Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Auglýst eftir umsóknum um tollkvóta Áhugi á innflutn- ingi hefur minnkað UMSÆKJENDUR um innflutning á ostum og unnum kjötvörum á lágmarkstollum sóttu um að flytja inn umtalsvert minna magn nú um áramót en í sumar. Sótt var um að flytja inn 73,8 tonn af kjötvör- um, en 293,5 tonn í sumar. Um- sóknir um innflutning á ostum námu samtals 91,2 tonnum en 169,9 tonnum í sumar. Enginn sótti um að flytja inn smjör. Áðildarþjóðir GATT skuldbundu sig til að leyfa innflutning á land- búnaðarvörum með lámarkstollum. í upphafí var um að ræða 3% af innanlandsneyslu viðkomandi vörutegundar, en þetta hlutfall á að hækka upp í 5% á sex árum. Landbúnaðarráðuneytið hefur ósk- að eftir umsóknum uni þessa tollk- vóta tvisvar á ári. Á næsta ári koma til úthlutunar 36,2 tonn af smjöri, 78,2 tonn af ostum og 58,8 tonn af unnum kjötvörum. Enginn vill flytja inn smjör Frestur til að skila inn umsókn- um vegna úthlutunar tollkvóta fyr- ir fyrstu sex mánuði næsta árs rann út fyrir helgi. Sjö fyrirtæki sóttu um að flytja inn ost til al- mennra nota, samtals 57,3 tonn, en síðast sóttu átta fyrirtæki um að flytja inn 117,9 tonn. Sex fyrir- tæki sóttu um að flytja inn 33,8 tonn af osti til iðnaðar- og matvæ- lagerðar, en síðast sóttu sex fyrir- tæki um 52 tonn. Samtals er sótt um að flytja inn 91,2 tonn af ostum á móti 169,9 tonnum í sumar. Til úthlutunar eru 39,1 tonn þannig að landbúnaðarráðuneytið mun viðhafa útboð á tollkvótunum. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 6. janúar. Níu fyrirtæki sóttu um að flytja inn 73,8 tonn af unnum kjötvörum. í júní sóttu tíu fyrirtæki um að flytja inn 293,5 tonn. Til úthlutun- ar að þessu sinni eru 29,4 tonn og verður því óskað eftir tilboðum í tollkvótann. Enginn sótti um að flytja inn smjör. Olafur Friðriksson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, sagði að áhugi innflytjenda á því að flytja inn búvörur á lágmarkstollum virt- ist fara eitthvað minnkandi. Eftir væru fyrirtæki sem hefðu virkileg- an áhuga á innflutningnum og getu til að selja vöruna. Áhugi fyrirtækja sem reka veitingahús væri greinilega verulegur og stór hluti innflytjendana væru í slíkum rekstri. Sigfús Daðason jarðsettur ÚTFÖR Sigfúsar Daðasonar skálds var gerð frá Dómkirkj- unni í gærmorgun. Séra Jón Bjarman las úr ritningunni og gerði grein fyrir ævi skáldsins og Þorsteinn frá Hamri flutti minningarorð um Sigfús þar sem lagt var út frá skáldverkum hans og fræðiritgerðum. Bryndís Halla Gylfadóttir og Martial Nardeau léku á selló og flautu við athöfnina og sungnir voru sálmarnir Fögur er foldin, Heyr himnasmiður og AHt eins og blómstrið eina. Athöfnin í kirkjunni hófst klukkan hálfellefu og að henni lokinni báru Þorsteinn frá Hamri, Sigurður Pálsson, María Krisljánsdóttir, Anna Einars- dóttir, Bergljót Krisljánsdóttir, Einar Már Guðmundsson og Loftur Guttormsson kistu skálds ins úr kirkjunni. Aðeins eitt skip á veiðum um jólin Baldvin Þorsteinsson EA með 8.400 tonn á árinu AÐEINS eitt íslenzkt flskiskip verð- ur við veiðar yflr jólin, ísfisktogarinn Skagfirðingur, en hann er að fiska í siglingu fyrir Þýzkaland. Öll físki- skip verða að vera í komin til hafnar í síðasta lagi um hádegi á Þorláks- messu og vera í höfn fram yfír ára- mót. Eina undantekningin er þegar flskað er í siglingu. Annar íslenzkur togari er reyndar á ferðinni um há- tíðimar, en ekki á veiðum. Það er Engey RE, sem er á leið til Falk- landseyja. Engey lagði af stað á sunnudag og verður væntanlega um 25 daga á leiðinni. ísfisktogaramir hafa flestir verið að koma úr síðasta túr undanfarna daga, en margir frystitogaranna komu í land í gær. Góður gangur skipa Samherja Frystitogarar Samherja voru að landa afurðum að verðmæti um 60 milljónir króna í gær. Veiðar togara fyrirtækisins hafa gengið mjög vel á árinu. Bæði Baldvin Þorsteinsson og Víðir hafa skilað meiri aflaverð- mætum á land en nokkm sinni. Baldvin fiskaði samtals 8.400 tonn að verðmæti um 650 milljónir króna og aflaverðmæti Víðis er um 500 milljónir. Þá hefur Akureyrin fískað fyrir 615 milljónir króna. Útgerð þessara skipa hefur ekki gengið jafnvel allan þennan áratug, en velgengnin skapast meðal annars af mikilli karfaveiði á Reykjanes- hrygg, bæði utan lögsögu og innan þeirrar grænlenzku. Akureyrin hefur einu sinni skilað meiri verðmætum á land. Það var 1989 er hún fiskaði fyrir 715 milljónir króna, en þá vom þorskveiðiheimildir nærri tvöfalt meiri en á þessu ári. Grandaskipin með 30.500 tonn Öll skip Granda eru í höfn um jólin nema Engeyin, sem heldur til sérstakra veiða fyrir nýstofnað félag á Falklandseyjum. Níu manns em í áhöfn á leiðinni niðureftir, en þegar veiðar hefjast koma fleiri til sögunn- ar. Skipstjóri á Engey er Jón Olafur Halldórsson, en útgerðarstjóri er Guðmundur Kristjánsson. Togarar Granda öfluðu um 30.500 tonna á þessu ári, sem er 900 tonn- um meira en á sama tíma í fyrra. NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólki er bent á að ganga ekki til samninga um svokallaða orlofs- hlutdeild, nema að vel athuguðu máli. Um er að ræða tilboð til tíma- bundinnar búsetu í hótelíbúðum á sólarströnd og er Neytendasam- tökunum kunnugt um a.m.k. tvö fyrirtæki sem selja orlofshlutdeild þessa dagana. Áð sögn Þuríðar Jónsdóttur, lögfræðings hjá Neyt- endasamtökunum, leitaði mikill fjöldi fólk til samtakanna sl. föstu- dag til að afla sér upplýsinga um rétt sinn vegna kaupsamninga sem það hafí skrifað undir, oft án um- hugsunarfrests. Þuríður sagði að margir nöguðu sig nú í handarbökin eftir að hafa skrifað undir kaupsamninga á kynningarfundi og skuldbundið sig til að kaupa orlofshlutdeild með raðgreiðslum. Eftir að heim var komið og skilmálar og gögn lesin betur hafi margir komist að raun um að þeir hafí verið að skrifa undir allt annað en þeir töldu sig vera að kaupa. 355 þús. kr. kaupverð auk árgjalds Algengt kaupverð á búseturétti er 355 þúsund kr. sem greitt er með raðgreiðslum en við það bæt- ist svo árlegur kostnaður með greiðslu félagsgjalda, sem eiga m.a. að standa undir umsjón með viðgerðum og viðhaldi, endurinn- réttingum, umhirðu garðs og sund- laugar, hreinsun, herbergisþernu, öryggisgæslu, greiðslu skatta, trygginga, sorphreinsunar og veitugjalda og greiðslu í sjóð vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Þuríður sagði að viðkomandi fyrirtæki hringdu í fólk af handa- hófi og legðu fyrir það spurningar og því væri svo boðið á kynningar- fund þar sem það gæti m.a. átt von á happdrættisvinningi. I samningum sem Neytenda- samtökin hafa nú til skoðunar kemur fram að við kaup á orlofs- hlutdeild fá viðkomandi aðild að félagsskap með ákveðnum skilyrð- um. Kaupandi fær búseturétt í hótelíbúð eina viku á ári. Á sér- stöku blaði sem ber heitið „skiln- ingur og samþykki", sem kaupend- ur undirrita eftir að hafa svarað nokkrum spurningum, lýsir selj- andi því yfir að hann vilji útiloka alla þá möguleika að einhver vil- landi staðhæfing hafi verið sögð við kaupanda, sem hafi haft áhrif á ákvörðun hans um kaup á orlofs- hlutdeild. Þar kemur einnig fram að allir skilmálar kaupsamningsins séu skriflegir og verði ekki undir neinum kringumstæðum breytt. Opið f dag 9-12 Kiiivjlan óikar la/nh mömium plahilapa jó/a op farur/dar a /if ju an' o<j þakkn/ fy/i/ iamkiptin á árinu unn ei a<) ffda. KRINGMN fia ntorgni (il hvólds Morgunblaðið/Hilmir Steinþórsson SKIPVERJAR á Garðari II frá Höfn í Hornafirði eru í landi um jólin eins og nánast allir íslenzk- ir sjómenn. Þeir eru væntanlega hvíldinni fegnir enda hefur verið hart sótt á snurvoðinni í haust. Varað við samningum um orlofshlutdeild Fjöldi manns hefur leitað ráða um riftun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.