Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján ÍSLANDSBÆRINN fokheldur, fjölskyldan saman komin við borð hlaðið íslenskum réttum sem verða í öndvegi. Frá vinstri Hreiðar Hreiðarsson, Dýri B. Hreiðarsson, Heiðdis Pétursdóttir, Sindri B. Hreiðarsson, Þórdís Bjamadóttir og Hreiðar B. Hreiðarsson. Islands- bærinn fokheldur HLEÐSLA fjögurra þilja torfbæjar við Blómaskálann Vín í Eyjafjarðar- sveit hófst í sumar og var bærinn sem nefnist íslandsbærinn fokheldur nú nýlega. Hið ytra er bærinn hefðbundið höfuðból en þegar inn er komið blasa við veislusalir og notaleg gestastofa. Eigendur Blómaskálans, þau Hreiðar Hreiðarsson og Þórdís Bjarnadóttir, ætla með þessum bæ að leitast við að tengja menningu og sögu nútíðar og fortíðar. Hug- myndin að íslandsbænum kviknaði fyrir um tveimur árum en fram- kvæmdir hófust í sumar þegar haf- ist var handa við að steypa grunn og rista torf. Tprggvi Hansen leið- beindi við torfristuna en yfirstjórn hleðslu var í höndum listamannsins Arnar Inga. Allt íslenskt Þau Hreiðar og Þórdís ætla að hefja rekstur í íslandsbænum í byrj- un næsta sumars, en með tilkomu hans verða nokkuð nýstárlegar breytingar í rekstrinum. Blómaskál- inn hefur verið rekinn í 12 ár við sífellt meiri vinsældir, en þar eiga gestir kost á að njóta veitinga í suð- ræðnu andrúmslofti. í íslandsbæn- um verður aftur á móti höfuðáhersla lögð á íslenskt matarhlaðborð og allt sem íslenskt er í mat og drykk. Aætlað er að við komu ferðahópa verði stutt menningardagskrá í máli, myndum og dansi, en eigendur vona að um verði að ræða áhugaverða nýjung fyrir heimafólk og ákjósan- lega viðbót við þau veitingahús og afþreyingu sem fyrir er í Eyjafirði. Morgunblaðið/Kristján SKÓLASYSTURNAR Ingunn, Margrét, Jóhanna og Ásta voru yfir sig hrifnar með piparkökuskreytinguna sem krakkarnir í 6. og 7. bekk Valsárskóla höfðu búið til. Litlu jólin í Valsárskóla ANDI jólanna sveif yfir vötnum á litlu jólunum hjá nemendum og kennur- um Valsárskóla á Svalbarðseyri fyrir helgi. Dagskráin fór fram í íþrótta- sal skólans, sem nemendur í 9. og 10. bekk höfðu skreytt af myndar- skap. Nýstofnaður kór skólans söng nokkur lög, Hurðaskellir kom í heimsókn og söng og dansaði með nemendum og kennurum. Áður en dagskráin í íþróttasalnum hófst, kom hver bekkjardeild skólans saman í samverustund. í Valsárskóla eru rúmlega 60 nemendur í 1.-10 bekk. NEMENDUR og kennarar Valsárskóla skemmtu sér konunglega á litlu jólunum og dönsuðu kringum jólatréð og sungu jóla- söngva af hjartans lyst. Hangikjöt á hverju borði í Grímsey Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri Jólasvemninn heim á hvern bæ Grímsey. Morgunblaðið. í GRIMSEY hefur aðventan liðið við jólaundirbúning að venju. Kvenfélagið Baugur tók upp þá nýbreytni að halda „föndurdag fjöl- skyldunnar" laugardaginn fýrir fyrsta sunnudag í aðventu. Var vel mætt og mikið föndrað af alls kyns jólaskrauti. Kvenfélagið og Kiwan- isklúbburinn Grímur hafa haldið sína jólafundi og voru Kiwanismenn meðal annars með danskt jólahlað- borð. Félögin hafa nokkuð mörg ár staðið fyrir samverustund í félags- heimilinu Múla á aðventunni þar sem boðið er upp á jólaglögg og meðlæti. Var allvel mætt og þess má geta að ágóðinn af samkomunni rennur í félagsheimilissjóð. í skólanum var haldin Lúsíuhátíð 13. desember og fóru skólabörnin í verslunina á staðnum og sungu fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Litlu jól voru í skólanum 18. desem- ber og þangað inn rakst einn jóla- sveinn. Fleiri jólasveinar eru hér á ferli enda hafa skór verið í mörgum gluggum undanfarið. Þeir svein- arnir ’nafa það til siðs að banka upp á í hveiju húsi á Þorláksmessu- kvöld, að minnsta kosti á þeim heimilinum sem börn eru og vikja að þeim góðgæti. Það er afskaplega vinsælt og þessara gesta er beðið með óþreyju. Dýrleg skötuveisla Kiwanismenn standa fyrir dýrlegri skötuveislu í hádeginu á Þorláks- messu og mætti fjöldi manns í hlað- borð þar sem var að finna skötu, saltfisk og tindabikkju ásamt viðeig- andi meðlæti. Jólaljós prýða nú langflest hús og eru litríkar ljósaskreytingar í mörg- um gluggum. Mikið hefur verið bak- að og matbúið og verða áreiðanlega gómsætar steikur á borðum eyja- skeggja í kvöld, aðfangadagskvöld. Hangikjöt er vafalítið borðað á hveiju heimili á jóladag, sumir eru með það heimareykt og allir borða laufabrauð með, ýmist fínt eða gróft. Jólatréskemmtun verður á veg- um kvenfélagsins milli jóla og nýj- árs og jólaguðsþjónusta í Mið- garðakirkju 27. desember. Knattspyrnudeild KA ós/iat' fei/itnö/auun, þjájfiu'utn, a/ef/isfe/öíjutn, sttje/itatHi(fi/utn, t/órnut'utn <hj sfudni/ujstnótuiutn ói/utn^ j/edi/ejtHrjó/u (nj fitt'ste/i/ut' á tiýftt ót'i. Nemendur skólans aldrei verið fleiri VERKMENNTASKÓLINN á Akur- eyri brautskráði 42 nemendur sl. föstudag o g fór athöfnin fram í Gryfj- unni í skólanum. í ræðu Bemharðs Haraldssonar, skólameistara VMA, kom fram að aldrei hefur nemenda- Ijöldinn í VMA verið jafn mikill og nú í haust. í dagskóla á Eyrarlands- holti og á Dalvík voru rúmlega 1.100 nemendur, á þriðja hundrað nemenda stundaði nám í öldungadeild og í fjar- kennslu og var sá sem lengst var í burtu suður í Mexíkó. Þá hefur nokk- ur fyöldi sótt ýmis námskeið. „Nú getum við, eins og oft áður, leitt hugann að því hvort skólinn sé orðinn of fjölmennur. Ekki get ég gefið einhlítt svar en spyr þá á móti hvað eigum við að gera við þá unglinga, sem leita sér menntun- ar, reyndar af ýmsum hvötum. Eig- um við að vísa þeim frá? Svar mitt er einfalt: nei! Framtíð þjóðarinnar er ekki síst fólgin í vel menntuðu ungu fólki,“ sagði Bernharð m.a. í ræðu sinni. Alls voru brautskráðir 23 stúd- entar frá skólanum sl. föstudag, af uppeldis-, viðskipta-, heilbrigðis-, hússtjórnar- og tæknisviði. Fjórir nemendur luku tveggja ára námi á uppeldissviði, tveir af íþróttabraut og tveir af uppeldisbraut. Fimm sjúkraliðar voru brautskráðir af heilbrigðissviði og þrír nemendur með almennt verslunarpróf af við- skiptasviði. Af tæknisviði voru þrír nemendur brautskráðir með 3. stig vélstjórnar, einn með 2. stig vél- stjórnar og tveir nemendur luku meistaranámi. Þá var einn sjókokk- ur brautskráður af hússtjórnarsviði. . Morgunblaðið/Krislján NEMENDUR Verkmenntaskólans á Akureyri sem brautskraðust fra skólanum sl. föstudag, ásamt Bernharð Haraldssyni skólameistara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.