Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 3
_ T~ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 C 3 FERÐALÖG ófrenjumar og lokaði dyrunum og augunum í niðamyrkri. Morgunninn kom með fagurri fjallasýn en nokkuð köldum blæstri. Eg dólaði yfir kaffi og múslíkökum og lagði ekki af stað fyrr en um tíuleytið. Upp brattann að Col de Salentin Inn dalinn slóst ég við vindinn um höfuðfat og landakort og leit við í Chalet de Villy, sem er víst viður- kenndur svefnstaður. Hitaði mér svo hádegismat í grænni hlíð og slappaði af með útsýni yfir farinn veg. Leiðin lá nú upp brattann að Col de Salent- in, sem er hálsinn við Salentin-tind. Sú leið lá upp grjótski-iðu þar sem fátt grær en öðra hverju mættu augu mín múrmeldýrunum sem gægðust upp úr jarðgöngum sínum. Rokið var hífandi uppi á hálsinum, en það var þó ekki eina ástæða þess að ég greip andann á lofti. Þau eru sæt svitalaunin, sem gefast þegar maður kemst upp á brún og sér yfir í næsta dal. Þarna voru það Les Aguilles Rouges sem blöstu við, hrikalega tignarlegar; hlíðarnar klæddar skriðjöklum sem Islend- ingnum fannst afskaplega heimilis- legt að sjá. Þeir voru snarlega nefnd- ir Rauðunálajöklar. Eftir nokkrai- sveiflur með mynda- vélinni hélt ég göngunni áíram, nú á eystri hlið Salentin-tinds, í brattri skriðu en á ágætis stíg sem leiddi mig nær áætluðum næturstað, Mt. Buet. Það er ótrúlegt að finna hvemig hæðin breytir manni hægt og hægt í snigil. Aldrei ætlaði ég að komast þessa síðustu kflómetra milli Col de Salentin, sem er í um 2.500 metra hæð og á Mt. Buet, sem mælist um 3.100 metrar. Stöðugt kólnaði og rokið var allt í kring. Skyndilega áttaði ég mig á því að ég var í raun óeðlilega máttlaus og ákvað að líta í malinn. Þá rann á mig einkennilegt æði og áður en ég vissi af hafði ég hámað í mig allar múslíkökurnar sem áttu að vera í morgunmat á laugardaginn og þam- bað meirihlutann af vatninu mínu. Þetta var þó greinilega þarft æði því nú þaut ég áfram síðasta spölinn og hlakkaði til að finna fjallakofann Abri de Picket sem leit svo girnilega út á kortinu mínu. Glaðbeitt náði ég upp á fjallsbrún, sem stóð svo sannarlega undir nafni sem brún, því þar sem hún var mjóst gat maður hæglega sest og dinglað fótunum niður sitt hvorum megin. Þaraa byrjaði steinflöguskriðan sem náði niður í dal sitt hvorum megin. Já og skýliðÉ.É.É. Fyrst virtist það hvergi sjáanlegt en svo áttaði ég mig á því að á einum stað voru steinflög- umar í_ skipulegri röðum en annars- staðarÉ.É.É. Og þar var steinflögu- skýlið; næturstaðurinn. Ég stóð svolitla stund og þagði og þögnin þagði með mér. Svo sneri ég baki í skýlið og rölti fram á hæstu brún og sá allt um kring. Þar horfði ég niður á Glacier de Trés les Eux og svo yfir allt til Sviss. Sardínudós sönnun um mennska tilvist Þögnin virtist algjör en svo heyrði ég rakann seytla upp úr jörðinni og fylla fótsporin að baki mér. Svo var það lyktin; svo áberandi af engu. Við skýlið fann ég ryðgaða sardínudós og gladdist ósegjanlega yfir þessari sönnun um mennska tilvist. Til vesturs sá ég yfir þá leið sem ég ætlaði að ganga daginn eftir. Þykk þoka skreið um dalinn og fjallatopparnir sigldu um. Það var of áliðið til að halda áfram og þokan heillaði lítt til náinna kyn- na, svo ég kom mér fyrir í skýlinu. Þar er varla að tvær manneskjur geti legið hlið við hlið en ég kom mér vel fyrir, í svefnpokanum mínum hlýja, á dýnunni minni mjúku. Tjaldið öðlað- ist nýjajífssýn, í hlutverki sínu sem "bívakkO-poki, utanum svefnpokann. Það kólnaði áberandi þegar sólin hvarf og frostið nísti svolítið. Síðasta vatnslöggin fór í pott og ég sótti snjó til að bræða. Nokkur skelfileg augnablik liðu þegar þurfti að berja prímusinn í gang. Fyrir ein- hverja guðslukku tókst þó að sjóða vatn í Lyofal, franska frostþurrkaða kvöldmatinn, sem bragðaðist með eindæmum vel. En svo var guðslukk- an uppurin og gasið lagðist í dvala, algjörlega áhugalaust um staðhæf- ingar framleiðenda um ágæti butan- propanblöndu í svona nettu frosti. Bölvandi og vatnslaus lagðist ég tíl svefns, vissi þó sem var að daginn eftir þyrfti ég ekki að lækka mig mikið til að komast í lífvænlegra um- hverfi fyrir okkur prímusinn. I svefnrofunum laumaðist ég í neyðarsúkkulaðið og hlakkaði til að komast í alvöruskála næstu nótt. Þriggja tíma bið Eftir væran svefn kom morgunn- inn. Hann var hvítur eins og snjór- inn sem hafði fokið í flest skjól um nóttina og þyrlaðist nú um allt og of- aní hálsakot. Hvítur, eins og þokan sem aflt huldi og hló upp í opið geðið á mérz þegar ég íhugaði hvort ég kæmist áfram þangað sem ég ætlaði. í þrjá langa og leiðinlega tíma beið ég í von um betra skyggni. Ák- vað svo að ekki dygði að láta fyrir berast í steinflöguskýli á steinflögu- fjalli og hélt af stað. Eftir ítarlegan kortalestur sá ég minn hag vænstan í að fara sömu leið til baka að Col de Salentin. Þaðan var hægt að fara niður í dalinn að skála með verði og öllum græjum. Ferðin gekk fremur hægt í þoku og hálku en nú gladdist ég yfir snigils- hætti mínum daginn áður, því aUar pásumar höfðu lagt leiðina vel á minni mitt. Fljótlega fór þó að rofa tU og hlýna og ég varð hálffúl yfir að hafa ekki beðið lengur eftir skyggni og skoðað hina leiðina. SkyndUega gekk ég í flasið á göngumönnum. Þetta fólk kom frá skálanum sem ég nú stefndi á og ætlaði sér upp á Mt. Buet og niður aftur, alla leið til byggða. Það var ósköp gott að tala við einhvern ann- an en sjálfan sig og það varð úr að ég beið þeirra við skálann til að verða þeim samferða að næsta þorpi. Það- an fékk ég svo að sitja í bfl með þeim aftur til Chamonix. A farfuglaheimilinu beið mín poki með smádóti, sem ég hafði fengið að geyma þar. Éftir heita sturtu teygði ég úr mér, í hreinum fötum og horfði löngunaraugum aftur til fjalla. Næsta dag lá svo leiðin til Beaujo- lais héraðsins, þar sem Emil frændi býr. Þar var uppskeran í fullum gan- gi og hvarvetna mátti sjá glaðværa vinnuhópa bogra yfir vínviðinum. Montpellier og skólinn biðu svo auðvitað á sínum stað og enn á ný mátti ég sperra eyrun við frönsk- unni og draga inn borgarandann. Ciunnhildur Una Jónsdóttir, sem var eina önn skiptinemi í Kennaraháskól- anum í Montpeilier, stundarnám við í Kennaraháskóia Islands. CHALET de Balme. veitingahús og ótölulegan fjölda forngi’ipaverslana, þar sem hægt er að finna allt á milli himins og jarðar. Hætt er þó við að menn geri engin reyfarakaup í slíkum versl- unum. Snemma á laugardags- og sunnudagsmorgnum koma sölu- menn sér fyrir í tjöldum á Sablon- torginu, þar sem alla jafna eru þéttskipuð bflastæði. í tjöldunum ægir öllu saman en misjafnar áherslur munu vera í sölubásunum eftir vikum og mánuðum. Þegar undirrituð brá sér á markaðinn vora silfurmunir í aðalhlutverki en nokkrum vikum áður hafði ýmis- konar glervara verið áberandi. Það er svo sannarlega þess vh-ði að rölta á milli tjaldanna, rýna í haganlega gerða 18. aldar smámuni úr silfri, skoða hundrað ára gamlar rússneskar helgimyndir, láta sig dreyma um litla kórónu alsetta eð- alsteinum, velta fyrir sér hver hafi átt þykka brúna fléttu í pappaboxi, handleika hníf með skefti úr kiðlingsfæti, anda léttar yfir því að Morgunblaðið/UG FIÐLA með slitinn streng, hnífur með skefti úr ÞESSI inaður sýndi áhugasömum vasaúr sem kiðlingsfæti, glös og postulín. dverghagir úrsmiðir settu saman á síðustu öld. einhver annar en maður sjálfur hafi brotið metrahátt leirker. Brosa í kampinn yfir kaffivél og útvarps- vekjara í einu tæki frá sjötta ára- tugnum, fletta í gegnum bunka af ævagömlum landakortum, m.a. af Islandi, skoða gamlar Tinnamyndir sem höfundurinn Hérgé hefur árit- að og hampa skartgripum. Þegar nefið er orðið eldrautt og fingur og tær loppnar er tilvalið að fá yl í kroppinn með því að gæða sér á sjávarréttasúpu og jafnvel belgískum bjór, sem selt er á torg- inu. Hvorutveggja hlýtur að teljast með sérréttum belgískum, um það vitna óteljandi sjávarréttastaðir í miðbænum og krár, enda státa Belgar sig af því að framleiða besta bjór í heimi. Þó að slíkar fullyrðing- ar fáist seint sannaðar er óhætt að fullyrða að bjórunnendur eiga tví- mælalaust erindi til Belgíu. Vilji menn setjast niður er fjöldi veitinga- og kaffihúsa umhverfis torgið og í næsta nágrenni, mörg falin í örmjóum hliðargötum sem gaman er að þræða. Hafa ber þó í, huga að sölumennirnir standa ekki lengi dags á torginu, hætta ekki síð- ar en um þrjúleytið og jafnvel fyrr ef sala er treg eða napurt úti. Hafi menn áhuga á frekara mark- aðsrölti má benda á Grand Place, þar sem er mikill blóma- og dýra- markaður um helgar. Þeir sem hal- da sig í Sablon-hverfinu geta brugð- ið sér í listasöfnin í nágrenninu, sem eru rómuð; bæði Palais des Beaux-Arts við Rue Ravenstein, þar sem er að finna mörg meistara- verk flæmskrai’ málaralistar, og Nútímalistasafnið sem er í næsta húsi. Þá er stutt ganga yfir í Marolles-hverfið sem er skammt fi’á dómshöllinni. Þar er hægt að hverfa aftur um nokkrar aldir er gengið er um götur sem allar bera nöfii iðnaðarmanna; smiða, gull- smiða, sótara, koparsmiða og stóla- gerðarmanna. Urður Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.