Morgunblaðið - 24.12.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.12.1996, Qupperneq 1
295. TBL. 84. ÁRG. Deilan um Hebron Auknar líkur á sáttum Kaíró, Jerúsalem. Reuter. DENNIS Ross, samningamaður Bandaríkjanna í Miðausturlönd- um, sagði í gær að Palestínumenn og Israelar hefðu færst nær sam- komulagi um brottflutning ísra- elskra hersveita frá borginni Hebr- on á Vesturbakkanum. Ross reyndi að miðla málum milli samningamanna ísraela og Palestínumanna um helgina og fór síðdegis í gær til Kaíró til þess að gera egypskum ráðamönnum grein fyrir gangi viðræðnanna. Takmark Bandaríkjamanna var að leysa deiluna um hersveitirnar í Hebron fyrir jól. Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, ræddi við tvo samningamenn Pal- estínumanna í gær áður en hann hitti Ross og að fundunum loknum sagðist hann telja að samkomulag gæti náðst mjög bráðlega. Gert er ráð fyrir að Bandaríkjamenn og Egyptar ábyrgist samkomulagið. Netanyahu tekur þátt í viðræðunum Það þótti til marks um að mál- um hefði miðað talsvert í gær- morgun að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, gekk til liðs við samningamennina eftir hádegi og tók þátt í viðræðunum. Tækist að höggva á alla hnúta var ráðgert að Netanyahu og Yasser Arafat, forseti sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, hittust og undir- rituðu samningana. ísraelar áttu að vera á brott með sveitir sínar sl. sumar og af- henda Palestínumönnum þá yfir- ráð í um 80% borgarinnar. Tafir urðu á því eftir kosningarnar í ísrael, einkum vegna krafna Net- anyahus um að gerðar yrðu sér- stakar ráðstafanir til að tryggja öryggi um 400 gyðinga, sem búa meðal 100.000 araba í Hebron. Óttast átök í Belgrad Belgrad. Reuter. PAVLE patríarki, yfirbiskup rétt- trúnaðarkirkjunnar í Serbíu, var- aði í gær stjórnvöld og leiðtoga stjórnarandstöðunnar við því að deila þeirra gæti leitt til vopnaðra átaka. Patríarkinn hvatti stjórnarand- stöðuna til að aflýsa mótmæla- fundi sínum í Belgrad í dag vegna fyrirhugaðs fjöldafundar Sósíal- istaflokks Slobodans Milosevic for- seta. Flokkurinn stefnir að því að 400.000 manns mæti á fundinn, sem verður um hundrað metrum frá mótmælafundi stjómarand- stæðinganna. Óttast er að átök hefjist milli hópanna og að stjórn- in noti tækifærið til að lýsa yfir neyðarástandi og kveða mótmælin niður með valdi. 96 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Friður úti á Norður- Irlandi? Belfast. Reuter. EINN af leiðtogum mótmæl- enda á Norður-Irlandi reyndi í gær að draga úr ótta manna við að sprengjutilræði við ka- þólikka og frammámann í röðum lýðveldissinna boðaði upphafið að nýjum átökum í landinu. Gary McMichael, leiðtogi Lýðræðisflokks Ulsters, sagði, að sprengjutilræðið í fyrradag þýddi ekki, að úti væri um tveggja ára gamalt vopnahlé skæruliða mótmæl- enda. Kvaðst hann telja, að þá hefði það verið tilkynnt formlega. Lýðræðisflokkur Ulsters er pólitískur armur skæruliðahóps, er kallar sig Varnarsamtök Ulsters og eru þau bönnuð. Viðbragða Breta beðið Tilræðið var við Eddie Copeland, 25 ára gamlan bar- áttumann gegn yfirráðum Breta í Norður-írlandi, og slapp hann lífs en særðist nokkuð. Hefur enginn lýst til- ræðinu á hendur sér en flestir telja, að með því hafi skæru- liðar mótmælenda verið að hefna árásar á lögreglumann sl. föstudag. Þegar írski lýðveldisherinn braut vopnahléið var Sinn Fein, pólitískum armi hans, neitað um aðiid að friðarvið- ræðunum á N-írlandi og er þess nú beðið hvort viðbrögð- in verða þau sömu gagnvart mótmælendum. Kom ekkert fram um það í gær hjá Sir Patrick Mayhew Norður- Irlandsmálaráðherra þegar hann fordæmdi sprengjutil- ræðið. 225 gíslum sleppt úr bústað sendiherra Japans í Lima Skæruliðamir halda enn 140 mönnum í gíslingu Reuter. SKÆRULIÐAR Tupac Amaru- hreyfingarinnar í Perú héldu enn 140 gíslum í híbýlum japanska sendiherrans í Lima í gær eftir að hafa sleppt 225 mönnum kvöld- ið áður. Ekkert benti til þess að skæruliðarnir yrðu við kröfu Al- bertos Fujimoris, forseta Perú, um að þeir legðu niður vopn og létu alla gíslana lausa. Rúmlega þúsund ættingjar, fréttamenn og embættismenn fögnuðu gíslunum sem gengu út úr byggingunni í fýrrakvöld. Menn- irnir voru þreytulegir en í sjöunda himni yfír því að vera lausir úr gíslingunni eftir að hafa verið í haldi skæruliðanna í fimm daga. Á meðal þeirra sem voru leystir úr haldi voru sendiherrar Bólivíu, Guatemala, Honduras, Panama, Venezuela og Kúbu, erindrekar frá Bólivíu, Evrópusambandinu, Sam- einuðu þjóðunum, Bretlandi, Spáni og Þýskalandi og að minnsta kosti sjö bandarískir embættismenn. Japanski sendiherrann, Mori- hisa Aoiki, var enn í haldi skærul- iðanna í gær og á meðal annarra sem eru í byggingunni eru stjórn- arerindrekar frá Rómönsku-Amer- íku, um 30 kaupsýslumenn frá Japan og embættismenn frá Perú, þeirra á meðal tveir ráðherrar og yfirmaður þeirrar deildar lögregl- unnar sem berst gegn hermdar- verkahreyfingum. Alberto Fuji- mori, sem er sonur japanskra inn- flytjenda, ræddi við gíslana á sjúkrahúsinu en fór þaðan án þess að ræða við fréttamenn. Bróðir hans, Pedro Fujimori, er enn í haldi skæruliðanna. Sérsveitir sagðar í viðbragðsstöðu Skæruliðarnir sögðust hafa ákveðið að sleppa mönnunum í til- efni af jólahátíðinni en sögðu að hinir gíslarnir yrðu ekki látnir lausir nema stjórnin féllist á að sleppa 400 félögum þeirra úr fang- elsi. Fujimori hafnaði þeirri kröfu algjörlega þegar hann flutti ræðu til þjóðarinnar í fyrradag. Hann sagði að ekki kæmi til greina að sleppa fólki, sem dæmt hefði verið fyrir morð og hryðjuverk. Japönsk stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi við afstöðu Fujimoris. Her Perú hefur lagt drög að áætlun um árás á bygginguna og sérsveitir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi eru í við- bragðsstöðu i Lima, að sögn heim- ildarmanna innan lögreglunnar í borginni. Um 900 lögreglumenn hafa umkringt bygginguna síðustu daga. ■ Skiptust á um svefnpláss/24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.