Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson SÉRA Kristján Einar Þorvarðarson, séra íris Kristjánsdóttir, séra Jakob Ágást Hjálmarsson, herra Ólafur Skúlason, séra Bragi Friðriksson, Nanna Guðrún Zoéga og Unnur Halldórsdóttir. Prests- o g djáknavígsla í Dómkirkjunni BISKUP íslands, herra Ólafur Sigmund íjolafrn ENGIN teikning er frá Sig- mund í blaðinu í dag. Teikning frá honum birtist næst í blað- inu á gamlársdag. Skúiason, vígði sl. sunnudag séra írisi Kristjánsdóttur aðstoðarprest í Hjallaprestakalli í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra og Nönnu Guðrúnu Zoega djákna í Garða- prestakalli í Kjalarnesprófasts- dæmi. Vígslan fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og voru vígsluvottar séra Bragi Friðriksson prófastur, sem lýsti vígslu, séra Kristján Einar Þorvarðarson sóknarprestur og Unnur Halldórsdóttir djákni. Altar- isþjónustu annaðist séra Jakob Ágúst Hjálmarsson ásamt biskupi, Marteinn H. Friðriksson sá um org- anleik og Dómkórinn söng. Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður Of rúmt framsal valds til heilbrigðisráðherra LÁRA MARGRET Ragnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, gagnrýndi harð- lega tillögur um breytingar á lög- um um heilbrigðisþjónustu í frum- varpi ríkisstjórnarinnar um ráð- stafanir í ríkisfjármálum þegar málið var rætt á Alþingi í síðustu viku. Frumvarpið var samþykkt óbreytt aðfaranótt föstudags. Lára Margrét var ekki viðstödd at- kvæðagreiðsluna. í frumvarpinu var m.a. heimild til gjaldtöku fyrir endurinnritun í próf í framhaldsskólum en harð- asta gagnrýnin beindist gegn ákvæðum um auknar valdheimildir til handa heilbrigðisráðherra, en samkvæmt þeim getur ráðherra m.a. ákveðið sameiningu sjúkra- stofnana með reglugerðarsetn- ingu. Lára Margrét taldi breytingarn- ar fela í sér of rúmt framsal valds til ráðherra við mótun framtíðar- stefnu í heilbrigðisþjónustu. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Lára Margrét að tillögur um heilbrigðis- mál í frumvarpinu væru til marks um takmarkaða málefnaumræðu um heilbrigðismál á Alþingi. Lára Margrét gagnrýndi í fyrsta lagi að með óskýrum og loðnum skilgreiningum í greinargerð frum- varpsins sé heilbrigðisráðherra veitt mjög rúm skilyrði til að sam- eina sjúkrastofnanir. „Brot á lýðræðisreglum" Þingmenn stjómarandstöðu tóku undir gagnrýni Láru. Sögðu þeir að greinar frumvarpsins vörðuðu aðeins að litlu leyti fjárlögin en með þessum hætti væri verið að læða inn heimild til að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustuna. Össur Skarphéðinsson, formaður heilbrigðisnefndar þingsins, sagði þessi ákvæði selja ráðherra í hendur gríðarlegt vald, þannig að hann geti ákveðið eftir eigin höfði sam- einingu sjúkrastofnana sem eru reknar af ríkinu án þess að þurfa að bera það undir Alþingi. „Þetta er nánast br >t á öllum grunnreglum lýðræðisins," sagði Ossur. I sama streng tóku Steingrímur J. Sigfús- son, Svavar Gestsson og fleiri. Lára Margrét telur að sameining sjúkrastofnana drægju almennt úr framförum og endurnýjun sem skapast við heilbrigða samkeppni. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- isráðherra, sagði gæta misskilnings í gagnrýni Láru Margrétar. Ráð- herra sagði að hugmyndir um sam- einingu sjúkrahúsa væru settar fram í beinu framhaldi af vinnu við samhæfingu sjúkrastofnana sem gæti leitt af sér sameiningu. Slík þróun væri ekki óeðlileg heldur myndi hún bæta þjónustu og minnka kostnað við yfirstjórn. Elli- og örorkulífeyrir fylgi almennum launahækkunum Lára Margrét taldi ennfremur nauðsynlegt að skýrt hefði verið í lagatexta að elii- og örorkulífeyrir skuli fylgja almennum launahækk- unum eins og ætlast hafí verið til við samningu frumvarpsins. Ályktun Læknafélags íslands Styður ólík form heimilislæknaþjónustu STJÓRN Læknafélags íslands hef- ur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem ítrekuð er stefna félagsins um að ólík form heimilislæknaþjónustu fái notið sín og að heimilislækning- ar fari ekki eingöngu fram á heilsu- gæslustöðvum i eigu ríkisins. í fréttatilkynningu segir að stefna félagsins, sem var staðfest með ályktun á aðalfundi LÍ í september sl., væri ítrekuð að gefnu tilefni vegna umræðna um starfsemi heim- ilis- og heilsugæslulækna á höfuð- borgarsvæðinu og fullyrðinga um að félagið hafí ekki markaða stefnu um heimilislæknaþjonustu. „Læknafélag íslands leggur áherslu á að sérmenntaðir heimilis- læknar fái að hefja störf utan heilsugæslustöðva í Reykjavík í samræmi við samning LI og TR þar að lútandi. Félagið vekur athygli á því að krafíst er sérfræðimenntunar í heimilislækningum til þess að læknar fái að hefja störf samkvæmt þessum samningi," segir í ályktun aðalfundar LI. í ályktuninni var Tryggingaráð ennfremur hvatt eindregið til þess að opna þann möguleika að sér- menntaðir heimilislæknar geti hafið sjálfstæðan rekstur til þess að tryggja eðlilega nýliðun í stéttinni. Umsjónarmaður Laugardalsvallar Ánægjulegt tækifæri til að móta nýtt starf Um áramótin tekur Knattspyrnusamband íslands við rekstri Laugardalsvallar af Reykja- víkurborg og af þeirri ástæðu verða talsverðar breytingar á rekstri vallarins, sem er þjóð- arleikvangur þar sem flestir A-landsleikir í knattspymu karla og kvenna fara fram og öll stærri fijálsíþróttamót. Auk þess leikur 1. deildar lið Fram alla heimaleiki sína á vellinum. Vegna þeirra breyt- inga sem nú eiga sér stað hefur KSÍ ráðið Jóhann Kristinsson í starf umsjónar- manns Laugardalsvallar frá 1. janúar. - í hveiju felst starf um- sjónarmanns Laugardals- vallar? „Ég mun hafa umsjón með vellinum og þeim eignum sem þar eru, sem er völlur og stúku- byggingar og reyna ná fram meiri nýtingu en verið hefur. Það má hugsa sér að nota leikvanginn und- ir tóknleikahald og auka notkunina á Baldurshaga undir stúkunni þar sem aðstaða er til frjálsíþróttaið- kunnar. Stúkan sjálf er illa nýtt og aðeins notuð í þijá til fjóra mánuði á ári og á þeim tíma ekki í nema um þijátíu skipti. Þannig má reyna að ná inn meiri tekjum." - KSÍ ætlar að leita leiða til að auka tekjur sínar af rekstri vallar- ins og forðast tap? „Að sjálfsögðu, KSÍ ætlar sér ekki að tapa á þessari breytingu og helst skila einhveijum afgangi. Um leið verður okkur það kapps- mál að veita þeim félögum sem nota völlinn betri þjónustu en verið hefur. Byggð verður ný aðstaða, bæði ný áhorfendastúka með núm- eruðum sætum og eins verður gjör- breyting á þeirri aðstöðu sem er undir stúkunni, nýir búningsklefar, breyttur Baldurshagi. Einnig verða skrifstofur sambandsins fluttar undir stúkuna. Mesta breytingin verður líklega sú að nú verður byggð ný stúka við völlinn og sú gamla endurnýjuð þannig að rými verður fyrir sjö þúsund áhorfendur í númeruð sæti. Þessi aðstaða verð- ur tilbúin næsta vor þegar keppnis- tímabilið hefst.“ - Það á því eftir að fara betur um áhorfendur en hingað til? „Það segir sig sjálft að það á eftir að gera það. Til þessa tíma hafa þijú þúsund og fímm hundruð manns getað setið í stúkunni og þegar svo er komið hafa menn varla þorað að hreyfa sig af ótta við að annar væri kominn í sætið þegar til baka væri snúið. Þetta hefur gert að verkum að fólk hefur ekki nýtt sér þá þjónustu sem í boði hefur verið á vellinum. Núm- eruð sæti gjörbreyta þessu. Það hefur einnig hamlað fólki að koma á völlinn með bömin að það hefur þurft að kaupa dýra stúkumiða fyrir þau. Nú verður kannski möguleiki á að koma til móts við það fólk með því að hafa sérstakt svæði þar sem verður ódýrara fyrir fjölskyld- ur. Þá gæti líka skapast svæði til að gæta bama '“ á meðan foreldrarnir fylgjast með leikjum." - Það hefur mikil breyting átt sér stað í Baldurshaga? „Baldurshagi hefur breyst mikið til hins betra upp á síðkastið og aðstaða til æfinga og mótahalds Jóhann Kristinsson ► Jóhann Gunnar Kristinsson er fertugur og var nýlega ráð- inn umsjónarmaður Laugar- dalsvallar frá og með næstu áramótum. Hann er giftur Gyðu Hjartardóttur meinatækni á Borgarspítalanum, þau eiga þijú börn, Kristin 15 ára, Sigur- björgu 9 ára og Hjört Árna 4 ára. Jóhann er menntaður tré- smiður en síðastustu 13 ár ver- ið framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Fram. manna batnar og meðal annars verður núna sextíu metra braut í stað fímmtíu metra áður auk þess sem speretthlauparar hafa meira rými en áður eftir að þeir eru komnir í mark.“ - Þú talaðir um aukna notkun vallarins, er það varðandi tónleika- hald og þess háttar? „Við viljum athuga hvort tón- leikar geta farið fram á veliinum. Þar verður pláss fyrir sjö þúsund manns í sæti og annað eins í stæði. Það er hins vegar óvíst að grasið þoli meiri átroðning. En þetta verð- ur skoðað grannt og er einn þáttur í að nýta völlinn betur.“ - Er ekki tilhlökkun hjá þér að taka við þessu starfi? „Að sjálfsögðu, þarna fæ ég ánægjulegt tækifæri til að móta nýtt starf. Þegar ég var ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá knatt- spyrnudeild Fram fyrir þrettán árum kom ég í ómótað starf sem ég gat skipulagt eftir mínu höfði og það hefur gefíð mér mikið að hafa tækifæri til þess. Ég sé fram á spennandi tíma á Laugardals- velli þar sem við hjá Knattspyrnu- sambandinu getum gert það sem okkur hentar best. “ - Er eftirsjá í að fara frá knatt- spyrnudeild Fram eftir þrettán ár nú þegar útlit er fyrir bjartari tíma eftir nokkra lægð? „Þetta hefur verið skemmtilegur tími en í hveiju starfí eru að sjálf- sögðu misjafnlega ánægjulegar stundir. Fyrir ári fannst mér vera kominn tími til að breyta um starf til að hressa upp á mig sjálfan og síðast en ekki síst að hleypa nýju blóði að hjá félaginu og nú er eflaust réttur tími til Ég sé fram á spennandi tíma á Laug- ardalsvelli þess. Ásgeir Elíasson er þjálfari meistaraflokks karla og það er spennandi tími framundan í 1. deild, en ákvörðunin um að hætta hjá félaginu var ekki erfíð. Fram verður einn helst viðskiptavinur minn á Laugardalsvelli og ég vænti hefur gjörbreyst. Hann verður þess að eiga gott samstarf við það formlega opnaður eftir breytingar eins og aðra sem nota Laugardals- janúar. 2. Aðstaða fijálsíþrótta- völlinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.