Morgunblaðið - 21.12.1996, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.12.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 C 7 Tónlist, sögur og kveðjur JÓLALÖG, jólasögur, jóla- kveðjur til sjómanna og aftansöngur í Dómkirkjunni eru dagskrárliðir sem skapa hátíðlegan blæ í dagskrá Rásar 1 ár hvert. En auk hefðbundinna dagskrárliða á aðfangadag má minna á þátt Ernu Arnardóttur klukkan 11.03, þar sem hún kannar viðhorf þeirra sem geta ekki haldið jólin heima starfs síns vegna í þættinum Að vera skyldum sínum trúr á jólum. Þá má nefna dagskrárliðinn Barnajól klukkan 17 á Rás 2 þar sem flutt verður jólatón- list fyi'ir yngstu hlustend- urna. Klukkan 14.00 á Rás 1 sér Ragnheiður Gyða Jónsdóttur um þáttinn Líður að helgum tíðum. Þar segir Sigurður Gylfí Magnússon sagnfræð- ingur frá rannsókn sinni á dagbókum og bréfum bræðr- anna Níelsar og Halldórs Jónssona frá Tindi í Kirkju- bólshreppi á Ströndum. Sig- urður Gylfi les úr þeim sögu almennings um aldamótin, daglega lífið og hvemig það braust til menntunar og sjálf- stæðishvatningu A Jólavöku Útvarpsins klukkan 20.00 ræðir Jórunn Sigurðardóttir við Vilborgu Dagbjartsdóttur um jólin og jólasögur og Vil- borg les söguna Jólarósin eft- ir Selmu Lagerlöf. Eftir veðurfregnir klukkan 22.20 verður leikin hljóðritun frá tónleikum á Hátíð helgitónlistar í Fribourg. Þar syngur Micrologus-sveitin enska, spænska, írska og ítalska jólasöngva frá miðöld- um og leikur á fom hljóðfæri. Milli tónlistaratriðanna les Sveinbjöm Halldórsson göm- ul íslensk helgi- og Maríu- kvæði en í lok dagskrái’ verð- ur útvarpað frá miðnætur- messu í Hallgrímskirkju þar sem séra Karl Sigurbjörns- son prédikar. Söngleikir á Rás 2 Það verður söngur og gleði á Rás 2 yfir allar hátíðarnar. Söngleikir á íslandi er heiti þáttaraðar sem verður á dag- skrá kiukkan 16.00 alla hátíð- isdagana. Þar fær Lísa Páls höfunda, leikstjóra, leikara og söngvara til að rifja upp og segja frá söngleikjum hér á landi síðustu þrjátíu til fjöm- tíu ár. Fyrsti þátturinn er á dagskrá klukkan 16.00 að- fangadag og má búast við að þeir bræður Jónas og Jón Múli Árnasynir fari á kost- um. Dagskrá Rásar 1 á jóladag er af margvíslegum toga. Bókmenntaþættfi, ferðaþátt- ur, íslensk jólalög að fomu og nýju, Karen Blixen og Jóla- óratóría Bachs er meðal dag- skrárefnis. Anton Helgi Jóns- son sér um dagskrá helgaða pólsku skáldkonunni Wislövu Szymborsku, Nóbelsverð- launahafa í bókmenntum klukkan 10.15 og strax eftir hádegi leikur Miklos Dalmay, sigurvegari Tónvaka-keppn- innar með Sinfóníuhljómsveit Islands píanókonsert eftir Maurice Ravel. Raddir genginna dómkirkjupresta Að tónleikunum loknum verða rifjaðir upp nokkrir minnisverðir atburðir í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í tilefni 200 ára afmælis kirkjunnar. Hlustendur fá að heyra radd- ir genginna dómkirkjupresta, séra Bjarna Jónssonar, séra Friðriks Hallgrímssonar, séra Jóns Auðuns og séra Óskars J. Þorlákssonar. Enn- fremur er fluttur kafli úr ræðu Sigurbjöms Einarsson- ar biskups við útfór Her- manns Jónassonar forsætis- ráðherra en á jóladag er ein- mitt liðin öld frá fæðingu Hermanns. Af öðram dagskrárliðum má nefna þætti um íslensk jólalög að fornu og nýju, frá- sögn af vel gróinni dalkvos, Víðidal í Stafafellsfjöllum og lestur úr bók Karenar Blixen, v* - A * .*•»*;*• Morpunblaðió'Kristinn JÓLAKVEÐJUR til sjómanna verða lesnar á Rás 1 á aðfangadag klukkan 15. BRAGI Ólafsson skáld og tónlistarmaður veltir fyrir sér jólahaldi eftir 30 ár annan jóladag klukkan 18.05 á Rás 1. Sorgarakri, klukkan 18.00. Mörgum finnst jólahald ekki fullkomnað fyrr en búið . er að hlusta á Jólaóratóríu Bachs. Á Tónlistarkvöldi, klukkan 19.40 að kvöldi jóla- dags verður flutt hljóðritun frá tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju á þessu fal- lega verki. Klukkan 22.20 verður endurfluttur þáttur doktors Kristjáns Eldjárns um ár séra Matthíasar Jochumssonar í Odda á Rangárvöllum en þátturinn var frumfluttur árið 1959. Ást, náttúruöfl og predikanir annan 4. jóladag á Rás 1 Ást og rómantík, náttúru- öfl, prédikanir og vangavelt- ur um jólahald að þrjátíu árum liðnum er meðal efnis Rásar 1 á annan í jólum. Séra Sigurður Árni Þórðar- son fjallar um prédikanir séra Sigurbjörns Einarsson- ar á árum síðari heimsstyrj- aldar klukkan 9.03. Á undan messu í Seltjarnarneskirkju verður fluttur athyglisverð- ur þáttur um þögnina á Vatnajökli og þau öfl sem hana rjúfa. Þar er jafnframt rætt við fólk sem er heillað af kyrrðinni og hefur búið á jöklinum í þrjá mánuði. Þorsteinn Gauti Sigurðs- son leikur píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmaninov klukkan 13.00 en klukkan 14.00 verður fluttur þátturinn Ást um aldamót. Það er heimildar- þáttur í umsjá Jóns Karls Helgasonar, byggður á bréf- um tveggja ungra Reykvík- inga sem vora í tilhugalífinu árið 1901. Guðrún frá Lundi var þekkt fyrir rómantískar sögur sínar og að loknum fréttum klukkan 16.00 verður flutt dagskrá um hana í tilefni fimmtíu ára út- gáfu bókarinnar Dalalífs og klukkan 18.05 veltir Bragi Ólafsson því fyrir sér hvernig jólahald verður eftir þrjátíu ár og athugar hvemig þau vora fyrir þrjátíu áram. Klukkan 19.40 verður flutt hljóðritun frá jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói, en meðaþverka j sem þai- hljóma eru Árstíð- irnar eftir Vivaldi og Flug- eldasvíta Hándels. Steinaldar- og skrýmslajól DAGSKRÁ Stöðvar 3 fyr- ir yngstu bömin hefst klukkan níu að morgni að- fangadags með talsettu teiknimyndinni Skrýmslajól sem gerist á jólakvöld. Jóla- sveinninn dettur óvart af sleðanum sínum og lendir í arninum hjá Tomma. Hann er dálítið ruglaður eftir bylt- una og ákveða Tommi og vinir hans, skrýmslin, að hjálpa Sveinka við að koma út öllum jólagjöfunum enda ekki seinna vænna ef allir eiga að fá gjafirnar sínar í tæka tíð. Að skrýmslajólum loknum taka Kálgarðsbömin við. Þegar Kálgarðsbörnin heyra um jólin ákveða þau að halda til borgarinnar. Börnin finna peningaveski og eru ákveðin í að reyna að koma því til skila en það gæti orðið dálít- ið ævintýralegt. Teiknimynd með íslensku tali. Þá tekur við talsett ævin- týri um jólahald hjá mör- gæsum og þvínæst verður sýnd talsett teiknimynd um litla stúlku sem óskar einskis frekar en hvítra jóla. Þegar öllu þessu er lokið verður sýnd teiknimynd með ís- lensku tali sem nefnist Saga jólasveinsins. Kvennabúr og klaufastemmning Fimm mínútur yfir ellefu er Jólagríman á dagskrá og þvínæst verður sýndur þátt- ur úr Hundalífi. Fimm mín- útum fyrir tólf kemur Flint- stone-fjölskyldan á skjáinn og heldur sín jól. Jaba-daba- dúúú! Fimm mínútum eftir eitt birtast teiknimyndahetjurn- ar Scooby-Doo og Shaggy vinur hans á skjánum. Þeir hafa verið ráðnir sem smakkarar við hirð kalífa nokkurs en þegar þeir taka upp á því að eta upp allan kvöldverð hans neyðast þeir til að fela sig í kvennabúrinu til að verða ekki teknir af lífi. Klaufastemmningin er alls- ráðandi í jólaþætti syrpunn- ar Heimskur, heimskari, sem sýndur verður rúmlega hálfþrjú og að honum lokn- um kemur söngkonan Natalie Cole fram ásamt The New York Gospel Choir og stóram barnakór og syngur jólalög. Dagskrárlok verða síðan ldukkan fjögur. Á jóladag hefst útsending á Stöð 3 með teiknimynd um leikfangasmiðinn Nikulás sem alltaf gefur meira af leikfóngum en hann selur. Talsett teiknimynd um litla brauðrist verður sýnd korter yfir tólf. Félagar hennar era daprir yfir því að vera ekki lengur taldir nothæfir og því afræður brauðristin að reyna að hafa upp á drengn- um sem átti þá. Ævintýrið um brauðristina litlu og vini hennar er fyrir alla fjöl- skylduna. Dagskrá smá- fólksins lýkur svo rúmlega átta að loknum þætti um geimálfinn Alf og jólahald r hans. Annan jóladag hefst út- sending klukkan níu með ævintýri um jólin hennar Onnu litlu. Ríkasti maður heims er ekki alls kostar ánægður þegar fram- kvæmdastjórinn hans kemur heim með munaðarlausu stelpuna Önnu. Hann hellir úr skálum reiði sinnar svo Anna og hundur hennar hlaupast á brott. Um nóttina birtast tveir draugar hinum ríka og sýna fram á hversu " björt framtíð Önnu hefði orðið hefði honum auðnast að stilla skap sitt. Þegar ævintýrinu um Önnu er lokið tekur við teiknimynd um vingjarnleg- an risa eftir sögu Roalds Dahl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.