgi Hafsteinsson.............Akranesi. NM unglinga í sundi í Svíþjóð Flestirbættu sig verulega Eins og kom fram í síðustu viku varð Halldóra Þorgeirsdóttir Norðurlandameistari unglinga í 100 m bringusundi á Norðurlandamótinu sem fór fram í Varberg í Svíþjóð fyrir tíu dögum. Hún synti á sínum besta tíma til þessa, 1.14,09 mín. En það tóku fleiri íslensk ungmenni þátt í mótinu og flest þeirra stóðu sig allvel þó ekki tækist þeim að leika eftir afrek Halldóru. Auk þess að vinna gullverðlaun í 100 m bringu- sundi. varð Halldóra í 4. sæti í 200 m bringusundi á 2.41,26 sem er hennar besti tími í greininni. Ómar Snævar Friðriksson varð í 4. sæti í 1.500 m skriðsundi á 16.20,68 mínútum og bætti sinn fyrri árangur um 14 sekúndur. Hann hreppti einnig 4. sæti í 200 m bak- sundi á 2.18,11 mínútum. Þá náði hann sínum besta tíma í 400 m fjór- sundi er hann kom sjöundi í mark á 4.50,29 mín. Lára Hrund Bjargardóttir kom í mark sjöunda í 100 m skriðsundi á 1.00,76 mínútum auk þess sem hún bætti sig í 100 m flugsundi er hún varð í 5. sæti á 1.06,94 mínútum. Þá kom 6. sætið í hennar hlut í 200 m fjórsundi er hún kom í mark á 2.26,92 mínútum. Anna Bima Guð- laugsdóttir varð í 11. sæti í 100 m skriðsundi á 1.03,22 mínútum. Hún hreppti 8. sæti í 50 m skriðsundi, kom í mark á 28,79 sekúndum. Friðfinnur Karlsson keppti í 100 m skriðsundi og kom áttundi í mark á 55,12 sekúndum og varð sjöundi í 50 m skriðsundi á tímanum 25,37 sekúndum. í þriðju og síðustu grein- inni sem hann tók þátt í varð hann í níunda sæti, það var í 400 m skrið- HALLDÓRA Þorgeirsdóttir. sundi og hlaut hann tímann 4.20,44 mínútur. Gígja Hrönn Árnadóttir keppti í 200 m bringusundi og varð sjöunda á tímanum 2.47,81 mínútu. Hún tók einnig þátt í 100 m flugsundi og 200 m fjórsundi. í 100 m flugsundi varð hún níunda á 1.09,43 mínútum og í 200 m fjórsundi hreppti hún 10. sæti á 2.34,16 mínútum. Anna Lára Ármannsdóttir varð í 8. sæti í 400 m fjórsundi á 5.20,91 mínútum og í 10. sæti í 100 m bringusundi 1.19,96 mínútum. Marteinn Friðriksson keppti í 200 m bringusundi og varð í áttunda sæti, synti á 2.28,84 mínútum en það er hans besti tími til þessa. Hann bætti sig einnig í 200 m fjórsundi, varð í 9. sæti á 2.16,02 mínútum og nægði þessi árangur honum í 9. sæti. Róbert Birgisson kom í mark sjöundi í 200 m skriðsundi pilta á 2.03,36 mínútum og varð í 11. sæti í 200 m fjórsundi á 2.21,01 mínútu. Handknattleikur 5. flokkur karia 2. umferð: Um mánaðarmótin síðustu fór fram 2. umferð íslandsmótsins í 5. flokki karla og var keppt samtímis ! fjórum íþróttahúsum í Breiðaholti og voru alls leiknir 118 leikir í mótinu í A, B og Cliðum. Þáttakendur voru 550 á aldrinum 12 til 13 ára. Lokastað- an var sem hér segir: A-lið: KA Víkingur ,FH HK ÍR KR Þór Ak Fylkir UMFA Grótta ÍBV 14. sæti Selfoss Fram Stjarnan B-lið: Haukar HK 3. sæti KA Þór Ak 5. sæti FH 6. sæti Selfoss 7. sæti Fjölnir 8. sæti 9. sæti 10. sæti KR Fylkir 12. sæti ',.ÍR ÚMFA 16. sæti C-lið: 1. sæti KA 2. sæti FH 3. sæti 4. sæti KA2 5. sæti HK 6. sæti ÍR 7. sæti Þór Ak 8. sæti 9. sæti 10. sæti Fylkir KR 12. sæti Fjölnir 6. flokkur kvenna 2. umferð fór fram í íþrúttahúsi við Digra- nesi fór fram dagana 6. til 8. desember og var keppt í flokki A og B-liða. Lokastaðan var eftirfarandi. A-lið: l.sæti FH 2. sæti ÍR 3. sæti Fram 6. sæti Fylkir 9. sæti ÍBV 10. sæti HK 12. sæti 13. sæti KR B-lið: Haukar 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti FH 7. sæti Breiðablik 9. sæti ÍBV ll.sæti Gunnar og félagar setja fimm met UNGIR sundmenn úr Aftureld- ingu settu fimm aldursflokka- met á innanfélagsmóti UMFA í Sundhöll Reykjavíkur í gær- dag. Sem fyrr kom Gunnar Steinþórsson þar við sögu. Hann bætti met í tveimur grein- um í sveinaflokki og hefur þar með sett 20 íslandsmet í flokkn- um á árinu en hann flyst upp um aldursflokk um áramót. Fyrra metið sem hann setti var i 200 m baksundi, þar synti hann á 2.34,31 mínútu og bætti eldra met Guðmundar Unnars- sonar, UMFN. Hitt metið setti Gunnar í 400 m fjórsundi er hann synti vegalengdina á 5.36,47 mínútum en fyrra met var í eigu Tómasar Sturlaugs- sonar, Ægp. Þá setti Karl Már Lárusson met í drengjaflokki í 100 m fjór- sundi, synti á 1.13,90 mínútum. Steinunn Þyrí Þórarinsdóttir bætti eldra met í 100 m fjór- sundi í meyjaflokki, synti á 1.32,65 mínútum. Fimmta metið var bætt af unglingalandsliðs- stúlkunni Gígju Hrönn Árna- dóttur. Hún fór 100 m fjórsund á 1.13,40 mínútum. ENSKI BOLTINN iförur í miöa ntiMu úrvali. Fóttooitustytturnar komnar Fowler, Mcmanaman, Rob Iones, Jamie Red knapp, Cantona, Giggs, Beckham, Schmeichel, Ruel Fox, Gullit, Batty, Ibeardsley.Verð 490. ^SMMTjtNRUVWSUMIKil Sett með 12 leikmönnum: Liverpool og Newcastle, verð 5.260. Aðrar vörur: Treyjur, buxur, liðasett, t.bolir með mynd, könnur, JTBJaE Jk A A treflar, dagatöl, handklæði, lyklakippur, hálsmen, klukkur, úr, töskur, bakpokar, merki, svitabönd o.fl. Ath. Ofantaldar vörur ekki allar til með öllum liðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.