Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ i FERÐALÖG HORFT upp dalinn að Col de Salentin. MONT Blanc. Ferðasaga úr frönskum f jöllum Sunnudagskvöld eitt í september ákvað Gunn- hildwr Una JónsdéHir, joreyttur namsmaður í Montpellier í Frakklandi, að nota frídaga sína til að komast burt frá borginni og leggja fjalllendi undir fót. LES Aiguiues Rouges. AÐ var ekki heiglum hent að ákveða^ í hvaða átt skyldi halda. í frönsku ferðablaði var minnst á mögulegar gönguleiðir kringum bæinn Chamonix og það freistaði nægilega. Mánudagsmorguninn fór í að kaupa lestarmiða og pakka í bakpokann þeimútilegugræjum, sem höfðu fylgt frá Islandi, ásamt tjaldgreyi, sem fékkst að láni í Montpellier. Lestarferðin var ansi löng og kom- ið kolniðamyrkur í Chamonix þegar ég gekk frá stöðinni að farfuglaheim- ilinu, þar sem ég tjaldaði og skreið undir feld. Morgunskíman hnippti í mig um sjöleytið og það var með nokkurri eftirvæntingu að ég stökk út úr tjald- inu og leit í kringum mig. í köldu mistrinu sá ég notalegan fjallabæ teygja úr sér eftir dalnum. Það er er- fítt að lýsa tilfinningunni sem greip mig, þegar ég leit svo um öxl og upp fjallshlíðina. Morgunblár skriðjökull leiddi augun upp brattann að ægifag- urri jökulhettu sem teygði sig í átt til fyrstu geisla sólarinnar. Hálflömuð af aðdáun áttaði ég mig á því að ég var stödd við rætur Mont Blanc, hæsta fjalls Evrópu. Skriðjökullinn var Le Glacier Bossons og allt i kring tindar frönsku Alpanna. Greiðfærar gönguleiðir Chamonix er ferðamannabær af miðlungsstærð og óþarfi að minnast á skíðasvæðið allt í kring. Bærinn sjálfur er i um 1.000 m hæð og hægt er að taka kláfa upp í um 2.000 m til að komast í stórkostlegt göngusvæði, eða bara til að skoða útsýnið; t.d. er hægt að taka kláf upp að lÖAguille de midi í nál. 4.000 m hæð. Farfugla- heimilið er af bestu gerð með 120 svefnplássum, auk tjaldstæðis og þar fær maður afslátt í kláfana sem og ýmiss konar annað rándýrt sport, (t.d. "paraglidingÖ, sem felst í því að hlaupa fram af klettum í fallhlíí). Gönguleiðirnar frá kláfunum eru mjög greiðfærar; þægilegir stígar og skýrir vegvísar. Þama er töluvert af göngufólki, á öllum aldri og af ýmsu þjóðemi. Það var ágætt að hafa þriðjudag- inn í dagsgöngu til að átta sig á að- stæðum og lesa kortin. Helst vildi ég komast burt úr ferðamannastraumn- um og ganga á einangraðri svæði. Það er ekki ætlast til að maður tjaldi upp í fjöllum en nokkuð auðvelt er að ganga á milli skála og eyðibýla, þar sem hægt er að gista. Þó er leyfilegt að slá upp neyðarskýli yfir nótt ef maður nær ekki í skála og ef maður óvart er með tjald með sér þá liggur auðvitað beint við að nota það. Með aðstoð göngugarps frá Colorado, sem vinnur á farfugla- heimilinu, skipulagði ég fjögurra daga göngu, yfir fjöll og dali, frá Chamonix að Sixt. Á miðvikudagsmorgun pakkaði ég saman tjaldinu og byrjaði gönguna á að fara niður í bæ og kaupa filmur og þurrmat, aukagas á prímusinn og ná- kvæmt kort yfir svæðið. Frá Planpraz-kláfinum gekk ég upp að Col de Brévent, sem er í 2.380 m hæð. Þar opnast útsýni yfir fjalllend- ið og niður í dalinn pem ég hugðist ganga þennan dag. Eg leit enn einu sinni um öxl að Mont Blanc og hélt svo niður á við, yfir nokkra snjó- skafla, í lyngi- og kjarrivaxið svæði, í um 1.800 m hæð. Þegar maður er kominn á þessa hlið fjallanna er mað- ur að mestu leyti laus við mannfjöld- ann sem er í dagsgöngum frá Chamonix. Taumlaus gleði fjallasala Það var næstum alskýjað og mist- ur í dalnum; hitinn nálægt 12 gráð- um. Taumlaus gleði fjallasalanna var fljót að grípa námsmanninn þreytta og sagt er að einhver undarleg söng- rödd hafi glumið milli tindanna þenn- an dag. Leið mín lá að Chalet de Balme, eyðibýli sem ég hafði hugsað mér að tjalda við. Þangað var ég komin um þrjúleytið, sem var mun fyrr en áætl- að var. Eg velti fyrir mér að halda áfram en ákvað að viðra tjaldið og prímusinn undir gríðarstórum steini. Hann slútti yfir svæði sem var girt af með hlöðnum steinvegg og sjálfsagt hefur einhverntíma verið hneggjað eða jarmað þarna í skjólinu. Ekki var ég fyrr búin að hita mér kaffi en hann fór að rigna og ég sá mistrið þéttast í þykka þoku, sem sigldi hraðbyri í fótspor mín upp dal- inn. Það var ótrúlegt að sjá hve hratt hún lagðist yfir allt, þokan og áður en varði sá ég ekki lengur steinvegginn hlaðna, sem þó var ekki nema 5-7 metra frá mér. Ég rölti um næstu stokka og steina og hugsaði til smalanna ís- lensku sem sátu yfir ánum forðum daga og óttuðust fátt meira en það sem í þokunni bjó. Chalet de Balme virtist vera í einkaeign og í raun er kofanum vel við haldið. Tjaldið, sem ég var með, var afskaplega ólíklegt til að halda mér þurri yfir nóttina, enda rigning- in stöðugt að færast í aukana. Loks féll ég fyrir freistingunni og flutti allt mitt hafurtask inn í kofann. Þar var ánægjulega þuirt og bara mátulega draugalegt. Ég dundaði mér við að teikna skilaboð til húseigenda svo þeir skildu afhverju mannaþefur væri í helli þeirra. Svolítið þurfti ég að velta vöngum yfir hvort væri be- tra að sofa við opnar dyr, í fullvissu um að hægt væri að stökkva út ef Móri kæmi ofan af lofti, eða hvort ég vildi hafa lokað og koma í veg fýrir að ófrenjur útlenskra fjalla myndu leita inn í skjólið og rífa mig í sig. Á endanum trúði ég minna á Móra en Forngripamarkaður í Brussel Dýrgripir og gamalt skran í SKUGGA Vorrarírúarkirkju við Sablon-torg í Brussel koma fom- gripasalar sér fyrir um helgar og selja ýmsa merkismuni í tugum markaðstjalda. Forngripamarkað- ur þessi er sagður einn hinn merkasti í Evrópu en ekki skal lagt mat á sannleiksgildi þeirrai- full- yrðingar hér. Hins vegar er óhætt að mæla með því að ferðalangar í höfuðborg Belgíu og Evrópusam- bandsins eyði þar nokkrum klukkutímum, því margt er að sjá. Sablon-hverfíð er suður af Grand- Place, þangað sem langflestir ferðalangar í Brussel leggja leið sína. Um 5-10 mínútna gangur er að Sablon-torgi en nafnið þýðir í bókstaflegri merkingu sandauðn. Nær hefði þó verið að ræða um vot- lendi en það var þurrkað upp á fjórtándu öld, er bygging Vorrar- frúarkirkju hófst. Fjöldi gamalla bygginga, flestar frá 17. og 18. öld, er umhverfis torgið og hefur þeim verið haldið vel við. Margar hýsa þær glæsileg- ar fataverslanir, lítil og notaleg Á fommunamarkaðinum á Sablon-torgi kennir ýmissa grasa. MARGIR leggja leið sína á fornmunamarkaðinn, sumir bara til að skoðí gramsa dulítið, aðrir í leit að ákveðnum munum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.