Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 2
8 3 ðeerflaaMsgaa.isjwDArr 2 C LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 CHi MORGUNBLAÐIÐ $M% f • Tröllastelpa, Pappírs-Pési og Marta mús í lok barnadagskrár eftir há- degið, laust fyrir klukkan fjögur. Teiknimynd um Múmínsnáðann BARNAEFNI í jóladagskrá Sjónvarpsins hefst strax á að- fangadagsmorgni með morg- unsjónvarpi barnanna en þar kynnir Rannveig Jóhanns- dóttir jólaefni fyrir yngstu börnin. Meðal efnis er ævin- týri um fallega brúðu sem öðlast líf á jólakvöldi og sam- skipti hennar við Ola Lokbrá, leikþáttur eftir Pétur Gunn- arsson um tröllastelpuna Bólu og leit hennar að jóla- skapinu og ævintýri við tón- list Tjækovskís um hnotu- brjótinn sem var prins í álög- um. Klukkan 10.30 er á dagskrá teiknimynd um dverginn Davíð, sem verður að finna gull dvergakonungsins og tryggja að það lendi ekki í tröllahöndum ef ekki á illa að fara, og að sýningu hennar lokinni, klukkan 11.45, er komið að lokaþætti jóladagatalsins þar sem lýkur leit þeirra Felix og Gunnars að Völundi, en þáttur- inn verður endur- sýndur hans. Klukkan 17.25 verðui sýnd leikna bandaríska æv- intýramyndin Jólatréð hans Villa þar sem leikbrúður koma líka við sógu. í mynd- inni er sagt frá leit nokkurra fjólskyldna að hinu full- komna jólatré og meðal leik- enda er hinn kunni gaman- leikari Leslie Nielsen sem margir kannast við úr mynd- inm' Beint á ská. Jólastundin okkar er á dagskrá klukkan sex og þar fær prófessor Irma til sín marga góða gesti. Að henni lokrnni verður sýnd teikni- myndin Gulleyjan sem er byggð á sígildri sögu eftir Robert Louis Stevenson. Morgunsjónvarpið verður á sínum stað annan í jólum og þar verða meðal annars myndir um gamlan bangsa og brúðu, sem leita að barni sem vill eiga þau og vera þeim gott, og teiknimynd um Tuma þumal og Þumalínu. Snædrottningin Þegar klukkan er gengin fjórðung í fimm verður sýnd bíómyndin Sagan endalausa III en þar ratar Bastían Baltasar Bux í hreint ótrúleg ævintýri og rekst á ýmis skringileg fyrirbæri eins og grjótætu, talandi tré, hug- lausan flugdreka og litla álfa. Klukkan sex verður sýnd glæný leikin íslensk barna- mynd sem heitir Músin Marta og Egill Eðvarðsson gerði eftir smásögu Jennu Jensdóttur. Leikendur eru Arnljótur Sigurðsson, Rík- arð Ásgeirsson, Sigurveig Jónsdóttir, Jón Bjarni Guð- mundsson, Ragnhildur Rú- riksdóttir og Magnús Ólafs- son. Að lokinni sýningu á Músinni Mörtu er komið að teiknimynd sem gerð er eftir ævintýri H.C. Andersens um Snædrottninguna ill- skeyttu og glímu systkin- anna Tomma og Ellu við hana. Að loknum fréttum að kvöldi annars í jólum er á dagskrá jólaþáttur Sjón- varpsins sem heitir Engla- hár og eplalykt. Þátturinn er ekki gerður sérstaklega með börn í huga en eflaust hafa einhver börn gaman af því að sjá hann þvi meðal gesta Gaua litla og Svanhildar Konráðsdóttur, sem stjórna þættinum, er jólasveinn og auk þess ætla aðrir gestir að rifja upp bernskujól sín. Hreiðar hrein- dýr, Óli lokbrá og Kolli káti DAGSKRÁ Stöðvar 2 á að- fangadag hefst klukkan níu með Fyrstu jólum Putta. Þvínæst verður sýnd mynd um Kristófer jólatré og Æv- intýri Mumma fylgja að hen- ni lokinni. Hreiðar hreindýr verður á dagskrá korter yfir tíu og að því búnu verður sýnd teiknimynd um jóla- sveininn og tannálfinn. Rétt fyrir klukkan ellefu verður sýnd mynd um Bíbí og félaga og þvínæst er á dagskrá tal- sett mynd um Benjamín og jólasveininn. Þegar klukkuna vantar tuttugu mínútur í eitt verður á dagskrá Tindátinn stað- fasti, sem er ballett gerður eftir ævintýri H.C. Ander- sen. Að loknum fréttum dagsins tekur svo við talsett teiknimynd í fullri lengd um David Copperfield sem byg- gð er á sígildri sögu eftir Charles Dickens. Ekki má heldur gleyma teiknimynd um Óla lokbrá. í henni segir frá stráknum Pétri sem fer í mikla ævintýraferð með Óla lokbrá að heimsækja jóla- sveininn á Norðurpólnum. Bærinn sem jólasveinn- inn gleymdi á jóladag Korter fyrir fjögur segja Jim Henson og félagar þjóð- sögur og ævintýr en sögu- maður er leikarinn John Hurt. Hlé verður síðan gert á útsendingu hálftíma síðar. Á jóladag hefst dagskráin klukkan tíu með Bíbí og fé- lögum og klukkustundu síð- ar kemur Afi gamli á skjáinn. Á hádegi verður sýnd teikni- myndin Bærinn sem jóla- sveinninn gleymdi og ís- lenski þátturinn Nótt á jóla- heiði verður sýndur fimm mínútum ryrir hálfeitt. Handrit þáttarins, sem gerð- ur var 1995, er spunaverk- efni Guðnýjar Halldórsdótt- ur, sem leikstýrir, Margrét- ar Örnólfsdóttur, Agnes- ar Johansen og Friðriks Erlingssonar. Klukkan fimm mín- útur í fjögur verður síðan sýnd endur- gerð kvikmynd- arinnar Krafta- verk á jólum, eða Miracle on 34th Street, sem fjallar um sex ára stúlku sem hefur sínar efasemdir um jólasveininn. / Annan dag jóla / hefst sjónvarp barn- f anna ldukkan níu með / talsettri teiknimynd um bangsa sem bjarga jólun- um. Fimm mínútum fyrir hálftíu eru sígild ævin- týri á dagskrá og korteri síðar er sýnd teikni- myndin Á þakinu, sem er með íslensku tali. Bíbí og félagar verða á skjánum fimm mín- útur yfir tíu og teikni- mynd Stevens Spiel- berg um Risaeðlurnar er á dagskrá klukkan ellefu. Talsetta teikni- myndin Kolli káti verður sýnd fimm mínútur yfir tólf og að því búnu verður sýnd jólamynd frá Disney sem nefnist Á síðustu stundu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.