Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 C 5 1^11» JOLAMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANIMA KRAFTAVERK á jólum er hin frambærilegasta afþreying þótt hún standist forvera sínum ekkl snúning. Myndln verður sýnd á Stöö 2 jóladag. SJÓNVARPSMYNDIN Ógleymanleg Jól er á dagskrá Stööv- ar 3 annan dag jóla. Myndin fjallar um mæögur (leit aö jólafriði í kjölfar skllnaöar. Aðfangadagur Stöð 2 ^21 .45 Varla er til ánægju- iegri bíómynd að horfa á að afloknu borðhaldi og jólapakkarii að kvöldi aðfangadags en sígild mynd Franks Capra Dásamlegt líf (It’sA Wonder- fulLife, 1946). Hversdagshetjan Jam- es Stewart er á barmi örvæntingar og sjálfsvígs þegar roskinn engill kem- ur honum til hjálpar og leiðir honum - og okkur - fyrir sjónir að lífið er þrátt fyrir allt dásamlegt. Gamansöm, hlý og mannbætandi fantasía fyrir alla fjölskylduna. ★ ★ ★ ★ Stöð 2 ►23.55 Ég hef ekki séð verð- launaða uppfærslu Steppenwolf-leik- hússins í New York á Þrúgum reið- innar (The Grapes OfWrath, 1990) en hér gefst tækifæri til þess í sjón- varpi. John Ford kvikmyndaði þessa frægu sögu Johns Steinbeck með Henry Fonda og fleirum en hér eru í aðalhlutverkum Terry Kinney, Gary Sinise og Lois Smith. Ekkja rithöfund- arins, Elaine Steinbeck, flytur for- málsorð. jóladagur Sjónvarpið ►15.50 Poppsöngkonan gamla Olivia Newton-John leikur ekkju sem heillar bankamanninn Gregory Harrison sem á að bera hana út af bóndabænum hennar skömmu fyrir jól í bandarísku fjölskyldumynd- inni Tilhugalíf um jólin (A Christmas Romance). Engar umsagnir liggja fyr- ir en leikstjórinn er Sheldon Larry. Sjónvarpið ►20.30 Sjónvarpsgerð ævintýra- og ádeilusögu Jonathans Swift um Ferðir Gúllívers (Guiliver’s Traveis, 1996), sem hefur verið kvik- mynduð a.m.k. tvisvar (1939 og 1977) án sérstakra tilþrifa, kostaði 28 millj- ónir dollara og sparar hvorki nútíma- legartæknibrellur né annan ytri um- búnað. Ted Danson leikur Gúllíver, sem segir sögu sína í afturhvörfum þar sem hann er staddur á geðveikra- hæli í Englandi. Ég hef ekki séð mynd- ina, sem sýnd verður í tveimur hlutum í kvöld og annað kvöld, en Martin og Potter segja hana vel heppnaða og trúa sögu Swifts. Þau gefa ★ ★ ★ ★ (af fimm mögulegum) og Maltin segir hana yflr meðallagi. Sjónvarpið ►22.05 Hilmar Oddsson og samstarfsmenn hans skila drama- tísku lífi og tónlist Jóns Leifs á ýmsan hátt með glæsibrag í kvikmyndinni Tár úr steini (1995). Þótt persóna Jóns Leifs sé dálítið óljós og heldur húmorslaus fyrir minn smekk eru í myndinni eftirminnilegar senur, fal- legt myndmál og hrifandi drama, auk hinnar kynngimögnuðu tónlistar. Áreiðanlega ein af bestu myndum ís- lenskrar kvikmyndagerðar. ★ ★ ★ Stöð 2 ►15.55 Endurgerð frægustu jólamyndar allra tíma Kraftaverk á jólum (Miracle On 34th Street, 1994) kemst ekki í hálfkvisti við sjarma frummyndarinnar frá 1947, en hún er engu að síður hin frambærilegasta afþreying. Efahyggja ungrar stelpu (Mara Wilson úr Matthildi) um tilvist jólasveinsins lendir í ógöngum þegar hún hittir stórmarkaðssjólasveininn Kris Kringle, sem Richard Attenboro- ugh er sem fæddurtil að leika. Leik- stjóri Les Mayfleld. ★ ★ ★ Stöð 2 ► 19.50 Einhver vinsælasti smellur seinni ára er mynd Roberts Zemeckis um Forrest Gump (1994), fáráðlinginn sem fyrir dásemdir amer- ísks samfélags nær að hrista af sér þann stimpil og komast til frægðar og frama. Sagan er ekki eins djúp og hún trúir sjálf, en klisjur hennar eru bærilega faldar af afburða tölvu- tæknibrellum, skemmtilegum uppá- tækjum og leik Toms Hanks í titilhlut- verkinu. Myndin er allt of löngog tekur sig allt of hátíðlega. ★ ★ ★ Stöð2 ►22.10 Hnyttinn maðurkall- aði vestrasápuna Vinda fortiðar (Leg- ends Of The Fall, 1994) Bonanza fyr- ir lengra komna. Það vantar ekki glæsileikann í Óskars-verðlaunaða myndatöku Johns Toll en þessi fjöl- skyldusaga er of oft ótrúverðug og lummuleg. Og það ótrúlega gerist í þessari mynd - snillingurinn Anthony Hopkins leikur hlálega illa. Leikstjóri Edward Zwick. ★ ★ 'h Stöð 2 ►0.20 Sérvitri belgíski einka- spæjarinn Hercule Poirot með sitt vaxborna yfirskegg fær fyrsta flokks túlkun Davids Suchet í bresku syrp- unni eftir sögum Agöthu Christie. í Jólaboðinu (Hercule Poirot’s Christmas, J994)erjólahaldi spæjar- ans raskað af gömlum manni sem ofsóttur er af draugum fortíðarinnar. Leikstjóri Edward Bennett. Stöð 3 ► 14.05 Táningaástir á sjötta áratugnum er söguefnið í Æskuástir (Book OfLove, 1990). Tilþrifalitlir leikarar og ófrumleg efnistök ein- kenna þessa leikstjórnarfrumraun Roberts Shaye, fulla af velgjulegri fortíðarþrá og slöku gríni. ★ Stöð3 ►22.15Maltinsegirjóla- myndina Heim um jólin (I’IIBeHome For Christmas, 1988) vel leikna af fólki á borð við Hal Holbrook, Evu Marie Saint og Courtney Cox og leik- stjórinn Marvin J. Chomsky (Holocaust) kann til verka. Myndin segir frá smábæjarfjölskyldu á Nýja Englandi sem á jólum þarf að takast á við áhrif heimsstyijaldarinnar síðari á líf sitt. Maltin segir myndina yflr meðallagi en Blockbuster Video gefur ★ ★‘/2 Stöð 3 ►23.45 Sannsögulega sjón- varpsmyndin EinurðfW/de Eyed and Legless, 1993) er frá BBC og fjallar um konu sem haldin er óþekktum sjúk- dómi og er bundin við hjólastól sem reynir mjög á hjónabandið. Engar umsagnir liggja fyrir en leikarar eru góðir. Julie Walters, Jim Broadbent o.fl. og leikstjórinn er Richard Loncraine, sem síðast sló í gegn með Ríkharði III. Stöð 3 ►1.25 Engar umsagnir flnnast um dramatísku myndina Skila- boð frá Holly (A Message From Holly), þar sem Shelley Long og Lindsay Wagner leika vinkonur á ör- lagatímum. Sýn ^21.00 Vísindaskáldskapurinn Fjandvinir (EnemyMine, 1985) er með sínum hætti í íslandsvinafélaginu. Breski leikstjórinn Richard Loncraine kom hingað til lands og hóf að fllma útiatriðin uppi á hálendi. Eitthvað gekk það á afturfótunum, Loncraine var rekinn og myndin að lokum tekin annars staðar undir stjórn þýska leik- stjórans Wolfgangs Petersen. Utkom- an er forvitnileg án þess að valda straumhvörfum. Aðalhlutverk Dennis Quaid og Louis Gossett Jr. ★ ★ 'h Sýn ►23.15 Annarþýskurleikstjóri af annarri sort, Percy Adlon vakti mikla athygli þegar hann gerði skondna mynd í Bandaríkjunum sem heitir Bagdad Café. Síðan hefur hon- um ekki gengið eins vel og Silungs- berin (Salmonberries, 1991) erundir- furðulegt og áttavillt kvennadrama sem m.a. gerist í óbyggðum Alaska. Þessi er einnig - með sínum hætti - í íslandsvinafélaginu því eitt af aðal- hlutverkunum leikur söngkonan k.d. lang, sem mun af vestur-íslenskum ættum að einhveiju brotabroti. Annar dagur jóla Sjónvarpið ► 16.15 Fyrsta myndin um Söguna endalausu var fallegt og skemmtilegt bamaævintýri með boð- skap. Önnur myndin var, eins og svo oft, ástæðulaus útvötnun. Sagan endalausa III (The NeverendingStory III, 1994) er mér ókunn en þar er enn verið að elta drenginn Bastían Baltas- ar Bux sem leitar fróunar frá hvers- dagslífi sínu í heimi bóka og hugar- flugs. Leikstjóri er Peter MacDonald. Sjónvarpið ►21.10 - Ferðir Gúllí- vers, seinni hluti. Sjá jóladag. Sjónvarpið ►22.45 Sidney Pollack leikstjóri er vandvirkur að vanda í Jörð í Afriku (Out OfAfrica, 1985), frásögn af Afríkuævintýrum og -ást- um dönsku skáldkonunnar Karen Blix- en. En dramatíkin er ekki fullburða - því miður - þegar kemur að sam- bandi Meryl Streep með sinn tillærða hreim og Roberts Redford sem er afar ósannfærandi sem breskur ævintýra- maður. Klaus Maria Brandauer er mun betri í hlutverki sjúks eiginmanns Blix- ens. Hefur listgildi velheppnaðs póst- korts. ★★ Stöð 2 ►13.35 Engar umsagnir finn ég um Disneymyndina Á síðustu stundu (In TheNick OfTime, 1991) um jólasvein í tímahraki. Aðalhlutverk Lloyd Bridges, Michael Tucker og Alison LaPlaca. Leikstjóri George Miil- er. Stöð 2^15.05 Sankti Bemharðs- hundurinn Beethoven og fjölskyldan sem situr uppi með hann voru yrkis- efni rétt þolanlegrar amerískrar gam- anmyndar. í Beethoven annar (Beet- hoven ’s 2nd, 1993) snýr þetta lið - Charles Grodin og fleiri - aftur með liðsauka, - þ.á m. afkvæmi Beethov- ens. Ekki miklar framfarir hér en má láta sig hafa það. ★ ★ stöð2 ►is .30 Og meiri framhöld - og nú framhald af framhaldi: Bam- eignagrínið Look Who’s Talking (1989) sló í gegn og átti þátt í endur- reisn diskótröllsins Johns Travolta. Travolta og Kirstie Alley em enn til staðar í þriðju myndinni í röðinni, Fleiri pottormar (Look Who’s Talking Now, 1993). Égendurtek: Ekki miklar framfarir hér en má láta sig hafa það. ★ ★ Stöð 2 ►20.00 Winona Ryder sýnir fínlegan leik í Litlar konur (Little Women, 1994) sem byggð er á frægri sögu Louisu May Alcott um einstæða móður og ijórar ólíkar dætur hennar í Nýja Englandi á tímum þrælastríðs- ins. Þessi sjálfsævisögulega bók hefur áður verið filmuð þrívegis en aldrei jafn fallega og í þessari afbragðsmynd ástralska leikstjórans Gillian Arm- strong. Rómantískt kvenfrelsisdrama af bestu sort með einvala leikhópi, þar sem Susan Sarandon, Eric Stoltz og gamla Mary Wickes fara sérstaklega á kostum. ★ ★ ★ Stöð 2 ►22.00 Það eru misgóðir kaflar í fangelsisdramanu Shaw- shank-fangelsið (The Shawshank Redemption, 1994) en þeir bestu em afar góðir. Tim Robbins og Morgan Freeman em eftirminnilegir sem ólíkir menn í sömu aðstæðum innan múranna. Hér kemur fátt á óvart en margt gleður. Leikstjórinn Frank Daiabont, sem áður hefur aðeins stýrt einni B-hrollvekju, lofar góðu. ★ ★ ★ Stöð 2 ►0.20 Alnæmisdramað Fdadelfía (Philadelphia, 1993) er, þrátt fyrir verðugt viðfangsefni, stór- lega ofmetin og er dæmigerð fyrir myndir með félagslegt inntak sem eiga að friða samvisku Hollywood-veldis- ins. Tom Hanks er tilgerðarlegur í hlutverki ungs lögfræðings og homma sem þarf að beijast við fordóma í eig- in garð þegar hann veikist af al- næmi. Yfirborðslegt en Óskarsverð- launað. ★★ Stöð 3 ► 11.20 Ævintýri unglings- stúlku sem strýkur frá ringulreið frá- skilinna foreldra em efni gamanmynd- arinnar Stórar stelpur gráta ekki (Stepkids, öðru nafniBigGirls Don’t Cry... They Get Even, 1992). Martin og Potter mæla með þessari og gefa ★ ★ ★ 'h en Maltin gefur ★ ★ Leik- stjóri Joan Micklin Silver og aðalhlut- verk Hillary Wolf, David Strathaim og Margaret Whitton. Stöð 3 ►20.40 Ný rómantísk sjón- varpsmynd, Ógleymanleg jól (A Holiday ToRemember, 1996), um mæðgur tvær í leit að jólafriði í kjöl- far skilnaðar, finnst ekki í handbókum. En hún þarf ekki að vera verri fyrir það. Connie Sellecca og sveitasöngvar- inn Randy Travis em meðal leikenda. Leikstjóri er gamalreyndur fagmaður, Jud Taylor. Stöð3 ►22.10 BBC-krimminn Ref- skák (Murderln Mind, 1996) hljómar vel: Charlotte Rampling leikur viðsjár- verðan stjómanda geðsjúkrahúss þar sem dauðsfall kallar á lögreglurann- sókn undir stjóm Trevors Eve. Þessir ágætu leikarar og leikstjórinn Robert Bierman (Vampire’sKiss) ættu að vera trygging fyrir góðri afþreyingu. Stöð 3 ►23.55 Tommy Lee Jones þreytir fmmraun sína sem leikstjóri og handritshöfundur í vestranum (þá gömlu góðu daga (The Good Old Boys, 1995) og leikur sjálfur aðalhlut- verk ásamt Sissy Spacek, Terry Kinn- ey, Frances McDormand og Sam Shepard. Jones er vestrakappi, sem er að daga uppi á nýjum tímum. Malt- in segir myndina yfir meðallagi og Martin og Potter gefa ★ ★ ★ ★ (af fimm). Sýn ^21.00 Breski leikstjórinn Peter Medak og bandaríski leikarinn George Hamilton taka höndum saman um að gera grín að þeim grímuklædda skylm- ingakappa Zorro í Synir Zorros (Zorro, The Gay Blade, 1981). Hamil- ton er stundum - en bara stundum - fyndinn í hlutverkum sonanna tveggja, sem báðir eru ólánlegir og annar sam- kynhneigður. Dálítið yfirgengilegt. ★ 'h Sýn ►23.20 Spennumyndin Valda- sprotar (Edge Of Power) er ókunn stærð, leikarar ókunnir, trúlega ástr- alskir, en leikstjórinn, Henry Safran, er Ástrali sem áður hefur m.a. leik- stýrt Villiöndinni eftir Ibsen án þess að heimurinn hafi farist. Árni Þórarinsson HIN sígilda kvikmynd Franks Capra, Dásamlogt líf, veröur sýnd í Sjónvarplnu aö kvöldi aðfangadags. KVIKM YNDIN Tár úr steinl, greinir frá œvi og tónlist Jóns Leifs, og er á dagskrá Sjónvarps jóladagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.