Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 47 Eins og séntilmanni sæmir var Sigfús afar fáorður um eigin hagi en það varð eigi að síður ekki dulið hve hlýjan hug hann bar til konu sinnar Guðnýjar. Sömuleiðis var nærgætni hennar og blíða í hans garð augljós og látlaus. Ég sendi henni sérstaklega mínar innilegustu samúðarkveðjur og öllum öðrum sem voru honum nánir. Sigurður Pálsson. í ungdæmi mínu kom fyrir að ég heyrði gamalt fólk segja sem svo, að þessum eða hinum hefðu hlotnazt „farsælar gáfur“. Slíkt orðalag var haft um menn til að- greiningar frá þeim urmul íslend- inga sem þráttfyrir Ieiftrandi gáfur, dijúgan lærdóm, göfugan ættboga og veraldarauð að auki, fóru í hund- ana eða varð aldrei neitt uppifast. Við þeim ósköpum stundi þjóðin og staðhæfði, að sitthvað væri gæfa og gjörvuleiki. Svo var forlagatrúin heldur aldrei langt undan. Ég kann varla að nefna betra dæmi um mann með farsælar gáfur en einmitt Sigfús Daðason. Strax á unglingsárunum sýndi hann af- burða námsgáfur, og skáldskapar- gáfa hans var þá þegar augljós. En hvorug þessara gáfna er þó ein og sér neitt garantí fyrir farsæld, og heldur ekki sameinaðar. Erfitt er að segja hvað gerir gæfumuninn, en Sigfús reyndist gæddur gáfu þolinmæðinnar og þrauseigjunnar, vissrar hagsýni og æðruleysis, sem ásamt sjálfsgagnrýni og sjálfsaga gerði hann að vissu leyti nokkuð fullorðinn fyrir aldur fram. Hann var óvenju þroskaður unglingur, yfirbragðið stundum hátíðlegt, hon- um lá lágt rómur, og hann virtist þá þegar hafa komizt að þeirri nið- urstöðu, að orð geta verið dýr. Samt varð Sigfús brátt mikill þátttakandi í kaffihúsalífi höfuð- staðarins og gaf sér dijúgan tíma til mannfunda; hann var afspyrnu góður hlustandi og varð vinsæll í sínum vinahóp. Það var eins og hann hefði alltaf ótakmarkaðan tíma; las mikið, en hvenær hann las vissi enginn. Fjárhagur hans var þröngur, og hann átti ekki alltaf öruggt húsaskjól, en hann heyrðist aldrei barma sér og því síður bera einhveija harma á torg. Honum var ekki lagið að sjá sjálfan sig eða aðra í tákni tragedíunnar. Það var frekar að hann sæi gjörvalla heims- byggðina í því Ijósi; einkum þó síðar. Um eigin skáldskap var hann á þessum árum fremur fámáll og birti haria lítið. Þegar hann gaf út sína fyrstu bók, haustið 1951, má sjá á heiti hennar að honum fannst hann ekki hafa ort neitt sem prenthæft væri fyrr en um og upp úr 1947. Um svipað leyti og sú bók kom út hélt hann til náms í Frakklandi og dvaldist þar í nær áratug. Það var mikil gæfa Sigfúsar, að á unglingsárum sínum komst hann í kynni við Kristin magister Andrés- son og Þóru Vigfúsdóttur, konu hans. Þau hjónin voru honum mjög innanhandar öll námsár hans ytra. Og ég fullyrði, að allur námsferill Sigfúsar og störf hans hjá Máli og menningu eftir heimkomuna var það sem veitti þeim hjónum meiri gleði en flest annað. Menningar- framlag Kristins og Þóru hefur enn ekki verið metið sem vert væri og reyndar alls ekki skoðað í réttu ljósi enn þann dag í dag, en sá dagur mun koma. íjóðin stendur í þakkar- skuld við þau bæði. Hér verður ekki rakinn í smáatr- iðum starfsferill Sigfúsar, en í ár- anna rás afrekaði liann miklu og var þó enginn auglýsingamaður um afköst sín. Vandaðar þýðingar hans úr frönsku, ritsmíðar hans um sam- tímabókmenntir, ljóð hans, bæði frumort og þýdd, útgáfustörf hans hjá Máli og menningu og síðar hjá hans eigin forlagi, Ljóðhúsum, að óleymdum kennslustörfum við Há- skólann, þetta allt var meðal þess bezta sem fram var lagt á sviði ís- lenzkrar menningar um áratugi. Ekki þarf að taka sérstaklega fram hvílíkar mætur Sigfús hafði á bókmenntum. En ég get ekki stillt mig um að geta þess, að hann auð- sýndi einnig sjálfum bókunum mikla ást og virðingu, einkum ef þær voru vel úr garði gerðar. Það var ánægjulegt að sjá hann hand- fjalla nýútkomna og vel útgefna bók. Ég gleymi því seint, hve lotn- ingarfullur hann var þegar hann handlék fyrstu bók Málfríðar Ein- arsdóttur og hafði sýnt þá dirfsku að hleypa þessum óþekkta en sér- stæða höfundi af stokkunum, án þess að hafa nokkra vissu fyrir því að sú útgáfa gerði í blóðið sitt. Én, sem betur fer, það heppnaðist allt vel, og bæði hlutu verðskuldaða viðurkenningu fyrir tiltækið. Við upprifjun ótölulegra atvika frá meira en fimm áratuga kynnum getur verið erfitt að nema staðar, en í stuttri minningargrein eiga langlokur ekki heima. Sjálfur var Sigfús enginn málrófsmaður og vafamál hvort hann hafði innilegri ímugust á ritræpu eða munnræpu. Hann brást oft við hvorutveggja með algjörri þögn. En stundum þegar fram af honum gekk við ómerk orð og vanhugsað geip, átti hann til að slá fram nokkrum vel völdum orðum á belgísku. Sljákkaði þá í flestum. Á unglingsárum sínum átti Sig- fús við þráláta vanheilsu að stríða. Fyrsta erindi hans til höfuðstaðar- ins var það að leggjast á Landakots- spítala vegna blóðkreppusóttar. Hann virtist líkamlega ekki mikill bógur, en átti þó til ótrúlega seiglu og fékk yfirleitt ekki kvef þegar aðrir urðu sér úti um þann demó- kratíska sjúkdóm; kvefaðist svo kannski uppá eigin spýtur og hafði engin orð þar um. En þegar hann svo, um svipað leyti og hann lauk stúdentsprófinu, varð að leggjast á Vífilsstaði sökum berklasmits, þá fór ekki hjá því, að ýmsum brygði. Þá var enn ekki sá tími kominn að berklarnir hefðu verið sigraðir í landinu, og margt var það efnisfólk- ið, bæði skáldin og aðrir, sem höfðu orðið þeim vágesti að bráð. En einn- ig hér var það, sem ég hygg að andlegur styrkur Sigfúsar hafi átt meginþáttinn í því, að þessa erfið- leika yfirvann hann. Það var seigl- an. Það var æðruleysið. Og líklega einhver innbyggð og mjög svo heil- brigð trú á sjálft lífið. En nú er hann horfin okkur, og heldur þó áfram að mæla til okkar hljóðum orðum úr verkum sínum. Fyrir hálfri annarri öld var annað skáld kvatt á síðum „Fjölnis". Sá hafði dáið tiltölulega ungur og án þess menn hefðu haft tíma eða nennu til að átta sig á honum til fulls. Sá sem kveðjuna orti sýndi SJÁ NÆSTU SÍÐU. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall BJARNA JÓNSSONAR byggingameistara, sem lést 6. þessa mánaðar. Alfda Ó. Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, og aðrir aðstandendur. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför bróður okkar og unnusta, GUNNARS KÁRASONAR, Sólheimum. Sérstakar þakkir til stjórnar Sólheima fyrir rausnarlegar veitingar. Einnig til framkvæmdastjóra Sólheima, Lions-manna og Guðnýjar Sigfúsdóttur fyrir alla aðstoð. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól. Fyrir hönd unnustu og bræðra, Rósamunda Káradóttir. t Þökkum samúð vegna andláts og útfarar MARENAR JÓNSDÓTTUR frá Eskifirði, Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Grund fyrir alúð og góða umönnun. Hilmar E. Jónsson, Guðrún Árnadóttir, Jón Jónsson, Björg Sigurðardóttir, Inge Jónsson, Sjöfn Jónsdóttir, Eiríkur Jónsson, Inga Þ. Jónsdóttir, Maria Gestsdóttir, Vöggur Jónsson, Gréta Jónsdóttir, Óli Kr. Jónsson, Sjöfn Þórarinsdóttir og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför SIGURÐAR GUNNARSSONAR, Kópavogsbraut 1a. Ásgeir Gunnarsson, Angelika Guðmundsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Greta Björg Erlendsdóttir, Hannes Ingólfsson og fjölskyldur. t Amma okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR hjúkrunarfræðíngur, Þórsgötu 19, Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum að morgni 16. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 27. desember kl. 13.30. Arnþór Haildórsson, Marinó Árnason, Sigurður Halldórsson, Hansfna Guðmundsdóttir, Baldur Öxdal Halldórsson, Þórir Marinósson, Kristveig Halldórsdóttir, Atli Marinósson, Kristveig Baldursdóttir, Árni Marinósson, Valgerður Marinósdóttir og fjölskyldur. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ANNA KRISTÍN HAFSTEINSDÓTTIR, Unufelli 50, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hóla- kirkju föstudaginn 27. desember kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags- ins. Hreinn S. Hjartarson, Hrefna Pedersen, Viihjálmur Thomas, Arna Hreinsdóttir, Pétur Jónsson, Snævar Hreinsson, Pat Lewis, Margrét Káradóttir og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS HALLDÓRSSON tónskáld, Víðihvammi 16, Kópavogi, lést á Landspítalanum laugardaginn 21. desember. Steinunn Jónsdóttir, Gunnlaugur Y. Sigfússon, Jóhanna G. Möller, Hrefna Sigfúsdóttir, Ágúst E. Ágústsson, Sigfús Gunniaugsson, Hulda Egilsdóttir, Yngvi Páll Gunnlaugsson, Helga Ágústsdóttir, Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARl'A MAGNÚSDÓTTIR, Ásbraut 21, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudag- inn 20. desember síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Eirikur Thorarensen, Rafn Thorarensen, Bryndis Þorsteinsdóttir, Elín Thorarensen, Ingveldur Thorarensen, Ragnar Eysteinsson, Guðmundur Magnús Thorarensen, Jón Thorarensen, Inga Dóra A. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. 3 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STURLA ÓLAFSSON rafvirkjameistari, Súgandafirði, lést á Sjúkrahúsi (safjarðar sunnudag- inn 22. desember. Jarðsungið verður frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 28. desember kl. 14.00. Pálína Pálsdóttir, Snorri Sturluson, Erla Eðvarðsdóttir, Sóley Sturludóttir, Jón Erlendsson, Guðmundína Sturludóttir, Sturla Páll Sturluson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Ólafur Þór Sturluson, Marien Sturluson, Reynir Sturluson, Þórhildur Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ......."........................ V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.